Tíminn - 30.11.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.11.1918, Blaðsíða 4
240 TIMINN Léleg málsvörn. í síðasta ísafoldarblaði sem út kom »fyrir pestina«, er grein til Tímans út af »þingmannasíldinni«, eftir Magnús Péturson síldarþing- mann. Er greinin þar á 14 dáik- um. Prentarinn og prófarkalesarinn hafa neyðst til að lesa greinina, af eðlilegum ástæðum. Ritstjóri Tímans lagði það sömuleiðis á sig — með hvildum — til þess að leita að hvort eitthvað nýtt og svara vert kæmi fram i málinu. Hefir ekki spurst að fleiri hafi enst til að lesa greinina til enda. Og skal það engum láð. í greininni kemur ekki fram eitt einasta nýtt atriði. Hún er enda- Iaus þvæla utan við aðalatriðið. Hún ber það svo ótvírætt með sér sem á verður kosið, að verið er að reyna að verja alóverjanlegan málstað. Að eins eitt er ástæða til að á- rétta og er það út af dæmum þeim sem M. P. nefnir til þess að reyna að afsaka að hann framdi síldar- söluna í þinghelginni. En dæmi hans eru algerlega röng. Rétt dæmi, alveg hliðstæð því sem hann gerði, hefði það verið: ef forsætisráðherrann hefði, þegar hann keypt síldina af Bretum á 15 kr. tunnuna, látið kaupin ganga undir sínu eigin nafni og selt landsverzluninni tunnuna t. d. á 20 kr. — og ef forstjórar lands- verzlunarinnar hefðu svo gert þau kaup í sínu nafni og selt síldina út um land á 25 kr. tunnuna. Þingmenn eru trúnaðarmenn bygðarlaganna alveg á sama hátt og forsætisráðherra og forstjórar landsverzlunarinnar eru trúnaðar- menn alls landsins. Af því að M. P. er þingmaður veit hann að sildin er fö! og að landsstjórnin muni þó fresta þyí að kaupa hana. Þá kaupir hann síldina og fær samþingismenn sína til að halda því að kjósendum að kanpa hana. M. P. hefir ekki einungis sjálfur notað sér aðstöðu sína sem þing- maður til þess að græða fé, held- ur hefir hann og nolað aðstöðu samþingismanna sinna »sem þing- manna« — sem ekkert vissu að um gróðabrall var að ræða, en gengu út frá því sem sjálfsögðu, alveg eins og þeir sem kej^ptu, að verið væri að vinna óeingjarnt verk — til þess að auðga sjálfan sig á kostnað almennings. Því að það er þó öllum lýðum ljóst, að ef M. P. befði ekki ráðisl í þetta »bjargráðafyrirtæki«, hefðu þeir sem af honum keyptu fengið hverja síldartunnu 3—5 kr. ódýrari. Hað er að rjúfa þinghelgi ef þetta er það ekki? Hvað er að drýgja synd á móti drengskapar- anda trúnaðarstarfs, ef þetta er það ekki? Spyr Sá sem veit. »Pað er fornt mál að engi taki svo í tjörnina að eigi verði votur af« — sagði Þórir erkibiskup við Guðmund góða. Undirritaðan vantar hryssu, mó- toppskjótta; mark: stýft hægra, (geta verið undirben) járnuð; hár- laus blettur á miðju baki. Finn- andi geri svo vel og geri mér við- vart. Guðlaugur E. Einarsson. Litlu-Tungu. F j á r m a r 1í mitt er: geirstýft bægra, blaðstýft a. stfj. fr. vinstra. Brm.: Guðl. E. — Þetta eru menn í nærliggjandi sveitum beðnir að athuga, því markið er ekki á markaskrá. Guðlaugur E. Einarsson. Litlu-Tungu. Magnús Péturson hefir tekið hendi í tjörnina og orðið votur af. Hann reynir að þvo hendur sínar, en sá þvottur er kendur við Pílatus. Magnús Pétursson verður kend- ur við sild alla æfi héðan af. Og allir samferðamenn hans á lífsleið- inni munu vita hversvegna. Dánir ir ðrepsóttinni. Ingvar Johanspn, bróðursonur Rolf Johansen kaupm. á Reyðarf. Asta Blomsterberg húsfrú. Ragnheiður G. Gísladóttir, Vita- stíg 8. Magnús Þorsteinsson, barn s. st. Jensína ísleifsdóttir, Laufásvegi. Guðjón Jónsson, Miðstr. 3. Steinþór Ásmundsson, Lauga- veg 68. Herbert Jóhannesson, barn, Grettisg. 70. Guðmundur Jónsson, sjóm. á Snorra goða. Sveinn Pálsson, Hlíðarenda. Sesselja Ellen Kristjánsdóttir, barn, eins árs, Grettisgötu 45. Valgerður Sveinbjörnsdóttir, Grænuborg. Edvard Jensen, danskur sjó- maður. Sigurður Ólafsson, barn, Lauga- veg 24 B. Ingvar Guðmundsson, trésm., Grettisgötu 22 C. Trausti Guðmundsson, Grettis- götu 50. Sigurbjarni Guðnason, vélstjóri á Skaliagrími, dó í Englandi 20. þ. m. Hulda Guðmundsdóttir, Holts- götu 8. Oddný S. Jónsdóttir, Hverfis- götu 60. Páll Jónsson, Bræðraborgarstíg 39. Steinunn Bjarnadóttir frá Minni- bæ. Þóra Sigríður Jónsdóttir, Mjó- stræti 2 (dáin 13. nóv.). Einarína Sveinsdóttir, Framnes- veg 30. Carl Fondanger, prestssonur frá Jótlandi. Jón Magnússon, vökum. Helga Markúsdóttir, Túngötu 48. Dánir á Akranesi: Súsanna M. Clausen, Grímsstöð- um. Sveinn Ingjaldsson, Nýlendu. Sigríður Jónsdóttir, Sigurvöllum. Valdimar Björnsson, s. st. Ragnheiður Finnsdóttir, Breið. Ragnheiður Magnúsdóttir, Sönd- um. Magnús Hallgrímsson, s. st. Gróa Halldórsdóttir, Bjargi. Guðm. Björnsson, Hreiðri. Guðrún Eyleifsdóttir, Breið. Eggert Símonarson, Lambhúsum. Guðm. Jónsson, Marbakka. Jón Magnússon, Bergstöðum. Jóhannes Jónsson, Hlíðarenda. Jórunn Þorkelsdóttir, Kothúsum. Gestur Pétursson, Þaravöllum. Ólöf Jóhannsdóttir, s. st. Páll Jónsson, Sólmundarhöfða. Fréttir. Tíðin hefir verið með afbrigð- um góð undanfarið, frostlítið ílest- ar nætur og þýða um daga. Má enn vinna alla jarðabótavinnu hér um slóðir. Samskota hefir verið leitað til þess að reyna að bæta kjör þeirra mörgu, sem nú búa við þröngan kost hér i bænum. Hafa margir gefið mjög rausnarlega. — Thor Jensen útgerðarmaður lét botn- vörpung fara á veiðar og var fisknum útbýtt ókeypis og enn- fremur lagði hann til það sem þurfti til matargerðar sem stofnað var til í húsum Sláturfélags Suð- urlands og var matnum útbýtt ó- keypis. Minningardisk, »Platte«, hefir Jóhannes Kjarval málari látið gera til minningar um sambandslögin sem nú ganga í gildi. Hugsunin sem listamaðurinn leitast við að sýna er sú, að þennan dag, 1. des. 1918, bœtist í hópinn fjórða sjálf- stœða ríkið á Norðurlöndum. Er á diskinum tré með fjórum greinum og er það Askur Yggdrasils. Tákna greinarnar Norðurlandaríkin ísland, Danmörk, Noreg og Sviþjóð og eru nöfnin við, en yfir trénu er dag- setningin: 1. desember. En yfir þessu friðarboginn. »Dansk Kunst- handel« hefir mótað diskinn og brent í leir, mun sú stofnun i mestu áliti samskonar stofnana á Norðurlöndum fyrir það að fást að eins við það sem stenst strang- ar kröfur listdómara. Takmörkuð tala verður gerð af minningar- diskinum, er búist við markaði fyrir hann um öll Norðurlönd, en þó einkum hér og í Danmörku. Mun þetta fyrsta sinni sem íslend- ingur gerir listaverk af þessu tagi, og væri gott að honum yrði styrk- ur að. Tekið er á móti pöntunum í Bókaverzlun ísafoldar. Þurfa þær að koma sem allra fyrst svo pöntun verði simuð út og send- ingin nái með Botníu hingað heim fyrir jól. Verðið er 12 krónur. Tii kaupenda barnablaðsins Æskan. Sökum inflúenzunnar, sem geys- að hefir yfir Reykjavík allan nó- vembermánuð, hafa stöðvast allar framkvæmdir viðvíkjandi undir- búningi og prentun jólablaðs Æsk- unnar 1918; okkur er því ómögu- legt að senda jólablaðið og desem- berblaðið fyr en með janúarpóst- unum. Við treystum því að kaup- endurnir taki tillit til þessa, því það er óviðráðanlegt og þeim getur ekki fallið ver en okkur að svona skyldi fara. Vinsamlegast. Aðalbjörn Stefánsson. Sigurjón Jónsson. Veikindin út um land. Af Vest- urlandi eru verstar fréttir frá Þing- eyri við Dýrafjörð og Flateyri við Önundarfjörð, lögðust flestir þar og mjög samtímis. Var símað eftir hjálp héðan og botnvörpungur sendur vestur með lækni og hjúkr- unarfólk. Breiðist veikin út um sveitir Vestfjarða en fremur hægt því flestir reyna að verjast til lengstra laga. — ísafjörður kvað ekki hafa orðið hart úti, margir veikst en hlutfallslega fáir dáið. Talsímasamband er enn ekki kom- ið á við ísafjörð og fregnir þaðan því eigi ítarlegar. — í Borgarfirð- inum breiðist veikin fremur hæg- fara. og hefir eigi verið þar mann- skæð annarstaðar en á Akranesi, en þar hafa dáið um 20 manns. — í Keflavík befir veikin ekki lagst~þungt á, en hins vegar er hún mjög skæð í Garðinum. 4 hafa dáið í Grindavík. — I Ár- nessýslu er veikin mjög útbreidd, og bágt ástand þar víða og einna verst í Hraungerðishreppnum. Á einu heimili þar, Langholti, eru fjórir menn með lungnabólgu, 9 börn og konan dáin. Á Hrygg í sama hreppi eru hjónin með lungnabólgu, annað fólk á bænum þrjú börn ung og gömul kona. Á Bygðarhorni í Sandvíkurhreppi eru 18 manns í beimili, börnin 13 á öllum aldri, hjónin með lungna- bólgu og enginn til að hugsa um skepnurnar þegar stúlku úr Reykja- vík kom á bæinn. — Á Eyrar- bakka eru 20 lungnabólgutilfelli. Og alstaðar að úr sýslunni eru lung- nabólgufréttir meiri og minni, en á- byggilegar fregnir um manndaða eng- ar fyrir hendi. — í Rangárvallasýslu er veikin komin í alla hreppa aðra en Vestur-Eyjafjöll og er þar ekki síður illkynjuð en í Árnessýslu, eru dæmi þess að þrír og fjórir liggi þar í lungnabólgu á sama bænum. Sambandslögin voru samþykt í þjóðþinginu danska með 100 at- kvæðum gegn 20. í landsþinginu voru þau samþykt með 42 atkv. gegn 15. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.