Tíminn - 30.11.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.11.1918, Blaðsíða 2
238 TIMINJN ilum, eða sveitum og bæjum, til þess að fólkið deyi siður úr hjúkr- unarleysi og skepnur spillist ekki af umhirðuleysi. Lögréttugreinin endar á því að lýsa veldóknun yíir hinni »miklu röggsemi« stjórnarinnar í því að styðja varnartilraunir út um land. Kemur það óneitanlega kynlega fyrir, eftir þvi sem á undan er farið. — Á Hvanneyri einangraði skóla- stjóri gegningamenn úti í kirkju. Hepnaðist það fullkomlega. Lang- flestir aðrir veiktust og hefðu að líkindum orðið stórvandræði ef þetta hefði ekki verið gert. Víða má grípa til þessa ráðs, til þess að koma í veg fyrir að veik- in »rasi út sem fyrst« og leggi alt heimilisfólkið i rúmið í einu. Hraustir karlmenn eru jafngóðir af að sofa í hlöðu nokkurn tima þótt að vetrarlagi sá. Skal eftirtekt manna hérmeð vakin á að grípa til þessa ráðs. Og þótt það kunni að valda hræðslu hjá einhverjum, þá mun réttara að segja það opinberlega, mætti það af því hljótast að unt væri að bjarga mannslífum, að mikil ástæða er til að leggja hið mesta kapp á að einangra alla þá sem veikir eru fyrir, einkum brjóst- veika og þungaðar konur. Dæmin eru svo tiltölulega mörg héðan úr bænum að slíku fólki er mest hætta búin. Ætti það að geta kotnið til mála í sveitum og í bæjum líka, væri útlit fyrir að ekki tækist að verja bygðina, að bindast samtökum um að verja tryggilega einhvern einn bæ og koma þeim þar fyrir sem mest væri hætta búin. Rúmlega 240 hafa nú dáið hér í bænum úr drepsóttinni. •liinyjar óíriðarþjóðanna. III. Vilhjálmnr II keisari. í utanríkismálum tók Vilhjálm- ur þríkeisarabandalagið, að erfðum eftir Bismarck. En heldur var það farið að verða ótryggt, og nú eyðilagðist það að fullu og öllu. Verzlunarpólitik Vilhjálms gerði Rússland að óvini Þýzkalands. Bismarck sajgði ávalt, að það væri nauðsynlegt »að hafa opinn veg milli Berlínar og Pétursborgar«, en Vilhjálmur braut á móti stjórn- arstefnu kanzlarans mikla, í þessu eins og svo mörgu öðru. Tollstríð og allskonar verzlunarbarátta rak Rússa í armana á Frökkum. Þar fengu þeir ríkislán og svo fylgdi pólitískt bandalag á eftir, sem vit- anlega var stofnað á móti t’jóð- verjum. Vilhjálmur var gagntekinn af veldi og mikilleik hins þýzka rík- is, en Þýzkaland var of lítið fyrir hann. Hann vildi gera það að Hkjaldarmerki. Á morgun er gert ráð fyrir að sambandslögin gangi í gildi, Island fái viðurkenning sem fullvalda ríki og um leið verði íslandi ákveðinn siglingafáni. Pað verður margt sem frain- kvæma verður eftir staðfesting lag- anna og er mikið í húfi að það takist vel. Er þar þess að gæta fyrst og fremst að missa einkis þess sem fengið er, í annan stað að reisa sér ekki hurðarás um öxl, sérstaklega í framkvæmdum og erendrekasendingum út á við og loks að vanda vel til þess sem nú verður gert, og gera má ráð fyrir að þjóðin muni búa að um aldur og æfi. Að þessu sinni verður ekki vik- ið að tveim fyrri atriðunum. Ein- ungis skal það tekið fram um síðara atriðið, að Tíminn mun leggja mikla áherzlu á það, að ekki verði stofnað til annara fulllrúa- embætta með erlendum þjóðum en þeirra, sem eru bráðnauðsynleg þegar í stað. Er hægurinn hjá að færa sig upp á skaftið jafnóðum og þörfin verður meiri fyrir slíkt. En reynsla er fengin fyrir hinu hvað slíkir erendrekar kosta. Og fyrst um sinn hefir landssjóður í nógu mörg horn að líta. Sérstakt tilefni er til að víkja nú að siðasta atriðinu. Það mun vera áreiðanleg fregn að það sé 1 ráði að fá þegar nýtt skjaldar- merki handa landinu og Ríkharði Jónssyni og Ásgrími Jónssyni hafi verið falið að gera teikning af því — en hafi fengið til þess mjög stuttan frest. Hafi og verið svo fyrír sett að hafa landvætlina á teikningunni. Vitanlega var það skemtilegast að fá skjaldarmerkið samhliða heimsveldi og útvega því nýlendur í öllum álfum. En flest lönd, sem byggileg eru Norðm-álfumönnum, voru áður tekin af öðrum þjóðum. Þýzkaland hafði komið of seint til sögunnar. Vilhjáhnur sá að hann varð að leita sér bandamanna ef hann ætti að fá nokkru áorkað i þessum efnum. Austurríki var tryggur vinur Þýzkalands, en það var ekki nógu sterkt, því reyndi hann að treysta bandalagið við Italíu og umfram alt við Tyrkland. Hið tyrkneska ríki var víðlent og þar voru mikil náttúruauðæfi, en landstjórnin í hinni mestu ó- reiðu eins og vant var. Soldáninn Abdul Hamid II. var alræmdur fyrir grimd og almennt kallaður »morðinginn í hásætinu«. Við þennan þjóðhöðingja gerði Vil- hjálmur öflugt samband, þrátt fyrir þó að mikill hluti þýzku þjóðar- innar, með jafnaðarmenn í broddi fylkingar snerist öndverður gegn því og teldi það ósamboðið hinni mentuðu þýzku þjóð, að bindast bandalagi við Tyrki, nema því að eins að bætt yrði stjórnarfar Tyrk- fánanum. En það verður ekki séð að það sé nein lífsnauðsyn. Og þar eð teikningin kemst ekki út fyr en nú með Botníu, nær hún þangað ekki fyrir 1. des. Verður því ekki alveg samferða. Hversvegna mætti hún þá ekki bíða betri undirbúnings. Fáir munu sjá eftir fálkanum, »illfyglinu«, sem sumir kölluðu. En úr þvi verið er að tolla í tízk- unni og hafa skjaldarmerki, og það skjaldarmerki sem við fáum nú eigum við að hafa um aldur og æfi, þá verður það að vera fyrsta skilyrðið að til þess sé vandað eins og unt er. Og til þess að það geti orðið verða listamennirnir fyrst og fremst að hafa nægan tíma. Fyrst og fremst nægan tíma til að fá hina beztu hugmynd og því næst að koma henui á pappírinn með nægri vandvirkni. Það er varla hægt að búast við þvi að þetta fari vel úr hendi með mjög tak- mörkuðum tima. Enda er lista- mönnunum misboðið með því að krefjast þess af þeim að þeir leysi þetta verk af hendi eins og hvert annað »handverk«. Or Þingeyjarsýslu 24. okt. 1918. Eg sem rita þessar linur, byrja fimtugasta árið í dag. Kuldinn sækir í fingurgómana og fer um mig allan í þokkabót. Er eg að verða gamall? Eða á tiðarfarið sök á þessu? Vera má að kuldann leggi úr tveim áttum og er það liklegast. Engum blöðum er um það að fletta, að kulda-andremi leggur af vitum náttúrunnar. — Fyrstú nótt- lands. En ekkert varð úr þeim umbóturn. Árið 1898 fór Vilhjálmur með fríðu föruneyti til Miklagarðs og þaðan til Jerúsalem, í einskonar pílagrímsfgrð. Abdul Hamid tók honum tveim höndum og í ræðum er keisarinn hélt í Miklagarði lýsti hann því yfir, að Soldáninn væri sinn tryggasti vinur. Allur hinn mentaði heimur horfði undr- andi á hinn kristilega þýzka keis- ara, sem ávalt bar guðsorð á vör- unum, fallast í faðma við versta óvin kristindómsins, blóðsoldáninn illræmda. Þessi starfsemi keisarans bar tvöfaldan árangur. Auðsuppsprettur hins tyrkneska ríkis opnuðust fyrir þýzkt fé og þýzka framkvæmda- semi. Þjóðverjar fengu leyfi til að byggja Bagdaðbrautina og til þess að vinna málmnámur þar eystra. Að þessu leiti gekk alt vel. En svo kom hin hlið málsins. Serbía, Grikkland og Rúmenia, sem höt- uðu Tyrkland, urðu Þj'zkalandi óvinveitt eins og síðar kom á dag- inn og það, sem mestu skifti. ina sem eg vav heima s. 1. vor (28. júní ef eg man rétt) var svo hart frost hér í sýslu, að polla lagði. Og þá lvól flæðiengjagras, það sem ný komið var upp úr stýfluvatni — eða nýfjarað var af stýfluvatn. Þau strá eru viðkvæm sem keppa upp í andrúmsloftið úr of djúpu vatni. Og þessi grös báru visinn brodd til haustdægra. Þó vóru þessi engi góð hjá hálfdeigj- um og harðvelli. Mýrlendi spratt sæmilega, þar sem haustveðr- áttan i fyrra skelti yfir snjó og krapa og hafði undir sér fram úr öllu veldi vetrarins. Reglulegar flæðilendur spruttu og dável, þær sem vatn fengu og eigi mistu hlífðina of snemma. Um það er ekki að viliast, að áhleypuengi er tryggara heldur en túnjörðin. Það sýnir sig sjálft. Ef þetta land á að fæða sig tryggi- lega, verður að færast í ásmegin og veita vötnunum yfir alstaðar, þar sem því verður við komið hvað sem það kostar. Og þetta þarf að gera tafarlaust um alt land. Því eru ráðunautarnir svo þöglir um þessa alsherjarnauðsyn? Þeirra er skyldan tvímælalaust að vekja áhugann og eggja fram til efndanna. — Kuldinn hefir ríkt hér um slóðir í alt sumar að undanskilinni einni viku í lok túnasláttar. Þá var suunanátt og sólskin og dæmafár hiti. En meinið var að þá var lítið hey til að þurka. Túnin brugð- ust svo herfilega. Af sumum kom helmingur og af sumum þriðjung- ur þess er venjulega gefst. Að þessari viku lokinni gerði aftur óþurka og kuldaveðráttu, svo sem verið hefði áður og hélst fúlviðri til höfuðdags. Þá kom haustveðr- átta með illviðrum og kulda. En um göngur gerði hríðar og hörkur á víxl við bleytur. Þó svældust inn heyin. En haustið hefir verið ítalia lenti i ófriði við Tyrkland 1911 og þó undarlegt megi virðast dró Þýzkaland taum Tyrklands. Af þessu fjandskapaðist Ítalía við Þýzkaland. Þótt sambandi milli þessara ríkja væri ekki formlega slitið er heimsstyrjöldin hófst, þá vissu allir að Ítalía var í raun og veru orðinn óvinur Þýzkalands og lcominn í náið samband við Frakka. Þessi varð þá árangurinn af utanríkispólilík Vilhjálms og ráð- herra hans. Sambandið við Rúss- land var slitið og snúið upp í fjandskap Ítalía ótrygg, ílest Balk- anríkin fjandsamleg Þýzkalandi og öll hin nærliggjandi smáríki bárn kaldan hug til Þýzkalands. Svíþjóð var eina undantekningin, þar var flokkur manna, íhaldsmenn, sem vegna hræðslu við Rússland, vildu leita bandalags við Þjóðverja ög sækja styrk til þeirra. Á öndverðum ríkisárum sínum gerði Vilbjálmur tilraun til þess að ná vinfengi Frakka. Sú tilraun var ærið klaufalega framkvæmd,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.