Tíminn - 14.12.1918, Side 1

Tíminn - 14.12.1918, Side 1
TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. árgangurinn. AFGREIÐSLA i Reykjavik Laugaveg 18, simi 286, út um land í Laufási sími 91. II. ár. RcykjaTÍt, 14. desember 1918. 50. blað. Jaf ntef li. Styrjöldinni lauk svo að hinar Testrænu lj'ðvaldsþjóðir hafa unnið fullkominn sigur á Miðveldunum, sem öll lutu fámennisstjórn. Hin vestræna hugsun hefir sigrað, og hrakið af veldisstóli heilan hóp keisara og konunga, sem þóttust fara með valdið í drollins nafni, og eiga lionum einum reiknings- skap að standa. Bregður nú svo við, að þjóðirnar í Mið- og Austur- Evrópu, sem losnað hafa úr inn- lendri ánauð, jafnframt því að þær hafa orðið undir í stríðinu, taka allar upp Ij'ðveldisstjórn. Með því viðurkenna þær, að skipulag sigur- vegaranna hafi verið betra en fá- mennissljórnin gamla. Utan styrjaldarlandanna vita menn vel hvað í húfi var. Ef grimmúðug hervaldsstefna bar hærra hlut frá borði í ófriðnum þá var alt lýðfrelsi í heiminum lamað um langar stundir. Hnefa- réttur og kúgun var þá sett í há- .sæti um allan heim. Af þessum toga eru spunnin um- mæli manna og blaða í hlutlaus- um löndum, sem harma ósigur júnkaranna. Og menn sem ekki vilja beinlínis segja það sem þeim býr í brjósti, láta sér nægja að óska þess að stríðið hefði endað með jafntefli. Hvað var unnið með því? Hervaldsflokkurinn þýzki liefði haldið áfram enn umfangsmeiri herbúnaði til að standa betur að vígi nœst. Bandamenn sömuleiðis til að forðast yfirvofandi ógæfu. Alt böl hins vopnaða friðar hefði haldið áfram, og ný styrjöld, enn hryllilegri þessari, vofað yfir liöfð- um þjóðanna. Norður-Frakkland og Belgía hefðu lotið húsbændum, sem misþyrmt hafa íbúunum meir en dæmi eru til, nema ef vera skyldi um Serbíu, sem og hefir lotið sínum kúgurum. Réttlátri sök franskra Elssassbúa, Dana í Suð- urjótlandi og Pólverja hefði verið frestað um óákveðinn tima. Fjöl- margir þjóðflokkar í Austurríki hefðu enn um skeið verið hlekkj- aðir saman í sambúð sem þeir hötuðu öllu öðru fremur. Dálítið er undarlegt að vel viti- bornir menn í hlutlausum Iöndum skuli geta óskað sér og sinni sam- tíð, þvílíks ófagnaðar. í samræmi við jafntefliskenning- una reyna skoðanabræður junkar- anna, að halda því fram að göfug- ustu hugsjónamenn vesturþjóðanna eins og t. d. forsætisráðherra Breta, sé jafn sekur um styrjaldarglæpinn eins og Vilhjálmur II. og hans fylgifiskar. Svo greypilega tekst þessum mönnum að umhverfa sannleikan- um, að þeir taka ekki tillit til þess, að leiðandi menn Miðveldanna við- urkenna nú í orði og verki sekt sinna forkólfa. Krafan um að hegna upphafsmönnum blóðbaðsins er fram komin bæði í Austurriki og Þýzkalandi, engu síður en með vesturþjóðunum. Og ef á annað borð er rétt að hegna fyrir nokkra yfirsjón, þá virðist einsætt að hin stærstu afhrot eiga ekki að vera undanþegin refsingu. Ekkert getur gert þjóð okkar meira tjón nú, en að óvirða að á- stæðulausu beztu menn þeirra þjóða, sem frelsað hafa samtíð og framtíð frá óbærilegri kúgun. Sigur vesturveldanna er glæsilegt verk. Hann hefir ekki einungis bjargað lýðfrelsi og þjóðarrétti í ríkjum Bandamanna og hlutlausum lönd- um. Hann hefir þar að auki bjarg- að Miðveldaþjóðunum undan á- nauðaroki, sem þeim var líttbæri- legt, en hættulegt öllum heimi. Frávikning gasstöövarstjóra. í sumar sem leið þurfti Gagstöð Reykjavíkur að fá múrsteiná með sérstöku lagi. Fyrir hönd bæjar- stjórnarinnar útvegaði gasstöðvar- stjórinn tilboð í steinana, frá hinu þýzka firma sem bygði gasstöðina og sem eitt vissi hvernig steinarnir áttu að vera. En steinarnir voru sænskir. Steinarnir komu svo hing- að og gaf brezki rœðismaðurinn i Kaupmannahöfn fult leyfi til að þeir flyttust. Út af þessum steinum hefir nú risið mikið mál. Gasstöðin á gaskolafarm í Eng- landi. Enski yfirræðismaðurinn hér’ snýr sér til borgarstjóra — munn- lega — og skýrir honum frá að skipið sem á að flytja kolin fái ekki fararleyfi nema gasstöðvar- stjóranum sé vikið frá. Á bæjar- stjórnarfundi 5. þ. m. skýrir borg- arstjóri frá málinu og bæjarstjórn samþykkir, þegar á sama fundin- um, að segja gasstöðvarstjóranum upp. Þetta mál er svo vaxið, að hér hlýtur eitthvað að fara milli mála. Enska stjórnin getur ekki staðið á bak við þetta eins og því er varið. Sendiherra hennar í Kaup- mannahöfn hefir gefið leyfi til þess sem gert var. Engum heilvita manni dettur í hug að ætla brezku stjórninni að vilja klekkja á gas- stöðvarstjóranum í Reykjavík, þótt hann sé þj7zkur. Hér hefir og verið farið formlega rangt að. Erlendir ræðismenn snúa sér til utanríkisráðaneytis, í þessu tilfelli til stjórnarráðs íslands, en eiga engin bein skifti við aðra um slík mál sem þetta. AUra þessara ástæðna vegna, er það furðulegt og um leið stórum ver orðið en skyldi, að bæjarstjórn með borgarstjóra í broddi fylking- ar, skyldi þegar í stað bej'gja kné fyrir þessari kröfu ræðismannsins, þar eð það er augljóst að ensku stjórninni eru ekki kunnir mála- vextir og krafan er borið fram á rangan hátt, einungis munnlega, og því að engu hafandi. — Mál þetta er svo alvarlegt í eðli sínu að fullrar festu verður að gæta af okkar hálfu íslendinga um að fá leiðrétting þess, um leið og að sjálfsögðu ber að gæta fullr- ar varfærni og kurteysi gagnvart vinveittu erlendu ríki. Enda er þá enginn vafi á því að full leiðrétt- ing muni fást. Er það deginum ljósara hvað gera á. Landsstjórn okkar á að snúa sér beint til brezku stjórnar- innar og leggja fyrir hana öll gögn. Má segja, að úr því að slikt at- vik þurfti að koma fyrir, þá kom það á hinum heppilégasta tima fyrir okkur. Því það gefur brezku stjórninni tækifæri til þess, svo skömmu eftir að ísland er viður- kent. fullvalda riki, að sýna í verk- inu að hún ber fyrir brjósti rétt smáþjóðanna. Og gefur okkur um leið tækifæri til þess að leita þeirr- ar viðurkenningar i verkinu. Úrsksrhr reynslunnar. Einstaka menn eru til, sem láta í ljósi efa um það hvort hægt hafi verið að verjast því að veikin bær- ist hingað og að hún breiddist svo óðfluga út. Og þeir vitna í þetta: að þvi haldi landlæknirinn fram, en hinu, menn sem ekki eru lækn- isfróðir. Svo langur tími er nú liðinn frá því að veikin barst hingað, að hægt er að vísa þessu til dóms — til úrskurðar reynslunnar. Sá úrskurður er skýr og afdrátt- arlaus. Ráði landlæknis var fylgt lengi — alt of lengi — og þann tíma breiddist veikin óðfluga út, lagði Reykjavík undir sig á fáum dög- um og allar þær möru sveitir sem nú eru sýktar. Svo fara einstök heimili og ein- stök héruð að verjast og loks skerst stjórnarráðið í leikinn — og það bregður alveg við. Þótt tilraunirnar hafi verið ófullkomn- ar, þá hefir þó fjölda heimila í sýktum héruðum tekist að verjast, heilum héruðum tekist að verjast og það jafnvel þó veikin vœri kom- inn beggja megin (Vestur-Eyfelling- ar) og jafvel sýktum heimilum tek- ist að verja einstaka menn á heim- ilinu (Hvanneyri). Úrskurður reynslunnar er þvi þvert ofan i landlœkninn. Hann er þessi: Pað má tefja stórkostlega fyrir veilcinni. Hverjar afleiðingarnar eru af því, geta þeir bezt dæmt um sem reynt hafa hina aðferðina — »að láta veikina rasa út sem fyrst« — og fengið að kenna á nálega al- gerðu hjúkrunarleysi. Afleiðingarn- ar af því að tefja veikina eru: Stórum betri líðan sjúklinganna, með sæmilegri hjúkrun og stórum færri mannalát. Reynslan hefir ekki skorið úr um hitt atriðið: hvort hægt hafi verið að verja landið alveg. En líkurnar eru svo sterkar, þegar á alt er litið, hversu miklu hægra muni vera að verja landið um þúsupd mílna haf, en bæja og sveita á milli innanlands, að ekki myndi dómstóll hika við að kveða upp dóm bygðan á slíkum líkum. Því að þess ber vel að gæta, að þótt þær ófullkomnu varnir sem nú eru innanlands, sem stofnað var til svo seint og af ekki nægri forsjá, hindri ekki útbreiðslu veik- innar til fulls, þá er svo fjarri því að þær sanni það gagnstæða. Þeir menn sem ekki beygja sig fyrir úrskurði reynslunnar, eru blindir. Við þá er ekki hægt að eiga orðastað. Cjönið aj Kötlugosinu. Formenn Búnaðarfélags íslands, Ræktunarfél. Norðurlands og þeirra búnaðarsambanda sem til hefir náðst, hafa sent út áskorun um að bæta tjón það sem orðið liefir af Kötlugosinu. Er ætlast til að það verði gert af bændum einum og á þann hátt að ein króna greiðist af hverri kjöttunnu, af þessa árs framleiðslu. Er kaupfélögum, slát- urfélögum og kaupmönnum ætlað að greiða gjaldið eftirá, gegn vænt-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.