Tíminn - 01.02.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.02.1919, Blaðsíða 1
TlllINN að minsta kosli 80 blöð á ári, koslar 5 krónur árgangurinn. IFGREIDSLA i Rtykjavík Laugaoeg 18, simi 286, át um kmd i Laufási simi 91. III. ár. Reyhjavík, 1. febriíar 1919. 7. blað Xosaiagarur þýzkn. Jafnskjótt og byltingarmennirnir höfðu náð yfirráðum á Þýzkalandi var ákveðið, að rjúfa þingið og stofna til nýrra kosninga. f’ingið hafði verið kosið 1912, svo varla var við því að búast að það sýndi greinilega vilja þjóðarinnar, Á þinginu þýzka eiga sæti um 400 menn. Flokkaskiftingin var þannig að jafnaðarmenn voru fjöl- mennastir. Þeir höfðu 110 þingsæti en fengu við kosningarnar á fimtu miljón atkvæða. Þeir áttu því eftir atkvæðamagni að fá miklu íleiri þingsæti, en vegna ranglátrar kjör- dæmaskiftingar fengu þeir það ekki. Næst þeim var kaþólski flokk- urinn (Centrum) með 91 þings?eti og 2 miljónir atkvæða. Þessi flokk- ur var skipaður mönnum af öllum stéttum. f raun og veru var bann þó íhaldssamur en trúin og sam- bandið við páfann, var í vegi fyrir þvi, að hann gæti sameinast íhaldsflokknum, sem var strang- lútherskur. Auk þess hafði Cent- rum, sem einkum hafði fylgi í Suður-Þýzkalandi og í Rínarhéruð- unum, lengi átl í deilum við prúss- nesku stjórnina. íhaldsmenn áttu um 50 sæti og frjálslyndi flokkurinn álíka mörg. Svo var ioks hinn svonefndi »Þjóð- frelsisflokkur« viðlíka fjölmennur. Hann^ vildi að vísu þingbundna stjórn, en þó þvi aðeins að efnuðu og mentuðu stéttunum væru trygð völdin. Þessi ílokkur tylgdi því oftar ihaldsmönnum að inálum heldur en jafnaðarmönnum. Svo voru einnig nokkrir fulitrúar fyrir Pólverja, Frakka og Dani og örfáir flokkleysingjar. Nú hafa hinar nýju kosningar farið fram, með hváða tilhögun vita menn ekki. Fregnir hafa ekki borist um það. En það eitt er víst að þingsætum hefir verið fjölgað um 24 og þó hefir Elsass-Lothr- ingen enga fulltrúa kosið, og ef tii vill ekki hin pólsku héruð heldur. Vafalau st hefir skifting kjördæma verið breytt eitthvað Htilsháttar. Úrslit kosninganna eru þau að jafnaðarmenn hafa unnið um co þingsæti og hinir óháðu jafnaðar- menn (Bolschevickar) eru að eins örlítill hiuti af þeim. Centrum hef- ir fengið 88 þingmenn. Er auðséð að byltingin hefir engin áhrif haft á vald páfans og kaþólsku kirkj- unnar. ^ingmannatala hinna flokkanna hefir breyzt lítiisháttar. Frjálslyndi flokkurinn unnið dáiítið. En yfir- höfuð má segja, að engin stórvægi- leg stefnubreyting hafi átt sér stað meðal kjósendanna. Bolschevickar virðast hafa beðið fullkominn ó- sigur og borgaralegu flokkarnir eru nægilega sterkir til þess að geta hindrað róttækar byltingar í þjóð- félagsskipuninni, og til þess að ráða miklu um byggingu og til- högun hins nýja þýzka ríkis. r Misjafn sauður í mörgu fé og er það alknnnugt að í borgunum, einkum hafnaborgum, lifir hvers- konar ólifnaður Og saurlífi. Höfum við íslendingar lengi notið fæðar og fjarstöðu og huggað okkur við það að þær ódygðir vöfruðu að landi, en ilentust eigi. Við getum ekki lengur huggað okkur við það. Það er orðið opinbert mál að í Reykjavík á sér stað ólifnaður af versta tagi. Það er komið svo langt, að menn hafa ' sér það að atvinnu að koma konum í hendur saurlífismanna og það virðist ekki vera neinn hörguli á þeim ísienzk- um stúlkum sem selja vilja sak- ieysi sitt. Lögreglan komst á snoðir um þetta framferði í októbermánuði síðastliðnum, rannsakaði málið með rögg og festu og fékk það í hendur dómaranum. Síðan hefir málið að mestu leyti iegið í salli. Bæjarfógeti senl máiið til stjórnar- ráðs, beðið um setudómara og borið við annríki, Stjórnarráð dregið málið óhæfilega, jafnvel haft við orð að málið yrði látið falla niður, en tekið þó þann úr- skurð aftur, enda reis almennings- álitið í Reykjavík upp gegn þeirri höfuðhneisu. En á þeim þremur til fjórum mánuðum sem liðnir eru síðan máiið hófst er iangt frá að því sé iokið. Héðan af verður tekið föstum tökum á þessu máli, enda er það hin mesta nauðsyn. Vægðin og yfirhylmingin í slíkum tilfellum sem þessum er glötunarvegur, vegur sem hefir verið alt of tíð- farinn af ísienzkum yfirvöldum. Það verður að krefjast þess að þeir menn sem gera sér það að atvinnu, að gerast milliliðir um að koma konum í hendur útlendra og innlendra saurlífismanna, fái hina þyngstu hegningu sem iög heimila. Því þeir menn eru ein- hverjir hinir hættulegustu i mann- legu félagi. Öðru máli er að gegna um vesl- ings stúlkurnar — oft a. m. k. Þær þurfa fremur lækningar en refsingar. Fá yfirvöldin þar alveg nýlt verkefni i hendur, sem er það að útvega stúlkum þessum dvalar- stað, sumpart til þess að forðast þá beinu hættu sem af þeim getur stafað, og að verður vikið, og sumpart til þess að hjálpa þeim til að komast aftur á réttan veg. Elckert siðað þjóðféiag getur kom- ist undan því að rækja þá skyldu. Önnur hlið þessa máls er ónefnd enn, en er elcki síður alvarleg. í kjölfar þessa ólifnaðar hefir siglt sá gesturinn, sem ávalt fyigir honum, sem eru samræðissjúkdóm- arnir. Er það fullvíst að nú er í Reykjavik miklu meira af því fári en nokkru sinni hefir áður verið. Og nú standa fyrir dyrum auknar samgöngur við útiönd og þar af leiðandi áframhaidandi meiri hætta. Það er svo komið að öllu land- inu stendur hin mesta hætta af þessu. Frá Reykjavík leita menn sér atvinnu í allar áttir og bera með sér voðann. Á fyrri hlula 16. aidar kom samskonar fár til landsins. »Gekk þá injög yfir á landi hér sótt sú er köilnð var sárasótt, hélst hún lengi við, og var bæði mannskæð og torsótt að græða« — segir Jón Espólín. Ögmundur Pálsson var þá bisk- up i Skálholli. Hann gerði samn- ing við þýzkan mann, lækni góð- Flug. Fátt er svo með öllu ilt, að ekki boði nokkuð gott, segir máltækið. Mér datt það í hug núna á heim- leiðinni, að svo mætti segja um ó- friðinn og flugið. Lærdómsrík hafa þau á margan hált verið ófriðarárin undanfar- andi, þó ekki væri nema það, að þjóðirnar hafa betur en nokkru sinni áður lært að þekkja sjáifar sig. Þær hafá komist að raun um hve jjöflugar, eða þó öllu heldur aumar þær voru, er aðstoð öll rénaði eða þvarr frá umheiminum. Stjórnum er steypt, ríki stofnuð, klofin, endurreist, og er þetta þó ekki nema byrjun og hálfkarað verk, enn stendur Norðurálfan í hreinsunareldi heimsstyrjaldarinn- ar. Fált hafa menn tiléinkað sér jafn fljótt og flugferðir tii póst- og mannflutninga, af því sem lærst hefir í ófriðnum. Um leið og vopna- gnýnum slotaði. settust menn á an, Lazarus barslkera, sem þá dvaldist hér á landi, um að lækna veikina. Er sá samningur enn til og er einkar fróðlegur og eftir- breytnisverður nú á timum og því er hans getið hér Áskilur Ögmundur sér það i samningnum, að Lazarus »skal græða og heila og um trútl búa fyrir oss tíutigi menn af sárasótt, þá er oss líkar og fulla borgun hafa. Skal hann kaupa smyrslin sjálfur til, það bezta hann kann. En vér skulum bítala helftina fyrir þau«. Fyrir þetta starf gefur Ög- mundur biskup lækninum góða jörð, Skáney í Reykholtsdal. Svo föstum tökum tók hinn gamii katólski biskup á þessu fári, enda var árangurinn sá að veik- inni var útrýmt. Nú kunna menn miklu'betur til um meðferð þessa sjúkdóms, sem að líkindum ræður og nú vita menn mikiu betur hversu alvar- iegur sjúkdómurinn er og hættan mikil, að þeir sem verða svo ó- gæfusamir að fá hann, verði til þess að sýkja aðra. Hefir Steingrímur læknir Matt- híasson ritað um þelta mál hina þörfustu og alvarlegustu ádrepuog ætti það kver nú að vera i sem ílestra höndum. Það sem fyrst og fremst ber að gera er það að koma á fót í Reykjavík sérstöku lögregluliði sem hefir gætur á siðferði manna og öðru er þar að lýtur, enda mun ráðsteínur í löndum Bandamanna, til þess að ráða fram úr, hvernig þeir gætu sem fyrst komið á al- mennum samgöngum og póstgöng- um í lofti. Fyrir einum 10 árum síðan flaug Dani einn í kringum ráðhústurn- inn í Kaupmannahöfn og þótti það djarfmannlegt þrekvirki. Um líkt leyti gátu menn fjrrst komist kiaklaust yfir Ermarsund. Þau stórtíðindi vöktu undrun um allan heim. Er ófriðurinn hófst voru menn lengra á veg komnir, svo iangt, að öllum var ljóst, að flugmenn mundu eiga mikinn þátt í ófriðnum. Meðan Bandamenn og Miðveld- in háðu jafntefli sitt á Norður- Frakklandi árum saman, fór flug- vélum og flugmönnum hraðast fram. Sú varð raun á, að ef hver hafði svo miklar njósnir af and- stæðingum, að slórfeldar árásir kæmu þeim alstaðar að óvörum, gat hvorugur rofið hervarnir hins. Fiugmennirnir, sem sífelt gátu svifað yfir óvinaherinn, á báða bóga njósnuðu þannig um aðgerðir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.