Tíminn - 01.02.1919, Page 4

Tíminn - 01.02.1919, Page 4
28 TÍMINN Banulagabrot. Fyrir nokkru sið- an varð Hallgrímur Tómasson, áð- ur kaupm. i »Von«, uppvís að því að hafa selt heimabruggað brenni- vín og var sektaður um 300 kr. með dómi. — Brytinn á Fredericia varð uppvís að því að leyna á- fengu öli i tunnum sem han*n sagði að epli væru í. Var sektaður um kr. 200,00 og skipstjórinn um kr. 100,00. — Um miðjan dag þann 29. f. m. tóku menn þeir er voru að skipa upp úr »Lagarfossi« eftir því að allstór kassi lá þar á upp- fyllingunni. Piltar tveir komu því næst með sleða til þess að sækja kassann, en þegar honum var velt á sleðann, brotnaði eitthvað innan i kassanum og fór að ieka úr hon- um. Mennirnir sem voru við vinn- una tóku þá kassann af piltunum, athuguðu hann og komust að raun um að í honum var áfengi. Gerðu þeir þá lögreglunni aðvart, lagði hún hpndur á kassann og reynd- ust að vera í honum um 80 flöskur af áfengi, mest af rommi, Málið verður vafaiaust rannsakað til hlitar. Bæjarstjórnarkosning fór fram á Akureyri 28. f. m. og álti að kjósa alla bæjarstjórnina. Þrír list- ar komu fram. A-listi sem fékk ein 28 atkvæði og kom engum að. B- listi (sem að stóðu verkamenn og kaupfélag Eyfirðinga, sem ísafold var svo vingjarnleg að telja til hinnar illræmdu Tímaklíku) hlaut 416 alkvæði og kom að 6 mönn- um. C-listinn (kaupmenn) hlaul 326 atkv. og kofn að 5 mönnum. — Þetta er eftirtektaverð kosning, það er kosið eftir hreinum línum. Fijálslyndu flokkarnir, vinstri menn og jafnaðarmenn, sameinast gegn hægri mönnum og vinna mikinn sigur. »íslendingur« hatði afhjúpað sitt núverandi insta eðli, með því að ráðast með óbótaskömmum á flugpóstanna. 100 þúsund! Hver á nú pening?'— Æi var það ekki uppbæðin sem hann Beríéme fór með á dögunum. Ofanritað viðtal er tekið eins og það var talað. Margar fieiri spurn- ingar vakna er hugsað er til þessa máls. Eg get ekki látið hjá líða að hreyfa við einu um leið. Myndi það ráðlegt, að kaupa flugvélar í Danmörku og láta flugmenn læra hér? Þeir sem að ílugvélasmíði standa hér, halda því fram, að þeir geti fengið mótora hvaðan sem vera yill úr heiminum, ef menn kjósa það heldur en þeirra eigin. Þó halda þeir því fram, að meðan ófrrðurinn stóð, hafi þeir hér getað fylgst með öllum ný- ungum á smíðum flugvéla, því Þjóðverjar birti það sem þeir haíi fundið á vélum Bandamanna og Bandamenn sagt frá vélum Þjóð- verja. Má vel vera að svo sé. — En almælt er aftur á móti, að hvorki Danir né aðrar Norður- landaþjóðir jafnist á við þjóðir þær er átt hafa í ófriði, hvað flug kaupfélögin og bændur yfirleitt. — Á Akureyri hafa margar hreyfingár risið sem hafa breiðst út um land alt. Má nefna Góðtemplararegluna, viðreisn íþróttanna, ungmennafé- lagsskapinn o. m. fl. Nýja stefnan í flokkaskifting kemur þar og nú fyrst í framkvæmd. Tíminn telur víst að hún komist á um land alt við næstu kosningar og vonar að úrslil verði hin sömu og á Akur- eyri. Látánn er 26. f. m. á heimili sínu í Hafnarfirði Guðmundur Hjaltason kennari, fyrirlesari og fræðimaður, sem kunnur er um all land af fyrirlestrum sínum og ferðalögum. Lætur eftir sig konu og þrjú börn. Vann að því alla æfi að fræða aðra, bæði hér á landi og í Noregi og hefir tvímælalaust gert mikið gagn með fyrirlestra- starfsemi sinni. Skáldskapur hans náði aflur á móti færra augum. Bar úr býtum laun fræðaranna, fátæktina. Er það réttilega mælt að ekkja hans og börn ættu á- fram að njóla hins litla styrks sem hann bar úr býtum síðustu árin af opinberu fé. Vélbáturinn Hersir frá Sand- gerði mun hafa farist 21. f. m. — Voru á honum þessir fimm meun: Snæbjörn Bjarnason, formaður, héðan úr bæ, lætur eftir sig ekkju og 4 börn. Ólafur S. Ólafsson, nýl. kvæntur maður, og bróðir hans, Sigurbjörn, ókvænfur, báðir af Grímsstaðaholt- inu og eiga þar gamla móður á lifi. Ólafur Gíslasoai, ókvænlur, héð- an úr bænum. Fimti maðurinn hét Sveinn og var frá Sandgerði. Ritstjóri: Trygrgvi I’órlmllsBon Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg, snertir, enda ber það ail oft við, að þeir dratlast hér úr lofti þó ekkert sé að veðri, og limlestast. Má og vel vera, að betra yrði fyrir flugmenn okkar að læra í fjallalandi en hérna á sísléttunni. Hvað sem þessu líður geta menn af ofanrifuðu gert sér ofurlitla hugmynd um flugpósta. Kaupmannahöfn á gamársdag 1918. Valtijr Stefánsson. Jakob Hálfdánarson, fyrsti fröm- uður kaupfélagsskaparins á íslandi, dó 30. f. m. á Húsavík. Verður þessa mæta manns nánar gelið síðar. • Ráðgjafarnefndina, sem sam- bandslögin segja fyrir um, hefir Iandsstjórnin nú skipað og eru í henni: Jóh. Jóhannesson, Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Arn- órsson. 2>elco-£ight (Dolco-ljósið) hefir rafgeymi. Notar að eins steinoliu. 9elco-£ight (Delco-ljóstð) getur notað benzin, en verksmiðjan mælir fyrst og fremst með steinolin. Delco-ljósið er nafn á fullkomnri rafmagnsvél, sem framleiðir rafmagn með steinolíu. Hvers vegna keppir heimurinn eftir Delco-Light? (Delco-ljósi?) Svar: Delco-ljósið lengir lífið og gerir það þægilegt. Delco-Ijósið sparar tíma og peninga. Delco-ljóslð er alt af tilbúið nótt og dag. Delco-ljósið segir ekki upp starfa sínum, heldur er alt af tilbúið þegar þér óskið. DelCO-ljÓSÍð lýsir upp heimilið og gerir það vinalegt, þægilegt og bjart. Delco-ljósið borgar sig sjálft á fáum árum. Delco-ljósið — minsta vélin — notar að eins 1 liter af steinolíu á ld.tíma og framleiðir fyrir það 750 kerta ljós. Delco-ljósið hefir geymi er gefur í viðbót 750 kerta ljós — alls á sama tíma 1500 ljós. Deico-ljósið er því ódýrasta Ijósið, Delco-ljósið fæst í mismunandi stærðum, hentug fyrir einstök hús, skóla eða slærri byggingar, verkstæði, verksmiðjur, bónda- bæi, smærri þorp og kaupstaði. Delco-ljósið er smtfrt á einum stað — einu sinni í viku. ,, Delco-ljósið — mólorinn kældur með lofti, þarf því ekkert vatn, engin hætta í frosti. Delco-ijósið er nútíðarinnar ljós. Delco-ljósið er Ijós framtíðarinnar. Delco-ljósið er hentugt til að framleiða kraft til alls konar iðnaðar- eða heimilisþarfa, svo sem strauningar, suðu, þvotta, vatnskrafts — úti eða inni —, hreinsunar í húsum, mjölt- unar á sveitaheimilum o. fl., o. fl. Delco-ljósið fæst alt af hjá undirrituðum. Rafmagnsáhöld. Lampar allsk., Straujárn, Könnur, Pottar og fleira. i’etta er raótor tll að nota við skil- vindur, þvottavéi- ai og fleira. Innsetning ár afmagnsleiðslunygerð af sérfræðingum i þeirri grein. Sendið fyrirspurnir yðar tilj Rafmagnsverzlunarinnar, Kolasundi 2. Sigurjin pétursssn J. Dngvarðsen. Simi 137. Rafmagnsfræðingur viðurkendur af rikinu. Einkasala fyrir ísland. og Færeyjar. Deico-ljósið getur 12 ára drengur passað, 5 mínútur á dag, svo einfaldt er það. Þetta er Delco-ljósið með geymi. Þctta er llelco-ljósið með geymi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.