Tíminn - 01.02.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.02.1919, Blaðsíða 2
26 TlMIN N f það vera til í flestum borgum sem svipað er ástatt um. í annan stað verður að komast fyrir um alla þá sem tekið hafa veikina og hafa þá undir stöðugu lækniseftirliti meðan hætta stafar af þeim, enda fái þeir ekki að fara frjálsir ferða sinna. Og þegar landspítalinn kemur, sem ekki getur dregist lengi, leiðir það af sjálfu sér að sérstök deild verður ætluð þessari sorglega háskalegu tegund sjúkdóma. 3sleezka orðabókin. Nokkrar athngasemdir. Herra Finnur Finnsson (skip- stjóri?) hefir gert ritstjórn hinnar vísindalegu íslenzku orðabókar að umtalsefni í nokkrum tölublöðum Timans. Æskilegt hefði að minni skoðun verið, að ritstjórn orðabókarinnar hefði aldrei orðið að þrætuepli. Slikur starfi er sérfræðilegs eðlis, og þeir einir því færir um að skera úr því með sanngirni, hverj- ir hæfhv séu að inna hann af hendi, sem eigi að eins eru per- sónulega kunnugir kostum og hæfileikum hlutaðeigandi manna, heldur og hafa til að bera veru- lega þekking á þvi, er orðabókin á að fjalla um. En greinir herra Finns virðast ekki ritaðar af þeirri góðgirni og réttsýni, er nauðsyn er á við þessu lik efni. Því langar mig að biðja Tímann fyrir nokkr- ar athugasemdir um þetta mál. Eg skal þá byrja á því að benda á, að samning orðabókarinnar mun vafalaust taka langan tima, ef hún á að fullnægja þeim kröf- um, sem gera ber til slíkra orða- bóka, og væri langæskilegast, að sá, er fyrir henni stæði, gæti beitt kröftum sínum til þess um langt skeið og helzt leitt það til Ij'kta. Mannaskifti myndu óefað seinka orðabókinni að mun. Fyrir slíka boða verður að synda, en það verður að eins gert með því, að valdir yrðu þeir menn til starfans, sem liklegir væru þegar til þess að geta leitt það til lykta að minsta kosti vegna aldurs. Þetta hefir því miður ekki verið athug- að sem skyldi, er þingið fól upp- haflega einum manni aldurhnign- um alt orðabókarstarfið. En aftur verður varla sagt, að því hafi mis- hepnast verulega valið að þvi, er þekking hans snerti á íslenzkri tungu, heldur skauzt því skýrleiki,. er honum var gert að skyldu að skila ' ákveðnum arkafjölda gegn ákveðinni fjárhæð. Afleiðingin af þessari kvöð varð eðlilega sú, að hann neyddist til að leysa starf sitt af hendi með flýti og óná- kvæmni. Eftir dagá hans varð niðurstaðan sú, að þingið veitti 6000 kr. á ári til vísindalegrar ís- lenzkrar orðabókar, og var dr. Birni Bjarnasyni frá Viðfirði falin ritstjórnin. Ritsljóravalið var heppilegt, því að dr. Björn var maður ágætlega að sér í íslenzkri tungu og hafði lengi lagt mikla stund á hana málspekilega, — og óheppilegt, því hann var nú tölu- vert farinn að heilsu og þar að auki hniginn svo á efra aldur, að trúlegt var, að honutn myndi ekki endast aldur til að lúka verksnu. Hann er nú hniginn í valinn því miður. En starf hans er nú laust, og mér vitanlega hefir að eins einn maður enn sótt um það. Umsækj- andinn er mag. art. Jakob Jóh. Smári; en herra Finni virðist vera áhugamál að koma Jóni Ófeigs- syni að starfinu. Jón Ófeigsson er sjálfsagt vel fallinn til orðabókar- samningar, en þó mælir ýmislegt á móti honum í mínum augum til þessa verks. Fyrst það, að Jón er sérfræðingur í þýzkri tungu og sagður ágætlega heima í henni, en vanta sérfræðilega þekkingu á íslenzku, þvi málinu, sem hann á að semja orðabók yfir. Og í öðru lagi er bann fastur þýzkukennari við hinn ahnenna mentaskóla. Ef hann gerðist ritstjóri orðabókarinn- ar, yrði hann auðvitað að láta af kenslunni, og myndi skarð hans svo sem kennara við slíka menta- stofnun verða vandfylt. Að auki er hann bundinn við samningu þýzk-íslenzkrar orðabókar, er hann hefir notið styrks til úr landssjóði um undanfarin ár. Hann ku enn fremur vera ráðinn til umsjónar með útgáfu hinnar íslenzk-dönsku orðabókar Sigfúsar Blöndals, og stendur hún vafalaust yfir 2 til 3 ár. Loks er hann eldri en umsækj- andinn. Kemur mér af öllu þessu spánskt fyrir að sjá mælt með honum frá þýzkunni í Tímanum, og þaðan átti eg einna sízt von á þess háttar vinnuvísindakenningu; sbr. hér bæði ummæli blaðsins um ofhlaðning starfa á landlækni og herra Finns sjálfs um lands- bókavörslu og hr. Halldór Her- mannsson og skógrækt og hr. Sig- urð Sigurðsson. Ástæður virðist hr. Finnur hafa fundið þær gegn Jakobi Smára, að hann hafi ekki náð góðu prófi, og að honum sé varla trúandi fyrir ritstjórn vísindalegrar orðabók- ar. Um fyrri ástæðuna er það að segja, að Jakob Smári hefir leyst próf sitt af hendi (»bestaaet«) með sams kongr vitnisburði, sem venju- legt er að veita við slík próf (1. eink.), og hann valdi sér málfræð- ina að prófgrein, en ékki bók- mentasögu eða menningarsögu, eins og flestir aðrir íslendingar, sem lokið hafa prófi í íslenzkum fræð- um á síðustu áratugum. Annars er gersamlega tilgangslaust að vilna til prófa og byggja nokkuð á þeim. Háar prófeinkunnir eru ekki hin minsta trygging fyrir, að menn reynist að nokkru nýtir. Þess eru mýmörg dæmi, að menn, sem hafa lokið laklegu prófi og jafnvel verið próflausir hafa orð- ið afburðamenn á sínum sviðum. Eg gæti bent á urmul slíkra dæma. Finnur prófessor Jónsson lauk lé- legu prófi að þvi, er mér er bezt kunnugt um, og mun hann þó vera talinn einhver merkasti ís- lenzkufræðingur á Norðurlöndum, siðan prófessor Björn M. Ólsen leið. Jón Sigurðsson, próf. Konráð Gíslason og dr. Guðbrandur Vig- fússon voru próflausir og hafa þó jafnan verið taldir afburðamenn. Viðfangsefnin móta mennina meira en dómar um þá. Og hvernig svo sem prófi Jakobs Smára hefir verið háttað, þá er mér kunnugt um, að hann er mæta- vel að sér í islenzkri tungu og befir mikla þekkingu í henni. Að auki er hann málfræðingur að upp- lagi. Eg efast þess vegna ekki um, að hann gæti leyst orðabókarstarf- ið vel af hendi. A hinn bóginn er Jakob valmenni og reglumaðurog vel ge/inn um vitsmuni og til verks og auk þess skáld, en þau eru höf- undar allrar »rýnni«. En annars er það í minum augum mest um vert, að hann er enn barnungur að aldri og á því vonandi langt líf fyrir höndum, og hann er heldur ekki neinum þeim starfa bundinn, er skaði sé fyrir þjóðina að taka hann frá. En því líkt hefir þingið rélti- lega varast í þessu máli, og er vert að geta þess. Mælir því að mínu viti ekkert móti, en þetta þrent með því — og mér er kunnugt um, að þeirrar skoðunar eru margir fleiri en eg —, að Jakob Smári fái orðabókar-starfið: óvinanna. En er þá bar yfir, risu flugmenn andstæðinga upp úrfylgsn- um sínum og réðust á aðkomu- menn, svo í bardaga sló uppi í loftinu, hver reyndi að komast sem hæst, og þannig ná yfirtökum; loftið, geimurinn, varð að vigslóð, en hernaðurinn niðri á jörðinni að stórfeldum feluleik. — Og suma fór að dreyma um flugferðir heima. Er þeir gátu.Þjóð- verjarnir, flogið með margar smá- lestir sprengiefna yfir borgir Frakk- lands, og Frakkar skotist með ann- að eins langt inn ytir Þýzkaland, og það þótt alls konar varnir væru við hafðar gegn slíkum árásum, fóru menn að hugsa, hvort sá tfmi væri ekki nálægur, að norðanpóst- urinn til Reykjavíkur gæti lagt leið sina yfir Esjuna — farið i loftinu. Er það fréttist, að flugmenn Norðurlandaþjóða settust á ráð- stefnu við og við, (til þess að und- irbúa flugpóstferðir milli Norður- landa nú á næstunni, þá fóru menn að kippast við. Það var þá öðrum hent en stórveldum að ráð- ast í slíkt. — Og hvað er að tala um flugpósta í þessum löndum, þar sem eimlestir þjóta um með 50 km. hraða á klst., hvað þá heima, þar sem póstur fer 50 km. á 'dag eða svo — og það með hvíldum. Það kom hugur í nokkra unga landa, og þá langar til að læra flug — til þess að„ vera við öllu búnir. Forstöðumaður fyrir flugskólun- um í Danmörku og einhVer helzti flugmaður þar í landi er Ussing liðsforingi. En skólann heldur liin víðkunna vélsmiðja Nielsen & Win- ther, er meðai annars smiðar flug- vélar. Eg átti tal við Ussing áðan. Hann kom úr loftinu. Hann ætl- aði sér að enda árið með því, að ná mesturn flughraða, sem enn hefir náðst á Norðurlöndum, en lenti í þoku, sem tafði hann. — Við sátum inni á »Dagmar-Caféen« með íslanjB kort fyrir framan okkur. Hann er státinn maður og ró- lyndur. Svo eru flugmenn. »Nú — svo þið eruð farnir aö hugsa um flugferðir á íslandi«, sagði Ussing, »eg get skilið að það hafi stórvægilega þýðingu, þar sera póst- ferðir eru seinar og strjálar og engar járnbrautir. Eg er annars á því, að við eigum ekki að keppa við járnbrautir, svona fyrst um sinn, að ráði. Við komum á bein- um flugferðum milli helztu borg- anna hér á Norðurlöndum og lát- um þar við sitja — fyrst um sinn«. »Já, fyrst er að læra að fljúga, við þyrftum að vita um skilyrði til þess — og síðan, hvernig yður líst á að koma á ílugpóstuin, hvað til þess þarf, hvað á að gera. Við bíðum þrjár vikur og mánuð eftir pósti. Við þurfum gerbreytingu og hugsum um flugvélar«. »Eg skil það, að hér er verkefni fyrir hendi«, sagði Ussing, öll þreyt- an af loftferðinni hvarf — þarna sat maður sem vildi hugsa og að- hafast. Við litum á fjarlægðirnar á kort- inu. Frá Akureyri til Reykjavikur, tveggja tíma ferð, (þá eru þeir, sem fara landveg frá Akureyri komnir að Kranastöðum, og sjóveg út undir Hrísey). Ussing hefir orðið. »Hér á Norðurlöndum eru tveir skólar fyrir flugmenn, Thulins í Svíþjóð og svo okkar. Kenslugjald- ið hjá Thulin er 5000 krónur, en hjá okkur 2000, auk þess sem nem- endur þurfa að borga fyrir það, sem þeir skemma og eyðileggja. Það er oftast nær fyrir einar 1000 kr. Þeir sem annars reynast nokk- urn veginn hæfir flugmenn læra flug á einum 6 mánuðum, og séu menn vel til þess fallnir og dug- legir, geta þeir jafnvel komist af með 2 mánuði. Eg geri ráð fyrir að nemendurnir kynni sér smiðar og viðgerðir vélanna á verksmiðj- unni hjá okkur um leið. — Mikill léttir er þeim það, ef þeir eru lag- hentir að eðlisfari og hafa fengist eitthvað við smíðar. Því það er auðvitað bráðnauðsynlegt, að þeir læri að gera allar smáviðgerðir viö vélarnar. Við tökum nemendur, hve nær sem er, en bezt er að læra á sumr- in. Komi það til, að flugvélar verði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.