Tíminn - 01.02.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.02.1919, Blaðsíða 3
T í MIN N 27 1. að hann er enn ungur að aldri, 2. að hann er sérfræðingur í ís- lenzkri málfræði, og 3. að hann er ekki bundinn við neinn fastan starfa eða stöðu í þágu ríkisins. Jþessi atriði eru svo mikils verð að mínum dómi, að það myndi mega kalla æðimikinn skort á hagsýni og réttlætistilfinningu, ef Jakob Smári fengi ekki starfið, enda myndi slíkt mælast afarilla fyrir síðar. Að endingu vil eg geta þess, að hér er fyrir stuttleika sakir ýmsu slept, er æskilegt hefði verið og gaman að minnast á. Hallbjörn Halldórsson. Aths.: Þetta orðabókarmál er orð- ið miklu lengra mál en ætlað var og að sama skapi þarflaust og óvið- kunnanlegt, og veldur Jak. J. Smári því fyrst og fremst. F. F. hóf máls um það hér i blaðinu, benti á J. Óf. sem sérlega hæfan mann, án þess að víkja einu orði að J. J. Smára, án þess að hafa minstu hugmynd urn að hann hefði sótt um orðabókina, eða ætlað að sækja um starfið. Málið var svo laust við að vera flokksmál sem orðið gat. J. J. Sm. tekur trausts- yfirlýllngu til J. Óf. sem árás á sig, alveg að ástæðulausu og byrj- ar málið af sinni hálfu með stór- yrðum þeim sem hleyptu málinu inn á óheilbrigða braut og spiltu stórum málstað hans. 1 Vísi birt- ist önnar grein sem er langt fyrir neðan alt velsæmi. Ofanrituð grein H. H. er fyrsta greinin í málinu af hálfu andstæðinga. F. F. sem er svaraverð og kemur beiut mál- inu við. Málstaður J. J. Sm. hefði horft alt öðru vísi við hefði mál hans verið flutt á þá lund. Svo bætir J. J. Sm. gráu ofan á svart með því að ráðast á einn nafn- kendasta samvinnumann hér í bæn- keyptar hjá okkur, kennum við auðvitað flugmönnunum ókeypis«. »Að þvi búnu hugsum við okk- ur að koma flugpósti á milli Reykjavíkur, ísafjarðar og Akur- eyrar, og trá Reykjavík austur i sveitir. Hvað þarf til þess« spyr eg Ussing. »f*ið fáið ykkur tvær flugvélar, það er auðvitað það minsta sem hægt er að byrja með, því of hætt við að alt standi og strandi ef eigi er nema ein vél fyrir hendi. Þær vélar, sem eg get hugsað mér, að ættu bezt við staðhætti íslands, kosta 40 þús. kr. hver. Þær hafa 40 fermetra vængjaflöt og fara 120 kílómetra á klst. Ekki er ráðlegt að taka vélar með minni hraða, því þær standa sig ver í vondu veðri. Byggja þarf skýli handa þeim á aðalstöðvunum. Auk þess þyrfti maður að hafa tjalda- útbúnað 4fér og þar á póst- leiðinni, til þess að geta slegið yfir vélarnar, ef þær bila eða stöðvast sökum óveðurs. Við hugsum okk- ur að hafa nokkra viðkomustaði, eina 5 milli Reykjavikur og Akur- um með persónulegum skömmum og ásökunum. Tekur sama lagið og Jón frá Hvanná í sumar, er hann bar það á samílokksmann sinn að austan að hann væri slæm- ur kennari. Hvorttveggja jafn raka- laust, og jaln óheppilegl fyrir þá sem ásökuðu, þvi að báðir þeir sem ásakaðir voru eiga tugi, jafnvel hundruð lærisveina um land alt sem bera þeim frábærlega gott orð. Og hvað hitt snertir sem J. J Sm. vikur að, þá má segja honum það fullum fetum, að samvinnumönn- unum íslenzku og samflokksmönn- um þess manns, sem hann hefir tekið sér fyrir hendur að kasta steinum að, þykir jafn gott og giftu- samlegt að hafa hann með sér, eins og endstæðingunum þykir eríitt að liafa hann á móli sér. — Grein. H. H. mun F. F, svara í næsta blaði og þar með verður þessum umræðum lokið hér I blaðinu. Ritstj. Fréttir. Tíðin hefir verið afbragðs góð þessa viku, sólskin, hlýindi og stillur. Skipaferðir. B o t n i a kom frá Kaupmannahöfn 28. f. m. og fór í dag aflur. — Lagarfoss^r á förum vestur um haf. Lögrétta tekur það nærri sér að Tíminn skyldi birta ávarpið frá Fljótshliðarbændunum, út af drep- sóttarmálinu og sendir hnútur bæði til bændanna og ritstjóra Títnans. Lögrétta rangfærir orð bændanna, þar sem hún segir að^þeim sé illa við »að tekið sé svari embættis- manna í blöðunum«. Það hafa þeir alls ekki sagt, heldur hitt, að eyrar, og færu þá 4 tímar í ferð- ina. Það er bezt fyrir vélina að viðkomustaðirnir séu ekki altof fáir, mótorarnir fara bezt með sig á því og svo þarf ekki að hafa mikið benzín með i loftinu«. »Menn halda alment að örð- ugra sé með lendingar en það i rauninni er. Á viðkomustöðunum þarf sléttan völl, 400 metra lang- an þ. e. a. s. svo sléttan að bif- reið geti komist yfir haun kíakk- laust. En hægt er að lenda, þó völlurinn sér eigi nema 200 metra langur.« — »En svo þegar fönn er á öllu?« »Engin vandræði með það. Við setjuin bæði hjól og skíði á vél- arnar. Er flugmaður sér, hvort snjór er eða auð jörð, þar sem hann ætlar að lenda, lætur hann það bera fyrst niður, sem við á. Verst er krap þegar hvorugt á við.« ^Þessar vélar geta tekið 100 kg. af pósti og tvo farþega. Reiknað er að tveir farþegar vegi 160 kg. Sé ekkert annað með en póstur, þá geta þær þannig tekið 260 kg. fyrir utan flugmann. Vænta mætti ekki megi breiða yfir þau m”istök sém verða i embættisrekslri þeirra, og sjá allir góðgjarnir menn hve langt er hér á milli. Fað sem skil- ur Lögréttu annars vegar og bænd- urna og ritstjóra Tímans hins vegar er það, að hann álítur sýni- lega ekkert athugavert við aðgerð- ir heilbrigðisstjórnarinnar, en þeir telja að þar hafi átt sér stað »til- íinnanleg mistök«. Stendur ritstjóri Lögréttu jafneinmana með þá skoð- un á þessu landi og »ílustrá á eyðimörku«. — Það er talið sitja illa á ritstjóra Tímans, fyrverandi embættismanni og syni embætlis- manns, að birta ávarpið. Þetta er óskiljanlegt, því að Lögréttu hlýt- ur að vera fullkunnugt um að rit- stjóri Tímans er algera samdóma bændunum í þessu máli. Annars man ritsljóri Tímans ekki betur en því hafi brugðið fyrir í Lög- rétlu, þótt meira liafi kveðið að þeim ummælum i öðrum blöðum, að henni þætti ritstjori Tímans ganga fulllangt í því að verja gerðir sumra æðstu embættismannanna. Og hvað viðvíkur þeim embættis- manni, sem böndin hafa mest bor- ist að í drepsóttarmálinu, þá hefir ekki annað blað, þeirra er vítt hafa gerðir hans, meir látið hann njóta sanninælis. Mun ritstjóri Tímans, hér eftir sem hingað til, telja sig jafnskyldugan að gera hvorttveggja, að víta og verja gerðir embættismanna, eftir því sem efni standa til. — Loks skal þess getið að Tímanum er ekki kunnugt að neinn »sem fyrir Tímann vinnur þar eystra« hafi haft afskifti af á- varpinu. Ritstjóra •'Tímans er ekki kunnugt um aö neinn þeirra bænda sem undir ávarpið skrifuðu hafi nokkru sinni unnið neitt fyrir Tímann. Hann hafði ekki minstu hugmynd um tilveru ávarpsins fyr en hann var beðinn að birta það og þá var Lögrétta búin að neita þvi. En hann skoðaði ekki huga sinn um að birta það, því að hann vissi að hér kom það fram sem hverjir 99 af lþO hugsa nú með þjóðiuni og taldi það skyldu sína að láta þann alþjóðar vilja koma koma opinberlega fram. Út aí’ drepsóttinni Onefnt blað kvartar undan stefnu Tímans í sóttvarnarmálunum, einkum fyrir liönd hins setta heilbrigðisráðherra. Stefna Tímans í veiklndamálínu var sú, að verjast skyldi eftir ýtr- uslu föngum, og ekki horfa í kostn- að. Lesendur blaðsins hafa metið að verðleikum þessa stefnu. Blaðið hlotið einróma fylgi út urn land fyrir afskifti sín af málinu. í gagnstæða átt fer álit þjóðar- innar um þá sem annaðhvort af vankunnáttu eða dugleysi lágu á liði sínu. Orð bændanna úr Fljóts- hlíð benda í áttina. Bréfritari af Snæfellsnesi segir að þar var sótt- vörn framkvæmd áður en leyfi kom frá heiibrigðisstjórn. Það kom fyrst eftir dúk og disk. At Akur- eyri skrifar skilríkur maður blað- inu. Telur almenning þar sárreið- an heilbrigðisstjórn, einkum land- lækni, og þakka sóttvörn héraðs- íns dugnaði hæjarfulltrúanna Bjark- ans, Erlings Friðjónssonar, Tulini- usar og bæjarfógetans. Svona mætti nefna m^unörg dæmi. Tíminn hefir unnað stjóminni sannmælis, lofað og varið það fjöl- marga, sem henni hefir tekist vel að framkvæma, gn vítt hitt sem miður horfði. Málavextir látnir ráða um samvinnuna við stjórn- ina í heild sinni og einstaka ráð- herra. Hlutaðeigandi yfirvöld mega leggja deiluna um framkomu Tím- ans í sóttvarnarmálinu undir úr- skurð þingsins, þjóðarinnar og komandi kynslóða, eftir því sem bezt þykir henta. að hægt væri að halda uppi póst- ferðum milli allra aðalstöðva ann- anhvern dag. Svo verður póststjórn að sjá um afgreiðslu og útsending frá flugstöðvum. — ómögulegt er að vita hve marga daga ársins fluginenn yrðu veðurteftir á íslandi, en geta má þess í því sambandi, að gert er ráð fyrir að veðrið hefti flugferðir í 15 daga af 100 á leið- inni milli Hafnar og Kristjaniu, eftir því veðurlagi sem þar er«. »Skyldi það vera hentast, að rikin taki að sér rekstur loftferða, eða hvað er til þess hugsað?« »Við hugsum helzt, að bezt verði að félög taki að sér ferðirn- ar, en njóti styrks af opinberu fé, því dýrt verður það að fara um loftið. En það mun fara svo, er lóftferðir komast á, að eftirspurn eftir farþegarúmi með flugvélum verður mjög mismunandi, verzl- unarmenn og aðrir er mikið hafa um sig, borga hvað sem er þegar þeim liggur á. Einstaka menn, sem hafa ábyrgð á rekstri og 'von í gróða, nota sér betur aukna eftir- spurn flugferðum og . almenningi til gagn«. — »En verða menn ekki smeikir við að fara í loftinu, sjóveikir eða loftveikir eða fá inenn ekki svima?« »Sjóveiki fá‘ menn aldrei, því hreyíingin er alt önnur en á sjó, aldrei eins regluleg og sviminn fer fljótt. Eg fyrir mitt leyti get ekki ímyndað mér að menn víli lengi fyrir sér að fara allra sinna ferða í loftinu. Það er einkenni- legt fyrst í stað, að geta svona skilið við jörðina í bili, en nú finst mér ekki meira til um það en að aka hérna eftir götunni«. »Og hve mikið fé þyrfum við til þess að koma flugfélagi á lagg- irnar?« »Eg geri ráð fyrir að 100 þús- und kr. sé það minsta sem hægt sé að leggja á stað með, en 150 'þús. ættu að vera yrfið nóg til að byrja með, sumir menn vildu þá auka við sig«. Nú datt yfir mig! kvaddi og fór til að hripa þessar línur. En það hefði eg aldrei gelað fmynd- að mér að eigi þyrfti meira fé til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.