Alþýðublaðið - 13.05.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.05.1927, Blaðsíða 2
2 A L Þ Y £) ú B L A tí I ö 5 kemur út á hverjum virkum degi. Afgrreiðsla í Aipýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til ki. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9»/a— lOVa árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu simar). Meðri deild. Aðfarir auðvsaldsius á alpiitgi Hv£MaFfíma»aukairag togara- . háseta feid. „Litla rikisIögreglaK11 flýgur gegn sim pingið. Forkaupsréttaa,»Srumvarpinu visað á bng. Herklavarnalögin aisbræmd. Pað er eitthvað annað én að aðfarir alþingis gagnvart alþýð- unni batni eftir því, sem nær líð- ur lokum þess. í gær var „litla ríkisiögregian" (frV. um, varðskip ríkisins og sýslunarmenn á þeim) * samþykt við 3. umr. í n. d. með 17 atkv. gegn 6 og endursent e. d. Jörundur, Alþýðuflokksþing- maðurinn fyrr verandi, átti drýgstan þátt í því, að þessi ,setn- ing stendur nú í frv.: „Þátttaka í verkfalli varðar skipverja á varðskipunum ábyrgð eftir lög- um nr. 33 1915“ (þ. e. banninu gegn .verkfalli embættismanna). Skipverjarnir geti að eins sagt upp starfinu með 6 mánaða fyrir- vara, og í peirri grein er jafn- framt sagt, að uppsagnarfrestur- inn sé gagnkvæmur hjá þeirn af skipshöfninni, er skipstjórinn ræð- ur á skipið, en í næstu grein á eftir, — Jörundtir endurskoðaði þær báöar —, segir svo um há- seta, kyndara og yfirleitt aðra varðskipverja en skipstjóra, stýri- menn, vélstjóra og ioftskeyta- menn: „Mönnum þessum getur skipherra hve nær sem er vikið frá sýslan, um stundarsakir eða fyrir fult og alt, en skýra skal þá tafarlaust ráðuneytinu frá málavöxtum." Það hefði víst ekki þótt líklegt fyrrr nokkrum árum, að Hákon í Haga myndi reynast skárri í slíku máli sem þessu 'heldur en Jörundur. Þó fór svo nú. Hákoni blöskraði burtvikning- arklausan og lagði til, að hún væri feld úr frv., en þeir Jör- undur og M. Guðm. mynduðu varnar-spyrðuband gegn þeirri Lagfæringu, og var hún feld með miklum atkvæðamun. Ekki hélt Hákon tillögunni þó fram af meiri krafti en svo, ab hann sagði, að sér væri raunar ekki kappsmál um hana. Og við fyrri umr. taldi hann sjómönnum ekki mikla þörf á sumarleyfi. Framkoma hans í ttiálinu var því blendin, en bar þó af Jörundar. Næst kom frv. Jóns Baldv. um forkaupsréþ: kaupstaða og kaup- túna á hafnarmannvirkjum o. fl til frh. 3. umr. Var tillaga Sveins í Firði um að vísa því til bráða birgðastjórnaripnar samþ. með 14 atkv. gegn einum 6. Hefir Sveinn þar með séð um, að ný „Odd- eyrarsala“ geti viðgengist, og ekki lítur út fyrir, að hann' sé frábit inn því að trúa íhaldsstjóminni fyrir mikilsverðum þjóðarmálum. Hitt er eftir að vita, hvert dálæti Sunnmýlingar hafa á slíkri fram- komu. Nú kom frv. Héðins Valdimars sonar um lengingu hvíldartíma togaraháseta upp í 8 stundir á ' sólarhring loks til 2. umr. Höfðu þeir Ól. Thors og Sigurjón dreg- ið svo lengi að skila áliti sínu sem sjávarútv.nd.-menn, að tví- sýnt hefði verið um framgang frv. jafnvel þótt aðrir þingmenn hefðu yfirleitt tekið því sæmi- lega. Svo erfitt hafði þeim reynst að setja saman forsendur fyrir því, að rétt væri að fella það. Auk Héðins lögðu hinir tveir nefndarmennirnir, Bernharð og Sveinn, til, að frv. yrði samþykt, en þeir höfðu báðir fyrirvara. Bernharð gat ekki skýrt frá, hver hans fyrirvari var, þar eð hann er farinn af þingi, en Sveinn vildi láta sjómennina greiða aukningu hvíldartímans með kauplækkun, sem næmi einum níunda hluta. Andmælti Héðinn þeirri fjarstæðu. Hann hafði framsögu fyrir meiri hluta nefndarinnar. Minti hann á, hve sjómenskan á togurunum er erfitt starf og að togarasjómenn Iiafa dregið mest fé í þjóðarbúið á síðari árum. Ekkert frv. hafi legið fyrir þinginu, sem sjómenn hafi látið sér eins ant um og þetta og spurt eins oft um, hvað gangi þess væri komið, enda væri ' það að vonum, því að hæfileg hvíld er nauðsynleg til að halda heilsu og kröftum og endast meir en iéttasta skeið æfinnar til starfs- ins. Þeir Ól. Th. báru brigður á, að hásetunum væri nauðsyn meiri hvíldar en þeir njóti. Spurði þá Héðinn, hvort koma þyrfti með heilan hóp af útslitnum sjómönn- um inn í þingdeildina til sann- indamerkis. Þá menn væri að finna í Iandi. Þegar þeir heföu slitið kröftum sínum á sjónum, væru þeir reknir á göturnar, en aðrir teknir á skipin. — Ól. Th. kvað úttaugaða sjómenn ekki vera til. Kvaðst hann hafa talað við skipstjórana og álíta, að háset- arnir þurfi ekki meiri hvíld en þeir fái, en kvað geta komið til mála, að þeir fengju hana keypta við kauplækkun. Skoraði hann á Svein að gera annað hvort, greiða atkv. gegn frv. eða flytja br.-till. um að lækka samningsbuudið kaup sjómanna með Iögura. í fyrstu viðurkendi Ól. Th.» að vökulögin hefðu reynst vel eins og þaa væru, en kvað útgerðina ekld þola „nýja bagga“- nú, því að hún stæði höllum fæti; en er Jún Ó.l. vildi ekki heyra, að vöku- lögin héfðu reynst vel, tók Ól. J'h. aftur viðurkenningu sína á gildi þeirra. Loks vildi hann láta líta svo út, sem þeir útgerðar- mennirnir þektu bezt hvíldarþörf sjömananna, jafnvei betur en þeir sjálfir. Lét hann eins og hann sæti yfir mikilli þekkingu á sjómannalífinu, en Héðinn kvað sér ekki grunlaust um, að Öiafur hefði hana minsta allra þingmann- anna, þó að hann hefði komið einu sinni eða tvisvar út í tog- ara. Það þótti Ólafi hart að heyra, hann, sem væri alinn upp við út- gerð, rétt eins og það væri sama og að vera háseti. Héðinn benti á, að Óiafur hefði komið upp um vanþekk- ingu sína með því að segja, að svo sem enginn tími færi í að matast og ræsta sig, áður en há- setarnir gætu notið svefnhvildar. Sjálfur kvaðst Héðinn hafa sína vitneskju frá hásetunum, en færði líkur að því, að Ólafur hefði ekki (lagt sig í framkróka til að kynn- ast áliti þeirra. Myndu og útgerð- arstjórarnir ekki vinna 18 stund- ir á sóiarhring í skrifstofunum. — Ólafur haíði kallað sig kunn- ingja margra sjómanna. Vildi Héðinn, að hann og aðrir útgerð- armennn sýndu það í verkinu, hve mjög þeir létu sér ant um hag þeirra, og væri nú tækifærið. Brýndi hann fyrir öðrum þing- mönnum að gefa gætur að þeirri óvenjulegu áníðslu, sem, er á sjó- mannastéttinni, og myndu þeir fá- ir vera, sem teldu 5 stunda svefn nægilegan í landi. • Jón Ólafsspn brá öllum sjó- mönnum, sem ekki væru ánægð- ir með þá hvíld, er nú væri á togurunum, eða jafnvel þá, sem var, meðan engin hvíldarlög voru, um ómensku og sérplægni Viidi hann ekki láta neinar rétt- arkröfur fyrir þeirra hönd heyr- ast á alþingi og mælti ókvæðisorð um stofnendur Sjómannafélagsins Kvað hiann marga þeirra ekki hafa þótt á sinni tíð flytjandi á sjó sem háseta. Togarasjómenn séu eina stéttin í iandinu, sem hafi við raunverulega góð kjör að búa, en margir Sjómannafélagar vilji hafa sem minst fyrir lífinu, en bera þó sem mest úr býtum. Héð- inn iýsti ummæli hans um Sjó- mannafélaga og stofnendur fé- lagsins tiihæfulaus ósannindi og rpg og benti á, að með slíku launi Jón sjómönnunum starf þeirra fyrir harin. — ól. Th. vildi gera lítið úr áskorunum mörg hund- ruð sjómanna um, að alþingi lengi hvíldartímann. J. ól. gekk enn lengra í ósvífninni og reyndi að láta líta svo út, sem 10 skips- hafnir væru tvísaga um málið. Kvað hann þær hafa sagt, að þeipi væri aukning hvíldartímans að lögum ekkert Shugamál, þött þær heföu skorað á alþingi að sam- þykkja hana. Héðinn skoraði á hann að sanna orð sín eða heiti hann minni maður ella. — J. Ól. komst jafnvel svo langt að gefa í skyn, að þeir, sem berðust fyrir endurbótum á kjörum sjómanna, tækju fé fyrir það. Lýsti Héðinn þau ummæii hans í fylsta máta ósönn og sýndi fram á, að í stað raka færðu þeir Jón og Ól. Th. frarn uppspuna einn, blekkingar og órökstuddan róg. — Að svo gerðu var frv. borið upp og felt með 13 atkvæðum gegn 12. Sögðu íhaldsmenn allir nei, en hinir já, þeir, er inni voru. Þó bætti Pét- ur ÞórÖarson við: „Til þriðju“. En tvo vantaði. Ingólfur var á samband sf un di samvinnuf élag- anna, en Jakob gægðist inn ura gættina rétt eftir að atkvæðagreiðslunnl var lokið, rétt eins og að hann væri að skygnast eftir, hvort sér væri nú óhætt að fara að koma inn í deifdina. Sjómenn! Þarna sjáið þið, hvernig auðvaldsþingmennimir taka óskum ykkar og áskorunum. Frv. um breytingu á berkla- varnalögunum hafði fengið þá meðferð í e. d., að samkvæmt því er stjórninni nú heimilað að skamta berklasjúklingum ótiltek- inn styrk í stað ókeypis vistar í heilsuhælum, sjúkrahúsum eða öðrum hælum, sem þeir þurfa að dvelja í. Þetta samþykti n. d. einnlg í gær við eina umr. með 13 atkv. gegn 5, og þóttist víst gera það í trausti þess, að bráða- birgðastjórnin rriisnoti ekki glomp- una né heldur nein önnur stjórn eftir hana. Dálaglegur kattarþvott- ur(i). Samt var frv. endursent e, d. sökum smáfeldrar breytingar,. sem nú var á því gerð. Sigurj. hafði ekkert við afskræming frv; að athuga. / Efri deild. Þar var frv. til fátækralaga til 3. umr. J. Baldv. lýsti þvi, að breytingartill. þær, sem deildin hefði gert, meðan hann var fjar- verandi, væru kák eitt, og svo væri reyndar breyting sú f heild sinni, sem frv. þetta gerði á á- standi því, sem nú er. Bar hann. fram breytingartill., sem höfðu getað gert vit úr frv., ef þær hefðu vterið samþ., en það varð auðvit- að ekki. Var frv. svo endursent n. d. Þál. um að skora á ríkis- stjórnina að nota heimild í 1. um húsagerð ríkisins að því, er snert- ir byggingu landsspítaians, vat sþ.. við eina umr. tti 1 0. r.. Það þarf eigi að skrifa mörg: orð til að fullsvara síðari grein yðar í „Mgbl.“ 1 raun og veru eru þau skrif yðar að eins gæsa- lappa-endurtekningar á fyrri vind- höggum yðar í þessu máli, sem ég hafði líka fullsvarað í grein minni. Hugsanafálm yðar út af því, hverjir teljast skuli verzlunar- menn, er orðið svo kátbroslegt, að það er eitt aðalhlátursefni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.