Tíminn - 08.03.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN
®ð minsta kosti 80
Wöð á ári, kostar 5
ikrónur árgangurinn.
AFGREIÐSLA
i Reykjavik Laugaveg
18, simi 286, át um
land i Laafási simi 91.
III. ár.
Reykjavík, 8. mars 1919.
16. l)lað.
Ný siglingateppa
Hafnbönnin eru ekki lengur til.
Tundurduflin eru slædd upp. Þáð
Terður hættuminna með hverjum
degi að fara um höfin.
En annað kemur í staðinn.
Englendingar hafa veilt útílntn-
angs og innflulningsleyfi á öllum
vörum, en því samfara herða þeir
eftirlitið með innflutningi á mönnum.
Njósnarhræðslan olli áður. Nú
hræðlan við æsingar og undirróður
byitingamanna.
Frá »sýktum löndum« þ. e. þeim
löndum þar sem kenningar Bolche-
vicka hafa náð nokkurri útbreiðslu,
í. d. frá Norðurlöndum, fá menn
mú ekki landgöngu í Englandi án
Majög brýnna erinda og án þess að
Þe>r hafi vegabrét, enda liggi fyrir
fnllar upplýsingar um manninn.
Þegar blöð bárust siðast frá
Bandaríkjunum í Vesturheimi, var
þar til umræðu í þinginu frum-
varp um að banna með öllu inn-
flutninga til landsins í bili.
Höfuðástæðurnar fyrir frumvarp-
inu voru taldar tvær: Fyrst og
fremst að nú þyrfti að sjá öllum
bermönnunum fyrir atvinnu, er
þeir kæmu heim úr stríðinu og
því væri ekki rétt að hleypa nýj-
um vinnukrafti inn í landið. Hin,
að með þessu einu móti væri hægt
að verja landið fyrir Bolchevickum
Og undirróðri þeirra.
Það er ljóst hvert stefnir.
Eitt af öðru taka ríki veraldar-
inriar upp þá stefnu að einangra
sig, frá þeim löndum sem »sýkt«
af Boichevickismanum.
Það má gera ráð fyrir að nú
komi upp nýir »svörtu listar«. Á
hann koma þau lönd sem leyfa
Bolchevickutn að koma og slarfa
Bjá sér. Allur landslýður í þeim
löndum kemst á »svarla lislann« þ.
®* ^ær ekki að fara ferða sinna til
einangruðu landanna, nema með
vegabréfi, nemameð ströngu ettirliti.
Það ræður að líkindum hversu
mikil óþægindi mun geta stafað af
þessari mannflutninga siglinga-
teppu.
Það flaug sú fregn um bæinn
nýlega að einn Bolchevick váeri
væntanlegur hingað á næstunni.
Er vafalaust flugufregn. En hvað
er' í rauninni eðlilegra en að er-
endrekar Bolchevicka reýndu að
fara krókinn til íslands, gætu þeir
3íleð því móti komist þangað sem
þeir geta ekki komist beina leið.
alvörumál mikið er það fyrir
okkar land, hvort ekki sé rélt að
íáia að hafa eftirlit með því hvaða
fólk flyst hingað, með því að
krefjast vegabréfs af hverj um sem
komast vill til landsins, ekki svo
ritjög af því að við þurfum að ótt-
ast þessa lireifing fyrir sjálfa okk-
ur, heldur af hinu að eiga það
víst að önnur lönd, sem óttast
hana, setji okkur ekki á wsvarta
listann«, fari ekki að setja okkur
sérslakar tálmanir um að geta
farið ferða okkar.
6amlar vxringar.
Flokkaskiftingin gamla hefir rist
djúpar rætur hjá þjóðinni. F*eir
skifta þúsundum, kjósendurnir,
sem voru ávalt fastir í rásinni,
eitt kjörtímabilið á fætur öðru,
urn að halda fast við aðra hvora
aðferðina um lausn sjálfstæðismáls-
ir.s. Og það var vottur um póli-
tiskan þroska, hve margir voru
stefnufastir i því máli, meðan það
var óleyst, meðan það slflfti flokk-
um.
En hitt væri jafn-fávíslegt, héldu
menn nú enn dauðahaldi í þær
gömlu væringar, þá er málið er,
a. m. k. í bili, endanlega til lykta
leitl.
Gamall bóndi á Vesturlandi skrif-
ar ritstj. Tímans á þessa leið:
»Hingað til hefi eg krafist þess
af þingmanni mínum, að hann
væri sjálfstæðismaður. Nú væri
heimska að hugsa lengur á þá
leið. Nú á að kasta slíku fyrir
borð.«
Miðaldra bóndi, af Norðurlandi,
ritar á þessa leið:
»Hingað til hefi ég ekki getað
gefið öðrum atkvæði mitt en ein-
dregnum heimastjórnarmanni. Nú
eru ailir orðnir heimasljórnarmenn
og allir sjálfstæðistnenn og nú kýs
eg á þing eftir alt öðrum mæli-
kvarða.«
Þetta er hvorttveggja vottur um
pólitiskan þroska, vottur um að
menn skilja að öldungis eins og
menn kasta frá sér þeim fötum
sem eru gatslitin, eða orðin of lítil
og fá sér ný i staðinn, eins eiga
menn að fara að í stjórnmálunum,
þegar þar verða jafn fullkomin
veðrabrigði og nú hafa orðið.
Það væri jafn fávíslegt héldu
menn nú enn áfram með það að
gefa atkvæði sín við kjörborðið
eftir gömlu flokkaskiftingunni —
eins og ef landslýður á íslandi
hefði haldið fast við flokkaskift-
inguna »niðurskurðarmenn« og
»lækningarmenn«, löngu eftir það
að fjárkláðinn var læknaður, og
kosið menn á þing eftir því.
Það er nauðsynlegt til þess að
heilbrigt pólitiskt líf geti þróast í
landinu að þjóðin átti sig á þessu.
Það er skylda gömlu flokkanna
að hjálpa þjóðinni til þess að átta
sig á þessu, með því að tilkynna
henni það formlega að þeir eigi
ekki lengur tilverurétt.
Ef þeir ekki gera það, á þjóðin
að sýna þeim það í verkinu að
hún lítur svo á málið.
I Vinstrimannaflokknum eru jafnt
menn úr báðum aðalflokkunum
gömlu. Og það mun verða stefna
hans, að breiða yfir allar gamlar
væringar, áð fá góða krafta úr
báðum gömlu herbúðunum, sem
saman eiga, til þess að vinna sam-
an i bróðerni að viðreisn landsins,
í frjálsri framsókn.
Kristinn Ketilsson.
16. des. s. 1. andaðist að Reyk-
húsum í Eyjafirði Kristinn Ketils-
son. Hann var fæddur á Litlaeyrar-
landi 1851. Fluttist barn að aldri
með foreldrum sinum að Mikla-
garði og dvaldist þar til 1874 er
hann giftist eftirlifandi ekkju sinni
Hólmfriði Pálsdóttur ættaðri úr
Svarfaðardal. Bjuggu þau mest-
allan sinn búskap á litlu koti,
Húsum, í Eyjafirði. Þau áttu fjóra
sonu. Hatlgrím framkvæmdarstjóra
Samvinnufélaganna. Sigurð kaup-
félagsstjóra á Akureyri. Jakob prest
í Ameríku og Aðalstein verzlunar-
mann á Akureyri.
Kristinn heiíinn var að eðlisfari
prýðilega vel gefinn og fjármaður
mikill. En síðari hluta æfinnar
naut hann sín aldrei til fulls. —
Snemma á búskaparárum sínum
lagðist hann í taugaveiki mjög ill-
kynjaðri. Lá lengi og hættulega.
Læknishjálp ekki svo fullkomin
sem skyldi, eins og þá var títt i
landinu. Um síðir rétti hann við,
en náði aldrei fjöri og heilsu til
fulls. Hann var efnalítill smábóndi
alla æfi, einn af þeim fjölmörgu,
sem þá voru í Eyjafirði. En i
litla kotinu hans fæddust upp synir
hans, sern það átti fyrir að liggja,
að hafa svo giftusamleg áhrif á
hag Eyjafjarðar. Þeir erfðu gáfur,
fjör og manndóm föður síns, en
ekki vanheilsu hans. Og tveimur
þeirra, hinum elstu, tókst að hafa
þau áhrif á hag Eyjafjarðar á fá-
uin árum, sem nú eru landfræg
orðin. Það er haft með sannindum
eftir gáfuðum kaupmannssyni við
Eyjafjörð, að kaupfélag Eyfirðinga
hafi á 10 árum lyft héraðinu meira,
andlega og fjárhagslega, heldur en
góður skóli hefði getað gert á heilli
öld, Og þegar saga þess verks,
sem svo margir nýtir menn hafa
unnið að, verður skráð, þá mun
ekki gleymt þeim skerf, sem lilla
heimilið á Húsum hefir Iagt í við-
reisn Eyjafjavðar.
Norðlendingur.
Samgöngur
eftir
Jón Á. Guðmnndsson.
IV.
Þó að sjórinn verði hér aðal
samgöngubrautin, er langt frá því,
að samgöngur á landi megi fyrir
það sitja á hakanum, heldur verða
þær að aukast að sama skapi. Þá
fyrst koma strandferðirnar þjóð-
inni að fullum notum, þegar góðir
vegir eru komnir um allar sveitir
landsins.
Það er alkunnugt hve það er
miklu betra og ódýrara að ferðast
á góðum vegum en síæmum, þó
að flutningstækin séu að eins okk-
ar góðu og gömlu hestar.
En flutningur á þungavöru sýnir
þó enn þá hetur ágæti veganna,
því í reyndinni er akstur eftir
sæmilega góðum vegum að minsta
kosti þrisvar sinnum ódýrari held-
ur en baggaflutningurinn.
Þegar nú flutningar allir, eru
talsvert stór liður í framleiðslu-
kostnaðinum, er auðsætt hve góðir
vegir eru beint arðvænlegir fyrir
sveitinar.
Á siðustu árum hefir talsvert
verið rætt um járnbrautarlagningu
hér á landi, og málið auk þess
nokkuð rannsakað. Járnbrautirnar
eru viðurkendar að vera ódýrustu
flutningstækin á landi, sem enn þá
er völ á, þar sem flutningur er
nógur. Það er því nauðsynlegt að
rannsaka isem best þau skilyrði
sem hér eru, og þá möguleika sem
kunna að skapast með lagningu
brautarinnar. Það hafa vist fáir
eða engir gert sér hugmynd um
eins mikinn beinan og óbeinan
gróða af simanum — þegar hann
var lagður — og raun hefir á orð-
ið, og svo gæti líka farið með
járnbrautina.
Það þarf að gæta þess að öll
samgöngutæki eru undirstaða fram-
leiðslu á öllum sviðum, svo að
þau beinlínis skapa arðvænlega at-
vinnuvegi, og þannig jafnframt
samgönguþörf og skilyrði fyrir því
að þau sjálf geti þrifist og borið
beinan arð.
Það er því sennilegt að járn-
brautarlagningar, séu alls ekki ó-
timabært mál hér á landi, þó á
hinn bóginn að það sé of mikið