Tíminn - 08.03.1919, Blaðsíða 2
62
TlMINN
stórfyrirtæki til að leggja út i að
lítt rannsökuðu máli, eða án þess
að þjóðinni nieð þingmannavaldi
sínu gefist tækifæri að láta í Ijósi
vilja sinn lil framkvæmdanna. Hin
afar mikla útbreiðsla bilanna, þessi
fáu ár síðan farið var að flytja þá
hingað til landsins, sannar best
hve mikil þörf er hér á góðum
flulningstækjum. Það sýnir að ís-
lendingar skilja það hve mikils
virði það er, að geta komist fljótt
áleiðis, og horfa alls ekki í að
borga fyrir slíkar ferðir.
Eftir siríðið mun auk þess
straumur útlendra og innlendra
sumargesta auka að mun þörfina
á hröðum og þægilegum samgöngu-
tækjum.
Þetta bendir því mjög í þá átt-
ina, að járnbrautir muni geta borið
sig hér á landi, þar sem mest er
flutningsþörfin.
Bilar eru dýrir og koma hér
aðallega að notum til fólksfiutn-
inga. Þeir flytja svo fáa farþega
að laun bílstjórans koma tilfinnan-
lega niður á hverjum þeirra.
Peir fara illa með vegina, og
auka því stórlega kostnað við við-
hald þeirra.
Alt þetta verður þvi að taka til
greina ef á að bera þá saman við
önnur samgöngutæki.
Enn þá sem komið er hafa
flulningabílar ekki verð notaðir
neitt að ráði utan Reykjavíkur.
Peir eru mjög þungir, og þurfa
því vel harða vegi. Upp á móti
brekkum t. d. er viðspyrnan á
hjólunum svo mikil, þegar bíllinn
fullfermdur er yfir tvær smál. að
þyngd, að megnið af akbrautunum
hér mun ekki þola þá heldur spor-
ast á skömmum tíma.
Flutningstæki sem likleg voru
til þungavöruflutninga hér á landi,
eru hinir svokölluðu Rennards-
vagnar, semfranskmaðurinn Renard
fann upp fyrir nokkrum árum.
Það er heil lest af vögnum með
einni sameiginlegri aflvél, sem er
í fremsta vagninum. Sá vagn hefir
því ekkert a/inað að bera en motor
og bílstjórann, sem stýrir allri lest-
inni. Með liðás sem gengur frá afl-
vélinni aftur eftir öllum vögnun-
um, er krafturinn leiddur á hjól-
ása alira vagnanna. Með tannhjóla
útbúnaði einum hreyfast því allir
vagnarnir, eins og þeir væru sjálf-
stæðir vagnar hver með sinni
hreyfivéJ. Kostirnir við þetta eru
þeir: í fyrsta lagi að vagnarnir eru
miklu léttari en ef þeir hefðu vél
hver, í öðru lagi getur sami bil-
stjóri þar stjórnað mörgum vögn-
um, og í þriöja lagi, sem ef til vill
er það þýðingarmesta fyrir okkur
að vegirnir fara svo miklu betur
af umferð þessara vagna heldur
en vanalegra bila. Vagnar þessir
eru auk þess þannig útbúnir að
þeir fara nákvæmlega í hjólför
fyrsta vagnsins og geta'þvi farið i
mjög/krappar bugður. Einn 100
hestafla vagn af þessari gerð hefir
flutt 15 smál. upp brattan og krók-
óttan veg 1500 metra hæð, þar
sem hallinn var sumstaðar 1:7.
Til samanburðar má geta þess að
50 hestafla flutningabílar sem hér
eru, flytja ekki yfir 2 smál. upp
svipaðan halla, og þurfa þó tals-
vert vandaði vegi. En að vísu fara
þeir talsvert harðara en Renards-
vagnarnir.
Síðustu árin hafa vagnar þessir
náð mikillí útbreiðslu og líka svo
vel, að það er álit ýmsra, að þeir
muni geta útrýmt eða komið í
stað járnbrauta, þar sem lítið er
flutningsmagn.
Hin sporlausu æki hafa tekið
stórum framförum þessi siðustu
árin, og hefir striðið þar ýlt mjög
undir aliskonar tilraunir og upp-
fyndingar. Ekki ósennilegt, að i
rústum þess finnist eitthvert
það flutningstæki, sem er sérlega
hentugt okkar erfiðu skilyrð-
um.
Þegar fossaflið verður tekið til
notkunar hér, mun rafmagnið óefað
að miklu leyti verða-aflið í olckar
samgöngutækjnm, hvort heldurþað
verða sporbrautir, eða aðallega
vagnar, sem fara brautarlaust.
Um ílugferðir hefir verið svo
rækilega ritað fyrir stutlu i blað-
inu, að vonandi hafa menn komisí
það á loft, sem þörf er á i bráðina,
Að minsta kosti sýnist það liggja
opið fyiir, að gera tilraun með
eina flugvél, og það helst sem allra
fyrst. Enda engir sjáanlegir örðug-
leikar á þeirri framkvæmd, hvort
heldur væri landið sjálft, eða ein-
stakir menn, sem réðust til þess.
jtýleníur
f*jóðverja og Tyrkja.
i.
Eitt af mestu vandamálunum,
sem friðarfundurinn í Versölum
verður að ráða fram úr er það,
hvað á að verða um nýlendur
Þjóðverja og Tyrkja, hverir eigi
að stjórna þeim og hvernig eigi
að stjórna þeim. Eru þær nýlend-
ur nú, sem allar á valdi Banda-
manna. -
Gerir enginn ráð fyrir, að þær
verði aftur fengnar i hendur fyrri
eigendum.
Virðist það vera efst á baugi,
að nýlenduruar verði undir stjórn
og vernd alþjóða-bandalagsins,
sem aflur teli einstökum rikjum
bandalagsins að fara með stjórnina.
Séu þau nokkurskonar^ gæsluríki
nýlendanna.
Aðal-atriðin í þessu gæsluríkja-
skipulagi eru þessi:
Stjórn nýlendanna á að miðast
við það, að verða ibúunum til heilla*
en ekki að rekast sem arðsamt
fyrirtæki fyrir gæslurikið.
Það fer eítir landfræðilegum,.
efnalegum og hernaðar-ástæðum
hvert rikí gert er að gæsluríki
einstakra nýlenda.
Sljórnin fer eftir menningar-
áslandi nýlendunnar. Þær, sem best
eru mentar fá fullkomna eða tak-
markaða sjálfsstjórn, eða fá að ráða
þvi að mikíu leyti, hvert gæslu-
rikið verður.
Alþjóðasambandið veitir gæslu-
ríkjum þeirra nýlenda, sem 'síst
ern mentar, miklu meira vald.
Gæslurikinu er skylt að hafa
fullkomlega opnar allar hafnir ný-
lendunnar, enda hafi allar þjóðii
jafnan aðgang að verslun við ný-
lenduna. ^
Það má svifta gæsluríkið um-
boðinu, að hafa gæsluna á hendi„
ef stjórnin befir farið illa úr hendi,
og þegar ibúar nýlendunnar eru
færir um, að sljórna sér sjálfir.
Gæsluríkið á að leggja skýrsla
um það fyrir alþjóða-bandalagið,
fyrir ákveðið timabil i senn, á hvern
hátt það hefir rekið gæsluna.
Eru þessi aöal-atriðin, en ekki
annað en bolialeggingar enn. Fer
vel á pappírnum, en vitanlega er-
alt undir því komið hver fram-
kvæmdin verður.
II.
Þá er þess að gela hvað libleg-
ast er að verða muni um hinar
einstöku nýlendur.
Viðlendastar og mestar eru ný-
lendur Þjóðverja í Afríku. Eru það
tjögur landflæmi, tvö við Gíhea-
fióa, Togoland og Kamerun, þá
hin þýska Suðvestur-Afríka og
þýska Austur-Afríka.
íbúatala samtals í þessum lönd-
um um 12 miljónir, þar af um
23 þúsund hvítir menn. Var það
Stjórnarskpn ðSnskn.
(Frh.). ----
Jafnskjótt og Zahle baðst lansn-
ar frá embætti, tók konungur að
ráðgast við foiingja sfjórnmála-
flokkanna, en sagði þó jafnframt,
að hann vildi ekki taka við ráðu-
neyti, sem ekki styddist við meiri
hluta Fólksþingsins. Hægri menn
höfðu, eins og þeir eru vanir, lagt
til, að stofnað yrði ópólitiskt fram-
kvæmdaráðuneyti til bráðabirgða,
en síðan skyldu kosningar fara
fram á komandi sumri.
Konungur vildi ekki ganga að
þessu. Hefir hann nú sem fyr sýnt,
að hann vill styðja þingræöið og
fylgja grundvallar-reglum þess út
í ystu æsar.
Meira hefir ekki hingað frést,
en úr því sem komið er, virðist
þingrof vera eina lansnin. Senni-
lega verður þó ekki Landsþingið
rofið, því það er ýmsum annmörk-
um bundið, heldur Fólksþingið.
Ef Zable skyldi vinna sigur við
nýjar kosningar til Fólksþingsins,
þá verður Landsþingið auðvitað
að beygja sig undir vilja stjórnar-
innar.
Þetta stjórnarskiftamál verður
því í rauninni ekki afgert fyr en
eftir að kosningar hafa farið fram.
Hér er því um að ræða í svipinn,
hvort Zahle eða vinstri-menn eiga
að rjúfa þingið og efna til nýrra
kosninga. Þetta skiftir ekki miklu,
en þó er ávalt talið betra, að láta
andstæðinga sína rjúfa þing, en
að gera það sjálfur. Miklu auð-
veldara fyrir þann flokkinn, sein
ekki situr að völdum, að beita
hörðum árásum og gagnrýna gerðir
andstæðinganna.
Það má því telja víst, að J. C.
Christensen, foringi vinstri-manna,
muni ekki óneyddur vilja taka við
völdum nú sem stendur, en auð-
vitað getur farið svo, að hann geti
ekki komist hjá því. Og það er
víst, að hann ætlar sér að sleypa
sfjórninni innan skamms, þó það
ef til vill verði ekki í vetur.
BÞað er að mörgu leyti lærdóms-
ríkt að athuga afstöðu Christen-
sens gagnvart stjórninni. Meðan
Danir ótluðust sem mest að lenda
i ófriðnum, sluddi hann stjórnina,
og tók sjálfur sæti í heuni um
skeið, sem »eftirlitsráðherra«. En
eftir því, sem hættan utan að frá
minkaði og óánægjan með stjórn-
ina fór vaxandi í landinu, fór hanu
að gerast ákveðnari andstæðingur
hennar. — Á síðustu tlmum hefir
hann nokkrum sinnum reitl hnef-
ann til höggs, án þcss þó að slá,
honum mun ekki bafa þótt jarð-
vegurinn nægilega undirbúinn. —
Loksins kom höggið og nú mun
verða barist.
Flokkaskifting er þannig háttað
i Danmörku, að enginn einn llokk-
ur getur fengið algerðan meiri hluta
í Fólksþinginu. Þeir flokkar, sem
völdin vilja hafa, verða því að
ganga í bandalag við kosningarnar.
Það má telja vist, að jafnaðarmenn
og radíkali-flokkurinn muni styðja
hvor annan, en samt eru þeir eng-
an veginn vissir um, að ná sigri.
Og et hægri- og vinstri-menn ganga
í bandalag, sem líkur eru til, þá
eiga stjórnar-flokkarnir ósigur
vísan.
Það er auðvelt verk að finna
marga höggstaði á sljórn, sem setið
hefir að völdum i sex ár, og það
á þessum vandatimum* 1 siðasta,
blaði voru nefnd nokkur af helstu
atriðunum, sem stjórnin er ákærð
fyrir, en auk þess er margt annað,
sem henni cr fundið til foráttn.
Ekki sfst samband hennar viö
jafnaðarmenn. Bændurnir og mest-
ur hluti borgarastéttanna hafa ver-
ið ákveðnir andstæðingar þessa
bandalags, enda er það mjög d-
eðlilegt, og víst er það, að sumir
af foringjum radikala flokksins
hafa verið næsta óánægðir með
það. Má hér meðal annars tilnefua
Brandcs fjármálaráðherra, sem i
ýmsu á sammerkt við hægrimenn,
og vissulega er ekkert íjær skapi
eu jafnaðarmenska og byltingar á
þjóðfélaginu.
Stjórn Zahleráðuneytisins hefir
verið sterk, en allmikils einveldis-
blær hefir verið á henni. Hún hefir
ekki að eins reynt að ganga fram-
hjá þjóðinni, heldur einnig fram
hjá þinginu. Algengt ráð stjórnar-
innar til þess, að koma málum