Tíminn - 08.03.1919, Qupperneq 4

Tíminn - 08.03.1919, Qupperneq 4
64 TÍMINN Leikfimiskennara til að kenna drengjum leikfimi vantar að barnaskóla Reykjavíkur 1. október næstkomandi. Umsóknir ásamt launakröfu komi til skólanefndar fyrir lok aprílmánaðar. færasta raanninn sem til er, í eins þýðingarmikla stöðu og skógræktar- stjórastaðan er. Það er skaði, að skógræktar- stjórinn skuli elcki sjá þetta, og hafa þá sómatilfmningu, sem þarf, til þess að láta staríið af hendi til sér betri manns. Það er skaði, að þingið skuli ekki sjá þetta og sjá um; að hann fari frá stöðu sinni, og hún kom- ist í hendur hins rétta manns. Eg vil biðja skógræktarstjórann að athuga þetta. Biðja hann blátt áfram, að athuga hve mikinn skaða hann gerir landi og þjóð með því, að vera i fyrirrúmi fyrir öðrutn betri manni. Og sjái hann ekki, að það er sómi hans, að faja frá, og hleypa að þessum manni, þá verður þingið i sumar að sjá það og framkvæma. Timarnir krefjast þess, að fær- ustu mönnunum sé beitt í hvívetna. Skógræktar-málunuin hefir ekkert miðað uin tíma, en nú fara nýir tímar í hönd, þeim verður að fara að miða áfram, en til þess þarf fyrst og fremst hinn rétta matrn, til að sjá um framkvæmd þeirra. — Þetta verður skógræktarstjórinn að skilja, hann hefir sjalfsagt stadid eins vel i stöða sinni og hann he/ir getað, en annar gelur gert þad betur — miklu betur, — Fgrir þvi á skógrœktarstjnrinn, ef h«nn vill framför og gengi skógrœktarmála þessa lands, að láta þau sem fyrst komast i hendur fcerasta mannsins. x + x Afturhaldsseggir eftir Camille Flammarion. (Frh.). ---- Og var ekki dýrsegulmagninu hafnað um líkt leyti af vísinda- mannafélaginu franska og lækna- deildinni í Paris? Menn fóru fyrst að gefa því gaum, þegar Jules Cloquet skar krabbamein úr brjósti á konu, án þess að hún kendi nokkurs sársauka, er hann hafði »mesineriserað« hana. Eg hitti í Turin árið 1873 einn blálátækan niðja Joufljoy, sem fann upp eimskipið árið 1776. Eins og kunnugt er, hafði þessi snjalli hugvitsmaður eytt öllu fé sínu og vina sinna, til þess að sýna mönnúm og sanna að það væri vinnandi vegur að nota gufu- aflið í þjónustu farmenskunnar. Fyrsti eimbáturinn hafði farið eina ferð uppeftir Doubsfljóti hjá Baume- les-Dames, 1776. Annar eimbátur fór 1783 upp eftir Saone-á til Lyon og alla leið til Barbeyjar. Jouffroy vildi reyna að stofna fé- lag til þess að hagnýta sér þessa uppfindingu. En það strandaði á þvi að hann þurfti fyrst að fá einkaleyfi. Hann sótti um það, en stjórnin kvaddi vísindamannafélag- ið, til þess að segja áiit sitt nm uppgötvun þessa. Það lét uppi álit sitt, en það varð fyrir áeggjan Periers alt annað en gott. Auk þess varð vesalings JoufTroy alstaðar hafður að háði og spolti, sökum þess að hann vildi reyna að »sætta vatnið og eldinn«. Pað var því lengt nafn hans, hann var upp- nefndur og kallaður »Jouffroy-la- Pompe«. Pessi mæðusami upp- findingarmaður misti svo kjarkinn og fór af landi burt á meðan stóð á stjórnarbyltingunni. Annars gekk Fulton ekki mikið betur í Eng- landi en Jouffroy halði gengið i Frakklandi. Og það var ekki fyr en 1808 að honum tókst að sigr- ast á öllum örðugleikunum og fara hina fyrstu för sína í gufubát á Hudsonsá í ættlandi sínu, sem kinokaði sér lengi við að viður- kenna gildi uppgötvunar hans og meta hana að verðleikum. Og svona hefir flestuin hugvits- inönnum og brautryðjendum verið tekið. Þá mætti og minna á Filippe Lebon, sem fann upp gasljósið árið 1797. Hann dó, eða að þvi er sumir segja, var myrtur á krýningardag keisarans, áður en uppgötvun hans hafði hlotið viður- kenningu á ættlandi hans. Ein af hinum öflugustu mótbárum var: að það var ekki hugsanlegt að það gæti logað á þeim lampa, sem enginn kveykur átti að vera i. Gasljósið var fyrst notað í Birm- ingham; það var árið 1805. I Lundúnum var farið að nota það 1813, en ekki fyr en 1818 i París. Og þegar byrjað var að leggja járnbrautirnar, stóðu verkfræðing- arnir á því fastar en fótunum, að járnbrautarlestirnar mundu aldrei fá hreyfst úr stað, því að hjólin á sjálfri eimreiðinni, mundu snúast i sifellu á sama stað á teinunum. Og einn þingmaðurinn, Arágo að nafni, reyndi að kæla ákafa þeirra manna, sem mikla trú höfðu á þessari uppfindingu með þvi að skírskota til aldeyfu efnisins, nún- ings málmanna og mótstöðuafls loltsins. »Hraðinn« — sagði hann — »getur að vísu orðið mjög inik- ill, en þó hvergi nærri eins mikill og menn hafa vonað. Vér megum ekki láta orðagjálfrið villa oss. Þvi hefir verið haldið fram að vöruflutningar rnundu ganga að mun greiðara, ef farið væri að nota járnbrautir. Árið 1836 nam flutningskostnaður verslunarvar- anna um Frakkland 2,803,000 fr. En ef allar hinar fyrirhuguðu járnbrautir væru nú komnar og allar vörur væru flutlar á þeim, mundu þessir 2,803,000 frankar koinast giður i 1,052.000. Eða með öðrum orðum landið mundi missa hér umbil þriðjunginn af þessari upphæð, sem það græðir árlega á vöruflutningunum. Nei, það mun affarasælast að hafa enga tröllatrú á imyndunarafli manna, því hætlir oft við að hlaupa í gönur. Tveir járnbrautarteinar eru sannarlega ekki líklegir til þess að breyta mjög útlili Gascognes-heiða, —« og svo framvegis i sama anda. í hvert skifti, sem nýjar hugmyndir koma fram á sjónarsviðið, getur jafnvel hinum mestu mönnum skjöplast. Og heyrum nú hvað Thiers seg- ir: »Eg skal að vísu kannast við það, að járnbrautir geta komið að nokkrum notum fyrir ferða- menn, ef þær eru hafðar mjög stuttar og látnar enda í stórborg- um t. d. eins og París. Langar jámbrautir ættu ekki að eiga sér stað«. Og jafnaðarmaðurinn frægi, Jóseph Proudhon kvað það bæði heimskulegt og hlálegt að gera ráð fyrir því að járnbrautir gætu orðið til þess að flýla fyrir skoðunum að ryðja sér til rúms. Og þegar bin konungl. Iækna- stjórn i Bæjaralandi var beðin að segja álit sitt í járnbrautarmálinu, gaf hún út þá ýfirlýsingu að hún áliti járnbrautir mundu verða yfir- leitt skaðlegar heilsu manna. Peir sem ferðuðust með þeim mundu fá heilahristing, en hinir, sem horfðu á mundu fá svima. Lækn- arnir réðu því til þess, að láta reisa plankagirðingu beggja megin með fram allri járnbrautinni og hafa hana jafn háa vögnunum. (Frh.) Ur skeytum. — Fyrstu ræðunni, setn Wilson hélt eftir heimkoinu sína til Aine- ríku, var tekið forkunnar vel. — Hann sagði, að Ameríka væri »von heimsins«. Ef hún léti ekki þá von rætast, þá væri ómögulegt að sjá fyrir afleiðingarnar. »En þó að friðarsamningar þeir, sem vér nú skrifum undir, verði eios góð- ir og hugsanlegt er að þeir geti orðið bestir, eins og nú er ástatt, þá göngum vér þess ekki duldir, að það verður ekkert annað en skrifáð »pappírsblað«, sem vér skiljum eftir á borðinu sögufræga { Versailles«. — Alt á huldu í Pýskalandi, óeirðir miklar víða um ríkið og eins og áhrifa austan frá Rússlandi gæti þar meir og meir. Bækur og i'itíöii"1 kaupa menu 1 Bókaverzlun Sigfusar Eymundssonar — Störfum friðarráðsstefnunnar miðar nú drjúguin áfram, búist við að undirnefndirnar muni bráð- lega leggja skýrslur sínar fyrir fulltrúaráð stórveldanna fimm, en það geft aftur almennum fundi friðarráðstefnunnar skýrslu um miðjan þennan mánuð. — Gibson, læknir sá sem við þriðja mann fann inflúensu-sótt- kveikjuna, sýktist við tilraunirnar og dó úr influensu. — Nefnd sú á friðarráðstefnunni sem fjallar um kröfur Dana til Suður-Jótlands, hefir fallist á, að þjóðaratkvæðagreiðslan í Norður- Slésvik fari fram í einu lagi, en í Miðslésvík í hverju héraði út af fyrir sig,- — Samgöngumála-ráðuneytið breska tekur til yfirvegunar, hvort ekki sé rétt, að láta gera járnbraut- argöng milli Englands og írlands. — 1 ráði, að breska stjórnin kaupi alla ullarframleiðslu Bret- lands þetta ár, með frjálsu mark- aðsverði. — Pjóðþingið danska samþykti rikislántökuna, en landsþingið feldi. Þetta er orsök stjórnarskiftanna. En eftir að hafa átt fund með flokksforingjum, lýsti konungur því yfir, að hann tæki ekki við neinu ráðuneyti, sera ekki styddist við meiri hluta Þjóðþingsins. — Bieskur ráðberra hefir sagt í ræðu, að með því, að draga að semja frið, ættu bandamenn það á hættu, að hafa enga til að semja við, svo væru Þjóðverjar aðþrengdir af hungri. — Times segir Frakka krefjast þess til frekari tryggingar gegn á- rásum Þjóðverja, að vestri bakki Rinar verði óháður Þýskalandi og hlutlaus í ófriði. — Talað er um að fara að nota rafmagn í stórum stíl til reksturs járnbrauta á Englandi. — Wilson forseti er lagður af stað til Norðurálfunnar aflur. — Sagði í ræðu í New-York áður en hann fór, að jafnvel þótt þjóða- bandalagið væri ekki annað en umræðúfélag. þá mundi það verða stjórnmálabrögðunum að bana, — þau þyldu ekki opinberar um- ræður. — Lloyd Georges svaraði nefnd sjómanna því, að fyrsta krafan sem gerð yrði til Þjóðverja væri sú, að þeir bættu fullum bótum alt kaupskipatjónið, og fullar skaða- bætur ættingjum þeirra, sem mist hefðu lífið vegna kafbátahernað- arins. — Breskir flugmenn beitast fyrir flugferðum eftir endilangri Afrfku, um 5300 mílna veg. Ritstjóri: Tvy&kvi Þórknllason Laufási. Simi 91. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.