Tíminn - 09.04.1919, Qupperneq 4
96
TIMINN
Framkvæmdarstjórastaða.
Framkvæmdarstjórastaðan við Sláturfélag Austur-
Húnvetninga á Blönduósi er laus frá 10. júní næstk.
Umsóknir með launakröfum sendist til stjórnar
nefnds félags á Blönduósi, sem gefur allar upplýsingar
starfinu viðvíkjandi. Umsóknarfrestur til 4. júní næstk.
leiðendur eða að koma upp verk-
smiðjum og að flytja heila skips-
farma. —
Með auknu fóðri breytist bú-
peningsræktin. Sultarfóður og fellir
hverfa úr sögunni. Horfellislög og
forðagæslulög eru óþörf, enda hafa
nágrannar vorir eigi gripið til
þeirra úrræða. En með meiri fóð-
ureyðslu kemur fram krafan um
cieiri afurðir af búpeningnum.
Hver og einn viil fá sinn tilkostn-
að sem best endurgoldinn.
í þessu efni hafa nágrannar vorir
gert mikið. Aðalþættirnir i þeirn
umbótum eru þessir:
Búfjársýningar hafa mikið stutt
að umbótum á búpeningi. Það eru
rúm 100 ár síðan byrjað var á
þeim í Danmörku. En almennar
urðu þær fyrst eftir miðja 19. öld.
— í sambandi við sýningarnar
standa svo kgnbœtar búpenings.
Þar eru úrvals-skepnnr verðlaun-
aðar og þeim er veitt eftirtekt.
Sérstök kynbótafélög styðja og að
þessum umbótum, með því að hafa
úrvalsdýr til undaneldis o. fl. Þá
hafa hin svonefndu eftirlitsfélög
(Kontrolforeninger) gert mikið gagn.
Fyrsta félagið var stofnað í Dan-
mörku 1895. Nú eru þessi félög
nm 500. Tilgangur þessara félaga
er aðatlega sá að komast að raun
um, hvaða búfjáreinstaklingar borgi
fóðrið best, og hver fóðrun sé arð-
vænlegust. Sökum þessa þarf að
halda skýrslur um fóðureyðslu og
afurðir. Þessi eftirlitsfélög eru aðal-
lega fyrir nautpening. Nokkur
reynsla er fengin fyrir þeim hér á
landi. Félög þessi gætu eins átt við
aðrar tegundir búfjár. Þá er miRið
gert að rannsóknum fóðurefna er-
lendis og nákvæmar fóðurtilraunir
búpenings framkvæmdar.
Aliar þessar umbætur styðja svo
ríkin með ráði og dáð. Á yfir-
standandi ári er áætlað, að Danir
verji 5,5 miljónum króna til styrkt-
ar búnaði. Norðmenn veittu 5 milj.
króna til búnaðarframfara síðast-
liðið ár — og auk þess 27 milj.
kr., til þess að létta starf bænda
vegna dýrtíðar. — Mikið af því fé
gekk til að greiðtf fyrir flutningum
á áburði, fóðurefnum o. fl., svo
og til að sjá fyrir nægu fræi og
útsæði.
Þess þarf eigi að geta, að al-
staðar eru margir sérfræðingar i
hinum ýmsu greinum búnaðarins.
Eru þeir jafnframt ráðunautar
bænda á ýmsum sviðum. Búnað-
arfélögin hafa sérstaka sambands-
stjórn. Sjá þau aðallega um alla
þessa framfaraviðleitni, sem svo er
studd af ríkissjóði. — Árangurinn
af öllu þessu starfi er svo sá, að
sultarfóður og fellir kemur vart
fyrir. Löggæsla i þeim efnum er
þvi óþörf. — En aðalspurningarn-
ar eru þessar: Hvernig er hægt að
afla fóðurs, svo að sem ódýrast
verði? og hvernig er arðvænlegast
að nota fóðrið? Mönnum er ljóst,
að hér er um þjóðarnauðsyn að
rœða, þar sem ekkert má til spara,
svo að vel fari. (Nl.)
— Milli Berlínar og Warn^munde
er haldið uppi daglegum farþega-
flutningi í Iofti.
„Hvíta“ eða hvað?
Hver skyldi nú bjóða best, sagði
ísa gamla og lest í spegilinn. Hún
var með spánýja hárfléttu og tennur
af nýju«tu gerð og í fínum, fínum
kjól. Hún leit í kringum sig. »Ein-
tómir kaupmenn*. Hún lokaði aug-
unum og dreymdi undarlega drauma.
E ntómir finir menn, ístrur og gull 1
Viltu eignast enn þá finns fléttur,
s gði einn ístrubelgurinn. Já sagði
í <a, Viltu eignast enn þá fínni tenn
ur, sagði annar ístrubelgurinn. Ja,
sagði ísa. Viltu eignast enn þá fínni
kjól. sagði 3. (strubelgurinn. Ja.
sagði tsa og hoppaði svo hátt að
allir í-trubelgirnir iðuðu í skinninu.
í<a, ísa, sögðu allir ístrubelgirmr og
breiddu út faðminn, ea gullið flóði
um alt gólfið og nóttin hvolfdi sér
yfir alla b ðlana. ísa, ísa I
Eintóm stórmenm I Malið var ekki
rannsakað. (,,Frón.“)
Útsvörin í Reykjavík.
Niðurjöfnunarskráin í Reykjavik
er nýlega komin út og var vitan-
lega á allra vörum fyrstu daganna.
Jafnað niður fast að einni miljón
króna. Gjaldendur 4709.
»Hvað fáum við í staðinn?«
Fyrsta flokks
orgei •* píanó
fyrirliggjandi.
Verksmiðjuverð að viðbættum
flutningskostnaði.
Fyrirspurnum svarað um hæl.
HljóifæraMs Reykjavíkur.
Símnefni: Hljóðfærahús.
Sími 656.
Svo spnrði einn af gáfuðustu mönn-
um þessa bæjar.
Stærstu fyrirtæki bæjarins bera
sig vel: Vatnsleiðslan, og höfnin á
að bera sig og gerir það vafalaust.
Hvað fáum við fyrir þessa einu
miljón króna?
Við sitjum í rayrkri.
Að undanteknum fáum götum í
miðbænum, eru flestar götur bæj-
arins illfærar allan ársins hring af
for, eða ryjki, eða manndrápshálku.
Þægindin sem bærinn veitir ern
sáralítil.
Sérstakur skattur er lagður á til
ösku og salernahreinsunar.
Bærinn getur hvergi holað niður
sjúklingum sinum.
Bæjarstjórn lifir á snöpum um
húsnæði til fundahalda.
Það mætti telja í það óendan-
lega það sem hér er vanrækt.
Og svo er lögð ein miljón á
bæjarbúa.
Það myndu fáir kvarta, ef þeir
gætu bent á það greinilega hvað
við fáum í staðinn.
Ritstjóri:
Tryggvi þórhallssoB
Laufási. Simi 91.
Prentsmiðjan Gutenberfi
togum frjálslynda flokksins í Trans-
waal og einn hinn harðasti and-
stæðingur Krugers forseta. Hann
sá glögt að afturhaldssemi og kyr-
stöðupólitik Krúgers var hættuleg
fyrir landið og hann beitti sér
fyrir andlegum og verklegum fram-
förum á öllum sviðum.
Botha barðist af alefli gegn stríð-
inu við England. Hann hafði frá
blautu barnsbeini fengist við hern-
að og vissi vel að Búar hlytu að
verða undir að leikslokum og
hann þekti pólitík Norðurálfu svo
vel, að hann vissi að þeir áttu
hvergi hjálpar að vænta.
Botha bar lægra hlut og ófriður-
inn hófst. Þá sneri hann við blað-
inu og barðist alira manna best,
og varð brátt gerður að yfirhers-
höfðingja Búa og var hinn eini
foringi þeirra er sýndi verulega
berkænsku, eftir kenningum nú-
timans, enda fóru Bretar marga
hrakförina fyrir honum.
Eftir ófriðinn skipaði þjóðin sér
um hann sem foringja, og þegar
Transwaal fékk sjálfstjórn 1907
varð hann hinn fyrsti forsætisráð-
herra þess og var það þangað til
Bandariki Suður-Afríku (Union of
South Africa) voru stofnuð 1910.
Þá varð hann hinn fyrsli forsætis-
ráðherra hins cýja rikis og situr
hann við völd enn þann dag í
dag. Hefir hann setið lengur að
völdum, en nokkur annar núver-
andi forsætisráðherra í heiminum.
Botha hefir jafnan unnið að því,
að eyða hatri Búa til Englendinga
og efla gott samkomulag milli
þjóðanna. Hinsvegar befir hann
reynt að tryggja Búum yfirráðin í
allri Suður-Afríkur, með því að
láta þá eignast jarðirnar. »Sá sem
á jörðina mun ráða ríkinu« sagði
hann eitt sinn og eftir þeirri setn-
ingu hefir hann unnir.
Botha hefir þó átt við mikla
erfiðleika að stríða. Sárin frá alda-
mótastríðinu eru ekki gróin enn,
og mikill hluti af Búum hatar
Englendinga. Þykir þeim Botha
alt of vinveittur Bretanum, og hafa
því barist ákaft gegn stjórn hans.
Hinsvegar er fjölgi að Jafnaðar-
mönnum 1 Suður-Afríku, einkum í
námuhéruðunum við Johannesborg.
Eru þeir sumpart enskir, en ann-
ars ægir þar saman öllum þjóðum.
Meðal annars er þar margt af
Austurlandamönnum, sem háu
verkalaunin í gullnámunum hafa
lokkað þangað. Þessir verkamenn
hafa fátt annað sameiginlegt, en
að berjast á móti Botha og stjórn-
arstefnu hans, sem vitanlaga var
ekki vinveitt verkamönnum. Stjórn
hans Jiefir verið sterk höfðingja-
stjórn, þjóðleg, og þó vinveitt
Englendingum, ákveðin hagsmuna-
pólitík.
Þegar ófriðurinn mikli hófst lýsti
Botha því yfir, að hann og stjórn
Suður-Afriku myndi veita Englandi
allan styrk, er hægt væri. Fór
hann sjálfur i striðið og vann ný-
lendur Þjóðverja í snðvestur Afriku
í stuttri herferð, sem öllum her-
fræðingum ber saman um að hafi
verið meistaraleg, bæði hvað undir-
búning og stjórn snertir. Er hann
víst hinn eini af hershöfðingjum
Breta, sem ætíð hefir hlotið lof og
aldrei verið skammaður fyrir her-
stjórn sína. Á öðrum sviðum hefir
Botha einnig reynt, að vinna Eng-
lendingum alt það gagn er hann
mátti, — jafnan hefir hann gætt
þess, að halda fast fram rétti Suð-
ur-Afríku og nú er hann fulltrúi
þess ríkis á friðarfundinum.
Svona er nú málinu komið,
Botha sem var skæðasti óvinur
Englands í Búastríðinu, er nú orð-
inn einn af máttarstólpum breska
rikisins og undirforingjar hans,
sitja nú í hinum hæstu embættum
viðsvegar í hinu breska ríki.
Góður vottur um stjórnkænsku
Englendinga.
Botha er maður mikilúðlegur
sýnum spakur að viti, skapstór
og ráðríkur. Sannur böfðingi, fædd-
ur til þess að hafa mannaforráð og
veit það vel sjálfur. (Frh.)
H. Hallgrimsson.