Tíminn - 03.05.1919, Síða 1

Tíminn - 03.05.1919, Síða 1
IIMINN nö minsta kosli 80 blöð á ári, koslar 5 krónur árgangurinn. AFGREIÐSLA i Ra/kjavík Laugaveg 18, simi 286, át um land i Laufád simi 91. III. ár. Reykjavík, 3. maí 1919. 30. blað. Skatt/relsi ðöaska samvinnujéiagaitRa. Eitl af þeim deilumálum, sem fyr eD varir munu verða á dag- skrá liér á landi er skattfrelsi sam- vinnufélaga. Á undanförnum miss- irum hefir þetta oft borið á góma í danska þinginu og dönskum blöðum. Skal stuttlega skýrt frá aðstöðu helstu flokkanna þar í landi til þessa máls, því að senni- legt er að hér muni málið verða rætt á svipuðum grundvelli. Maður er nefndur Alexander Foss. Hann er forríkur kaupsj'slu- forkéjlfur i Danmörku, maður vel vili borinn, harðfengur íhaldsmað- ur, eigandi blaðsins »Köbenhavn«, sem jafnan hefir komið illa fram í íslandsmálum. Nú nýverið byrjaði þetta blað umræður um skattfrelsi samvinnufélaganna og hélt þvi fram að vinstrimannaflokkurinn í ríkisþinginu hefði ákveðið að hætta að hindra skattalagningu sam- vinnnfyrirtækja. Síðan bergmálaði sami skoðunarhátturinn i öllum helstu blöðum danskra hægri- manna. Sum vinstri blöðin létu undan síga. Létu í veðri vaka að ekki væri skaði skeður, þótt fé- Jögin yrðu skattlögð. í*au gætu komist hjá skattinum, með því að hætta að græða. Ef þau hefðu engum arði að skifta um áramót, væri á ekkert að leggja. Samvinnumenn bentu á, að þella væri ófær leið. Félögin gætu borg- að skatt, og þó kept við kaupmenn fyrir því. En þau vildu ekki láta brjóta á sér lög og rétt. Og að Iáta skattaálögur valda stefnubreyt- ingum í grundvallarskipulagi félag- anna, eins og það að hætta við Rochdalefyrirkomulagið.semreynsl- an hefði kent öllum þjóðum að væri fjöregg samvinnustefnunnar, næði engri áttt. Meginþorri vinstriblaðanna mót- mælti Köbenhavn. Sömu leið fór einn af foringjum þess flokks á þingi, Neergaard. Hann hélt því fram, að fyrrum hefði danska þingið þvi nær einróma hallast að þeim skilningi, að samvinnufélög skyldu vera skaltfrjáls. Og ef breytt væri frá þeirri stefnu í Danmörku, yrði það einsdæmi í sögu nútíma- löggjafar. Óvinir vinstrimanna bentu á, að ef þeir létu nú bilbug á sér finna i skattamálinu, til að vinna fótfestu í bæjum meðal smákaupmanna, þá myndu þeir lapa bálfu meira fylgi í sveitunum fyrir bragðið, Jafnaðarmannaflokkurinn hefir fyr hneigst nokkuð til andstöðu við samvinnufélögin. En nú hefir þelta breyst við það, að verkamenn í borgunum stofna nú sem óðast kaupfélög, að sið bænda, og gefst vel. Þar að auki eru jafnaðarmenn í öllum löndum mólfallnir óbeinum sköttum, og þá helst þeim, sem hækka almennar nauðsynjavörur í verði. En skattur á samvinnufélaga- verslun væri fullkomlega þess eðlis. Fyrir hönd radíkala flokksins hafa þeir reifað inálið, ráðherr- arnir Ove Rode og Edv. Brandes. Á fundi smákaupmanna í Kaup- mannahöfn, þar sem krafist var skaltlagningar á samvinnufélögin, sýndi hr. Rode fram á, að skattur á gróða félaganna hlyti að neyða þau til að selja vöruna jafnan með Iægsta sannvirði, og yrði þá sam- kepnin óþolandi fyrir smákaup- mennina. Brandes sjmdi fram á í þinginu, að ekki er hægt að kalla tekjur þá fjárhæð, sem kaupfélagsmaður fær endurgreidda um áramót, af því sem Jiann hefir ofborgað kaupfé- laginu- á árinu fyrir vöru sína. Sú fjárhæð sé geymslufé, einskonar innstæða í sparisjóði, að nokkru lögð fram sem veltufé. Brandes bætti því við, að gagnslaust væri að ræða um skatt þennan í þing- inu í sjöunda eða sjötugasta sinn; hann kæmist samt ekki á. Hægrimenn leggja mesta áherslu á skatt þennan, enda eru miliilið- irnir máttarviðir í þeirn flokki þar eins og hér. Hausíið 1917 báru þeir fram í efri deild frumvarp til laga um skatt á kaupfélögin, en tóku fram um leið, að framleiðslu- félög (eins og t. d. sláturfélögin hér) skyldu ekki sliattlögð. Þeir vonuðust eftir að geta komið fram þessum samvinnuskatti í það sinn, en bætt svo framleiðslufélögunum við síðar, þegar einu sinni væri búið að brjóta skattfrelsisslefnuna. Petta mistókst þó i það sinn. Frumv. var felt. En ári síðar bar sami flokkurinn frumvarpið fram í nýrri mynd. Skyldi samkvæmt því skattleggja öll samvinnufyrirtæki, framleiðslufélögin líka. En það frumv. var líka felt. Samvinuumenn í Daumörku halda því fast fram, að hvert það kaupfélag, sem að eins kaupir inn vörur handa sínum féiagsmönnum, eigi að vera skattfrjálst, svo og framleiðslufélag, sem aðeins selur framleiðslu félagsmanna. En hins- vegar sé samvinnufélögum slcylt að borga skatt, af gróða þeim, sem verslun utanfélagsmanna kann að afla samvinnufélagi. Hve lengi eigum við íslendingar að bíða með að lögfesta hið sjálf- sagða skattfrelsi samvinnufélaga, svo að eigi verði um deilt? Fos samálið. I. Póstur er rétt á förum út uni land. Með honum sendir Tíminn nú sex' aukablöð og eru í þeim prentaðir meginkaflarnir úr þeirri löggjöf og athugasemdum sem kom- ið hefir frá fossanefndinni. En það er einungis frá minni hluta nefnd- arinnar. Meiri hlutinn hefir engu skilað enn til opinberrar birtingar. Vatnalögin og sérleyfislögin eru prentuð i heilu lagi. Meginkaflar úr alhugasemdunum um vatnalög- in og allar um sérleyfislögin. Er svo frá prentuninni gengið að hægt er að hefta inn í bókarformi. Síðar munu b.irtir kaflar úr svör- um Sveins Ólafssonar við spurn- ingum þeim sem þingið lagði sér- staklega fyrir nefndina. Á þennan hátt gefst almenningi um land alt tækifæri til að kynna sér málið, á þessum grundvelli, í tæka líð fyrir þing. Seinlæli meiri hlutans hefir því ekki með öllu hindrað réttan undirbúning. En jöfn er hans sök fyrir því. Tíminn ræðir ekki málið að þessu sinni. Rað verður gert á næstunni. En nú liggur inálið fyrir til athugunar öllum landslýð. Er hér með skorað á kjósendur að ihuga málið rækilega, því að aldrei hefir meir á riðið, að kjós- endur sýndu sjálfstæði sitt og skæru úr máli eftir nákvæma rannsókn. Þeir eru æðsti dómstóllinn í Jand- inu og eiga nú að dæma í mesta vandamálinu sem þjóðinni hefir að höndum borið um innanlands- stjórn, síðan sú stjórn kom inn i landið. Rað. er skjdda ykkar, hvers ein- asta manns og konu, sem eruð kjósendur, sem farið með þetta þýðingarmikla dómsvald, að kynn- ast inálinu til hlílar, að kveða ekki upp dóin um framtíð þjóðarinnar, að órannsökuðu máli. Setjist þeg- ar við að rannsaka málið, eftir þeim málsgögnum sem þið nú fáið. II. Hér skal að eins vikið að einu einstöku atriði og þó lauslega. Tímanum hafa borist ótal bréf, hvaðanæfa af landiim, úl af hinni nýju kenning meiri hluta fossa- nefndar um að taka eignarréttinn yfir fossunum af einstaklingunum. Það eru einróma raddir: »Allir, það eg veit, fullir gremju gegn meiri hluta nefndarinnar, og þykist nú enginn ugglaus urn eign- ir sínar«. Á þessa lund eru öll ummælin. Rau bera vott um tvent: Réttarmeðvitund íslenskrar al- þýðu. Fullan skilning á því að hér er um gjörræði og ósamkvæmni að ræða, vikið í einstöku atriði frá grundvallarreglu sem ríkið viður- kennir. Að á meðan ríkið viður- kennir eignarrétt t. d. á landi, þá er það alóframkvæmanlegt áð taka undan það sem er alveg hliðstætt, Taki ríkið eignarréttinn af ein- staklingunum, þá liggur alveg jafn- beint við: að banna Erlendi á Sturlureykj- um og öðrum sem feta vilja í fót- spor hans, að hita upp bæinn og sjóða matinn við hveragufu, að taka allan trjávið sem rekur á allar fjörur á tslandi, að hirða alla hvalreka, að banna t. d. bændum á Vestur- landi að hirða álftafjaðrir í fjöru- máli, að taka undir sig allan veiðirétt í ám og vötnum, að rikið kastaði eign sinni á alla fuglatekju, dúntekju og annað því um líkt, að rikið tæki undir sig allar jarðeignir í Iandinu. Hér er gripið ofan i einungis af handa hófi. Alt heyrir þetta saman. Það kann að vera að ríkið laki þetta alt undir sig á sínum tíma. Annaðhvort alt eða ekkert. En sá tími er ekki kominn enn. Okk- ar kynslóð lifir ekki þann tíma. Við litum öðruvisi á afstöðu ein- staklingsins til ríkisins. Við viljum fara aðrar leiðir um að afla ríkinu tekna, leggja skatta á tekjur manna og eignir, en taka þær ekki af einstaklingnum, nema þá er al- þjóðarnauðsyn krefst þess, enda komi þá fult verð fyrir. Önnur hlið málsins er mönnum ljós. Er hún sú: að þótt sanna mætti af fornri löggjöf, að landið hafi átt fossana, og þótt takast megi að ná þeim að iniklu leyti undir landið aftur, þá hlýtur fossa- salan frá því árið 1907 að vera Iögleg, þar eð þau lög heimila fossa- sölu. Kæmi þá framkvæmd þess, að landið læki fossana, þannig niður, að þeir sem at þjóðleguin áslæð- um eða öðrum jafn-göfguin hafa ekki viljað selja fossana, fengju það að launum hjá fósturjörðinni, að alt yrði lekið af þeim, en hinir sem sell hafa, ættu söluverðið ó- skert i vasanum. Ilún fékk alþjóðar-lof, stúlkan,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.