Tíminn - 03.05.1919, Qupperneq 2

Tíminn - 03.05.1919, Qupperneq 2
118 TlMÍN N sem lengst varði það, að Gullfoss lenti í höndum útlends auðfélags. — Hver væru launin, ef álit meiri hluta fossanefndar yrði ofan á? Þau væri söm af þjóðfélagsins hálfu, þótt dómstólarnir dæmdu hið gagn- stæða á sinum tíma. Magnús Jónsson frá Úlfljótsvatni mun eiga part óseldan i Soginu. Annað mun selt í því. Á nú að taka af honum endurgjaldslaust hans hluta, vegna þess, að hann lét ekki útlent félag fá falan sinn hluta? — t*að er mönnum mesta ráðgátan hvað veldur, að skýrir menn og athugulir og það vanir stjórnmála- menn, eins og meiri hluti fossa- nefndar, skuli hafa lent út á þessa glapstigu. Tala ágiskananna er orðin legíó, um það, hvað muni valda. Skal ekki að því vikið að sinni. það má nú orðið telja það full- víst, að skilningur þeirra verður að engu hafður af þjóðinni. — Það er leitun á málstað, sem hefir fengið svo eindreginn mótbyr. Pað sem ríður mest á, er það, að menn safnist ,öruggir um hinar réttu leiðir, til þess að gæta hags- muna ríkisins í þessum efnum, gleymi ekki því atriðinu, þá er þeir cru að kveða niður villikenn- ingarnar. En það er gamalt og nýtt herbragð, að beina huga manna í einhverja ákveðna átt, fá þá til að einblína þangað, til þess að geta komið ár sinni vel fyrir borð í annari átt. Það eru svo margar hliðar á fossamálinu, að ekki má einblína á eina. Menn verða að skygnast nm vel og kunna að greina sund- ur aðal-atriði og auka-atriði. Hafís hefir sést víða fyrir norð- ur og vesturlandi, Auglýsing. Hérmeð auglýsist, að gefnu tilefni, að reglugerð um ráðstafanir til að tryggja verslun landsins frá 3. október 1918, er i gildi þangað til öðruvísi verður ákveðið. t Stjórnarráði íslaiuls, 30. apríl 1910. Siguréur c3énsson. Oddur Hermannsson. jíýja fasteignamaiið. ---- (Nl.) Eg vil því varpa fram þeirri til- lögu að löggildingu fasteignamats- ins verði frestað fyrst um sinn, en skipuð yfirmatsnefnd fyrir alt land, fimm mönnum, einum manni úr bverjum landsfjórðungi, og ætti 5. maðurinn helst að vera hagfræð- ingur og formaður nefndarinnar. þessi yfirmatsnefnd ælti að fá í hendur matsskjöl og virðingarregl- ur allra fasteignamatsnefnda á land- inu. Hún athugar hvernig lagt hefir verið í framleiðslueiningar í hverri sýslu og samræmið í ákvæðisverði nefndanna á hverju hundraði, hvort tekið hefir verið jafnmikið til greina eftirspurnarverð og afstaða jarða við samgöngubætur í öllum sýslum. Væntanlega þarf yfirmats- nefndin sérstaklega að leiðrétta þetta, það er svo mikilsvert atriði. Hún gerir nákvæman samanburð á fasteignamatsbókum og starfs- reglum allra héraðsnefndanna, og kemur fullu samræmi á jarðaverð um alt land. Eg hefi talið þau at- riði sem helst koma til greina við jarðaverðshlutföll milli héraða, en hlutverk yfirmatsnefndar verður sérstaklega að leiðrétta þau og finna samræmið1 * * * *). Mér finst það vera nauðsynlegt að starfinu sé lokið á þennan hátt; yfirlitsinatið er sá hiekkurinn sem síst má fella úr til þess að nýja fasteignamats- bókin verði sem réttlátust og ábyggilegust í heildinni. Ef matið væri aðeins miðað við skattgjöld til sýslusjóða og innanhéraðsvið- skifti, þá mætti það enda á. gerð- um yfirmatsnefnda í hverri sýslu. En nú er það augljóst, að matið hlýtur að leggja grundvoll til skatt- gjalda í landssjóð og almennra viðskifta við opinberar lánsstofn- anir o. s. frv. Af þeim ástæðum er sú krafa bæði sanngjörn og sjálf- sögð, að fasteignamatið verði leitt til lykta af velskipaðri yfirmats- nefnd, er hafi þekkingu og fróð- leik sem víðast af landinu, og starfi í Reykjavík, þar sem safnað 1) Sú tillaga aö yflrmatsnefnd ferðist um alt land og endurskoði eða virði upp aftur ákveðinn flokk jarða í hverju héraði til samræmisathugana, mun, ef til vill, pykja nokkuð umfangsmikil. Full mikil útgjöld munu af pví leiða, í viðbót við pann kostnað, sem orðinn er af matinu, cnda vafasaint að hún vinni pað við ferðalögin, á eftir hér- aðsnefndunum, er svari kostnaði. Hygg að hún fái töluverðan fróðleik á pann hátt, sem eg geri ráð fyrir. er saman öllum gögnum um mat- ið, og öðrum skjölum úr söfnum og upplýsingum um virðingu jarða gagnvart lánsstofnunum. Eg vil aftur undirstrika það, að með þessu fyrsta mati er verið að leggja grundvölí, sem að miklu leyti verður látinn gilda um næstu áratugi, þrátt fyrir endurskoðun. Og mest er um vert að fá verð- hlutföllin rétt og heildarsamræmið7 sem nákvæmast í upphafi. — Mis- ræmi á verði einstakra jarða geta fasteignamatsnefndir leiðrétt jafn- óðum og það kemur í Ijós —. Eigi má horfa í þann koslnað, sem leiðir af skipun yfirmatsnefnd- arinnar; enda mundi hún geta greitt fyrir því starfi, sem stjórn- arráðið þarf að sjá um framkvæmd á; að samin sé ein fasteignamats- bók fyrir alt land, eftir skjölum héraðsnefndanna. Verði hagstofan látin afgreiða það verk, virðist eðlilegast að yfirmatsnefndin vinni í sambandi við hana. Til fullkomnari sönnunar því, að yfirmatsnefndin hafi næg hlut- verk fyrir höndum, má benda á það ósamræmi, sem komið hefir fram í verði jarða sumstaðar á landinu, einkum i grend við Réykja- vík og Akureyri. f*ar hefir verð einstakra jarða verið spent svo hátt, að naumast er mögulegt að reka á þeim búskap, er borið geti afborganir og rentur af jörðunum. í öðru lagi má benda á breytilegt verð kaupstaðarlóða og útgerðar- stöðvar er útlendingar nota að mestu leyti fyrir sildaruppsátur. Virðist fullkomin ástæða til að fult samræmi sé í virðingarverði þessara dýrmætustu stöðva alstaðar á landinu. Og ennfremur að »spekú- lantíónsverð« bújarða, verði eigi meira ráðandi á einum stað en öðrum, sem hafa svipaða aðstöðu. Fgrsta meginatriðið, sem eg viidi R se ð a, flutt við gröf Rögnvalds Björnssonar frá Réttarholti. (®/n 1851—6/s 1918). Einhvernveginn er það svo, að mér finst eg ekki geta varist því að segja nokkur orð um leið og líkamsleifum Rögnvalds í Réttar- holti er sökt i móðurskaut jarðar- innar. Fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, en jafnframt býst eg við, að mér sé óhætt að bæta við: einnig i nafni allra þeirra, sem hér eru saman komnir, og auk þess miklu fleiri vina hins látna, sem ekki hafa átt kost á, einhverra hluta vegna, að fylgja honum til hinnar hinstu hvildar. íað er að vísu orðinn vandi, að tala yfir moldum manna. Menn segjast, margir hverjir, vera orðnir svo vanir likræðulofi, að þeir þykj- ast ekkert mark geta tekið á því, sem talað er við slík tækifæri. En hér er nokkuð öðru máli að gegna. Við þessa gröf er enginn vandi að tala. Hér er ekkert sker og engin bára, er synda þurfi á milli. Um Rögnvald heitinn verður ekkert annað en lof sagt. — Til eru tvenns konar menn. Sumir eru Ijóssœknir, aðrir eru Ijósfœlnir. Allir menn munn i upp- hafi vega sinna vera Ijóssæknir; en margir verða ljósfælnir með aldrinum. Maðurinn er eins og leir- inn eða marmarinn, sem mynda- smiðurinn mótar eða heggur úr alls konar myndir með meitli sín- um. Aðstöðurnar í lífinu eru meit- illinn, en lífið sjálft er mynda- smiðurinn, sem .tnótar og heggur. Oft virðist svo, sem tilviljunin sé þar einráð; en hitt mun þó tíðara, að alt megi rekja til eðlilegra orsaka, þótt sljóskygnum augum mannanna kunni oft að vera þær orsakir huldar. En hvað sem því líður, þá er það víst, að lífsskjörin verpa svo þykka húð utan um insta og besta kjarna margra manna, að þar kemst enginn ljósgeisli inn fyrir og enginn út. Peir menn verða Ijósfælnir — og að vonum, mætti ef til vill bæta við. — Ljóssæknu mönnunum er öðru vísi háttað. t*eir mega í sannleika kallast ham- ingjunnar börn. Sérhver Ijósgeisli, sem til þeirra nær, kemst hindr- unarlaust inst inn i sál þeirra, vermir þar og lýsir, og, það sem mest er um vert, endurkastast það- an margfaldur að birtu og yl. Þessir menn, Ijóssæknu mennirnir, eru þvi sönn blessun fyrir samferða- menn þeirra í lífinu. — Þekkið þið ekki einhverja þess konar menn? Þeir eru fáir að vísu, — alt of fáir. En þeir eru þó til. Og einn af þeim mönnum erum við einmitt að kveðja núna. Rögnvaldur heitinn var Ijóssækinn i orðsins fylsta skilningi. Alt ljós og allur ylur hafði greiðan gang að bjarta hans. Og oftast var sólskin í kringum hann. Meira að segja í banalegunni, þessari löngu og ströngu legu, vissi eg til þess, að hann hafði svo mik- inn forða af Ijósi og yl í sér fólg- inn, að hann gat miðlað öðrum, vermt aðra. Eg man eftir því, þegar eg var barn, hvað eg hlakkaði til, þegar Rögnvaldur var á ferðinni. Ekki gerði eg mér grein fyrir því þá, til hvers eg eiginlega hlakkaði við komu hans. Ekki bjóst eg við því, að hann færi að leika við mig eins og jafnaldri minn. Eilthvað var það annað. Eg hafði að vísu alt af gaman af að hlusta á það, sem Rögnvaldur sagði; hann hafði það líka til, að vera svo einkenni- lega gamansamur, og við mig, barnið, var hann viss með segja eitthvað, sem mér sérstaklega var til ánægju. En ekki var þetta samt aðal-tilhlökkunarefnið. Eg sá seinna í hverju það lá. Það var þelta sól- skin, sem í kringum hann var alla- jafna, og sem ekki náði síður til barnanna en annara. — Þið hafið heyrt nefnt sólskinsskap. Rögnvald- ur heitinn hafði alveg sérstakt lag á því, að koma mönnum i sól- skinsskap, án þess þó, að hann virtist reyna nokkuð til þess. Hon- um var það meðfætt. Hann skildi æskuna allra manna best. í eðli sínu var hann ihalds- maður, gætinn og staðtastur. Slíkir menn eru oft afbragðsmenn, og nokkurs konar kjölfesta þjóðfélags- ins. En oft hættir þeim til, að álíta

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.