Tíminn - 17.05.1919, Blaðsíða 2
130
TlMIN N
Með s. s. VILLEMOES
síðast í þessum mánuði eigum vér von á 150 rúllum af
d d a v í r,
er selst með lágu verði meðan birgðir endast.
Pórður JOc lngólfur Flyg'enring-
Hafnarfirði.
höfum því í raun og veru miklu
meir af eggjahvítu í fæðu okkar
en bolt er og hagfræðislegt og
kemur það af því að líkami okk-
ar á lang örðugast með að hag-
nýta sér eggjahvítuna fyllilega,
skilar nokkrum hluta hennar ó-
brendum í þvaginu, sem ónothæf-
um og skaðlegum efnum, svo al-
ment er hún ekki talin betri en
kolvetni í fæðunni. Erlendis er aft-
ur tiltölulega minst af eggjahvítu,
þar er því hver næringar éða orku-
eining í eggjahvitu nálega helmingi
dýrari en í kolvetnum. Við ættum
því sem mest að skifta á eggjahvítu
— kjöti og flski — og ómöluðu korni.
Ur þessum kolvetnisvandræðum
okkar getum við mikið bætt með
því að rækta meir en gert er af
kartöflum, rófum og öðrum garð
nytjajurtum. Ættum við þar að
geta nokkurnveginn fullnægt þörf-
um okkar. En 1915 voru fluttar
inn 1.411.500 kg. af kartöflum
fyrir nálega 150.000 kr. Eftir reynslu
minni hér á Hvanneyri borgar það
sig prýðilega að rækta kartöflur.
Síðan 1908 höfum við aldrei feng-
ið minni uppskeru af kartöflum
en 40 tn. úr dagsláttu og 1912
fengum við um 90 tn. úr dagslátt-
unni eða 1 tn. upp úr hverjum 10
ferföðmum. Mun það jafnvel ekki
sjaldgæf uppskera í smá görðum
hér á landi. 1917 fengum við t. d.
47 tn. úr dagsláttunni. Þá var öll
vinna þar að lútandi 27 dagsverk
karla og kvenna. Þannig fæst l1h
—2 tn. af kartöflum fyrir hvert
dagstverk sem unnið er í garðin-
um. Væri garðstæðið gott og hag-
kvæmt, og æfðir menn með góðum
verkfærum, gæti árangurinn orðið
miklu betri.
Á haustin ætti að tína úr kart-
öflunum alt smælki. Nota það
fyrst, meðan hýðið er þunt t. d. í
kjöt og fiskistöppu, einnig ágætt í
brauð og slátur.
Melurinn.
Upprunalega hafa kornjurtir
heimsins vaxið viltar og verið
nytjarýrar. En við ræktun þeirra
og bætt lífsskilyrði urðu kornin
þroskameiri, stærri, fleiri og nær-
ingarmeiri. Þessu hefir einmitt
fleygt mjög mikið fram á allra síð-
ustu árum. Hafa vfðsvegar risið
upp jurta kynbóta- og ræktunar-
stöðvar, þar sem lífsskilyrði, nær-
ingargildi og þroski plantnanna er
rannsakaður með vísindalegri ná-
kvæmni. Eru kornin mæld, vegin
og ransökuð á margan hátt og úr-
valsplönturnar þannig fundnar og
notaðar til framtingunar og rækt-
unar.
Hér á landi eigum við eina slíka
afbragðs nytjajurt, melinn. Hefir
hann, eins og kunnugt er, allmikið
verið notaðar til manneldis, eink-
um í Skaftafellssýslum og er svo
enn, þó minna sé en áður. Ásgeir
heitinn Torfason rannsakaði einu-
sinni melkornið (tíninn) og tók og
samskonar rannsókn af rúgkorni
til samanburðar.
* . • Melkorn Rúgur
Vatn 14,30°/o 14,3°/o
Aska 2,81 - 1,8 -
Jurtalaugar .. 3,60 - 3,5 -
Fita 1,88 - 2,0 -
Iíöfnunarefnis- | Melkorn Rúgur
sambönd ...... 19,05 - 11,0 -
Önnur efni ... 58,36 - 67,4 -
100,00 - 100,0 -
Eins og sjá má á þessari efna-
greiningu er melkornið litlu lakara
en rúgurinn, eða sem 81 á móti
83 til næringar. Sé svo melgrasið
sjálft tekið með í reikninginn, mun
það fyllilega bæta upp mismun-
inn, því betra fóður þekkist tæp-
lega hvort heldur er til beitar eða
slægna.
Er þetta nú ekki alveg dæma-
laust. Rúgurinn margra alda menn-
ingar og ræktunarstríð, Melurinn,
hann hefir haft foksandinn til
þess að hlífa sér, en annars hefir
hann þurft alla daga að berjast
við höfuðskepnur og — mann-
skepnur. Eg hefi aldrei heyrt tal-
að um aðra ræktunaraðferð en
þá, að melræturnar voru rifnar
upp og hafðar í reiðinga og mel-
grasið beitt og slegið eftir því sem
hver hafði orku til.
Það er mál mann að melur geti
að eins náð fullujn þroska í fok-
sandi. Hvernig er hægt að fullyrða
nokkuð um slíkt, meðan ekkert er
gert til þess að rækta hann? Það
virðist augljóst að melurinn þurfi
vel lausan og þuran jarðveg. Hvort
bann þolir áburð og jarðvegurinn
sé losaður með plóg og herfi, eins
og líklega þyrfti, ætti að reyna að
rækta hann í moldarjarðveg, raðsá
honum, — veit eg ekkert um. En
séð hefi eg stórvaxinn og þroska-
mikinn mel í varpeyjum, vaxandi í
moldarjarðveg. Ekki virðist hann
því fælast áburðinn.
Hér er verkefni fyrir áhugasaman
mentamann. Landið ætti að kaupa
eða leigja honum jörð og nauð-
synleg starfstæki og launa honum
vel. Hver veit nema hann og mel-
urinn borguðu all aftur með ríf-
legum rentum.
Lýsing korasins.
Svo menn skilji betur það sem
á eftir fer vil eg stuttlega lýsa gras-
aldininu eða korninu.
Kornið er hnot, þar sem fræ-
skurn og fræleg er samvaxið. Á
höfrum liggja blómagnirnar fast
að korninu, og á byggi eru þær
jafnvel vaxnar við, svo fræskurnið
verður þrefalt. Á rúgi, hveiti og
maís eru agnirnar lausar við korn-
ið. Aðal efni skurnsins eru jurta-
taugar Iitt meltanlegar og oft er
skurnið eða kjarnahýðið fullur
fjórði hlnti alls kornsins. Stund-
um miklu meira.
Innan undir skurninu liggur
kjarninn. Skiftist hann í tvent:
kím og fræhvítu. í kíminu er að-
allega eggjahvituefni og fita, en
engin sterkja. í fræhvítunni er
aftur mest af sterkju, einkum inst.
Yst í fræhvítunni, út við skurnið,
í hveiti, rúgi og höfrum, liggur eitt
lag af sterkjulausum frumum, en
þrjú eru þau í bygginu. Þessar
frumur eru nefndar gerðarfrumur,
af því að í þeim eru ýms gerðar-
efni, sem breyta sterkjunni t. d. í
sykur. Innan við gerðarfrumurnar
koma sterkjuríkar frumur með
eggjahvífuefnum og fitu. í kjarnan-
anum eru aðal næringarefni korns-
ins og er lang mest að sterkjunni.
það gæti komið vel undirbúið fyrir
þingið í sumar. En þá var málið
sæmilega á veg komið, er nefndin
hafði samviskusamlega safnað
nauðsynlegum fróðleik um þetta
atriði, bygt á þeim forsendum,
heilbrigðar ályktanir um fram-
kvæmdir viðvíkjandi notkun raf-
orku. Nefndin átti að gera tillögur
sínar sem einfaldastar og ljósast-
ar, til að hjálpa kjósendum að
átta sig fljótt og vel á þessu erfiða
máli. Og hún átti að afljúka starf-
inu á sem stystum tíma, til þess
að þjóðin hefði því lengri tíma til
að hugsa um málið, ræða um það,
og álykta hvaða leið skyldi halda.
Nefndin hefði eiginlega varia mátt
skila áliti síðar en um nýjár í
vetur. Þá hefði málið legið fyrir
til umræðu i blöðunum og á
mannamótum. Þá hefðu þingmála-
fundir nú í vor getað tekið álykt-
anir, sem að ýmsu leyti hefðu
verið leiðbeinandi fyrir þjóðfulltrú-
ana. Verkið var unnið fyrir þjóð-
ina, til að skýra málið á ákveðn-
um tíma og í ákveðnum tilgangi.
Og fyrir þetta verk borgaði þjóðin
svo ríflega, að varla var hægt að
búast við tómlæti frá hálfu nefnd-
arinnar.
Nú hafa vinnubrögðin í nefnd-
inni farið fram með alt öðrum
hætti en vera átti. Alt gengið í
seinlæti og undandrætti. Að eins
einn maður skilað fullkomnu verki.
Og líkur til að meginið af hinni
dýru vinnu Reykvíkinganna í
nefndinni verði ofurselt pappírs-
körfunni og eldinum.
Formaður skifti verkum með
nefndarmönnum. Rjarna frá Vogi
var falið að rannsaka fornar
heimildir viðvíkjandi eignarrétti á
vatnsafli, Guðm. Eggerz hina nýrri
löggjöf um sama efni, Sveini Ól-
afssyni um sölu og leigumála á
einstökum fossum og afl-lindum,
Jóni fiorlákssyni að meta vatns-
orku landsins. Og sjálfum sér mun
formaður hafa ætlað mesta vanda-
starfið, að svara því, hversu haga
skyldi svörum við hin útlendu
auðfélög. — Nefndarmenn munu
allir hafa tekið til starfa, hver við
sitt efni. Þar að auki voru um-
ræðufundir daglega, eða því sem
nær, og réði formaður efni og
formi þeirra funda.
Af skýrslu Sveins Ólafssonar,
sem prentuð er í siðasta blaði
»Tímans« má sjá, að öllum vinnu-
brögðum hefir verið ærið kyndug-
lega háttað. Þegar nefndin klofn-
aði, 5. febr. i vetur, þ. e. eftir þann
tíma þegar verkinu öllu hefði átt
að vera lokið, þá hefir nefndin
als ekkert talað um aðalatriði máls-
ins, þau sem sjálfsagt var fyrir
nefndina að ræða bróðurlega um
frá upphafi, svo sem það hvort
kaupa álti fossa landinu til handa,
hvort landið átti að virkja eitt eða
fleiri vatnsföll bráðlega, hvort
heppilegt væri að hleypa öllum
þeim auðfélögum, sem hingað vildu
koina, inn í landið, hvort leyfa
álti skattfrelsi, og innflutning er-
lendra verkamanna, ef til vill
svarta menn og gula. Ekkert af
þessu, sem mestu skifti, virðist
bafa komið til umræðu. Ber það
vott um óheilindi í vinnubrögðum
nefndarinnar, þegar frá upphafi.
Það lítur nær því svo út, sem til-
gangurinn hafi fremur verið sá að
fela, heldur en leita. Og árangur-
inn í áttina virðist vera fullkom-
lega viðunandi, enda ekki enn séð
fyrir endann á þeim merkilega
grímudansi.
Nefndin mun hafa starfað allan
veturinn 1917—’18, nema Sveinn
Ólafsson. Vegna vanheilsu varð
hann að taka sér all-langa hvíld
eftir nýárið, og fór þá heim, austur
að Firði. Síðan kom hið langa
þing um vorið og fram á sumar.
Þrir af nefndarmönnum voru þing-
menn, og störfuðu þeir a. m. k.
ekki að fossamálinu þann tímann.
Eftir að þingi sleit sigldi öll fossa-
nefndin. og var hálfan mánuð á
ferðalagi um Noreg og Svíþjóð;
einkum þeir Sveinn, Guðm. land-
læknir og Jón. Bjarni lagðist í in-
flúensu í Kristianiu og Guðm. Egg-
erz mun hafa haldið þar til að
mestu.
Eftir heimkomuna byrja aftur
hin endalausu fundahöld. Var Sv.
Ólafssyni þá ekki farið að lítast á
blikuna, er ekkert gekk með þá
vinnu, sem í raun og veru þurfti
að gera. Var hann þá helst að