Tíminn - 17.05.1919, Blaðsíða 4
132
TIMINN
ÍSLAND
elsta
besta
birgasta
timburverslun
er
55
r- oi Kola-
u
selur góðar vörur — verð hvergi lægra.
Mikill afsláttur
af stórsölu.
»KanselIi«-yflrT6Id í skriftastól.
Finsen sá, sem finnur hið kúg-
aða, keltneska blóð streyma í æð-
um sér, hefir fengið einkennilega
‘atvinnu fyrir málgagn sitt. Bogi
Brynjólfsson rakti þar í fyrra
»sögu hugsunar sinnar« í Ólafs-
vallamálunum. Og nú hefir Guðm.
Eggerz »skriftað« þar. Játað flökt
sitt og fjarveru, fyrirbænir »á hærri
stöðum« viðvíkjandi Páli, ósvífni
sína gagnvart stjórnarráðinu, sem
fiestum mun þykja ærin til að losa
um tengsli hans við Árnesinga
o. s. frv. En G. E. gleymir fund-
inum á Eyrarbakka, þar sem átti
að fá Iýst yfir trausli á sýslu-
manni og »fullmegtugum«, en allir
ruddust þá út, og var slitið fundi.
G. E. hröklaðist suður, en »íull-
megtugur« kvað hafa týnst í Fló-
anum. Væntanlega leita þeir Jó-
hann V. og afdankaði hreppstjór-
inn. Stendur þeim næst, vegna
undirskriftanna sælu. A.
Ritstjóri:
Tryggvi tórhallsson
Prentsmiðjan Gntenberg
nema nokkrar vikur. Og í raun-
inni var alt ógert enn. Ekki búið
að gera nema uppkast að vatna-
lögum. Eftir var megin vinnan við
þau, skýringar sem þurftu að
fylgja, svo og sérleyfislögin, sem
raunar voru aðal atriðið í starfi
nefndarinnar. Gremja meirihlutans
kom fram með mörgu móti. Bjarni
var símálugur-, á gildaskálum og
. annarsstaðar um Svein í Firði. Fór
hann því fram, þar til aðvarandi
raddir utan af landi bentu honum
á, að hans eigið álit myndi í meiri
hættu en Sveins. Nefndin hafði
keypt nokkuð af fræðibókum, starf-
inu viðvíkjandi, og hafði minni-
hlutinn ekki aðgang að þvi, eftir
klofninginn, nema að því leyti sem
nokkuð af bókunum voru i fórutif
Sveins og G. E. þegar upp úr
slitnaði. Pó var sú verst ókurteis-
in af hálfu meirihlutans, er hann
tók í óleyfi ritgerð S. Ó., um orku-
vötu á íslandi. Sú ritgerð var i
prentun i hinu sameiginlega nefnd-
aráli, þegar klofningurinn gerðist.
En er hún var fullprentuð, tilkynti
formaður Sveini, að meirihlutinn
vildi að eins hafa part af ritgerð-
inni, en ekki hana alla. Sveinn
sagði að annaðhvort skyldi þar
standa alt eða ekkert af því sem
hann hafði sagt, og þverbannaði
meirihlutanum að hagnýta part af
ritgerðinni. Samt fór meirihlutinn
sínu fram, og sýndi með því, að
hann virðir lítils eignarrétt á fleiru
en vatni. Meiri hlutinn sendi álit
sitt, það sem komið er, út með
Botníu, um leið og stjórnarfrum-
vörpin fóru. Var það mál sumra
manna að Sveinn hefði getað látið
stöðva skipið með fógeta úrskurði,
er það lá ferðbúið, til að ná ráns-
feng meirihlutans úr póstinum, en
hann hlífðist við þvi, til að halda
friði. En óvíst er að þeim skiftum
sé að fullu lokið enn.
Meiri hlutinn sem byrjaði með
því, að sýna hirduleysi um vinnu-
brögðin, meðan nefndin starfaði
öll, beitti þannig o/sa og yfirgangi
við minni hlutann, eftir klofning-
inn, en hélt sjálf áfram upptekn-
um hætti, með að draga málið á
langinn, svo sem kunnugt er orðið.
Að líkindum skilar meiri hlutinn
nefndaráliti, þegar komið er fram
á þingtíma. Ef hann ætlast til, að
þingið í sumar samþykki plögg
þeirra, þá er tilgangurinn auðsýnn,
að hertaka þingið óvörum og ó-
viðbúið. En jafnvel þó að málið
nái ekki fram að ganga, heldur
að kosið verði um það í haust,
þá hefir þjóðin ekki verk þeirra
handa milli nema um háanna-
tímann, siðari hluta suraars og
haustið. Eina hugsanlega skýringin
viðvíkjandi framkomu meiri hlut-
ans er það, að hann treysti ekki
málstað sínum, til að standast ró-
lega athugun þingmanna og kjós-
enda. Fremur treyst á þann dóm,
sem ekki er bygður á rannsókn
eða ihugun.
Sveini Ólafssyni tókst að fá
Héðinn Valdimarsson, sem aðstoð-
armann minni hlutans. Unnu þeir
nú ósleitilega, þann stutta tima,
sem eftir var, þar til stjórnarfrum-
vörpin fóru. Störfuðu þeir báðir
Sveinn og G. E. að vatnalögunum
og skýringum við þau. En Sveinn
gerði líka sérleyfislög með athuga-
semdum, og svaraði spurningum
alþingis eins og skýrt var frá í
síðasta blaði.
Pað, að Sveinn Ólafsson klauf
nefndina, hefir bjargað málinu í
tvöföldum skilningi. Fyrst með því,
að Jjúka verkinu svo snemma, að
umræður geta orðið um málið nú
í vor, ályktanir tekuar á þingmála-
fundum og kjósendur búið sig undir
sinn endanlega dóm — við kosn-
ingarnar í haust. Birting nefndar-
álitsins kippir þannig fótum undan
laumuspili meiri hlutans. í annan
stað hefir Sveinn Ólafsson með
sérleyfislögum sinum og svari til
stjórnarinnar, lagt þann grundvöll
í málinu, sem allir heilbrigðir og
óspiltir menn í landinu geta bygt
á aðgerðir í fossamálinu á kom-
andi árum.
Þar er í stuttu máli markaðar
höfuðlinur í fossapólitík þjóðar-
innar, þannig, að tekið er tillit
til alls: þjóðernis, móðurmálsins,
æskilegra framfara, samræmilegs
sjálfstæðis landsins, atvinnuveg-
anna og þjóðlegrar menningar. —
Sjaldan mun einn maður hafa,
hér á landi, bjargað sæmd og ör-
yggi þjóðarinnat í svo vandasömu
máli eins og Sveinn Ólafsson hefir
nú gert í fossamálinu. Og það er
einkennilegt, að hann hefir varið
langsamlega minstum tíma til
verksins. Hann einn er nú hættur.
Og hann hefði áreiðanlega lokið
verkinu enn þá fyr, ef að honum
hefði í upphaíi verið fengið betra
föruneyti.