Tíminn - 04.06.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.06.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN að minsta kosii 80 blöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. AFGMMSLA i ReyJcjamk Laagav&y 1M, sími 286, út am Itutd i Laafási simi 91. III. ár. Ileyfejavík, 4. jiíní 1919. yiiþjóðasantbanðið. Sumir menn hafa haldið, að af því að friðarfundurinn hefir að mörgu leyti mistekist, þá sé það því að kenna að allir Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi viljað misnota sigurinn. En svo er ekki. í öllum þessum löndum er mögnuð óánægja með framkomu Versala fulltrúanna gagnvart hin- um sigruðu. Til að gefa hugmynd um þennan hugsunarhátt verður vikið að þvi, hversu helsta sam- vinnublað enskumælandi manna tekur þar í strenginn: »Að eins tveir af mikilsráðandi mönnum á Versala-fundinum trúðu á varanlegan frið og heilbrigt bandalag þjóðanna«, segir blað þetta. Allir hinir voru að meira eða minna leyti fastbundnir við gamlar hugmyndir: Landvinninga, þjóðakúgun, hervald o. s. frv. Þessir tveir menn voru Wilson forseti og Robert Cecil lávarður. Úrslit samstarfsins urðu eins og vænta mátti: Brœðingur. Málamiðl- un, þar sem tekið er með annari hendiuni það sem gefið er með hinni. Míkið hefir áunnist, ef vel er á haldið. En ef gamli hugsun- arhátturinn á að gera þjóðbanda- lagið að veruleika, þá verður það engu betra en kúgun, »heilaga sambandsins«, eftir fall Napóleons. í stuttu máli veltur alt á því, hvort eigingjarnir fjáraflakonungar eða drenglyndir hugsjónamenn fara með völd fyrir hönd stórþjóðanna á komandi árum. Skal nú fyrst bent á höfuðágalla þessara nýu »sambandslaga«. t*au tala um bandalag þjóðanna, en raunar er að eins að ræða um stórveldahring, sem bræddur er upp úr andstæðingasamböndunum gegn Miðveldunum. Inn í þennan hring er svo boðið hlutlausum þjóðum: Norðurlandabúum, Hol- lendingum, Svisslendingum, Spán- verjuin o. s. frv. En utangarðs eru skildir eftir: Þjóðverjar, Rússar og Ungverjar. Og í hinu fyrsta upp- kasti að fyrirkomúlagi alþjóðar- stjórnarinnar, var svo um hnútana búið, að Rússar og Þjóðverjar, hetðu aldrei fengið þar fullkomið jafnrétti. Síðar vai^ þessu breytt, svo að báðar þær stórþjóðir geta gengið í bandalagið, e/ öll hin stór- veldin leyfa. En torsótt mun að ná slíku samþykki. Önnur meinvilla í sáttmálanum er það, að stórveldahringurinn nýi áskilur sér rétt til að krefjast full- kominnar afvopnunar þeirra ríkja er ganga inn i sambandið, svo sem áðurnefndra smárikja. Enn- fremur Rússa og Þjóðverja. En ekkert orð er um það mælt, að stórveldin sem sigurinn hafa unn- ið, skuli afvopnast. Sama aðferð hefir áður verið reynd, bæði af Napóleon mikla við Pjóðverja og Bretum og Frökkum við Rússa, eftir Krímstríðið. En jafnan hefir þessi aðferð orðið árangurslaus, enda bygð á misrétli. Mun svo fara enn, er tímar líða. Þannig mætti rekja sundur uppkastið lið fyrir lið, og sjma hversu auðvalds- og landarána-hugsjónin hefir gegn- sýrt og eyðilagt að mestu þann réttlætis og hugsjónagrundvöll, sem forseti Bandarikjanna vildi byggja friðinn á. Af því tagi er t. d. það, að fallið var frá að stofna óhlut- drægan alþjóðadómstól, sem hefði rétt og myndugleik til að skera til fulls úr öllum deilumálum milli þjóða, svo og hitt, að á alþjóða- samkomu getur ekkert mál náð fram að ganga, nema samþykt sé með öllum atkvœðum. Eitt einasta ríki getur þannig gert að engu mikilsverðustu álylctanir. Samskon- ar ákvæði var einn hinn helsti galli á stjórnarskrá hins íslenska lýðveldis þar til fimtardómur var stofnaður. Á þingi Pólverja hinu forna leiddi neitunarréttur einstakl- ingsins til þess að að landið glat- aði frelsi sínu. Og á alþjóðasam- komum síðustu ára, hefir þetta atriði eyðilagt allan árangur friðar- vinanna. ' Af þessu sem nú hefir verið sagt mætti líta svo á, að maðurinn væri sú ein af skepnum jarðar- innar, sein ekkert hefði lært af stríðinu. En svo er þó ekki. Bandalagið hefir þó nokkra kosti, leyfar af hinni upphaflegu bygg- ingu hugsjónamannanna. Þannig getur engin þjóð í bandalaginu, sagt annari þjóð stríð á hendur, án þess að leggja deilumálið undir úrskurð alþjóðastjórnar, og eigi tyr en þrem mánuðum eftir, að úr- slcurður er fallinn. Úrskurðurinn er þannig ráðgefandi og frestandi, en eigi bindandi. Þessi frestur getur mjög oft orð- ið til að hindra styfjöld. En eigi skapar hann neitt öryggi. Yfirleitt er óhætt að fullyrða, að allir ffjálslyndir menn og kon- ur í löndum Bandamanna, for- dæma mikinn hluta af starfi Ver- sala fundarins. Að vísu myndu Miðríkin hafa skapað enn rang- látari frið, ef þau hefðu sigrað. En það sé engin afsökun, þeim aðila, sem áfeldi sljórnarstefnu júnkaranna. Sýnishorn af skoðun Breta er það, að stjórnin bíður nú ósigur við hverja aukakosningu sem fram fer. Úykir líklegt, að von bráðar verði breyting á til batnaðar í öllum löndum sigurvegaranna. — AJmenningur muni eigi vilja sá svo ötullega, eins og auðvaldið gerir nú, fræjum til nýrrar styrj- áldar. Sparnaður og örlsti. I. Skömmu áður en Karthagómenn og Rómverjar fóru að berjast um yfirráðin í Miðjarðarhafi, komu sendimenn frá Karthagó til Róms. Þeim var tekið með rausn og stórmensku og höfðingjarnir í Róm héldu þeim margar veislur. En þegar sendimennirnir komu heim aftur gerðu þeir óspart gys að Rómverjum. feir höfðu tekið eftir því, að hjá öllum þeim, sem héldu þeim veislu, var sami silfur- borðbúnaðurinn á borði. Ástæðan var sú, að þá var ekki til nema einn silfurborðbúnaður í borginni eilífu. Rómverska ríkið átti hann og lánaði þeim sem halda vildu viðhafnarveislur. Karthagómenn hlógu dátt að sparnaðinum í Róm. En svo fóru leikar, að Róm stóð yfir höfuðs- vörðum Karthagó. Rómverjar lögðu Karthagó í eyði, svo að þar stóð ekki steinn yfir steini. — Bóndi er að reisa bú af litl- um efuum. Ef hann er hygginn, þá byrjar hann ekki á því, að kaupa dýr húsgögn, að reisa við- hafnar íbúðarhús, að búast hin- um dýrustu klæðum. — Dæmi þessi heimfærast upp á þjóðfélag okkar nú. Á sérstaklega erfiðum tímum erum við að reisa bú. Við erum viðurkent fullvalda ríki. Fjmsta fjárlagaþing hins unga ríkis sest að störfum innan mánaðar. Bað er á allra vitorði, að þeir eru til, og það eru liáværir menn og ef til vill áhrifamiklir, sem nú vilja fara að búa stórl út á við um tildur og óþarfa. Þeir vilja láta ríkið eignast dýr- indis lcórónu, veldissprota o. s. frv. þeir vilja stofna orður og titla. Þeir vilja stofna sendiherraem- bætti og sendiherrasveitir víða um lönd. Skal enginn maður of lítið úr þessu gera, því að hér er um miklu meira að ræða, en flesta grunar. Höfum við fengið smjörþefinn af því, hvað erlendir erindrekar kosta. Þeir póslar reiknast í hundr- uðum þúsunda. 43. blað. Hér er um hið alheimskulegasta búskaparlag að ræða. Þetta er að sýnast en ekki vera. Þetta er yfir- læti í hinni hættulegustu mynd. Á þessu sviði er það höfuð- skylda þjóðarinnar, að spara skyn- samlega. Að búa smátt í fyrstu. Að færa sig heldur upp á skaftið. Að vaxa eðlilega. í Róm var ekki til nema einn silfurborðbúnaður, þá er baráttan hófst við Karthagó. Að fara nú að skreyta sig með þessum dýru djásnum, væri öld- ungis hið sama og ef ungur fé- Iítill bóndi byrjaði á því, að reisa viðhafnar íbúðarhús og kaupa dýran húsbúnað. Rísum öndverðir gegn tildrinu út á við. Réttinn eigum við þótt við not- um ekki fyr en við höfum ráð á því. Vöxum inn á við fyrst, þá kem- ur hitt af sjálfu sér. Krefjumst þess einróma af þing- inu, að sýna hinn skynsamlegasta sparnað um ráðstafanir út á við út af fullveldis-viðurkenningunni. II. Það er vel farið, að það er a. m. k. mjög á orði haft hér á landi að spara, því að það er ein höfuð- dygð, bæði í búskap einstaklinga og þjóða. Sparnaður á að vera aðal-kjör- orðið í þeim efnum, sem að ofan greinir og öðrum Hkum. En sparnaður á ekki alstaðar við, og er það mál svo þrautrætt, að ekki þarf nema á að minna. Verður það glegst á slíkum tím- um og þeim, sem nú líða okkur yfir höfuð. Örlæti af ríkisins hálfu um að auka framleiðsluna í landinu, til þess að gjaldþol og velmegun manna aukist, er jafn-nauðsynlegt eins og sparnaðurinn á hinu. Hver getur reiknað það í krón- um hvað landið og einslaklingar hafa grætt á veginum austur í sýslur og brúnum yfir stórárnar? Hver getur reiknað ágóða lands og einstaklinga af símanum? Það er ljóst, að skynsamlegar framkværndir eru hinn öruggasti gróðavegur. Afturhald og ótímabær sparnað- ur í þeim efnum er jafn-skaðvæn- legt og óhófleg eyðsla í tildur og giys. Sparnaður úl á við, í tildri og sendiherrum, örlæti inn á við i verklegum framkvæmdum, stuðn- ing atvinnuveganna og menning þjóðarinnar — ætti að vera kjör- orðið á næsta og næstu 'þingum. Það hefir aldrei verið nauðsyn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.