Tíminn - 04.06.1919, Blaðsíða 2
194
TÍMIN N
Timarit ísl. samvinnufélaga.
i
Fyrsta heftið 1919 algerlega helgað minningu
Jakobs L1 íilf<1 áuarsouar, frumkvöðuls sam-
vinnunnar á íslancli. Lögð tii grundvallar stórmerkileg
sjálfæfisaga hans. Grein þessi er mesta og besta heim-
ild sem til er um upptök Kaupfélaga á íslandi.
Verð 2 kr. séu keypt 50 eintök eða fleiri, kr. 2,25
fyrir alt að 50 eintökum. í lausasöiu kostar árgangur-
inn 3 krónur. — Heftin eru 4 á ári.
Afgreiðsla Skólavörðustíg- 25.
Sírni 749.
legra en nú að þingið þori hvort-
tveggja:
að skera hispurslaust niður eyðslu-
kröfur þjóðrembinganna,
að horfast i aug.u við nógu háar
upphœðir um að styðja atvinnuveg-
ina, og auka framleiðslu og fram-
kvœmdir.
Og því samfara:
að hika ekki við að afla ríkinu
þess fjár sem til þess þarf, með
réttum aðferðum.
Ráðningaskrifstofa.
Hefir oft verið við ramman reyp
að draga um ráðning verkafólks í
vor og sumarvinnu, en nú keyrir
um þverbak. Eru þeir nú fjöl-
margir sem standa uppi í mestu
vandræðum. Lað er fyrir sig að
kaupið er hærra en nokkru sinni
áður. Hitt er lakast að fólkið er
nálega ófáanlegt til þess að ráða
sig hvað sem í boði er.
Kemur þetta langharðast niður
á bændum og smáframleiðendum
við sjávarsíðuna. Stóru útgerðarfé-
lögin geta sér að kostnaðarlausu
flutt vinnufólkið langa leið til
vinnustaðarins.
Það kostar bæði vinnuveitendur
og verkafólk stórfé, mikil óþægindi
og tímatöf, það algerða skipulags-
leysi sem er í þessu efni. Enginn
staður er til þar sem framboðið
mætist á báða bóga. Enginn hefir
ljósa hugmynd um hvað kaupið
verður. Afleiðingin er sú að verið
er að bíða fram á síðustu stundu,
hvorugir vita að öðrum, báðum til
óhags.
Þessu mætti mikið kippa i lag
með stofnun ráðningaskrifstofu, sem
væri undir opinberu eftirliti. Hefir
það mál oft verið rætt áður, en
aldrei orðið annað en umtal. Nú
virðist það óumflýjanlegt.
Lægi beinast við að Búnaðarfé-
lag íslands sæi um slika ráðning-
arstofu af bálfu landbænda og
Fiskifélagið af bálfu sjávarbænda
og ætti þó alt að geta verið undir
einum hatti.
Jafnframt því að ráðningarstof-
an yrði stofnuð væri sjálfsagt að
jafna aðstöðumuninn með því að
útvega verkafólki, sem þyrfti að
ferðast fanga leið til vinnunnar,
lægra far með landssjóðsskipunum,
vor og haust. Væri það annað
aðalverk ráðningastofunnar að
koma því í kring.
Kostnaðurinn við slíka stofnun
gæti verið hverfandi lítill, fyrst í
stað a. m. k., á móts við hið
mikla gagn sem hún gæti gert.
Flngið. Rolf Zimsen flugmaður
hélt fyrirlestur um flug síðastlið-
inn laugardag. Rakti sögu flugsins
og sýndi skuggamyudir. Annan
fyrirlestur heldur bann um fram-
farir í flugi í ófriðnum.
Hversu lengi.
Hversu lengi mun dýrtíðin
standa? Svo spyrja menn hópum
saman.
Peir eru að verða margir sem
svara því á þá lund að hún muni
alls ekki hætta. Við ófriðinn hafi
verðgildi peninganna raskast svo
mjög sem menn vita. Það muni
ekki sækja aftur í gamla farið,
heldur halda áfram í hinu nýja.
Dýrtíðin orðin hið eðlilega ástand.
Langstærsti liðurinn um að
halda verði svo háu er verkakaup-
ið. Ætti verðið að lækka þyrfti
til þess fyrst og fremst það að
verkakaup lækkaði að miklum
mun. Það kostaði stórkostlega
baráttu við vinnulýðinn um öll
lönd. Stefna tímans virðist öll önn-
ur en sú að sú leið verði farin.
Skiftir og minstu máli hvert gildi
krónan hefir. Miklu brotaminna
að halda við þetta ástand sem er.
En þá er um að gera að viður-
kenna að ástandið er gerbreytt og
haga sér eftir því.
Af því Jeiðir það fyrst og fremst
að afturhaldssemin um framkvæmd-
ir einstaklinga og hins opinbera á
engan rétt á sér. Það þýðir ekki
að vera að bíða eftir því að þetta
eða þetta lækki í verði, því að í
aðaldráttum lækkar ekkert í verði.
Nú er um að gera að koma sér
fyrir undir hinum nýju kringum-
stæðum og framkvæma. Öll bið
er; til einskis nýt, hún er ekki til
annars en stórtjóns.
Af þessu Ieiðir það í annan
stað, að það verður að leggja
megináhersluna á að fá hlutfalls-
lega nógu hátt verð fyrir afurðir
landsins. Þvi að hin leiðin verður
ófær, að fá útlendu vörurnar ódýr-
ari svo nokkru nemi.
Af þessu Ieiðir að ekki þýðir að
bíða með það að ákveða laun
fastra starfsmanna landsins. Það
er ofureinfalt mál, að reikna út
verðfall krónunnar og hækka laun-
in eftir því.
Stúlkur þær er tóku burtfararpróf
í kvennaskólanum vorid 1919.
Aðal-
eink.
Ásthildur G. Kolbeins........ 6.30
Elinborg Brynjólfsdótlir..... 5.75
*Guðmunda Ó. Guðmundsd... 6.23
Guðrún Guðnadóttir........... 5.38
Jóhanna Jónsdóttir .......... 5.18
*Kristrún Bjarnadóttir ........ 5.69
Margrét Arnljótsson.......... 5.67
Margrét Sölvadóttir ......... 5.32
Margrét Valdemarsdóttir...... 5.73
*Ólöf Sigurðardóttir .......... 5.84
Sigurlaug Guðnadóttir........ 5.32
*Sesselja Féldsted ............ 5.86
Þóra Árnadóttir.............. 6.93
*Þóra Steingrímsdóttir ........ 5.67
Þorbjörg Guðjónsdóttir....... 5.71
Þorbjörg Sigmundsd. íetTJreM. 5.59
Hin síðast talda hætti í skólan-
anum 1. apríl — fór að stunda
atvinnu er henni bauðst þá.
Dignum laude virum,
Musa vetat mori.1)
Horatius.
Prófessor Guðm. Magnússon hefir
nú 30. mai gegnt kenslustörfum
fullan aldarfjórðung.
Þegar hann var í skóla, fór
mikið orð af honum fyrir gáfur,
enda fékk hann hinar bestu eink-
unir við hvert próf. Það varð auð-
vitað til þess, að menn gerðu sér
alment hinar glæsilegustu vonir
um hann. Því er nú einu sinni
þann veg farið, um almenning, að
minsta kosti hér á landi, að hann
álitur, að þeir menn, sem hafa
reynst góðir námsmenn, hljóti
endilega að vera gæddir flestum
þeim hæfileikum og kostum, er
menn mega prýða. En sannleikur-
inn er sá, að allur þorri manna
er, eins og gefur að skilja, tak-
1) Gyðjan neitar mætum manni að
deyja.
markaður; það má því heita, að
það sé nokkurn veginn algild
regla, að mestu námsmennirnir
reynist liðléttingar á öðrum svið-
um. En það er engin regla án
undantekningar, og G. M. er ein
slík undantekning. Vér íslendingar
erum að líkindum það á eftir öðr-
um þjóðum, að oss hættir þjóða
mest til þess, að hefja afburða
námsmennina til skýjanna, og gáum
ekki að því, að þeir menn, sem
er sýnt um að tileinka sér það,
sem aðrir hafa hugsað, eru ef til
vill að eins andleg jarðstirni, sem
lýsa einungis með þeirri birtu, sem
hinir, sem sjálflýsandi eru, hafa
á þá varpað.
Það voru því allmiklar Iíkur til
þess, að almenningur gæti orðið
fyrir vonbrigðum, er G. M. tók
við kennarastarfinu, og það þvi
fremur, sem hann tók við þvi af
Schierbeck, sem var, eins og kunn-
ugt er, í miklu áliti.
En þeir sem þektu hann, vissu
það fyrir, að hann myndi leysa
það vandaverk vel af hendi, því
að mannkostir hans voru ekki
síðri gáfunum. Hann er raaður
fríður sýnum, kurteis og býður af
sé góðan þokka. En það er sitt-
hvað að koma prúðmannlega fram
á strætum og gatnamótum, eða
gegna lýjandi störfum ár eftir ár.
En G. M. hefir ekki fremur brugð-
ist vonum manna sem hversdags-
maður, en læknir og kennari. Álit
hans hefir aldrei strandað á von-
brigðaskerinu, það hefir orðið vel
reiðfara í höfn aldarfjórðungsins.
Og það mun ekki ofmælt þótt sagt
sé, að álit hans hafi farið sívax-
andi, þrátt fyrir það, að almenn-
ingur og vinir hans höfðu gert
sér þegar fyrirfram hinar glæsileg-
ustu vonir um hann. |
Hann gerðist þá þegar lrennari
í handlækningafræði bæði almennri
og sérstakri; sömuleiðis kendi
hann sjúkdómafræði og lífeðlis-
fræði. Og allar þessar kenslugrein-
ar hefir hann kent mestallan tím-
ann. Þetta er þó, eins og læknar
vita, yfirgripsmiklar kenslugreinar,
og er alstaðar fyrir löngu erlendis
skift á milli eins margra prófessora
og þær eru margar.
G. M. hefir kent allar þessar
fræðigreinar frábæravel og ræki-
lega, enda er þekking hans ágæt í
þeim öllum. Þó er hitt mest um
vert, að allir lærisveinar hans hafa
lesið og lesa allar þær fræðigrein-
ar, sem hann kennir með undar-
legum sameiginlegum áhuga. Það
er gáta sem er ekki auðráðin,
hvernig honum heíir tekist að vekja
áhuga hjá öllum lærisveinum sín-
um, sem hafa verið eins og geíur
að skilju, margir hverjir gagnólíkir.
Þegar læknanemendurnir komu
fyrst í læknaskólann úr latínuskól-
anum, fanst þeim sem þeir kæmu
inn í alveg nýjan heim. Þar ríkti
sem sé alt annar andi en þeir
höfðu átt að venjast. G. M. var
þeim ekki að eins sem kennari,
heldur alveg eins sem nærgætinn
samverkamaður, eða öllu heldur
sem umhyggjusamur góður vinur.
Honum var vissulega ekki nóg að
að gera að eins skyldu sína, held-
ur reyndi hann æfinlega til þess,
að hafa sí og æ vekjandi áhrif á
lærisveina sina.
Það má óhætt telja G. M. með
}.
I