Tíminn - 04.06.1919, Page 3
TÍMINN
195
Kvennaskólinn í Reykjavik.
Stúlkur þær, er ætla að sækja um innlöku í Kvennaskólann
næsta vetur, sendi forstöðukonu skólans sem fyrst skriflegar um-
sóknir sínar.
Umsókn frá nýjum námsmeyjum fylgi bóluvottorð ásamt kunn-
áttuvottorði frá kennara eða fræðslunefnd. Einnig skal tekið fram í
hvern bekk umsækjandi æskir inntöku.
]VIeög-jöf með heimavistastúlkum er 80 kr. á mánuði, og
skulu stúlkur þær, er hafa í hyggju að sækja um heimavist gera það
hið fyrsta. Ráðning í lxeima,visfii* og liúisstjómarcleilcl
skólans sé þeim fastmælum bundin, að ekkert ónýti hana, nema veik-
indi umsækjanda. Slrólaáriö byrjar 1. olct. n. k. og séu allax*
námsmeyjar þá mættar.
lnntökupróf fyrir nýjar námsmeyjar fer fram 2.—4. okt.
Inntöliaslcilyröi eru hin sömu og undanfarin ár.
Umsóbnarfrestur til l-“». úgúst.
Htisstjömaröeilcl skólans byrjar einnig 1. okt. Náms-
skeiðin verða tvö eins og að undanförnu; hið fyrra frá 1. okl. til 1.
mars, en hið síðara frá 1. mars til 1. júlí n.*á.
IMfeögjöfin með hússtjórnarnámsmeyjum er 75 kr. á mánuði.
Sfiöla- og eldsxieytisgjald verður sama og síðast-
liðinn vetur: Skólagjaldið er 50 kr. fýrir bekkjarnámsmeyjar og 30
kr. fyrir hússtjórnarnámsmeyjar; eldsneytisgjald er 3 kr. á mánuði
fyrir hverja stúlku.
Reykjavík 28. maí 1919
Ingibjörg' 11. Bjarnason.
Kvennaskólinn.
Kvennaskólanum var sagt upp
15. þ. m. Síðastliðið haust var
skólinn settur með 85 nemendum.
3 hættu að inntökuprófinu loknu.
70 skiftust í bekkina og' 12 fóru í
hússtjórnardeild skólans. Kenslan
í bekkjunum byrjaði 7. okt. og fór
öll kenslan fram eins og venja er
til, þrátt fyrir ýmsa dýrtiðarerfið-
leika — þangað til »spánska sýkín«
lagði skólann undir sig.
Full mánaðar töf varð á allri
kenslu, sökum veikinda og komst
þó bæði skólinn og skólaheimilið
tiltölulega létt frá veikindunum,
miðað við mörg heimili önnur hér
í bænum.
Nokkra daga — þegar veikin var
hér í algleymingi, voru 29 rúm-
liggjandi af 33, sem heimili áttu í
skólanum; en allar komust þó
aftur til heilsu og engin féll í
valinn.
Sumar námsmeyjar voru þó lengi
að ná sér eftir veikindin, og ein-
staka urðu jafnvel að hætta nám-
inu þess vegna.
Það væri því síst að undra þótt
erfitt hefði orðið að fylgja áætlun
— það er, komast jafnlangt í hin-
um ýmsu námsgreinum og vana-
lega — þegar engar verulegar tafir
koma fyrir á skólaárinu; en furð-
anlega sóttist þó róðurinn bæði í
munnlegu og verklegu námi — og
vorprófið, sem nú er nýafstaðið,
gekk yfirleitt vel.
Alls gengu 65 námsmeyjar undir
þróf — þar af 15 í 4. bekk, og
luku þær flestar burtfararprófi frá
skólanum.
Nöfn þessara stúlkna, ásamt
aðaleinkunn — eru prentuð á öðr-
um stað í blaðinu, og stjörnu-
merkið við sum nöfnin þýðir,
að þær stúlkur tóku ekki þátt í
öllum námsgreinum, Aðaleinkunn
hinum langbestu kennurum þessa
lands og ber margt til þess. Hann
hefir t. d. eitthvert kynjalag á því
að komast ævinlega að því, hvar
lærisveinar hans eru veikir á svell-
inu, og veita þeim þá rækilegustu
fræðslu í þeir atriðum, sem þeim
er hættast við að leggja minni
rækt við en skyldi.
Annar kennarahæfileiki G. M. er
sá, hvað hann getur verið mildur
við þekkingarskort lærisveinanna.
þegar við vorum að skoða sjúkl-
ing, og ókunnugir menn voru við-
staddir og heyrðu til okkar og við
höfðum lýst sjúkdómseinkennun-
um, gerði G. M. ef til vill öðru-
hvoru smávægilegar athugasemdir
við lýsingar okkar. Við héldum
því að okkur hefði reitt fremur vel
af. En þegar hann var svo orðinn
einn með okkur, varð stundum
nokkuð annað uppi á teningnum.
Hann hafði þá geymt öll ósköpin
af axarsköflum og vitleysum, sem
við höfðum gert. Hann sagði auð-
vitað ekki að hann hefði þyrmt
okkur í áheyrn ókunnugra, en við
fundum það. Þessi nærgætni G. M.
er samanlagðar vetrar og prófeink-
unnir.
Síðastliðin 3 ár hefir 1. bekkur
skólans legið niðri — en mikil þörf
er á honum, svo að ekki þurfi að
vísa burt frá skólanum efnilegum
stúlkum, sem að eins hafa fengið
lítinn undirbúning.
Einnig hefir orðið að leggja
niður, bæði kenslu í hjúkrun
sjúkra á heimilum, leikfimiskenslu
og söngkenslu — og er það illa
farið, að svo þarfar námsgreinar
leggjast niður.
Handavinnukenslan er á við líka
mikil og verið hefir undanfarin ár.
/ 4. bekk eru kendar 7 stundir
á viku: 4 stundir léreftasaumur og
3 st. hvítur útsaumur.
I 3. bekk eru kendar 9 stundir
á viku: 4 st. léreftasaumur, 2. st.
hvítur útsaumur og 3 st. baldýring.
í 2. bekk eru kendar 13 stundir
á viku: 4 st. léreftasaumur, 3 st.
hvítur útsaumur og 6. st. fata-
saumur.
Tala hlutanna er námsmeyjar
hafa saumað í vetur er þessi laus-
lega tekin saman:
/ léreftasaum: 66 skyrtur, 66
náttkjólar og 39 mismunandi aðra
hluti.
í hvítum útsaum: 30 ljósdúka,
en að eins lokið við suma, 31
/
borðrenning (Löber) lokið við 17
þeirra, enn fremur 12 vasaklúta
og 15 aðra stærri og smærri hluti.
Baldýring er að eins kend í 3.
bekk; stúlkurnar baldýruðu 15
upphlutsborða, í 4 slifsi, 4 töskur,
1 myndaramma og 1 bréfaveski.
Utanyfirfatasaiimur er kendur í
2. bekk; þar saumuðu stúlkurnar
19 kjóla, 21 treyju, 3 drengja fatn-
aði og 1 peysuföt.
Þessi lauslega upptalning af
handavinnu stúlknanna síðastlið-
inn vetur — sem varð mun ódrýgri
en venjulega — ætti að nægja til
þess, að sýna þeim, sem ekki vita
það áður, að námsmeyjar í kvenna-
skólanum hljóta að nota tímann
vel — þar eð þeim verður svo
mikið að verki í handavinnu —
þrátt fyrir það, að þær stunda
engu minna bóklegt nám en í
þeim skólum — þar sem engin
handavinna er kend.
Hins vegar verður það að teljast
nauðsj-nlegt, að hver stúlka, sem
komin er til vits og ára læri nokkra
handavinnu — ef þær eiga að verða
færar um það sem kallað er »að
þjóna sér eða öðrum«.
Eg efast því ekki um — að öll-
um sé það Ijóst, jafnt konum
og körlum — að kvennaskólinn í
Reykjavík, sem árlega er sóttur
— af dætrum landsins úr öllum
áttum — þurfi og verðslculdi að fá
svo mikið rekstursfé á næsta fjár-
hagstímabili, að hann geti fram-
vegis, eins og hingað til, notið
góðra kennara á öllum sviðum —
svo að viðleitni skólans í því, að
þroska nemendur sína, efla getu
þeirra og viljaþrek — beri sem
mestan árangur — og stuðli þannig
að því, að íslenskar konur skipi
svo sæti sín í þjóðfélagi voru, að
þær verði landi og þjóð að liði
og sjálfum sér til sóma.
Reykjavík 30. maí 1919.
lngibjörg H. Bjarnason.
átti rót sina að rekja til hans
miklu mannþekkingar. Hann er
jafn glöggur á menn og sjúkdóma.
Hann finnur það einhvern veginn
á sér, að hverju hann þarf að
spyrja, hvort sem um vanþekkingu
eða sjúkdóm er að ræða. Hann er
fljótur að ákveða sjúkdóma; þó
gerir hann aldrei nein stökk í þeim
efnum, því hann er frábærilega
varfærinn, lætur sig aldrei slamp-
ast á einhverja niðurstöðu, heldur
leggur alt niður fyrir sér vel og
skipulega, áður en hann dregur
nokkra ályktun af athugunum sín-
um. En af því að honum er orð-
ið svo eiginlegt að þræða hinn
mjóa veg rökréttrar hugsunar, er
hann oft ærið fljótur að komast
að fastri niðurstöðu. Þessi hæfileiki
hans gerir honum oft furðu auð-
velt að koma ljósutn skilningi inn
hjá lærisveinum sínum, og tengja
margt, sem sýnist fjarskylt, í eitt
og sama kerfi, draga það saman í
eina órjúfanlega heild.
G. M. er tvímælalaust einn hinna
fjölfróðustu manna þessa lands,
enda er hann óviðjafnanlega stál-
minnugur. Hann er ekki að eins
hálærður læknir, heldur og prýði-
lega heima í fiestum algengum
fræðigreinum, er »fræðimaður á
sögu og ljóð«. Oss, sem þekkjum
G. M. furðar í raun og veru ekki
á því, að hann hefir meðal annars
lagt mikla stund á náttúrufræði,
því að hann er náttúrunnar barn;
hann elskar náttúruna og lifir
hennar lifi. Það má heita, að hann
endurfæðist með hverju vori, I*ví
»þegar vorið er komið og grund-
irnar gróa«, er sem nýtt lif færist
um hann allan. Og þessi endur-
lífgandi máttur eða áhrif náttúr-
unnar gera G. M. að þessurn si-
unga og sístarfandi fraéðimanni
sem hann er. Hann drekkur i sig
lífsafl sólskinsins á hverju sumri
og kemur svo í skólann á haust-
in með nýja krafta og áhuga. F*að
er mjög líklegt, að hann myndi
aldrei hafa enst til þess að kenna
í öll þessi ár með sama áhuga og
áhrifum, ásamt öðrum störfum, ef
náttúran hefði ekki gert hann
svona næman fyrir áhrifum sinum.
Og maður talar ekki lengi við
G. M. án þess að fræðast um eitt-
hvað. Hann er altaf að fræða
mann, ef hann tekur mann tali,
eða réttara sagt, ef menn taka
hann tali. Því hann otar aldrei
fram fróðleik sinum að óþörfu.
Hann er fámáll að eðlisfari, og
meira að segja mjög fámáll, og oft
svo, að kalla mætti hann hinn
þögla. Það er og áreiðanlegt, að
ýmsir læknar öfunda hann af því,
hvað hann sleppur hjá mörgum
óþægilegum spnrningum, af því að
hann er svo þögull. Rað virðist
ekki rangt til getið, að eitthvað
svipað vaki fyrir honum og Ágústus
gamla Rómakeisara, sem sagt er
að hafi oft raulað visustef þetta
fyrir munni sér:
Est et fideli tuta silentio
merces.')
Eins og kunnugt er, hefir G. M.
verið einn hinn afkastamesti skurð-
læknir þessa lands. Og traust bæði
lærðra manna og ólærðra á honum
er alkunnugt. Hann hefir verið
mikilsmetinn og virtur af sjúkling-
1) Trúrri þögn eru verðlaun vis.