Tíminn - 05.07.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.07.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN að minsta kosti 80 blöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. AFtíHElÐSLA i Regkjavik Laugaveg 18, sími 286, út um land i Laufási, sími 91. III. ár. Reykjavík, 5. júlí 1919. 50. blað. Þingvallafundurinn 25.—27. júm 1919. Árið 1919, miðvikudaginn kinn ‘25. júní, var fundur settur að íkngvöllum við Öxará. Fundinn sóltu nálega hundrað manna úr öll- um héruðum landsins. Jónas kennari Jónsson frá Hriflu setti fundinn, lýsti tildrögum hans og verkefni og gekst fyrir kosningu fundarstjóra. Var Ólafur alþm. Briern frá Álfgeirsvöllum kosinn fundarstjóri, en til vara Sigurður kaupfélagsstj. Sigfússon frá Húsavik og Jakob prestur Lárusson í Holti undir Eyjafjöllum. Ritarar voru kosnir Arni Jakobs- son frá Hólum í Ringeyjarsýslu, Sigurður Vigfússon frá Brúnum undir Eyjafjöllum og Jón Kr. Jónsson frá Vífilsmj'ri í Önundarfirði. t*á talaði Tryggvi Þórhallsson ritstjóri í Reykjavik og lýsti ítar- lega starfstilhögun fundarins. Voru þá skipaðar þessar nefndir: 1. Mentamálanefnd. 2. Landbúnaðar- og bankanefnd. 3. Sjávarútvegsnefnd. 4. Verslunar- og samgöngumálanefnd. 5. Skatta- og launamálanefnd. 6. Húsbygginga- og heilbrigðismálanefnd. 7. Fossanefnd. 8. Allsherjarnefnd. Sú nefnd var þannig skipuð, að í henni áttu sæti framsögumenn allra hinna nefndanna, og skyldi hún, í sam- ráði við þær, leggja síðustu liönd á samþyklar tillögur fundarins. Þá var gengið til Lögbergs. Þar flutti Sigurður prófessor Nordal snjalt erindi um sögu staðarins. Rakti hann ýms rök til þess, að hraunriminn milli Flosagjár og Nikulásargjár væri rangnefndur Lög- berg, og sama væri að segja um gjárbarminn norðan Snorrabúðar, en að bergbungan sunnan gamla vegarins, sú er hann stóð á, mundi vera Lögberg hið forna. Að lokum fór liann nokkrum orðum um mátt þann, er væri yfir staðnum, og jafnan mundi seiða menn til þess að koma þar saman, þegar þeir vildu hugsa rétt og ráða djarft. — Hugsjón Fjölnismanna um alþing á Þingvelli gæti aldrei dáið. Fundarstjóri lýsti þvi þá yfir, að sökum þess, að nú væri tekið að rigna, yrði fundi frestað til næsta dags og gengið heim til Val- hallar, og gætu þá nefndir telcið til starfa. Fimtudaginn 26. júni, kl. 10 árd.,' var fundur seltur að nýju. 1. Vallýr Stefánsson búfrseðiskandídat flutti erindi um framtíð hins íslenska landbúnaðar. 2. Landbúnaðarmál. Framsögumaður landbúnaðarnefndar Jakob H. Líndal hóndi á Lækjamóti lagði fram álit nefndarinnar og skýrði ítarlega stefnumið þau, sem þar væru mörkuð fyrir framtíðarvelgengni landbúnaðarmálanna; einnig gerði hann grein fyrir skoðun nefndar- innar um ýms atriði í framkvæmd þeirra, svo sem fóðurbirgðafélög, yarnir gegn eyðileggingu af náttúruvöldum, nýbýlastofnun, notkun og endurbótum landbúnaðarvéla, ráðunautastarfsemi, lilraunir um jarð- rækt og kvikfjárrækt, verklegt nám erlendis, skógræktarmálið, styrk til verklegra framkvæmda, efling bændaskólanna með framhaldskenslu í ýmsum greinum búnaðar, ráðningarskrifstofu og mat á fóðurbæti. Urðu síðan allmiklar umræður um málið og komu fram ýmsar breytingartillögur, sem fundurinn vísaði til nefndarinnar til frekari athugunar. 4. Heilbrigðis-og húsabyggingamál. Framsögumaður, Jónas Krist- jánsson læknir á Sauðárkróki, lagði Iram álit nefndarinnar og gerði grein fyrir tillögum bennar. Skýrði hann ítarlega nauðsyn aukinna umbóta í húsabyggingum, og flutti tillögur um nýjar og hraðvirkar framkvæmdir í því efni. Einnig lýsti framsögumaður brýnni umbóta- þörf í heilbrigðismálum þjóðarinnar; rakti hann mjög ítarlega hver þörf væri fyrir sjúkraskýli og hjúkrunarstarfsemi í öllum læknahér- uðum landsins. Eftir nokkrar umræður var málihu vísað til nefndarinnar til nýrrar íhugunar í samráði við allsherjarnefnd. 5. Mentamál. Framsögumaður var Björn Guðmundsson kennari á Núpi. Las hann upp álit nefndarinnar og gerði grein fyrir tillögum hennar, en meginatriði þeirra voru þessi: Stofnun heimavistarskóla fyrir börn í sveitum, og nokkurra unglingaskóla, efling háskólans og útgáfa kenslubóka, framkvæmd þýðingahugmyndar Sig. Nordals o. fl. Þá flutti próf. Sig. Nordal erindi. Þakkaði í upphafi fundinum fyrir að fá að taka til máls sem gestur og gat þess, að hann mundi aðeins tala um eitt atriði: Þýðingar; til framkvæmda væri vænlegast að hafa að eins eitt járn í eldinum í senn. Þakkaði mönnum fyrir hve vel þessari hugmynd hefði verið tekið og skoraði á þá að bera hana fram til verklegs sigurs. Um þessa hugmynd gæti öllum komið saman hvaða skoðun sem þeir þefðu um fyrirkomulag barna og ung- lingafræðslu. Það væri ekki nema æskilegt að í mentamálum væru tvö skaut, tvær andstæður, ^aðrir héldu fram skólafræðslu, hinir heim- ilisfræðslu og sjálfmentun. Kvaðst sjálfur skipa sér undir síðara rnerkið. Heimilisfræðsluna ætli að nota eins langt og auðið væri, efla hana og glæða, og sjálfmentunin væri það dýmætasta af öllu. Fyrsta og brýnasta gagn hennar væru bækurnar; ekki til neins að efla bóka- söfn og lestrarfélög, án þess að hafa meiri bókakost en nú væri. Lika þyrfti að leiðbeina mönnum, benda þeim á skylduna úð menta sig, að þeir gætu það, hvernig ætti að gera það. Nota sér dæmi og reynslu sjálfmentaðra alþýðumanna. En aðalatriðið væri lífsskoð- unin. Og þungamiðja hennar væri hin eilífu orð: Að hvaða gagni kæmi það manninum, þólt hann eignaðist allan heiminn, ef hann biði tjón á sálu sinni. Það gleddi sig að bændurnir stefndu nú í þessa átt. Andlegu gildin væru veruleikinn sjálfur, og hvergi ætti hugsýnin fremur heima en á íslandi, þar sem verklegu viðfangsefnin, sókn til auðs og valda, væru svo smá, að þau gætu ekki fullnægt neinum djarfhuga manni, en himininn væri sá sami yfir okkur, kostur á þroska og sönnu manngildi, ekki síður en með stórþjóðunum. Síðan urðu allmiklar umræður um mentamálin, og komu fram ýmsar athugasemdir við tillögur nefndarinnar. Var málinu síðan vís- að til nefndarinnar aftur til athugunar í samráði við allsherjarnefnd. Þá varð fundarhlé. Næst var tekið fyrir: 6. Verslunarmál. Framsögum. Hallgr. Kristinsson landsverslunar- forstjóri lagði fram tillögur nefndarinnar og gerði grein fyrir þeim, bæðia heild og einstökum atriðum. Hvað hann eflingu samvinnumentunar I landinu vera hina mestu nauðsyn, og færði rök að því, að megin- atriði samvinnustarfseminnar í landinu ætti að ve»a hin menningar- legu, til uppb5rggingar í sem flestum greinum þeirra mála sem stuðla að þroska og mentun þjóðarinnar. Vegna þess að sama nefnd hafði haft samgöngumálið til meðferð- ar, var það tekið til umræðu, án þess að sérstakar umræður yrðu um verslunarmálið. Þá var veitt fundarhlé í 2 stundir. Var þá tekið að ræða: 3. Sjávarútvegsmál. Framsögumaður nefndarinnar, Brynjólfur prestur Magnússon á Stað i Grindavík, flutti álit hennar og skýrði málið rækilega. Taldi hann brýna nauðsyn til þess, að efla gengi og mentun sjómannastéttarinnar, sem verða mundi einn aðalfulltrúi ís- lendinga erlendis í framtíðinni; væri þvi mikilsvert, að hún hefði næga þekkingu til þess veglega starfs. Taldi hann samvinnufélög og aukna samvinnuþekkingu meðal sjómanna, elling sjómannaskólans, bókasöfn og fyrirlestra í sjávarþorpum og bæjum nauðsynleg skilyrði til hagsbóta og menningar stéttinni. Eftir nokkrar umræður voru tillögur nefndarinnar samþyktar i ein« hljóði. 7. Samgöngumál. Framsögum. Þórólfur Sigurðsson: Taldi að á sviði samgöngumálanna væri brýnust þörf viturlegra framkvæmda. Nú lægi fyrir að ákveða ný vegakerfi á annan hátt en gildandi vega- lög ætlast til. Sú höfuðregla mundi hollust, að hlutaðeigandi sveitir og héruð legðu jafnan fram fé móti landssjóði til samgöngubóta í sveitum og við sjó. Verkfróðum mönnum skyldi jafnan falin rann- sókn og undirbúningur þeirra mannvirkja sem styrkt eru af almanna fé. Landssjóður kosta og viðhalda heiða- og fjallvegum og einnig stærri brúm. Nýrri skipun sé komið á viðhald vega. Vegamálastj. feng- in ýfirstjórn þess, en sýslusjóðunum ætlaðir fyllri tekjustofnar en þeir hafa nú til þess að viðhalda vegum sem best. Strandferðir umhverfis landið, símakerfi og hraðskeytasambönd skyldu aukin og fullkomnuð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.