Tíminn - 05.07.1919, Blaðsíða 3
TlMINN
223
c. Með verðhœkkunarskaiti af löndum og lóðum þar sem verð-
hœkkunin stafar af óeðlilegu jarðabraski, stórfyrirtœkjum og
opinberum aðgerðum án tilverknaðar eiganda.
d. Með hœkkuðum tekjum af síldveiðum og með því að trgggja
þœr jafnframt tit frambúðar landsmönnum.
e. Með landseinkasölu á tóbaki.
f. Með hœkkuðum tolli á glisvarningi og óhófsvörum.
2. Að heimildarlög verði samin til að útvega sgslusjóðum beinar
tekjur af jarðeignum í héruðum er liggja meðfram akfœrum
landssjóðsvegum og af verslunum og sjávarútvegslóðum við
hafnir eða bryggjur er sýslusjóðir styrkja — til að siandast við-
hald mannvirkjanna.
3 Að senda hœfan mann til útlanda iil að kynna sér skipulag
skatiamála og nýjungar í þeim efnum.
Byggingar- og heilbrigðismál.
1. Byggingarmál.
a. Að þing eða sijórn heiti ríftegum verðlaunum fyrir bestu
teikningum af íbúðarhúsum á sveitabœjum og í sjáfarþorpum,
og sé þar tekið tillit til nothœfni og stíls, og um þetta dœmt
af þar til fœrum mönnum.
b. Að landið hafi í sinni þjónusta að minsta kosti k vel ment-
aða húsbyggingameistara, 1 fyrir hvern landsffórðung, og
jerðist þeir um og leiðbeini mönnum í húsabyggingum.
c. Að ríkið sjálft byggi á sínum jörðum, þegar þörf krefur, og
séu það fyrirmyndarbyggingar.
2. Heilbrigðismál.
a. Að bygð verði sjúkrahús í hverju lœkishérðai landsins svo
ftjóti sem við verður komið, þannig að það samsvari kröfum
tímans bœði hvað stœrð og annan útbúnað snertir.
b. Að þingið leggi fram fé til stœkkunar geðveikrahœlisins á
Kleppi og til byggingar heilsuhœlis á Norðurlandi.
c. Að þingið semji heimildarlög fyrir sveitafélög til þess að
stofna hjúkrunarfélög.
d. Að allar kýr á landinu séu ransakaðar fyrir berklaveiki svo
oft, sem dýralœknar telja nauðsynlegl, til þess að fyrirbyggja
berklahœttu frá kúm.
e. Að hafðar séu gœtur á heilsufari og likamsþroska þess er-
lenda lýðs, sem inn kann að verða ftuttur í landið.
Launaraál.
Að laun embœtiis- og starfsmanna landsins verði hœkkuð að mun
og ávalt höfð sómasamleg og sanngjörn í hlutfalli við tekjur
annara landsmanna.
Fossaraál.
1. Leyfð sé einungis ein stórvirkiun til iðju hér á landi, þar iil
fengin er reynsla um afleiðingar fyrirtœkisins.
2. Sérleyfi til virkjunar á vainsafli, er nœr vissu lágmarki að
hestaftatölu, sé aldrei veitf nema Alþingi tvisvar, fyrir og eftir
nýjar kosningar, fallist á það.
3. Einkafélag, sem fœr sérleyfi til stórvirkjunar, lúti gjaldskyldu
til þjóðfélagsþarfa samkvœmt landslögum.
Jónas Jónsson frá Hriflu mintist á ýms atriði i starfsemi
ílokksins inn á við og út á við, og brýndi það fyrir fundarmönnum,
að vinna drengilega að góðu máli. í*á tóku til máls Tryggvi Þórhalls-
son, Björn H. Jónsson, Þorsteinn M. Jónsson, Sigurður Vigfússon,
Oddur Sveinsson, Ingimar Eydal, Sveinn Ólafsson, Kristinn Guðlaugs-
son, Björn H. Jónsson, Jónas Jónsson, Þórólfur Sigurðsson, Guð-
brandur Magnusson, Davíð Jónsson, Stefán Stefánsson á Varðgjá, Bjarni
Ásgeirsson, Benedikt Magnússon, Ríkarður Jónsson, Sigurður Vigfús-
son, Jón Davíðson.
Fundurinn vottaði þakkir sínar með lófaklappi nokkrum mönn-
um, fyrir störf sín í þarfir fundarins, flokksins og þjóðarinnar.
Að loknu mintust menn íslands og minningar Jóns Sigurðssonar
hvors um sig með ferföldu húrrahrópi.
Þá var fundargerð lesin upp og samþykt án athugasemda.
Þakkaði þá fundarstjóri mönnum fyrir góða samvinnu og sagði siðan
fundi slitið.
Ólafur Briem.
Árni Jakobsson.
Sigurður Vigfússon.
Jón Kr. Jónsson.
jfljskijii jjanðamsnna
aj Sússlanði.
Þegar stjórnmálamenn Banda-
manna tala um Rússland, þá er
viðkvæðið ávalt, að eigi komist
öruggur friður á í heiminum, fyr en
komið er fast skipulag á stjórnina
í Rússlandi.
En þó þetta sé augljóst, og
Bandamenn viðurkenni að svo sé,
þá hefir þeim aldrei tekist, að
hafa nein veruleg áhrif á stjórn
Rússlands síðan Lenin tók þar
völdin.
Bandamenn hafa í rauninni ver-
ið í ófriði við Rússa, síðan í sept.
í fyrra, síðan óeirðirnar og óregl-
an keyrði þar úr hófi, út af bana-
tilræðinu er gert var gegn Lenin.
Þá var breski sendiherrann Crome
myrtur, og upp frá því lýstu
Bandamannasljórnir því yfir, að
stjórnendum Rússlands yrðu engin
grið gefin, hvar sem til þeirra
næðist. Fóru allar sendisveitir
Bandamanna þá úr Rússlandi.
Vald Lenins var þá talið valt.
Bændurnir voru búnir að skifta
stóreignunum á milli sín, og kærðu
sig síðan kollótta um kenningar
hans. Iðnaðurinn var allur í kalda
koli. Andvirði þess sem framleitt
var, gekk víðast hvar alt í vinnu-
laun — og hrökk sumstaðar eigi
til, en vinnnfólk óánægt alt fyrir
það. Var þá helst í orði að Banda-
menn gætu fljótlega steypl Lenin
úr stóli og hyski hans, er vopna-
hlé kæmist á við Miðveldin. —
En það varð umtalið eitt. Og um-
talið hjá Bandamönnum hefir
breyst og snúist eftir því hvernig
gengi Lenins hefir aukist og rénað
á víxl.
Þótt allar tilraunir þeirra og
skipulag Rússanna hafi reynst
mjög ömurlega, hefir þeim tekist
að koma á löghlýðnum og stælt-
um her, sömu mönnunum, er
gerspiltu svo hinum fyrri Rússa-
her, að hann sundraðist allur og
hermenn hlupu heim til sín.
En úr herferð Bandamanna til
Rússlands varð aldrei neitt, hvort
sem það kom af því, að þeir
þorðu ekki Bandamenn að senda
þangað her, vegna mótspyrnu gegn
því tilræði ineðal jafnaðarmanna í
löndum . þeirra, eða af því þejr
óttuðstu að hermennirnir er sendir
yrðu gengu í lið með Rússum, —
eða þá af því, að þeir voru reik-
ulir í því hver ætti að ráða í Rúss-
landi er Lenin færi frá.
Þeir siguðu nágrannaþjóðum
Rússa á móti þeim og létu þar
við sitja. — Og við það situr.
En er hermenn Lenins reyndust
stæltir og sigursælir, stungu stjórn-
arherrarnir á friðarfundinum upp
á'því, eð friður yrði saminn xnilli
Bolehevikka og Bandamanna. —
Strandaði sú fyrirætlun á mótþróa
hinna fyrri valdhafa Rússlands,
eins og menn muna, er þótti það
eigi mönnum sæmandi, að setjast
á bekk með Lenin og öðrum æðis-
gengnum siðleysingjum.
Listi yfir nótur
frá Hljóðfærahúsi Reykjavikur,
sendar gegn póstkröfu utn land alt.
Ungdommens Melodialbum: 194 al-
þekt lög fyrir piano eöa harmonium í
2 bindum á 2,85 kr. »Dur og moll«, 50
úrvalslög í 2 bindum, fyrir piano eða
harmonium á 2,10 kr. Griegs Harmo-
níumsalbum 1. 2. 3, öll á 5,50 kr. ein-
stök hefti 2,00 kr. Gebauer-Attrup.
Léttar Prd?fudier til hverrar guðsþjón-
ustu yfir alt árið 2,75 kr. Attrup. opus
8. 50 Præludier 1,60 kr. — op. 9. 40
Præludier 1,50 kr. — op. 10., 20. Præ-
ludier, Sörgemarch og Bryllupssalme
1,75 kr. — op. 15., 20. Præludier 150 kr.
— op. 19. 20. nýjar Præludier 1,50 kr.
Riitzebeck: Lyriske Smaastykker 1,00
Otto Malling: Iíirkeaarets Festdage, 12
Orgelpostludier fyrir harmonium 2,75
kr. Sama fyrir orgel meö pedal, í 2
heftum á 2,50 kr. Gade: Festlig Præ-
ludium yflr »Loíið drottinn« 1,40 kr.
— Barnekow: 50 Præludier fyrir orgel
eða harmonium 2.00 kr. — C. B. Hansen
15 smaa melodiske Etiider fyrir harmo
nium eða orgel 1,75 kr. Hver Mands Eje,
stærsta og ódýrasta Musikhefti, út eru
komin 5 hefti á 1,75 kr. Ricard Wag-
ners Operaer með dönskum og þýsk-
um teksta: Löginn úr »Parcifal« 1,20
kr. Ur »Tannhaúser« 3,20 kr. Úr
»Lohengrin« 2,80 kr. Úr »Den Flyvende
Hollænder« 1,60 kr. Úr »Mestersang-
erne í Núrnberg« 1,60 kr. — Herold
Sangalbum, með myndum 4,00 kr.
Cornelius Sangalbum, með myndum
4,25 kr. Forsell Sangalbum 3,75 kr., öll
þrjú með stórri mynd af söngmönnum.
ísl. söngvasafn I. b. ób. kr. 6,00, ib. 8,00
—---------II. b. ób. — 7,50, ib. 10,00
Sjá auglýsingarnar í 6., 11., 14., 25.
og 30. tölublaði Tímans.
Sendu Bandamenn þá nefnd
manna til Moskva, til þess að semja
um frið við Lenin; þeir komu brátt
til baka með friðartilboð frá Rússa-
stjórn, er vakti mikla eftirtekt á
Parísarfundinum. Talað var um,
að senda matvæli og aðrar nauð-
synjar til Rússlands, og bjarga
dauðvona þjóð úr hungur- og
heljargreipum. Var i ráði að Frið-
þjófur Nansen tæki að sér umsjón
sendinganna. Var nú alt sem frið-
vænlegast.
En um það leyti breyltist mjög
aðstaða Lenins. Koltshak hershötð-
ingi úr Rússahernum fyrri, braust
til valda austur í Síberín og óð
með her manns inn yfir Rússland.
Utanríkisráðherra hans Sassonoff,
gamall keisarasinni var í París,
til þess að semja við Bandamenr.
Bjuggust menn við, að nú vqí:i
vald Lenins úti, og sendu BarJ|-
menn Iíoltshak boðskap er skýrði
frá hvaða skilyrði honum yrðu
sett, ef Bandamenn ættu að viður-
kenna stjórn hans. Svaraði hann
því um hæl; þvertók hann fyrir,
að gefa þegnum sínum stjórnfrelsi,
og kvaðst á engan hátt viðurkenna
sjálfstæði ríkja þeirra er kvarnast
hafa úr hinu gainla Rússaveldi.
Þá var úti um samkomulagið
þeim megin.
Bandamenn vilja eigi viðurkenna
rússneskt einveldi, og Bretar kæra
sig víst ekki heldur um rússneskt
stórveldi, þykir betra að búta það
í sundur eins og orðið er, og eru
Bandamenn ráðþrota enn í dag.