Tíminn - 19.07.1919, Side 3

Tíminn - 19.07.1919, Side 3
TlMINN 239 ímarii \mim samvi Þeir sem vilja kynnast því hve hrifnir menn vorn af gáfum og glæsimensku Jóns i Múla þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið í kaupfélagsmálum, þyrftu að lesa æfisögu Jakobs Hálfdánarsonar. Verð 2 kr. séu keypt 50 eintök eða fleiri, kr. 2,25 fyrir alt að 50 eintökum. í lausasölu kostar árgangur- inn 3 krónur. — Heftin eru 4 á ári. Aígreiðsla Skólavörðustíg1 25. Sími 749. að geta afhent sín frumvörp til stjórnarinnar nokkru áður en Jón Magnússon sigldi með stjórnar- frumvörpin á konungsfund. En meiri hlutinn var þá ekki tilbúinn, svo að stjórnarfrumvarpsleiðin var lokuð báðum aðilum. Með því var sýnt, að úr því að nefndin gat ekki skilað álitunum hina venju- legu boðleið til þingsins, þá var sjálfsagt að leggja árangurinn hik- laust fram fyrir þjóðina, þó að meiri hluti hafi ekki enn gert það. En sökum hans aðgerða, eða að- gerðaleysis, eru fossafrumvörpin borin fram með þeim hætti, að einstakir þingmenn ráða öllu um birtingu þeirra og framkomu. Hin formlegu rök benda því öll. í þá átt, að minni hlutinn hafi ekki einungis haft leyfi, heldur skyldu, til að birta þjóðinni sínar niðurstöður, svo íljótt sem kostur var á. Og það hefir hann gert. (Frh). J. J. Úr samYrnnu-heiminum. i. Kaupmannastétt landsins og blöð- um þeim, sem hún ræður yfir með kúupum eða frjálsu samkomulagi, hefir nú síðustu vikurnar orðið mjög skrafdrjúgt um eina höfuð- synd, sem samvinnu-hreyfingin væri að drýgja. í þessum aðfinslum hefir komið fram svo mikil föðurleg nákvæmni, svo einlæg velvild fyrir hag samvinnumapna, að varla verður hjá því komist, að þakka umhyggjuna. í skýrslu þeirri, sem Tíminn birti nýlega um aðalfund Sam- bandsins, var sérstaklega getið tveggja ákvarðana. Annað, að sam- bandið vildi kaupa millilandaskip til vöruflutninga, og að það mundi efna til tveggja vetra samvinnu- skóla, sem styrktur væri af landsfé til jafns við kaupmannaskólann. Svo er að sjá, sem fundarmenn hafi lagt býsna mikla áherslu á þessi atriði. Annað miðar að þvi, að bæta úr flutningaþörf félags- manna. Hitt að því, að félögin hafi jafnan á að skipa nægilega mörg- um, vel undirbúnum starfsmönn- um. Félögin eru alt af að fjölga og stækka. Og þar sem vöxtur þeirra og efling er meir komin undir því, að hafa áhugasama, trúa og sérfróða starfsmenn, held- ur en nokkru öðru, þá er skiljan- legt, að samvinnuskólinn sé mikils- vert atriði í augum félagsmanna. Það er ef til vill ómaksins vert, að bera saman skoðanir eins hins mesta ritsnillings og mannvinar, sem til er á Norðurlöndum Chr. Collins, um þetta efni, við skoðanir Vísis og Mbl. Collin segir í einni af bókum sínum: »Nú sem stendur fá menn, eink- um hér á landi, (Noregi) alt of Iítinn styrk verslunarfróðra manna til stofnunar og reksturs kaupfé- laga og því fara þau flatt svo mörg og fella með í hruni sínu a. m. k. nokkuð af trausti manna á mál- stað samvinnunnar. Það mundi vera hagur kaupfélagsmanna sjálfra, að heimta starfsfróða stjórn og meta og launa sérkunnáttu að verð- leikum«. — — »Líkur benda á, að þeg- ar stundir líða, muni samvinnu- verslunarstéttin, er hún hefir fengið sína eigin verslunarskóla, og auk þess kennarastól við hvern háskóla, komast enn lengra í arðgæfri starf- semi en hin gamla verslunarstétt (kaupmenn), með þeim hætti, að beina allri kunnáttu sinni, hyggju, viti sínu og metnaði, að hinu frjóa eðli verslunarinnar — þar sem hin gamla verslunarstétt hlýtur að helga mikinn hlut krafta sinna og hug- vits versluninni, sem barátlu um herfangeí. Eins og sjá má af þessum lín- um, gerir þessi fjölmentaði snill- ingur ráð fyrir því, að samvinnu- stefnan muni á ókomnum árum komast langt fram úr kaupmensk- unni, sérstaklega á hinu andlega og siðferðilega sviði. En til þess þurfi félögin að kappkosta að vanda sem best undirbúning og sérmentun sinna foringja. En til þess að svo verði, gerir hann hiklaust ráð fyrir því, að samvinnumenn þurfi sina eigin verslunarskóla, og auk þess kenslu i samvinnufrœðum við alla háskóla. Það stingur dálítið í stúf, að koma frá drengskapnum, vitinu og mentuninni niður í »gagnstæð loftlög« í hinum »ofurseldu« mál- gögnura hér á landi. Þar hefir hvert blaðið bergmálað eflir öðru ósannindin, óviidarorðin og fá- fræðis-hleypidómana um þá hug- sjón ísl. samvinnumanna, að vilja hafa sína eigin mentastofnun. Það hefir verið fjölyrt um þau þrjú námsskeið, sem Sambandið hefir haldið á Akureyri og í Reykja- vík. Fullyrt, að aðsóknin hafi verið sárlítil. Kennararnir helmingi fleiri en lærisveinarnir. Peningar, sem til þess hafi átt að ganga, veittir af almannafé, hafi Sambandið raunar notað til annara þarfa. Hugmyndin um samvinnuskóla væri argasta »humbug«. Hér á landi þyrfti ekki nema kaupmannaskóla o. s. frv. Ádeilunni um að Sambands- stjórnin hafi misnotað almannafé mun verða brosað að. Hinir tor- trj'gnu, geta athugað skýrslu til stjórnarinnar um meðferð þess litla fjár, sem veitt er til aukinnar þekkingar á samvinnustefnunni. Á námsskeiðinu í vetur voru lærisveinarnir tæplega 30. Ef út- reikningar nefndra blaða eru réttir, hefðu kennarar þar átt að veríi um 60. Styrkur af landsfé til náms- skeiðsins var 4000 kr. og sýnist þá sem tæplega liafi getað orðið mikill afgangur lil annarlegra hluta, þegar goldið hafði verið fyrir hús- rúm, ljós, hita og kenslukaup svo margra manna. En því miður hefir stórkaupmaður sá, sem fyrst bjó til þessa sögu, lagt 1000°/o á, er hann taldi kennarana við náms- skeiðið. Það er enn stórfengilegri álagning, heldur en menn eiga að skuld lántakanda verður lokið, þó að jafnan séu intar af hendi hinar árlegu greiðslur. Þriðja aðferðin er svipuð, notuð mest í Austurríki. Lántakandi greið- ir árlega rentu af fullri upphæð lánsins, auk hundraðsgjalds til viðbótar. Það sem umfram er vexti er fært lántakanda til tekna á sér- stökum reikningi og fær hann ár- lega vexti af inneign sinni þar, sem aðrir sparisjóðsinneigendur, eftir þvi hve vextir eru háir á hverjum tima. Þegar inneignar- reikningur lántakanda er orðinn jafnhár láninu, er lánið greitt með inneigninni, en fyrirfram er óvíst hvenær þetta verður. Þá er fjórða aðferðin, sem not- uð er í Frakklandi, venjulega köll- uð hin eiginlega »Amortisation«. Lántakandi skuldbindur sig til að greiða tiltekna upphæð árlega um fyrirfram ákveðinn tíma. Árgjaldið er jafnt allan tímann og upphæð þessi reiknuð út eftir vaxtahæðinni og árafgjöldunum, sem lánið á að standa. Við hverja greiðslu árgjalds eru fyrst af því teknir vextir og kostnaður; afgangurinn kemur til frádráttar höfuðstól lánsins, og verður sá frádráttur alt af hærri og hærri eftir því, sem lengra líður á Iánstímabilið, vegna þess að minna og minna af árgjaldinu gengur til vaxtagreiðslu. Með því að afborgun lána og innlausn tilsvarandi veðvaxtabréfa tekur miklu lengri tíma en tíðkast um nokkur önnur lán, svo að oft skiftir mörgum tungum ára, er auðsætt að lánveitingar og útgáfa veðvaxtabréfa verður að fara eflir alveg tryggilegum og ófrávíkjan- legum reglum, til þess að menn þori að verja fé sínu til að kaupa veðvaxtabréfin. Enginn kaupirverð- bréf sem ekki verður krafist inn- lausnar á fyr en eftir 30—75 ár, nema svo tryggilega sé um alt bú- ið, að engin ástæða sé til að ótt- ast að bréfið verði eigi innleyst að' fullu á sínum tíma. Þess vegna verða slíkar lánsstofnanir að standa á föstum fótum og vera háðar ströngum starfsreglum, er ekki verði haggað í neinu þvi, er máli skiftir að því er snertir trygging útgefinna veðvaxtabréfa. Enda fer það saman um slíkar stofnanir víð- ast hvar, að þær njóta meiri hlunninda, en verða jafnframt að hlíta strangara eftirliti en nokkrar aðrar lánstofnanir. Hér að framan hefir verið talað um landbúnaðarlánstofnanir al- ment, en um þær gilda lalsvert mismunandi reglur í ýmsum lönd- um, bæði að þvi er tekur til útlána og útgáfu veðvaxtabréfa. Skal nú nánar vikið að fyrirkomulaginu í' einstökum löndum, þar sem helst er að finna fyrirmyndir fyrir góð- um lánsstofnunum. Þýskaland hefir fyrst allra landa komið upp góðum landbúnaðarlánstofnunum, lánsfélögum, er mjög hafa verið tekin til fyrirmyndar í öðrum löndum. Eftir lok sjöárastríðsins voru landeigendur í Prússlandi mjög að- þrengdir vegna niðurníðslu lands- ins og skorts á fé til að koma endurbótum í framkvæmd. Þá fyrirskipaði Friðrik konungur mikli 29. ág. 1769, að allir eigendur aðalsetra í Schlesíu skylau stofna með sér félag, útvega sér lán með því að veðsetja landeignir sínar allar fyrir eina og cina fyrir allar, og lána fé það, sein þannig feng- ist, til meðlima félagsins eftir nán- ari fyrirmælum. Þetta komst til framkvæmda árið 1770, og fékk félagið ríflegan stofnstyrk úr ríkis- sjóði. Þetta var hið fyrsta land- kredit-félag í Þýskalandi, en mörg önnur samskonar félög voru bráð- lega stofnuð víðsvegar um Prúss- land, og síðar um mest alt Þýska- land, svokölluð »Landschaften«, er upphaflega merkti það landsvæði er hvort félag náði yfir; en orðið hefir breytt merkingu og er nú notað sem nafn á félögunum sjálf- um. Þessi félög hafa orðið þýsk- um landbúnaði til ómetanlegs gagns og fyrirkomulag þeirra hefir víða verið tekið til fyrirmyndar. Hér verður þeim stuttlega lýst, en það skal tekið fram, að það sem hér verður sagt um þau nær ekki til þeirra breytinga, er þessar stofn- anir sem aðrar kunna að hafa tek-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.