Tíminn - 23.07.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.07.1919, Blaðsíða 4
244 TÍMINN Misþyrming. Dagblöðin okkar, Morgunblaðið og Vísir, hafa lagt það í vana sinn undanfarið, að nota eitt af orðum hinnar íslensku tungu i alt annari merkingu en leyfilegt er að nota það. í*að er orðið einokun. Þó að hverjum þeim manni, er lagt getur saman 2 og 3, ætti að vera þetta orð auðskilið, þá viið- ist rétt að skýra það, þar sem það heíir verið notað i rangri merkingu og óátalið, hvað eftir annað. Einokun er það, að einn maður eða félag nokkurra manna heflr einkarjett á að okra á einhverju, þ. e. selja það eins dýrt og þeim þóknast. Það er sérstök tegund einkasölu. En að nota það um alla einkasölu er alveg eins vit- laust eins og það, að kalla öll dýr hunda, eða allar jurlir fífla. Þegar eitthvert ríki tekur í sínar hendur einkaverslun á einhverri vöru, getur a!ls ekki verið um einokun að ræða, því að þótt á- góði yrði af versluninni, sem rynni í ríkissióð, er það ekkert annað en skattur, sem fyllir liinn sam- eiginlega vasa alþjóðar. Það er misþyrming á málinu að nota orðið einokun eins og fyrnefnd blöð hafa notað það. Komi sú misþyrming og blekk- ing af því, að aðstandendur skilji ekki orðið, þá hafa þeir engan vitsmunalegan rétt til að skrifa um almenn mál — á íslensku. En komi hún af því, að þeir vis- viiandi vilja blekkja þjóðina með orði, sem vekur hjá henni um- hugsun um hina mestu hörmunga- tíma hennar, þá eiga þeir engan siðferðilegan rétt á að glamra með mörg þúsund munnum um það, sem alþjóðar heill kemur við. íslenskuvinur. Oían af pöllujm. Ekki þykir mér vel hafa gengið fyrir þeim þrem þjónum hrossa- prangaranna Einari, Bjarna og Gísla. Einn af þeirra trúustu sál- um, gerðist lithverf og snérist á þeim. Og eftir allar hrossaprang- araræðurnar, þorðu þeir félagar ekki einu sinni að greiða atkvæði móti frumv. Sennilega fá þeir bágt fyrir hjá sinum húsbændum, þegar gerð er upp frammistaðan. Hins- vegar kenni eg mikið í brjóst um Vísi. Hann hefir barist miklu betur en langsum bræður hans i þinginu. Eg held honum sé farið að þykja hálfvænt um isl. bændur. Ekki þótti það smekklegt eða drengilegt, þegar G. Sv. tók við fyrstu umræðu fossamálsins, að atyrða framliðna menn fyrir sölu á fossum. Benti Sveinn í Firði honum á ósvífnina, og var auð- séð að öllum þingheimi þótti at- ferli Gísla ilt og ómannlegt. Hon- um ætti að vera nóg að troða illsakir við lifandi menn. Þetta verk hans mun einna verst í ís- lenskri pólitík, síðan Jón á Hvanná lék »Vatnsfirðinga«-bragð sitt í fyrra, sem mest af öllu heíir spilt fylgi hans eystra. Við umræður um útflutnings- gjald á landafurðum kom Einar Arnórsson fram svo fjandsamlega gegn bændastjett landsins, að ein- sætt þótti að hann ætlaði ekki oftar þangað að leita um kjör- fyjgið. Skyldi hann vera að hugsa um Reykjavik, úr því að svona tókst illa til með »ísu« gömlu? Mikla kæti vakti það á pöllun- um er Magnús Pétursson og Vigur- klerkur báðu rejunum lífs. Það var eins mikill fjálgleikur í röddinni eins og þegar dauðadæmdir menn eru að biðja sér griðs. Bœjarbúi. Frá alþingi. Fátt gerist enn markvert á þingi fyrir opnum dyrum. Þingfundir venjulega stultir, en mest unnið í nefndum. Mesti sægur af frumvörpum er þegar kominn fram. Flest eru tekju- aukafrumvörpin, hækkun gamalla tolla og skatta, og svo nýir. Verður þeirra síðar getið. Þá eru a. m. k. þrjú um ný læknishjeruð. Fimm þingmenn flytja frumvörp um bann gegn refarækt. Landbúnaðarnefnd í n. d. lagði öll til að hrossasölufrumvarp stjórnarinnar yrði samþykt. Gerðu þeir B. J., G. Sv. og E. A. nokkra hrið á móti, en varð ekki ágengt. Var frumv. samþykt i deildinni með 15 samhljóða atkvæðum og mun því þá borgið. Þingmenn Árnesinga og G. Sv. flytja fyrirspurn út af rekstri sýslu- mannsembættisins í Árnessýslu. Jör. Brynjólfsson o. fl. flytja þingsályktunartillögu um að skora á landstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til að landið nái fullum umráða og notarétti yfir vatns- orku i Soginu, samkv. lögum um eignarnám á fossum. Þingsályktunartillögu flytja marg- ir þingmenn í n. d. um að skora á stjórnina að undirbúa skilnað ríkis og kirkju. — Hvernig fer um skipun stjórnar- innar á og upp úr þessu þingi er algerlega óráðin gáta. Sigurður Jónsson atvinnumálaráðherra mun hafa látið tilkynna það að hann óski lausnar frá þeim starfa, en gegnir honum fyrst um sinn þar til ráðið er hvað við tekur. Heyverð. Kýrgæft úthey sinu- laust mun nú alment selt hér í bænum á 17 aura pundið. Ty# kennara vantarí fræðsluhérað Rauða- sandshrepps í Barðastrand- arsýslu. Kenslutími 24 vikur. Laun samkvæmt fræðslu- lögum. Umsóknir sendist fræðslu- nefndinni fyrir 15. sept.br. 30. júni 1919. Frœðslunetndin. Tapast hala frá Mosfelli í Grímsnesi norður yfir Hvítá: Rauð hryssa um 54 þml. 6 v., jarpur hestur um 53 þml. 5 v., mó- grár blesóttuir hestur um 51 þml. 4 vetra. ÖIl klárgeng, brennimerkt: Brím, á hægra fram- fæti, aljárnuð, ómörkuð. Sáust á strokinu frá nokkrum bæjum í Biskupstungum án þess þau væru stöðvuð eða fyrir þeim greitt, og vonumst við eftir að Norðlendingar þeir er hitta þessi hross verði þeim mun mannlegri, að þeir komi þeim með góðri ferð að Saurbæ í Eyjafirði ásamt reikning fyrir fyrirhöfn. Mosfelli í Grímsnesi 18/’ 1919. Finnur Jónsson. Jón Ágústsson. AV! Hafið þér gerst kaupandi að Eimreiðinni? Ritstjóri: Tryggyl ÞórhallsBon Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg. lánveitingar til landbúnaðarfélaga, (Syndikats). Frá þessum tíma til 1913 hafði Banque de France var- ið til Iánveitinga handa samvinnu- bönkum landbænda 250 miljónir franka auk áðurnefndra 40 milj. 1897 og allra árgjalda, er á þess- um 15 árum námu alls tæpum 90 milj- franka. Þegar samningar höfðu tekist um þessi fjárframlög, voru gefin gefin út lög 1899, svokölluð Méline lög, um dreifing fjársins meðal landbænda, og eftir þeim lögum hefir Frakkland komið upp einhverju hinu fullkomnasta kerfi landbúnaðar-samvinnubanka og samvinnulánsfélaga, sem til eru í nokkru landi, kallað »Crédit Agri- cole Mutuel«. Hér er ekki rúm til að lýsa þessu kerfi eins og æski- legt væri, en nefna skal nokkra höfuðdrætti. Grundvöllurinn er fjöldi smáfélaga, einskonar smá- bankar með samvinnufyrirkomu- lagi; í hverju félagi venjulega fáir menn, að meðaltali ca. 50, og fé- lagið nær yfir lítið svæði, skrifstofa opin einu sinni í viku, venjulega á sunnudögum, til að taka við inn- lögum og veita lán. Hver félags- maður leggur dálítið tillag í stofn- sjóð félagsins, engir fá inngöngu í lánsfélagið aðrir en þeir, sem áður eru í landbúnaðarsamvinnu- félagi af einhverri tegund. Þessir smábankar voru 1912 orðnir 4204 að tölu. Þeir fá engan beinan styrk úr ríkissjóði. Það fá aftur á móti héraðsbankar, sem eru næsti Iið- urinn í kerfinu. Þeir fá alt hið árlega tillag úr Frakklandsbanka, sem áður er getið, til þess að dreifa því í lánum til smábankanna og samvinnufélaga, er hafa að markmiði landbúnaðarframleiðslu, sölu landbúnaðarafurða eða yfir höfuð einhver fyrirtæki i sambandi við landbúnað. Að öðru leyti afla þeir sér veltuíjár með því að taka við innlánsfé til geymslu. Smá- bankarnir og önnur samvinnufélög stofna þessa héraðsbanka með samlögum, en þeir standa undir opinberu eftirliti. Héraðsbankar eru nú orðnir svo margir og dreifðir um alt land, að ekki er talin þörf fyrir fleiri. Síðasti liður- inn í kerfinu er nefnd landbúnað- arráðaneytisins, er hefir yfirumsjón með héraðsbönkum og starfar í sambandi við sambandsstjórn land- búnaðarsamvinnufélaga Frakk- lands. Þannig er kerfi þetta heil- steypt, og því takmarki hefir verið náð, að koma lánsmöguleikunum svo að segja heim að dyrum hvers smábónda. Lán þau, sem bankar veita, eru ekki að eins veðlán til langs tíma, beldur fult eins mikið smálán til stutts tíma, trygð með persónulegri ábyrgð eða lausafjárveði. Fyrir- komulagið er að ýmsu leyti svipað samvinnubönkum í Þýzkalandi, er kendir eru við Raiffeisen og Schulze- Delitzsch. En nú orðið er öllu því fé, sem héraðsbankarnir fá frá Frakklandsbanka, varið til langra lána. Núgildandi lög um það efni eru áðurnefnd lög frá 1906 og önnur frá 1910. Fyrnefndu lögin ákveða að héraðsbankar skulu verja þriðjung árgjaldsins frá Frakk- landsbanka til þess að lána sam- vinnufélögum bænda löng lán, er afborgist á 25 árum. Samkvæmt lögunum frá 1910 skal hinum tveim þriðjungunum varið ein- göngu til þess að lána þeim, sem vilja kaupa eða koma sér upp smábýlum. Það fé gengur frá héraðsbönkunum til smábankanna, (lánsfélaganna), er aftur veita lánin einstöku mönnum. Þessi lán af- borgast á 15 til 20 árum, og upp- hæð hvers láns alt að 8000 frankar, trygð með veði í býlinu, eða lífs- ábyrgð lántakanda. Árið 1913 var búið að verja af ríkisfé 12 milj. franka til smábýlalána. Tíðin. Þornaði og hlýnaði um helgina og var góður þurkur í fyrradag, en í gær var þoka. Vand- ræði fyrir dyrum, einkum um eldi- við, komi ekki fljótlega þurkur. Kvikmyndafélag íslenskt er hér stofnað nýlega, með þvi verkefni að taka inyndir af íslendingasög- unum og íslenskum skáldritum. Fyrstu lirossin útfluttu á þessu ári fóru með Botníu í gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.