Tíminn - 13.08.1919, Qupperneq 2

Tíminn - 13.08.1919, Qupperneq 2
266 T í M I N N í II. og III. hefti þ. á. sem nú er að koma út, birtist ritgerð um verslunarmáiin eftir Halldór Stefánsson bónda í Hamborg í Fljótsdal. Sýnir hann þar fram á með ljós- um rökum, að Rockdale-álagningin, þ. e. að selja með dagsverði, en skifta ágóðanum um áramót, muni verða ísl. samvinnufálögunum happadrýgst bæði í bráð og lengd. Yerð 2 kr. séu keypt 50 eintök eða fleiri, kr. 2,25 fyrir alt að 50 eintökum. í lausasölu kostar árgangur- inn 3 krónur. — Heftin eru 4 á ári. Aígreiðsla Skólavörðustíg1 35. Sími 749. kaupa í viðbót, myndi landið hafa trygt sér húsbóndarétt í félaginu. Mjög víða er þjóðnytjafyrirtækj- um komið fyrir með þessum hætti, að þjóðfélagið og einstaklingarleggja saman. Hefir sumum glöggum fé- sýslumönnum komið til hugar, að breyta Landsbankanum i það horf, að auka veltufé hans með því, að gera hann að hlutabanka, þó þannig, að landið trygði sér meiri hluta í eigninni og yfirráðunum. Stjórn þessa stóra félags yrði þá að nokkru leyti kosin af hluthöf- um, en meiri hlutinn af stjórn landsins. Munu síðar leidd rök að þvi, við væntanlegar framhalds- umræður þessa máls, hversu þjóð- arvaldið er sá eini máttur, sem hamlað getur því, að hlutafélög eins og E. í. verði að gróðahring- um, sem vinna fyrir einstaklings hagsmuni, en ekki fyrir alþjóðar- heill. Nú sem stendur verður landið að eyða stórfé á ári til stærri og minni flóabáta og strandskipa. Og samt eru strandferðirnar í megn- asta ólagi, og algerlega ófullnægj- andi fyrir almenning. Samkvæmt þessari uppástungu yrði hver lands- hluti að leggja fram alt að því helmings stofnfjárins fyrir hvert strandskip, sem talið væri nauð- synlegt ibúum þess héraðs (Skaft- fellingur, Svanur o. s. frv.). En Eimskipafélagið sjálft bæri rekst- urskostnaðinn, nema að því leyti, sem reynslan sýndi, að landsjóður þyrfti að bæta við. En þá fyrst væri trygging fengin fyrir því, að landsjóðsfé væri ekki ausið í botn- lausa hít, eins og nú þykir stund- um brenna við um strandferðirnar. Þetta mál er svo þýðingarmikið, að ekki væri neitt vit í, að hrapa að aðgerðum. Engin hugmynd er svo góð, að hún verði ekki enn betri við það, að ganga gegnum hreinsunareld almennrar umræðu. Og það er ætlast til að þessi grein verði byrjun að umræðum, sem ef til vill leiða síðar til þess, að millilanda- og strandferðum ís- lendinga verði skipað eitthvað því svipað, sem vakað hefir fyrir upp- hafsmönnum þessarar tillögu. Um sjávarútveg. Inngangrur. Alt til þessa hafa aðal atvinnu- vegir íslendinga verið landbúnaður og sjávarútvegur, og um langt skeið enn mun þeir verða aðal atvinnu- vegirnir, því hér er og má ekki vera rúm fyrir mikinn stóriðnað, sakir fólksfæðar. Hvorttveggju at- vinnugreinar þessar hafa til skams tíma verið í megnri niðurníðslu, en óðum eru þær að rétta við. Einkum hafa aflabrögð stóraukist við bættar veiðiaðferðir, en það sem eftirtektarverðast er, er það, að almennri hagsæld sjávarsíðu- fólks hefir ekki farið fram að sama skapi. Veldur því ólag það, að einstöku menn hafa tekið til sín allan kúfinn af auðæfum þeim sem ausið hefir verið upp við strendur landsins, en það eru slórútgerðar- mennirnir og þeir sem tekið hafa að sér milligöngu um sölu sjávar- afurða. Fá hefir útvegsbændum fækkað, og er nú margur þeirra genginn á mála hjá þeim sem flest eiga veiðiskipin. Er þetta jafn- óhaganlegt sjávarsíðunni og það, ef í stað hinna fjölmörgu sjálfstæðu landbænda kæmu fáeinir stóreigna- menn sem legðu undir sig jarð- irnar og gerðu allan fjölda bænd- anna að húskörlum sínum. En það eru alviðurkend sannindi, að betri sé almenn hagsæld en mikill auð- ur á fárra höndum, og eins er því farið um menninguna innan hverrar atvinnugreinar, henni er meiri styrkur að mörgum einstak- lingum sjálfstæðum í atvinnu sinni, en fáum stóraflamönnum með mik- Um vegagerð. Eftir Guðmund Olafsson á Lundum. --- (Nl.) Æg hef þá dregið fram nokkur dæmi, sem sýna það, að vegalagn- ingin, þ. e. útmælingin er ekki svo góð sem vera ætti, og þegar mað- ur tekur frá Eskiholtssneið og Gljúfurárbrú, þá hefir þetta atriði sist farið batnandi. En er nú þetta ekki eðlilegt? Eg efast ekki um það, að núverandi vegamálastjóri sé vel gefinn maður og vel að sér bóklega, en hefir hann séð íslenska vetrarhláku upp í sveit og leysing- arflóð i ám og lækjum á vordög- um? Sé það ekki, þá er eðlilegt að honum sjáist yfir eitt og annað sem taka þarf tillit til, þegar hann kemur ókunnugur á einhvern stað til að mæla fyrir vegi um hásumarið, þegar þurast er um og best yfir- ferðar. Sama má víst segja um ýmsa af aðstoðarmönnum hans, hversu mikilhæfir menn sem þeir kunna að vera að öðru leyti. En þetta má ekki svona til ganga og verður að lagast. Önnur eins mis- tök og Eskiholtssneið og Gljúfur- árbrú mega ekki koma fyrir oftar og helst ekkert af göllum eins og þessum, sem eg hef talið upp hér að framan, og þurfa heldur ekki að koma fyrir. Til þess þurfa menn þessir, sem fyrir vegagerðinni ráða, að bæta við sig, auk þeirrar þekkingar, sem þeir hkfa nú til brunns að bera, nægilegri þekkingu á náttúrunni íslensku og staðhátt- unum í hverju einstöku tilfelli. En til þess sé eg tvo vegi, annar er það, að vegfræðingurinn eða sá er mæla skal, dvelji vetrarlangt á því svæði, sem hann á að mæla, t. d. veturinn áður, og kynni sér alt sem þar að lýtur með eigin augum; ekki dugar að skreppa þangað snöggva ferð, hann verður að vera þar allan veturiun og fram á vor, til þess að sjá náttúruna i öllum sínum myndum, frost, fanna- lög, áfreða, leysingar o. s. frv. Fað mun verða fundið það að þessu, að samtímis þurfi að gera Ileiri vegi sinn á hverju landshorni. En mundi ekki mega að bagalitlu færa vegagerðina nokkuð saman, þannig, að meira sé unnið á sama stað í einu og svo aftur sitt sum- arið í hverjum stað? Eitthvað verð- ur til að vinna, það er of mikið í húfi, að halda áfram, að kasta meira og minna fé árlega á glæ fyrir ókunnugleika. Þessi leið er líka, að mörgu leyti skemtilegri, fyrst og fremst fyrir mennina sjálfa, því altaf er skemtilegast að vera sjálfstæður og sjálflær í sinni grein, og svo mun þeim vera heldur um geð, að verða að leita upplýsinga hjá öðrum, eins og áður er á minst. Einnig er það skemtilegra fyrir almenninginn, sem njóta á verk- anna, að hann finni það, að fult traust megi bera til mannanna, einnig í þessu tilliti. En þyki þessi leið ekki fær einhverra hluta vegna, þá verður að sætta sig við hina, og hún er það, að héraðsbúar t. d. sýslunefnd þeirrar sýslu, sem Veg skal leggja í, kjósi 1—2 menn sem hún treystir, til að vera í ráðum með vegfræðingnum. Þessa leið álít eg að vísu fult svo trygga inn skara málaliðs, er þá á meira undir öðrum en sjálfum sér. Kem- ur slíkt skipulag kyrkingi í vöxt og þroska alls fjöldans, auk þess sem það, sem Þórhallur biskup kallaði »ánægjuna af því að skapa með guði«, tapast með þessu móti, hvort heldur um sjávar- eða sveitabúskap er að ræða. Því er réttilega haldið fram, að aðstaða öll í sveitum sé með þeim hætti, að þar hljóti að vera lif- akkeri okkar þjóðlegu menningar, en því meiri eru líkurnar fyrir því að sveitunum takist að halda í henni lífinu, sem þeim kemur meiri styrkur í þeim efnum frá sjávarsíðunni. Sé engin fyrirhyggja höfð um að afstýra því, að fjöl- mörgu sjálfstæðu útvegsbænda- heimilin hverfi úr sögunni er hætt við að í þjóðlegu menninguna sé höggvið það skarð sem seint verð- ur bætt, og sveitunum reyndist erfitt að halda í fullu tré við afleiðing- arnar sem af hlytust. Það er því segin saga að fylsta þörf er að gera sér alvarlega grein fyrir þörfum sjáfarsiðufólks, og láta ekki glepjast af því, þótt vel veið- ist. Afkoma þess er ekki nema að litlu leyti* undir veiðinni komin^ með því skipulagi sem óðum er að ryðja sér til rúms. Daglaun eða mánaðarpeningar reynast sjald- an haldgóður fengur, séu þau há^ fylgir eyðsla og sóun í tilsvarandi hlutföllum, og reynsla er að kom- ast á um það hér eins og annar- staðar, að menn láta að miklu leyti hverjum degi nægja sina þján- ingu um að sjá sér og sínum far- borða. Háu launin sem skapast af samkepni stórútgerðarmanna, leiða af sér dýrtíð, og sú dýrtíð kemur ekki hvað léttast niður á pyngju sjómanna og verkafólks í sjávar- plássum. Af því sem nú var sagt er þaö einnig Ijóst, að enginn sannur að ýmsu leyti, en hún hefir einn stóran galla er eg hræddur um,. þann nefnil., að það deyfi ábyrgðar- tilfinninguna hjá verkfræðingunum,. en hana þarf einmitt að skerpa,. svo að þeir geti ekki sóma síns vegna látið neitt sjást eftir sig sem lakara er en ætla mætti af hverj- um meðalgreindum manni ólærð- um. í upphafi þessa máls mintist eg á tvær stefnur í vegagerðinni aðra þá, að vanda vegina þegar frá byrjun sem best, og hina þá, að láta minna nægja, og af því eg verð að álíta, að landsjóðs vega- gerðinni sé (líklega með vilja) hagað eftir þeirri síðarnefndu, þá finn eg ekki ástæðu til, að segja neitt verulegt um sjálfa vinnuna. Þó má vel geta þess, að fremur sýnist hún bera þess vott, að hugs- að sé um, að vanda hana betur nú í seinni tíð, t. d. er algerlega farið að steypa hellur yfir rennur, heldur betur einnig vandað til ofaníburðar, þó má það enn ekki tæpara standa á köflum og kemur fyrir, að gleymist eða vinst ekki

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.