Tíminn - 23.08.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.08.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN <iö minsta kosti 80 hiöð á ári, kostar 5 krónur árqangurinn. AFGREIÐSLA i Regkjavík Laugaveg 18, sími 286, i'it um land i Laufási, sími 91. III. ár. Reyfejavík, 28. ágúst 1919. 64. blað. Tveir straumar. Síðan Rómaveldi hrundi, liafa aldrei orðið jafn iniklar og gagn- gerðar byltingar á stjórnfari hinna siðuðu þjóða, eins og þær sem nú eru að gerast. En breytingarnar eru svo stórfeldar og hraðfara að samtíðarmennirnir eiga erfitt með að greina liin margvíslegu straum- hvörf, um ieið og þau byrja að hafa áhrif. Gömul ríki og stofanir liggja í rústum. Ný þjóðfélög myndast, og nýir stjórnarhættir, gersamlega frá- brugðir öllu sem áður hefir þekst. En í þeirri hringiðu, sem sveiflar börnum tuttugustu aldarinnar, eru tveir höfuðstraumar áhrifamestir. Annar er þjóðernisbaráttan. Hinn styrjöld stéttanna um auð og völd. þessar stefnur eru jafngamlar. Fram að stjórnarbyltingunni miklu i lok 18 aldar, þótti litlu skifta um þjóðerni. Einvaldsdrotnarnir létu greipar sópa um sigruð lönd eftir geðþótta. Ólíkum þjóðum var fylkt saman undir einni stjórn eftir því sem atvikin og styrjaldargæfan leiddu tiL En samhliða stjórnarbyltingunni, eða öllu fyr, vaknaði þjóðernis- kendin. Fræðimennirnir grófu upp gamlar sagnir og minningar. Mið- alda og fornaldardýrkunin hófst. Hver þjóð, sem nokkuð var í spunnið, fór að leggja rækt við mál sitt og sögu. Þar myndaðist andans auður sem ekki hafði fyr verið veitt eftirtekt. Þá breyttist viðhorf manna gagnvart fegurð náttúrunnar. Augu þjóðanna opnuðust fyrir dásam- legri fegurð, sem umkringdi þær, án þess að því hefði verið veru- lega gefinn gaumur. En þessar upp- götvanir breyttu viðhorfi manna innbyrðis. Þeir sem áttu saman mál, sögu, minningar og náttúrufeg- urð í ættlandinu fundu, að þessi sameign var band sem tengdi þá saman. Ur þessum þáttum er ofin þjóðernistilfinning nútímamanna. Alla 19. öldina og það sem liðið er af hinni 20., hefir mannkynið verið að byggja ný ríki á þessum grund- velli, og brjóta niður eldra skipu- lag. Og sú mikla réttarbót, sem friðarfundurinn hefir gert, er að fullnægja þjóðerniskröfunni þar sem rétt-læti valdhafanna er óhlutdrægt. En því miður var það ekki alstaðar. Samt verður því ekki neitað, að aldrei fyr í sögunni hefir þjóðerni og frjáls ákvörðun þjóðanna, ráðið jafn miklu um rikjamyndun, eins °g nú eftir Versalafriðinn. Og við- urkenningin sem Island hefir hlot- ið, er eitt af þessum dæmum. Síðari stefnan, stétta baráttan, er gerólík hinni, enda ólíkur upp- runinn. Seint á 18. öld, hérumbil samtímis vöknun þjóðeriskendanna, finna snjallir hugvitsmenn ráð lil að láta vélar vinna fjöhnörg hin erfiðustu verk. Mátlur gufunnar vann á við mörg þúsund hendur, en samt þurfti marga menn til að þjóna og stýra þessum nýju galdra- tækjum. Afrakstur vinnunnar óx gífurlega, feikna auður myndaðist í vélavinnulöndunum. En hann varð misskiftur. Þeir fáu menn sem áttu vélarnar, skipin og búð- irnar urðu stórauðugir. Þeir mörgu menn, sem unnu að því að skapa þennan auð, fengu ekki meira en svo að þeir gátu dregið lífið fram. Þá skapaðist ný flokkaskifting, inn- an sama þjóðernis. Auðmennirnir annarsvegar, öreigarnir liinu megin. Baráttan stendur um fjöreggið —-. auðinn. Flokkun manna eftir tungu og þjóðerni er föst og ákveðin. Hún breytist lítið frá einni öld til ann- arar. Og væri sú flokkun endanleg, myndi Versalafriðurinn marka var- anlegt spor í sögunni. En hver er kominn til að segja að svo verði? Samhugur stéttanna brýtur niður landamærin, sem þjóðernið hefir skapað. Annarsvegar taka höndum saman hinir voldugu, sem eiga alt. Hins vegar miljónir öreiganna, sem alls fara á mis. Þeim eru kærari sínir jafningjar í öðrum löndun, heldur en andstæðingarnir heima fyrir. Þetta á jafnt við um ríkis- mennina og smælingjana. Pjóðernið annarsvegar, stéttabar- áttan hinsvegar, munu verða undir- stöðuatriðin í stjórnmálafrámþróun forustuþjóða heimsins. Enn um þjóðernisvarnir. Það hefir ekki fundið náð fyrir augum sumra hávaðamannanna í íslenskum stjórnmálum, sem lagt var til þjóðernisvarnanna hér í blaðinu. Það var heldur ekki gert ráð fyrir því. Það mátti svo sem giska á, að langsarar myndu telja sig hafa »fundið púðrið«, einu sinni enn, um það hvernig á að verja föðurlandið bæði móti danskri inn- limun, og fjármunalegri kúgun er- lendra auðmanna. Hitt mun koma sumum á óvart, að blað sjálfstæð- ismanna virðist hafa afráðið að hneigja loksins höfuð sitt við fót- stall ísafoldar-gullkálfsins, með sín- um fornu samherjum Iangsurun- um. Það er dýrðleg gjöf að geta grafið í sand öll þau svik, fyrir- litningu og rógmælgi, sem langsar- ar hafa á undanförnum árum látið dynja yfir eigendur og forráðamenn þessa áðurnefnda málgagns. Verð- ur þessi kynlega aflátssala athuguð nokkuð nánar. Foringi langsara, Einar Arnórs- son, hefir lagt til að setja inn í stjórnarskrána 5 ára búsetuskilyrði fyrir kosningarétti hér á landi. Á þetta að vera þjóðeriíisvörn móti dönskum innflytjendum, en kemur líka niður á íslendingum, sem dvelja erlendis, og þá sérstaklega Vestur-íslendingum sem flytja vilja heim. Bjarni frá Vogi hefir komið vini sínum til liðs um þetta í þing- inu. Og til að geta aðstoðað Ein- ar sem best í nefnd þeirri, sem fjallaði um þetta mál, smeygði Bjarni sér inn í nefndina með æðstaprest langsaranna, Sigurð í Vígur. Urðu þeir félagar að fara bónarveg að deildinni til að fá að fljóta inn eftir á. Grunaði engan þá hver tilgangurinn var. Nú er það orðið augljóst. »Kærleiksheimilið« var ekki nógu liðsterkt í nefndinni, nema með því að draga þannig að sér fleiri »dáta« til að berjast fyrir föðurlandið. I stjórnarskánni var lagt til að eins árs búseta væri kjörgengis- skilyrði. Þannig hafði Jón Magnús- son borið frumvarpið upp í ísl. »ríkisráðinu« (lögjafnaðarnefndin). Einar og Bjarni áttu þar sæti. Enn fremur mun Sig. Eggerz hafa verið þar staddur. En einhvern- veginn kemur þessum mönnum ekki í hug að gera fyrstu atlöguna þar ytra. Þeir hefðu þó átt að geta undirbúið stjórnarskráua, áður en kom á »ríkisráðs«-fund, þar sem bæði meirihl. af nefndinni, og ann- ar ráðherrann, sem staddur var þar, vildu setja inn búsetuskilyrð- ið. Þessi mótbára hefði ekki komið til greina ef t. d. M. P. eða B. Kr. hefðu skapað þennan 5 ára fleyg. Þeir gátu ekki haft áhrif á málið fyr en á þingi. Það hefði heldur ekki verið tiltökumál, þó að ein- hverjum Tímans manni hefði orðið á þessi gleymska, þar sem þeir hafa »askIok fyrir hiinin«, eftir því sem »Fróni« segist frá. En að þessi gleymska skyldi henda aðra eins úrvalsföðurlandsvini og frelsis- hetjur, eins og þá sem hér eiga hlut að máli, má teljast furðulegt. »Tíminn« mun þó ekki átelja framkomu þeirra fél'aga 1 Höfn, nema að því leyti, sem gort þeirra og hreystyrði um sívakandi um- hyggju fyrir íslandi gefur tilefni til. En eigi verður því neitað, að þeir hafa vanrækt fyrsta tækifærið til að bæta úr því, sem að dómi þeirra nú nálgast að vera þjóðar- hætta. En það er á öðru sviði, sera þetta blað átelur þá félaga harð- lega. Pað er jgrir flaustur þeirra og fum að ákveða, að fornspurðri þjóöinni, r>bjargráðin«. i þjóðernis- vörnunum. Sérstaklega af því að þessar »varnir« eru i einu ónógar, og hafa marga ókosti, sem liggja í augum uppi. Að demba vanhugs- uðum framkvæmdum af þessu tægi inn í stjórnarskrána, er hin versta meinloka. Þjóðin á sjálf að fá að ráða og athuga annað eins stór- mál og þjóðernisvarnirnar, áður en gerð eru lög um þetta efni, eða vaktar langstæðar deilur um það. Höfuð synd Einars og Bjarna ligg- ur í því, að þora ekki að bera málið upp við þjóðina áður en því er ráðið til lykta. Jafnvel þó að fundin hefði verið hin besta lausn, væri aðferðin samt vítaverð. Þjóðin á að bera vit fyrir sér sjálf og gerir það líka. En því vítaverð- ara er fum þeirra félaga, þar sem úrlausn þeirra er meingölluð. Eins og fyr hefir verið sannað, hljótum við að fá innflytjendur. Vandinn er sá að fá eftirsóknar- verða menn, sem hverfa inn í ís- lensku þjóðina, og efla hana með því að verða hold af hennar holdi. Hinsvegar stendur þjóðerninu hælta af þeim innflytjendum, sem ekki læra tungu þjóðarinnar, allra helst ef þeir telja sig beitta óeðlilegum höftum, og mynda einskonar ný- lendu utan við hið íslenska þjóð- félag og í andstöðu við það. Fleygur Einars Arnórssonar er ófullnægjandi að því leyti, að sam- kvæmt honum geta útlendir menn, sem alls ekki kunna íslensku, ekkert vita í sögu landsins o. s. frv., orðið kjósendur og alþingismenn hér á landi, ef þeir hafa að nafninu til verið búsettir hér í 5 ár. Og reynsl- an sýnir að minsta kosti dönskum innflytjendum, tekst furðu vel að dvelja hér langdvölum án þess að fullnægja þessum skilyrðum. ís- lenska þjóðin getur ekki sætt sig við svona lítið. Fimm ára skilyrðið er engin þjóðernisvörn. Það er skrípaleikur og ekkert annað. ís- land hefir ekkert að gera með kjós- endur eða alþingismenn, sem ekki lcunna tungu Iandsmanna, og standa framandi gagnvart andlegu lífi þjóð- arinnar. En samt er ekki alt búið enn. Til að ná þessum litla fullkom- leika í þjóðernisvörnunum hefir þurft að fórna miklu. Alíslenskir menn, sem koma heim til landsins aftur, verða að bíða í fimm ár utangarðs hjá þjóðfélaginu, áður en þeir ná borgaralegum rétti í ættlandi sinu. Ef Árni Eggertsson eða aðrir dugandi og ágætir land-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.