Tíminn - 23.08.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.08.1919, Blaðsíða 2
27S TIMINR ar flytja heim búferlum, eru þeir samkvæmt ráðstöfunum Einars Arnorssonar settir á sama bekk og erlendur skríll, sem leitar sér bér atvinnu. Hvortveggja verða kjós- endur í hinu íslenska ríki eftir 5 ár. Mikil er djúpsæin. Von er þó að upphafsmenn þessara »bjargráða«, geri sig gilda af stórvirkjunum. Eins og bér stóð á, var einsætt að láta halda sér eins árs ákvæðið i stjórnarskránni, en vísa að öðru leyti til kosningalaganna. Að vísu er eins árs skilyrðið einskisvirði, sem þjóðernisvörn. En það gat nægt í stjórnarskránni, ef bætt var við í kosningarlögunum ákvæðum. sem gagn var að. Og ef þjóðin gat ekki fundið ráð, eða vildi ekki setja neinar hömlur, þá mun henni varla við bjargað, með þeim að- gerðum, sem núverandi Alþingi gelur framkvæmt. Með þessum hætti var stjórnar- skránni bjargað, og hið vandasama nýmæli fengið í hendur réttum að- ila: íslenskum kjósendum. Ef þeir dæmdu þennan Skeljadóm, móti löndum í Vesturheimi. Ef þeir sættu sig við 5 árin, sem þjóðernis- vörn, þá var fallinn hæstaréttar- dómur i málinu. Það hefði þá verið rétt upp borið, og engum svikum eða undirferli beitt gagnvart kjós- endum. Svona eru nú málavextirnir. Það á að demba yfir þjóðina stórgöll- uðum, og algerlega ófullnægjandi þjóðernisvörnum, að kjósendum fornspurðum. Mestu frelsishetjurn- ar gefa jafnvel í skyn, að kjósend- nm sé ekki trúandi til, að ráða jram i'ir svona máli. Liklega hefir enginn vit á því nema Einar Arnórsson. Og hver er svo þessi mikli þjóðfrelsis-Messías? Vel gefinnmað- ur að sumu leyti, duglegur bók- gerðarmaður, en hverflyndur og úrræðalaus stjórnmálamaður. Hann ætlaði einu sinni fyr að bjarga Iandinu, með fyrirvaranum sæla. Þjóðin trúði honum í það sinn. Sigurður Eggerz trúði honum í það sinn. Sigurður reyndi trygðina fyrst, þjóðin síðar þegar hún hafði falið þessum manni stjórntaumana. — »Fyrirvarinn« dó þegar faðir hans var búinn að ná völdunum. Var hann þáskoðaðurerki svikariafflest- um sínum fyrri samherjum í sjjálf- stæðinu. Síðan réði þessi maður landinu í tvö ár. Þá spurði hann þjóðina víð landkosningarnar, hvernig henni líkaði frammistaðan. Hún svaraði, að sér líkaði illa við hann, og vildi ekki hafa hann á þingi lengur. Úr hópi allra kjós- enda á landinu hlaut hann minna fylgi, en sumir frambjóðendur, sem féllu i einstökum kjördæmum. Honum tókst síðár af tilviljun að fljóta inn í einu kjördæmi. En þar er fylgi hans gufað upp algerlega. Siðustu árin hefir hann ekki unnið sér annað til frægðar, en að rök- styðja óvinsælustu og vitlausustu kenninguna, sem fram hefir komið hér á landi: Vatnsránið. Nú er þessi maður settur í há- sætið. Þjóðin á að tilbiðja hann fyrir að hafa fundið upp þetta makalausa skiiyrði, sem er svo vel fallið til að gera lítið gott en mikið ilt. Og »Frónverjarnir« syngja lof og dýrð. Það eru und- arlegir menn, sem trúa best forsjá þeirra manna, sem verst og skemmi- legast hafa svikið þá, og dregið á tálar. Um sjávarútveg. IV. Hafnabætur. ( Framkvæmda- og getuleysi þjóð- arinnar í verklegum efnum alt til þessa hlaut að koma hvað harðast niður á hafna- og lendingabótum, því þar þuifti hvorttveggja, all- mikið fé og þekkingu, sem hvorugt var fyrir hendi. Sjálfgerðu hafnirn- ar hinsvegar allmargar sem eins og ósjálfrátt beindu huganum frá því að hugsa til stórvirkja af þessu tagi, þótt auðsær gróði gæti verið að. Hafnabætur mundu gera sama gagn á mörgurn stöðum eins og vegir og brýr á landi, og enn fremur eins og áveitur og þurkur um sláttinn í sveitinni. Hugsum okkur t. d. Bolungarvík. Þar bregst aldrei fiskur svo menn viti. En löngum stundum verður ekki kom- ist á sjó fyrir brimi og hættuleg- um skerjum. Þar vantar ekkert nema lendingarbótina, að geta yfirbugað höfuðskepnuna á ofur- litlu svæði. Það myndi lcosta mikið í eitt skifti fyrir öl). En talið ör- ugt gróðafyrirtæki, þótt lífshættan sem sjómennirnir leggja sig i, æ ofan í æ á hverri vertíð, væri þar alls ekki metin til fjár eða manns- lífin sem þarna týnast að eins fyrir það, að briminu er ekki bægt frá. Svona er þetta víða. í Ólafsvík á Snæfellsnesi, í Þorlákshöfn i Ár- nessýslu og mörgum öðrum stöðum. Á Austfjörðum er allmikill vél- bátaútvegur, en sá hængur er á, að þessi dýru útgerðarlæki standa langflest í nausti vetrarlangt. Fisk- ur gengur eigi norður með landi fyr en kemur fram á sumar, og telja kunnugir að hvergi nærri öll sumur aflist svo vel að heitið geti að þessi útgerð svari kostnaði. Úr þessu mundi mega bæta með einu móti. Svo hagar til, að fiskur geng- ur alt norður að Austurhorni á vertíð. Þangað er of langt að sækja á vélbátum norðurfjarðanna. Væri nú hægt að bæta leiðir og lending- ar svo á hentugum stað, að. bátar þessir gætn flutt sig um set og sótt sjó á vetrarvertíð, mundi björninn unninn, og hinn vafasami og stop- uli útvegur Austflrðinga hingað til,. orðinn hálfu tryggari en áður. Sérfróður maður hefir verið fenginn til að líta eftir líklegum lendingarstað í þessu skyni. Og mun helst hallast að Djúpavogi. Þyrfti að lagfæra þar höfnina, og mundi ekki kosta ærið fé, en því að eins yrði þessi staður hér til bjargar, að reistir væru þrír vitar, einn stór og tveir minni. Hagar svo til að leiðin frá Djúpavogi suður á miðin er í lengsta lagi, og of löng ef ekki yrði komist skemstu leið, en sú leið er óhrein og þess vegna þarf þessara vita við. Sveinn Ólafsson alþingismaður hefir mjög beitst fyrir því að und- inn yrði bráður bugur að því að vitarnir yrðu reistir og nauðsyn- legri hafnarbót hrundið í fram- kvæmd, til þess að veiðiskipaflota Austfirðinga þyrfti ekki að setja í naust margar vetrarvertíðirnar hér eftir. Ætti öllum að liggja í aug- um uppi hversu hér veltur á miklu. En á leiðinni eru ýmsar torfærur. Ymist skilningsleýsi þeirra sem um eiga að fjalla, eða féskortur til framkvæmda, en þegar um slíkar umbætur er að ræða, þá má ekki neinu slíku við bera. Eyririnn er sparaður en krónunni kastað hvert ár sem látið er hjá'liða að koma þessari og líkum umbótum í verk. Þjóðfélag með vaxtar- og þroska- möguleikum í allar áttir má ekki láta það úrræðaleysi um sig spyrj- ast, að það beri við getuleysi, þeg- ar svona kröfur kalla að. Hinsvegar ætti að forðast alt kák og hikandi spor í þessum efn- um. Láta gerathuga aðstöðu alla af sérfróðum mönnum og ráðast síðan í þær einar umbætur,- sem öruggar reynast, þótt nokkru meira fé kosti, Launar slíkt sig marg- faldlega. Eru dæmin Ijós um brim- brjótinn í Bolungarvík og höfnina í Vestmannaeyjum, hvorttveggja „Epi Moaðariapins". Út af ádeilunni um fjárskort Bún.fél. ísl. sem m. a. var talinn hafa leitt til þess, að fél. gat ekki gert tilraunir með véiar sem líkl. gátu talist til hjálpar landbúnað- inum, hefir Guðm. Hannesson sent blaðinu eftirfylgjandi athugasemd. Hr. G. H. var í stjórn B. ís. um nokkur undanfarin ár. Var ekki endurkosinn nú í vor. Heyþnrkunaráhöldin og Bún. ísl. Það má að vísu óstöðugan æra, að eltast við villandi frásagnir í blöðunum, en í þetta sinn vil eg biðja yður, herra ritstjóri, fyrir stutta athugasemd við þáu um- mæli í síðasta blaði »Tímans«, að hér liggi stórmeikileg vél til þess að þurka hey, sem fátækur hug- vitsmaður hafi keypt. Sé það dæmi um eymd Búnaðarfél., að það hafi hverki haft fé til að kaupa áhald þetta né gera tilraunir með það. .. . Svo rotni nú miljónavirði af grasi á Suðurlandi. Eg réð mestu um það, að vél þessi var ekki keypt. Ástæður mín- ar voru þessar: 1. Hugmynd sú, sem áhöld þessi eru gerð eftir, var mér gamal- kunn og hafði eg oft átt tal um hana við knnningja mína, ekkert nýtt í henni, að því sem mér var þá skýrt frá og heldur ekki í lýsingu af einka- leyfi er birtist síðar og var þar þó um fullkomnari út- búnað að ræða — svo að segja samskonar og fyrir mér hafði vakað. 2. Maður sá, sem leitaði styrks Bún. ís). til þess að kaupa vélina kvaðst hafa tekið einka- legfi á henni. Eg sagði honum að félaginu væri óskylt að styrkja slíkar tilraunir ein- stakra manna til þess að græða fé af almenningi. Mæltist eg til þess við Stjórnarráðið, sem ekkert vissi um slíkt einka- leyfi, að það yrði ekki veitt, því fél. myndi taka málið til athugunar er friður kæmist á. 3. Eg hafði séð þess getið í þýskum ritum, að Þjóðverjar hefðu notað ný gerð þurkun- aráhöid í ófriðnum og vildi eg kynnast gerð þeirra. Bjóst við að eitthvað rnætti af þeim læra. • 4. Eg þóttist sjá, að allar fram- kvæmdir, áhaldakaup o. íl. yrðu ókleyfar meðan ófriður- inn og samgönguvandræðin stóðu yfir, að minsta kosti svo almenningi kæmi að notum. Eg skal ekki miklu spá um það, hvort þessi þurkunaraðferð reynist oss gagnleg eða ekki. Tvísýnt er það en ekki ólíklegt. Nú er einka- leyfi fengið fyrir henni í 5 ár, að mig minnir, og er þá líklegt að eigendur einkaleyfisins reyni hana. Annars hefir Búnaðarf. og einstak- ir menn gert miklar tilraunir til þess að koma annari, miklu óbrotnaði og vissar aðferð inn í höfuð bænda o: súrheysgerð, en tregt hefir þetta gengið vegna þess hve fast flestir sofa. — Þess vegna rotnar nú hey niður á Suðurlandi miklu meira en vera þyrfti. Það eru nú eitthvað 10 ár síðan sú fluga var uppi, að lítið þyrfti annað en plægja móa vora til þess að breyta þeim í frjósöm tún, að kappnóg væri að bera áburð- inn undan húsdýrum vorum á jörðina til þess að fá fóður þeirra. Þegar eg ritaði móti þessu þótti það hið mesta afturhald. Nokkru síðar sannaði Ræktunarfélag Norð- urlands mitt mál. — Nú eru lcotnn- ar aðrar fáfræðisflugur — vélaflug- ur og rafmagnsflugan, litlu betri en þær fyrri. Að minsta kosti er flest, sem eg hef séð um þau má! í blöðum vorum einkisvirði, enda skrifað af mönnum sem lítið þekkja til þeirra; þó er þetta ekld svo að skilja, að eg telji örvænt um að nýjar eða endurbættar vinnuvélar geti ekki komið að nokkrum not- um, en minni verða þau, þvi mið- ur, en margur hyggur. Guðm. Hannesson. Svo inörg eru þessi orð prófess-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.