Tíminn - 23.08.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.08.1919, Blaðsíða 4
280 TlMÍNN laga o. fl. af því tægi. Hann minn ist ekki á, að þetta sé rangt af bankanum. Heldur ekki, að það sé neitt hættulegt fyrir bankann sjálfan. Eg er nú ekki eins bankafróður og Indriði minn. En eg ætla samt að segja þeim guðfeðgunum dálít- ið, sem þeir kanske vita ekki. Fyrst það, að bér um bil alt það fé, sem bankinn hefir til meðferðar, er íslenskf fé, þótt stjórnað sé af útlendingi að mestu. Það eru ís- lensku seðlarnir, það er íslenskt sparisjóðsfé, og það er opinbert fé íslenskt. Hvað er að þakka bank- anum, þótt hann láni islenskt fé hér á landi? Er það ekki bankans gróði að lána? Hvað yrði úr gróða bankans, ef engir skiftu við hann? Og geta þá ekki sluddunautarnir (íslendingar) fult eins vel skoðað sig velgerðamenn bankans: Fyrst að láta hann fá peningana, og síð- an að taka þá aftur að láni, með þeim mismun, að bankinn græddi hálfa aðra miljón árið sem leið? Nei, Indriði minn. Allur þessi gróði er skæði rist af íslenskri hrygg- lengju. Öll þessi mörgu hundruð þúsund, sem renna út úr landinu, eru sköpuð með íslenskri iðju, og hefðu ekki runnið úr landi nú, ef foringjar íslendiuga um 1900 hefðu haft vit og drengskap til að stækka Landsbankann með útlendu fjár- magni, i stað þess, að vilja drepa hann og afhenda seðlana. Og skilur Indriði ekki, að bank- inn á undir högg að sækja til landsins um líf sitt og framtíð? Ef hann byrjar styrjöld, verður það honum verst sjálfum. Hvernig ætlar bankinn að draga inn seðl- ana, sem eru um fram 2^2 miljón á einum mánuði? Og skyldi það ekki bitna mest á bankanum sjálf- um, ef hann hefir ekki þessa auka- fúlgu yfir haustmánuðina, lil að fullnægja þörfum sinna viðskifta- manna? Svo er sparisjóðurinn. Annað eins gæti komið fyrir og það, að landið kipti að sér hend- inni um það óhappaleyfi, eða þá að minsta kosti heimtaði spari- sjóðinn gulltrygðan eins og seðla. Nú og svo er dálítið til, sem heitir moratorium. Þingið ræður yfir þeim hlut. Skyldi Indriði vilja skjóta fyrstu kúlunni og hefja skothríð fyrir óskabarnið? Skyldi hann segja eins og hermálaráðherra Frakka 1870, í stríðsbyrjun: »Herinn vantar ekki svo mikið sem einn buxnahnapp«. J. J. Frá alþingi. Hœstiréttur. Svo sem að sjálf- sögðu hefir fullveldis-hetjunum ekki þótt við eiga annað en skapa hæsta- rétt nú í sumar. Vitanlega var sjálf- sagt, að þjóðin flytti æðsta dóms- vald inn í landið, þegar hún var fær um það. En enginn er kominn til að sanna, að þessi breyting verði umbót á réttarfarinu, ef gálauslega er aðfarið. Hvað halda menn að ísl. hæstiréítur hefði gert í Skúla- málinu forðum daga? Myndi hann hafa orðið óhlutdrægari en hinn danski? Því mun hver svara fyrir sig. Hér eru miklir örðugleikar fyrir dómara, að hefja sig yfir skoðanamun og ílokkadrátt. Þjóðin er svo lítil, og allar deilur návígi, að hér er erfiðara að skapa óhlut- drægt úrskurðarvald, heldur en i stóru landi. Sjálfsagt hefði verið, að íáta lögin ekki koma til fram- kvæmda nú þegar, og það gerði Sigurður ráðunautur að till. sinni. En þingið feldi þá uppástungu. Voru 7 með henni. Hinum þótti víst ekki skorta undirbúninginn. Bara að ekki yrðu settir í hæsta- rétt einhverir af þeim mönnum, sem telja sig hafna yfir lög landsins, þau sem þeim eru ógeðfeld. Þá yrði ísl. ekki flasið til fagnaðar með innlenda hæstaréttinn. Siðan þetta var skrifað, hefir Alþingi samþykt lög um hæstarétt. Hvílir þá vandinn á þeirri stjórn, sem situr, að velja í embættin þá menn, sem ekki þykjast hafnir yfir lög landsins. Suðu-vinandinn. Alþingi hefir lagt mjög þungan toll á suðu-vínanda. Tilgangurinn bæði að afla fjár. og reyna að hindra einstaka auðnu- leysingja frá að drekka ómetið. En nú er suðu-vínandi orðin lífs- nauðsyn fjölda fólks, einkum við sjávarsiðuna, þeirra, sem elda mat við steinoliu. Á þeim kemur skatt- urinn þyngst niður. Er mikil óá- nægja með þessa ráðstöfun, eink- um í Reykjavík, og fer þar mjög að málavöxtum. Úrræði þetta hefir marga ókosti, en engan kost. Það mun ekki minka misnotkun suðu- vökvans. Það er nefskattur á fá- tæklinga, og á lifsnauðsynjar þeirra. Langtum einfaldari leið að leggja engan toll á, en afhenda vínanda þennan eftir seðlum. Væntanlega breytir næsta þing því. Seðlakaupin. Neðri deild gekk af þeim ófarnaði dauðum. Verða þeir nú vinirnir Magnús og Þór- arinn að molda afkvæmið. Einar Arnórsson og Gisli Sveinsson töl- uðu af miklum móð móti þeim, sem ekki vildu neyða þessum ó- kjörum upp á þjóðbankann og landið. í »Vísi« var andlátið birt hátíðlega, með all-langri grein og þykir kunnugum líkast þvi, að hún sé gerð af þeim M. G. og Þ. J. Síðustu dagana, eftir að frumvarpið var felt, hafa einhverjar móður- sjúkar sálir gengið milli þingmanna og verið að reyna að hræða þá með því, að bankinn, hlutabank- inn gœti (sbr. Vísi) beitt landið ójöfnuði. Vitanlega gerir banlcinn það ekki. Til þess eru forstjórar hans of hygnir menn. En auðséð er af þessu, að þeir íslendingar, sem berjast fyrir bankanum, af því að hann er danskur og ríkur, álíta, að seðlakaupin hafi verið hluthöfum í hag. Og þar hafa þeir á réttu að standa. En hótanir þess- ar eru mjög fávíslegar og vesal- mannlegar. Ólíklegt, að þær geri annað, en flýta fyrir þeirri sjálf- sögðu ráðstöfun, að opinberu sjóð- irnir verði lagðir í Landsbankann. Seðlakaupin voru feld með 14 gegn 10, En af þeim 10 voru ýmsir, sem í raun og veru voru móti frumvarpinu, en vildu sýna því þá kurteisi, að drepa það við síð- ustu umræðu í deildinni. Telja kunnugir menn, að í raun og veru hafi ekki verið neina 5 með því, frum-langsararnir og Þórarinn. „OpisiberB sj6íirnlr“. Líklega hefir enginn maður skrifað blaðagrein á íslensku, sem landinu var meiri skömm að, en »Vísis«-grein Indriða Einarssonar. 1. Indriði ljóstrar upp einkamál- um landsins viðvíkjandi skiftum þess við íslands banka. Það er bæði lögbrot og siðferðisbrot. 2. Indriði dirfist að gefa í skyn, að landið geti orðið gjaldþrota þá og þegar, ef íslands banki fram- lengdi ekki víxla þess. Við svona dylgjum ætti að liggja margra mán- aða fangelsisvisl. Enn ósvífnara af því, að landið á einmitt nú stórfé inni hiá íslands banlca. 3. Indriði segir vísvitandi ósatt, er hann heldur því fram, að Lands- bankinn geti ekki ávaxtað alt opin- bert fé eins vel og hlutabankinn. 4. Indriði veit að þing og stjórn getur hvenær sem er bannað íslands banka að hafa sparisjóð. Þá hyrfu 8 miljónir yfir i Landsbankann. 5. Indriði veit að mikið af því fé, sem nú stendur i íslands,banka, hefir staðið þar árum saman. — Laglegur gróði að borga 4x/2 í inn- lánsvexti, en fá ^fi0^ hjá lántakend- um, þar á meðal landstjórninni. 6. Indriði ætti aldrei framar að fá einn eyri úr landsjóði. Hann hefir eyðilagt sig, og skaðað land- ið, fyrir íslands banka. Sú stofnun ætti að sjá sér skylt, að fæða hann og klæða. Guðmundur Jónsson. Brot úr íí versliarsöp. IV. Nítjánda öldin.frelsistíminn mikli, endar svo á Vopnafirði, að af- bragðs dugnaðar og reglumenn, sem fyrir óhappi verða, t. d. afla- leysi eitt sumar, neyðast til að ofurselja sig verslunarvaldinu, eins og »verðbréf« það sýndi, sem lýst var í fyrsta kafla þessarar greinar. Engin banki eða lánsstofnun er til að hlaupa undir baggann. — Verslunin setur kjörin: Fasteignir, lífsábyrgð, bústofn og búslóð. Alt heimtað að veði. Hver smá- hlutur á heimilinu týndur til, jafn- vel rúmfötin, sem fólkið sefur við. Samt er ekki nóg að gjalda vexti og 'afborganir. Skuldbindingin nær lengra. Skuldunauturinn er þræl- fjötraður við lánardrottinn sinn Bnldvin Einarsson aktýg) asmiður. Laugaveg 67. Reykjavík. Sími: 648 A. Bækur og r-itíöng- kaupa menn í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Mógrár Iiestur 6 vetra, óafrakaður, mark óvíst, hefir tapast frá Þingvöllum við Öxará í byrjun júlí, sást til hans í Lundareykjadal. Hesturinn á að vera ættaðnr frá Víghálsstöðuin í Dalasýslu. Hver, sem hitta kynni hest þenn- an, er vinsamlega beðinn, gegn ó- makslaunnm, að koma honum til skila að íingvöllum, eða til Guð- mundar Eyjólfssonar á Hofstöðum í Hálsasveit. með alla verslun. Ekki spurt um verðið eða kjörin; þau setur kaup- maðurinr eftir geðþótta. Eina líkn- in er þaí, að veðsetjandi má kaupa einstöku kluti annarsstaðar, þá sem verslunin hefir ekki til. En lítið skal það vera Lánardrottinn sá, sem bjó til ikjalið, mun hafa verið Ólafur Laviðsson. Tíminn hefir í fórum sínum fleiri samskonar plögg. fetta var ekki eins dæmi. Þá e; Olgeir Friðgeirsson ekki óslingaii. Hann skuldar mann fyrir hlut, sftn þriðji maður selur. Og svo geigur skuldin aftur í reikn- ingum Blandons eftir mörg ár. Hafi gemlingarnir verið veðsettir Olgeir, þá átti hann aðgang að veðsetjtnda. Hafi veðið verið lög- legt, en þó afhent í leyfisleysi, var veðsetjíndi orðinn afbrotamaður. En semilega hefir Olgeir ekki haft formlejt veð, en ætlað að hræða Kristjái til að borga skuld fyrir annanmann, sem kaupmaður hefir verið aræddur um að tapa. Bók- fœrsla Olgeirs viðvíkjandi veðsetn- ingu gemlinga virðist eigi hafa verið orðin jafn-fullkomin um þetta leyti, eins og Landsverslunar- bókfarslan nafntogaða, sem dr. Dan, og Þórður Bjarnason gáfu kunnáttu-vottorð um. Er hægt að hugsa sér meiri mun fyrir hérað, sem hefir verið hrjáð og þjáð með einokun, veðsetningu á aleigu dugnaðarmannanna, en lögkysum og ofbeldi, þar sem við varuarlausa var að eiga, en að komast úr slíkri kúgun inn í heil- brigt og réttlátt verslunarástand, þar sem sá sterki hjálpar þeim veíka, og hver maður fær að njóta ávaxtanna af sínu erfiði? Ef lán er með ætti samvinnufélagsskapur- inn nú að byrja að græða sárin eftir veðsetningar- og kúgunar- blekkina. (ni.) Ritstjóri: Tryggvl Þérhallsson Laufási. Sími 91. PrentsmiÖjan Gutenberg,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.