Tíminn - 23.08.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.08.1919, Blaðsíða 3
TIMINIn 279 það, að þegar hingað kom til Reykjavíkur, lagðist Lárus í tauga- veiki, fékk lyf frá smáskamtalækni, sem hann taldi, að hefðu bjargað lífi sínu. Varð þetta til þess, að þegar Lárus komst til heilsu aftur, ákvað hann að leggja stund á þess- ar lækningar. En til þess, að geta komist niður i þessum fræðum, þurfti hann að geta lesið fræði- bækur um þessi efni á erlendum tungum. Naut hann þá tilsagnar um hríð í dönsku og þýsku hjá Eggert Briem, sem síðar varð prest- ur á Höskuldsstöðum. En aðal- tilsagnar um smáskamtalækning- arnar naut hann hjá þcim síra Þorsteini Pálssyni á Hálsi og síra Arnljóti Óiafssyni á Bægisá (síðar á Sauðanesi). Taldi Lárus sér það góðan skóla í ýmsum öðrum efn- um, að hafa dvalist með þessum mætu mönnum. Ekkert skal um það dæmt hvort þessi undirbúningur Lárusar undir æfistarf hans hefir tekið fram undirbúningi stéttarbræðra hans á þessum tíma, þótt þess sé getið til, en þá mun hitt full-víst, að enginn samtíðarlækna hans í þess- ari grein, mun hafa notið jafn- mikils trausts og átrúnaðar, sem hann, enda hefir hann mörgum hjálpað og bjargað. Þegar meta skal aðal-æfistarf Lárusar Pálssonar, þá verður að gera sér nokkura grein hvernig á- statt var um heilbrigðismál landsins. Þegar hann velur sér þetta hlut- skifti, þá er hinir »lærðu« læknar sárfáir, einn í hverjum tveim þrem sýslum eða jafnvel landsfjórðungi, neyðin var því mikil og lilaut margur að deyja drotni sínum á þeim árum, án þess til þessara manna næðist. Hér var því veg- legt og þarft verk að vinna, og getur maður gert sér í hugarlund hversu hugsjón æskumannsins muni hafa yljað honum, þegar ákvörð- unin var tekin, og drengilegar gat hann ekki launað lífgjöfina. Síðar kom sú tíðin, þegar »lærð- um« læknum fjölgaði, að sókn var hafin gegn smáskamtalæknunum; fór sú hríð ekki um garð hjá Lár- usi, en alt um það stóð hann styrkur eftir, bæði í áliti almenn- ings og einnig hjá stjórnarvöldum þeim, sem um þessi mál átti að gera, og hafði hann lækningaleyfi og lagði stund á lækningar til dauðadags. Lárus var góðum gáfum gædd- ur, fróður vel og kunni frá mörgu að segja. Hann var tápmaður mik- ill og átti karlmannlega lund, geð- ríkur en góður drengur. Trúhneigð- ur var hann, en feldi sig ekki við hverja framreiðslu sem var andlega málanna. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru honum helg bók. Áhugasamur mjög var hann um öll v^Jferðarmál landsins, einkum hafði hann næmt auga fyrir því, hversu mikilsvert um verslunar- málin, enda fylgdist hann sem ungur maður með í hreyfing þeirri, sem hratt af stað einna fyrsta grettistakinu um að losa almenn- ing undan fargi verslunarnauðar- innar, stofnun Gránufjelagsins. Lárus var kvongaður Guðrúnu Pórðardóttur, ágætri konu. Áttu þau um alllangt skeið, bú til lands og sjávar, að Sjónarhóli á Vatns- leysuströnd; var það nýbýli, bygt úr hálflendunni Ásláksstöðum, og búskapurinn rekinn með hinni mestu rausn. Eignuðust þau hjón- in ellefu börn; létust þrjú þeirra í æsku, hin ólust upp með þeim og mönnuðust vel. Konu sína misti Lárus fyrir rúmu ári. Heilsa Lárusar hrörnaði mest í fyrravetur, en sálarkröftum hélt hann til loka. Hann lést 16. þ. m. „£íkimrslojmrain“. Pað er segin saga, að jafnan þegar íslands banka liggur eitt- hvað á, þá fer Indriði Einarsson af stað. Indriði hefir nokkurskonar skírnarvotts-skyldum að gegna við bankann. Og það eru gömul fyrir- mæli hér á landi, að þegar for- eldrar deyja eða falla frá ungum börnum, þá kemur til kasta skírn- arvottanna. Peir eiga að sjá um, að munaðarleysingjarnir fái sann- kristilegt uppeldi, og nái staðfest- ingu á réttum aldri. Nú má segja, að hinir sönnu foreldrar íslands banka séu horfnir úr sögunni, þeir auðmennirnir, Arntsen og Warburg, sem ætluðu að vera svö lítillátir, að hirða seðla-útgáfuréttinn alla 20. öldina, og annast fjármál landsins fyrir okkur. Landsbankann átti að drepa. Alt þetta vildi Indriði og skrifaði um það margar greinar á þeirri tíð. Upp úr þessu öílu var Indriði gerður að skírnarvotti. Og nú er komið til hans kasta. Annar stofn- andinn er dauður og hinn farinn á hausinn. Nú er Indriða að duga drengilega og lijálpa skjólstæðing sínum. Nú árar heldur illa fyrir Indriða. Pingið er búið að drepa seðlakaupin, og Nd. að samþykkja þá ósvinnu, að opinberir sjóðir sknli vera geymdir í Pjóðbankanum. Hann vonast eftir, að efri deild hindri þessi býsn. Og svo rekur hann æfiferil skjólstæðings síns. Alt hefir bankinn gert fyrir þelta auma land, lánað fé til matvörukaupa, til skipa- kaupa, til bæjarfélaga o. s. frv. Alt tóm miskunn og náð. Og svo korna hótanirnar. »Skírnarvottur- inn« hugsar sér þann möguleika, að bankinn hefnist á landinu, geri það gjaldþrota fyrir smá- skuld, segði upp lánum bæjarfé- fyrirtæki sem sniðin eru við lág- mark brýnustu þarfar, reynast síð- an ónóg en afar-dýr. Hafna- og leiðartæki eru sjávar- síðanni svo ómissandi víða, þar sem nú verður að eiga mest undir óbliðu náttúrunnar bæði um afla- brögð og samgöngur, að með full- um skilningi verður að hefjast handa um, að hrinda þeim í verk. Og fyrst þar sem þörf og hagn- aður fara saman í ríkustum mæli. t Lárus Pálsson homöopath. Lárus Pálsson var fæddur á Arnardranga á Siðu í Vestur- Slcaftafellssýslu 30. janúar 1842. Foreldrar hans voru Páll Jónsson og Halldóra Gísladóttir. Faðir Páls en afi Lárusar var Jón Jónsson prests á Kálfafelli í Fljótshverfi, en hann átti Guðnýju dóttur síra Jóns Steingrímssonar. Guðný móðir Páls en amma Lárusar, Steingrím- ur biskup Jónsson og Bjarni Thor- steinsson amtmaður voru systkina- börn. En sira Jón faðir Páls var sonur Jóns Rúnólfssonar, hins merkasta manns, af svonefndri Höfðabrekkuætt. Lárus ólst upp með foreldrum sínum til 25 ára aldurs. Þá hélt hann að heiman og hugðist að halda til Frakklands. Bendir það til að útþrá Lárusar hefir verið íræðin. Stóð þessi ráðagerð að nokkru í sambandi við kynni föð- ur hans af frakkneskum skipbrots- mönnum er Páll hafði kynst svo vel, að hann hlaut opinbera viður- kenningu fyrir. En úr Frakklands- förinni varð þó eigi. Olli því atvik orsins. Pau sanna ýmislegt fleira, en hann ætlast til — og þá fyrst og fremst það, hve illa hr. G. H. hefir verið fallinn til að vera á útverði fyrir atvinnuveg, sem vegna breyttr- ar aðstöðu, þarf að gerbreytast. Kom það fram á aðalfundi Bún,- fél. í Reykjavík nú í vor. Hr. G. H. hélt þar eina af sínum einkenni- legu raiðum, um þá maklausu fá- vísi, að ætla að nota vélar til að vinna isl. jörð. Ef sléttunarvélar færu hart, þá myndu þær brotna í moldinni. Ef þær færu liægt, tæplega vinna neitt á. Ef bændur létu slika vél sundra miklu af enginu, hefðu þeir ekkert að slá, meðan það væri að gróa. Þótt engi væri sléttað, yrði það fyr en mað- ur vissi af orðið kargaþýfi, nema ef skurðir þurkuðu. En þá væri sá hængur á, að jörðin yrði of þur, og hætti að spretta. — Að lokinni þessari fordæmingu, var hr. G. H. fremur á því, að eitthvað yrði samt að gera á þessu sviði. Merkur Rangvellingur, Guðm. Porbjarnarson bóndi á Hofi, nafn- togaður framkvæmdamaður, lýsti því yfir, er hann hafði heyrt ræðu þessa, að síst væri furða, þótt Bún.fél. ísl. hefði lítið gert á undan- förnum árum, ef svo væri, sem sér sýndist, að höfuðin vissu aftur, en eigi fram. Milli þess gegnarlausa afturhalds, sem kemur fram í athugasemd hr. G.H., og stefnu Tímans, er engin brú. Og höfuð-deiluefnið er einmitt vél- arnar. Timinn mun hispurslaust berjast fyrir því, að landbúnaður- inn ísl. fái í sína þjónustu allar þær vélar, sem nokkur von er um, að geti sparað mannsaflið við fram- leiðsluna, flutninga og innanhúss- störfin, við hvern sem í hlut á. Skiftir litlu hvort óheillaráðin koma frá greindum mönnum og velvilj- uðum, eins og hr." Guðm. H. eða heimskum og illviljuðum eins og Sigurði Vestmannaeyja-lyfsala, ef stefnt er til áfarnaðar. Vörn Guðm. H. er einskis virði. Hann játar á sig að hafa eyðilagt tilraun með heyþurkunar-vélina í fyrra, af því að honum hafi verið vélin kunn áður. Mun engan furða á þessu, því að hr. G. H. veit um allar nýungar, áður en þær koma fram. Hann játar, að þessi þurk- unaraðferð kunni að reynast okkur gagnleg, meir að segja »ekki ólík- legt« að svo verði! Má af orðum hans sjá það tvent. 1. Að þrátt fyrir alt veit hann ekki um vélina, það sem mestu skiftir, hvort hún má verða okkur lil gagns eða ekki. 2. Hann telur »ekk( ólíklegtcc, að vélin sé nothæf, en spillir þó fyrir tilraun á kostnað Bún.fél., og að stjórnin veiti einkaleýfið. Og svo sem til að kóróna alt, er auðséð, að hr. G. H. hefir ætlað Bún.fél. ísl. að »nappa« hugmyndina fyrir ekki neittl Sú búmenska er víst óþörf, því að hugvitsmaður sá, sem vélina hefir, mun ekki dýr- seldur, ef sæmilega er að honum farið. En síst er það til að örva fram- tak hugvitsmanna okkar, ef þeir sjá að hugkvæmd þeirra er ekki metin meir en svo, að þjóðin vill hrifsa gjafir þeirra, og launa með vanþökk einni. »Tíminn« leggur engan dóm á það hvort þessi vél eða aðrar nýjar verða að almennum notum. Tilraunirnar skera úr því. En líf þjóðarinnar liggur við, að tilraunir séu gerðar fljótt og vel, um allar þær vélar, sem einhverju geta bjargað af þvi miljónavirði af grasi sem nú rotriar á Suðurlandi. Anstan yfir lieiði. Kafli úr bréfi. . . . »Mikið þótti inér vænt um, er eg Ias í »Tíman- um«, greinina »Farðu ofan« um hann Bjarna frá Vogi. Eg hef tekið eftir því fyrir löngu, að hann not- ar landssjóðinn sem mjólkurkú, sýndi hann það glögt þegar hann var viðskiftaráðunautur, sem aldrei skildi verið hafa, því að hann vann viðskiftum og verslun ekk- ert gagn. Nú hefir hann þrenn ráð- herralaun. Merkilegt að enginn skyldi minnast á þetta fyr en »Tím- inn« gerði það. En Bjarni hefir sitt skuldalið, skrumara, sem hann út- vegar stvrk á þingi, til fylgis við sig, og sjálfur smjaðrar hann fyrir kjósendum sínum og villir þeim sýn. . . .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.