Tíminn - 20.09.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.09.1919, Blaðsíða 2
302 TlMINN Samvinnuskólinn starfar í vetur í sex mánuði, frá byrjun nóvember til aprílloka. Kent verður í tveim deildum. Kenslugjald 50 kr. greiðist fyrir fram. Skólinn tekur jafnt á móti konum sem körlum, en eigi yngri en 18 ára, nema sér- staklega standi á um þroska og undirbúning. Gerður verður nokkur munur á kenslu fyrir þá nemendur, sem ætla að verða starfsmenn samvinnufélaga, og hina, sem vilja afla sér almennrar fræðslu um samvinnumál, en kæra sig ekki um að taka verslunarpróf. Pessar náms- greinar verða kendar: 1. íslenska, eitt Norðurlandamál, enska, þýska. 2. Stærðfræði, bókfærsla, vörufræði, verslunarlanda- fræði, vélritun. 3. Almenn saga, verslunarsaga, félagsfræði, hagfræði, saga samvinnustefnunnar hér á landi og erlendis. Nánari vitneskju um samvinnuskólann má fá í II.—III. hefti Tímarits ísl. samvinnufél., sem sent verður út um land í byrjun september, eða hjá undirrituðum, sem tekur á móti umsóknum. Reykjavík 20 ágúst 1919. Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 35. Sími 603. menn geti ekki samþykt tillöguna og þann tilgang sem í henni felst. Engin brú er til milli bann- manna og andbanninga. Þar er, ef svo mætti segja, um tvö trúarbrögð að ræða, sem ekkert eiga sameig- inlegt. Bannmenn sem slíkir, geta ekki tekið höndum saman við andbanninga sem slíka, í því máli. f*eir hljóta að mótmæla öllum til- raunum andhanninga um að fá vilja sínum framgengt. 1 annan stað er tillagan þannig framborin að í henni felast hálf- gerð ósannindi. Það er bent á ríkiseinkasölu sem hið eina sem komið geti til greina að taki við, þá er bannið sé upp- hafið. En það er alkunnugt, að andbanningar standa marg-klofnir uin það, hvað eigi að gera, verði bannið afnumið. Sumir viija full- komið frelsi með vínið, þ. e., að alstaðar sé hægt að ná í það og öllum sem á annað borð fást við verslun, heimilt að selja það. Aðr- ir, og það mjög margir vilja vín- sölubann. Enn aðrir ríkiseinkasöl- una o. s. frv. Og loks getur ríkis-einkasalan ^tkvxðagreiðsla . um bannligin. Tillagan um nýja atkvæðagreiðslu þjóðarinnar um bannlögin, sem getið var í siðasta blaði, gefur til- efni til margvíslegra hugleiðinga. Andbanningar í þinginu bera hana fram og munu flestir vera henni fylgjandi. Með henni slá þeir úr hendi sér einu aðalvopninu sem þeir hafa beitt gegn bannlögunum. Peir hafa sem sé haldið því fram, að bannlögin brytu stjórnar- skrána, þar eð þau gengju of nærri persónulegu frelsi manna. Þjóðin mætti ekki setja sér slík lög sem bannlögin væru. hjóðaratkvæðið um bannlögin hefði verið ólöglegt og öll lagasetningin. Með því að heimta nú sjálfir slíka atkvæðagreiðslu hafa and- banningar viðurkent að þetta voru einungis slagorð. Þeir geta því ekki lengur beitt þessu vopni. Hefir þetta ,valdið fullkominni riðlun á fylking andbanninga, því að aðalmálgagn þeirra, Morgun- blaðið, hefir sjeð hvað að fer og er eindregið á móti atkvæðagreiðsl- unni. Þjóðin eigi ekki að ráða uin það fremur en annað, segir blað- ið. Þingið eigi nú að afnema bann- lögin án þess að spyrja þjóðina til ráða. — 1 hóp bannmanna virðist og votla fyrir líkum klofning út af tillög- unni, þar eð »Vísir«, sem ávalt helir verið banninu hlyntur, hall- ast nú að atkvæðagreiðslunni, en talið er víst, að bannmenn í þing- inu séu á móti henni. Þessi klofn- ingur er þó aðeins á yfirborðinu. Það eru andbanningar sem flytja tillöguna og það í þeim tilgangi að afnema bannið. Það eitt fyrir sig er ærin ástæða til þess að bann- jjreytingar á pistgSngum. Það er ekki að undra þótt Aust- ur-Barðstrendingar og Dalasýslu- búar uni illa breytingu þeirri, sem gerð var á póstgöngunum hjá þeim í sumar, því hún er afaróhagkvæm, sérstaklega að því er viðskifti við ísafjörð snertir. Óskiljanlegt er það einnig, hvað póststjórninni hefir gengið til þess að gera breyting- una. Það virðist svo, að í þessu efni ætti póststjórnin fyrst og fremst að hafa hag héraðanna fyrir aug- um. Að visu getur komið til mála að breyta tii, þótt breytingin sé ekki tii hags fyrir héruðin, ef hún hefir mikinn fjárhagslegan hagnað í för með sér, en er þó ekki ti| baga. En í þessu tilfelli getur ekki hafa verið um fjárhagslegan ábata að ræða, því Strandasýsluleiðin er engu síðnr erfið en gamla póst- leiðin. Vegalengdin er miklu meiri Steingrímsfjarðarheiði er engu betri yfirferðar en Þorskaíjarðarheiði, heldur verri, að því leyti, að á henni er ekkert sæluhús. Flóka- tungur er mikiu erfiðari en Nauta- tungur og miklu verri að vetrar- lagi en Þorgeirsdalur og Fjalldalir. Breytingin virðist að vera mjög vanhugsuð og hlýtur að fást lag- færð ef unnið er að því með festu og rökum. En það er einnig annað óiag á póstgöngunum úr Reykjavík hing- að til Vestfjarðanna, sem þörf væri að bæta úr. Það hefir verið gömul venja, að flylja allan póstflutning, sem fara a til Vestljarðanna, austur fyrir Breiðafjörð og til ísafjarðar, þegar ekki falla skipaferðir. Nú er þessi póstflutningur fluttur úr Borgar- nesi, norður að Stað í Hrútafirði og þaðan eftir Strandasýslu yfir Steirigrímsfjarðarheiði til ísafjarð- ar og því næst suður eflir fjörð- unum. Það virðist iilil áslæða til þess að fara þennan afarlanga krók með ílutning þann, sem fara á til íjarðanna sunnan Breiðadalsheiðar; lægi miklu beinna við að flytja hann úr Borgarnesi og til Stykkis- hólms og þaðan yfir Breiðatjörð til Brjásnlækjar. En af þessu leiddi, að breyta þyrfti til um göngur póstanria í Barðastrandar- og Vest- ur-ísafjarðarsýslum. Hagkvæmast hygg eg, að póstgöngunum þar yrði hagað eitthvað á þessa leið: Eftir komu Stykkishólmspósts- ins’ að Brjánslæk, yrðu þrir póst- ar látnir ganga þaðan þannig: Fyrsti færi þegar eftir komu Stykkishólinspóstsins um Haga, Patreksfjörð og Sveinseyri að Bildu- dal og þaðan sömu leið aftur til Brjánslækjar. Meðan þessi póstur væri á feiðinni milli Patrekstjarð- ar og Bíldudals, væri hagkvæmt að senda póst um Sauðlauksdal að Bæ á Rauðasandi og annan frá Sauðlauksdal í Breiðuvík. Ættu þessir póstar að gela náð til Pat- reksfjarðar aftur, áður en póstur- inn frá Bíldudal færi austur að Brjánslæk. Annar færi degi siðar frá Brjáns- læk til Bíldudals og mætti þar hin- utn póslinum er liann kæmi frá Patreksfirði; héldi síðan venjulega póstleið til ísaljarðar og sneri það- an aftur, eftir komu aðalpóstsins verið rekin með feykilega marg- víslegu móti, en tillagan gefur ekk- ert í skyn um það. I þessu formi er atkvæðagreiðsl- an þess vegna mjög óhrein og villandi. Það vantar alveg hinar skýru línur sem voru síðast er greidd voru atkvæði um þetla. Enn verður þess að geta, að atidbanningar hafa hvorki form- legan né siðferðilegan rétt til þess, að bera fram slíka tillögu. Þjóðin hefir ekki óskað þess, miklu fremur er það fullvíst, að þióðin vill halda fast við lögin og flestar raddir heyrast um, að herða beri á eftir- liti með þeim. í annan stað er reynslutíminn svo stuttur enn að af þeim ástæðum er ómögulegt að rökstyðja tillögu um afnám lag- anna. Af þessuin ástæðum hljóla bann- menn að v.era á inóti atkvæða- greiðslunni i þessari mynd. Þótt þessu sé þannig varið munu margir bannmenn óska nýrrar at- kvæðagreiðslu um bannmálið, og það með þeirri vissu, að því hefir aukist fyígi hjá þjóðinni og i þeim tilgangi, að fá styrk frá þjóðinni, sem herti á landsstjórn og þingi um' að framfylgja lögunum með mun meiri festu og'nákvæmni. Með nýrri atkvæðagreiðsiu mundu bannmenn vilja sækja traustsyfir- lýsing til þjóðarinnar. Efni eru ærin til þess, eins og oft hefir verið vikið að hér i blað- inu, en tvö eru næst hendi og ný- legust: Fyrst það, að þingið fæst nú ekki til þess, að bæta úr þeim göllum á lögunum, sem hafa komið í ljós við marg-umtalaða dóma yfirdóins. Og því næst það, að ekki eru gerðar l?inar nauðsynlegu ráðslaf- anir til þess að hindra hina auð- sæilegu misnotkun lækna á heim- ild þeirra, um að láta af hendi frá Reykjavik, sömuleiðis til Bíldu- dals, en þaðan héldi hann svo um Sveinseyri, Patreksfjöi ð og Haga, að Brjánslæk. Þriðji færi þegar eftir komu Pat- reksfjarðarpóstsins að Brjánslæk um Vattarnes, Klelt, Gufudal og Bæ að Króksfjarðarnesi, og þaðan eftir eins dags dvöl sömu leið að Brjánslæk. Nauðsynlegt væri að láta póst- inn, sem gengur frá Sveinseyri að Selárdal halda frá Selárdal inn Ketildali að Bildudal og svo yfir Tunguheiði eða Hálfdán að Sveins- eyri. Hvað er nú unnið við breytingu þessa? í fyrsta lagi það, að mest öll Barðastrandarsýsla og Vestur- ísafjarðarsýsla fengju póslílutning sinn úr Reykjavík miklu fyr en ella. í öðru lagi yrðu miklu greið- ari viðskiftin milli Vestfjarða og Breiðafjarðar eða sérstaklega Snæ- feilsness og það alla leið til Borg- arness. í þriðja lagi yrði póstflutn- ingurinn úr Borgarnesi til ísa- fjarðar miklu léttari og því ódýr- ari. í fjórða lagi fengjust reglu- r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.