Tíminn - 20.09.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.09.1919, Blaðsíða 4
304 TI MIN N Um sjávarútveg. VII. Líftrygging sjóinanna. Fyrir allmörgum árum framdi Guðm. Björnson landlæknir rann- sókn á mannsköðum á íslandi. Niðurstaða hans var harla eftir- teklarverð. Skal hún ekki rakin hér. En það kom þá meðal ann- ars í ljós, að sjórinn umhverfis ísland heíir mörg ár reynst hlut- fallslega mun mannskæðari en stórar og langvinnar styrjaldir þjóðum sem höfðu átt í ófriði. Árið 1906 drukktiuðu af okkur 123 karlmenn; hefði enska þjóðin það ár átt að verða fyrir ámóta tjóni, hefði liún mist 65,490 menn. En í Búastríðinu 1899—1902 mislu þeir ekki nema 5774 menn. Þá leiddi rannsókn landlæknis það í ljós, að drukknanir íslenskra íiskimanna voru 12 sinnnin meiri en norskra um undanfarið 30 ára bil. Þess má nú geta til, að þessi hörrnulegi samanburður hafi orðiö til þess að ýta undir þær öryggis- ráðstafanir sem þegar hafa verið gerðar til þess að varna slíkum slysum í framtíðinni, og enn fiem- ur til þess, að þeim yrði bættur skaðinn, sem tilfinnanlegast verða fyrir honum. En margra alda mótlæti hefir gert okkur kalda og sljófa, og því hrökkva bæturnar hér alt of skamt. Við bj^rjum mannbæturnar með því að kotna á skyldutrygging er veitir aðstandendum 100 kr. á ári í fjögur ár. Nú er þó sú framför orðin að líftryggingin nemur 500 krónum á ári jafn mörg ár og 75 kr. árlega að auki, fyrir hvert barn er sjómaðurinn kann að hafa látið eftir sig. Hér þarf meira með. Langoftast er það fyrirvinnan, sem slysið hittir, annað hvort aldr- aða foreldra eða konu og barna. Og hrökkva þá þessi gjöldin skamt, síst eins og verðgildi peninganna nú er orðið úr sér gengið. Enda mun það svo, að ekki hafi skilningur á því út af fyrir sig verið fyrir hendi hjá þeim, sem hér unnu að umbótum, held- ur mun þeim ekki liafa hugkvæmst önnur leið en sú, að sjómenn sjálfir stæðu undir liftryggingunni ineð beinum fjárframlögum, og þeir þá ekki treyst þeim til frekari fjár- framlaga. En nú hefir góðum inanni hug- kvæmst önnur leið, sem sjálfsagt er að gera. Og sú leið er það, að atvinnu- vegurinn í heiid sinni kaupi sjó- mönnunum líftryggintr, sem naigði til að framfleyta ineðal fjölskyidu í nokkur ár. Hugsar tillögumaður sér að kom- ist yrði hjá öllum útflulningstollum á sjávarafurðum, er rynnu i ríkis- sjóð, öðrum en síld, en í þeirra stað kæmi gjald er rynni í slysa- tryggingarsjóð sjómanna. Yrði gjald þetta atvinnuveginum á engan hátt tilfinnanlegt, og því síður, sem frekar væri unnið að því, að afstýra slysum þeirra er sjó stunda. fossanálinB frestal. Sérleyfisfrumvarp meiri hluta þingnefndarinnar í fossamálinu var til 2. umræðu í neðri deild í gær. Kom það þá glögglega í ljós hversu máiið var komið í mikið öngþveiti. Þingnefndin hafði ætlast til að ganga frá sérleyfislögum einum saman, án þess að útkljá áður deiluna um eignarréttinn. En flestum ræðumönnum kom saman um, að það væri óvinnandi vegur. Eftir tillögu frá sira Sig. Stefáns- syni og með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða, var málinu vísað til stjórnarinnar, rneð rökstuddri dagskrá. Er því þar með slegið föstu að ekkert af fossamálunum verðnr afgreitt á þessu þingi, en til þess ætlast af stjórninni að hún vinni nú úr þvi mikla efni, sem safnað hefir verið, undirbúi málið til hlítar og leggi fyrir næsta þing frumvörpin, eins ög hún vill a'ð- hyllast þau. Er það vitanlegt, af yfiriýsing stjórnarinnar, hvora aðal- stefnuna hún aðhyilist um eignar- réttinn. Eru þessi málalok hin einu réttu, úr því sem komið var, vegna hins mikla dráttar af hálfu meiri hlutans. Leiðir það og af þessu að kosn- ingarnar í haust muni snúast að mestu leyti urn fossamálið, og þá ekki hvað síst um höfuðágreiniug- inn um eignarréttinn á vatni. 9^5alin valssiabii*6. Heill hópur af ríkustu mönnum landsins hafa .keypt tvö blöð til að birta þjóðinni sameiginlegar skoð- anir sínar. Þeir hafa keypt blöðin og ýmislegt þeim til heyrandi fyr- ir of fjár. Þeir eru reiðubúnir að eyða tugum og hundruðum þús- unda i þetta fyrirtæki. Alt sem pen- ingar geta keypt, hafa þeir fengið. Alt nema eilt, sálina í blaðið, rit- stjórann. Málstaðurinn einhvern veginn þannig, að ekki var auð- fenginn málfærslumaðurinn. Meðal þeirra manna sem líklegastir hafa þótt, var svarið hið sama. Fyrir hvern einstakan af félagsmönnun- um væri hugsanlegt að vera rit- sljóri. En að afsaka allar þeirra sameiginlegu syndir, það sá eng- inn sér fært. Þólti þetta einsær vottur þess, að siðgæði íslensku þjóðarinnar væri ekki eins slæmt og suma hafði grunað. Að lokum bauðst einn maður til að vinna þetta óþakkláta verk, Einar Arnórsson fgrverandi ráðherra. Hann mun hafa gengist fyrir hinu mikla fjárgjaldi, og einhvern veg- inn ekki selt fyrir sig siðferðishlið málsins, eins og þeir sem fyr höfðu verið til kvaddir. En á fundi í wmiljónafjórðungn- um» reis einn af stærstu hluthöf- unum upp og mótmælti þessari ráðstöfun. Benti á að E. A. hall- aðist að afnámi eignarréttarins á vissu sviði. Og ef sú bylting væri leyfð á einu sviði, þá fylgdi meira með. Aðaleinkenni bolsevismans væri einmitt þetta, að taka eignir manna til handa þjóðfélaginu án þess að bæta fyrir. Þetta væri langtum verra en jafnaðarmenska vesturlandanna, sem ekki færi lengra en að vilja láta kaupa stóreignir einstakra manna handa því opin- bera. Vatnsránið væri bolsevismi. Og forgangsmann slíkrar hreyfing- ar vildi hann síst af öllu láta stýra sínu blaði. Og að lyktum kvað hann hafa bent einum stærsta út- gerðarmanninum á, að með þess- ari byrjun gæti orðið stutt þangað til teknar væru aðrar eignir hans, bæði fastar og lausar. Það sló ótta á hópinn í það sinn. Þeir létu samninga við Ein- ar falía niður, og reyndu við aðra menn. En enginn var fáanlegur. En Einar beið rólegur þess að neyðin kendi naktri konu að spinna — og mönnum með illan málstað að biðja hann að vera málfærslu- mann, þar sem allir aðrir þótlust of góðir. Og nú kvað þetta vera afráðið^ E. A. fekur við blöðum miljónafjórðungsins litlu eftir að þingi sleppir. Og til prýðis heldur hann ráðherra-eftirlaunum! Með flutningi E. A. í herbúðir kaupmanna leggur auðmannahópur landsins langsarana formlega undir sig, því að Einar er þeirra foringi og mestur í því sem þar er til gildis talið. Með þessu kemur mil- jóuafjórðungurinn sér upp dálitl- um »flota« í þinginu. Þar liggja samflota við »bólverk« ísafoldar B. Kr. og Vigurklerkur, Magnús- arnir Péturs- og Guðmundsson, Gísli Sveinsson, Jón á Hvanná, Þór- arinn og Vog-Bjarni. Með þessum liðsafla þarf miljónafjórðungurinn síst að kvíða framtíðinni Væntan- lega tekur svo þessi fagra sveit að sér stjórn hins »fulívalda ríkis« með legáta-hópnum, og miljóna- tekju-hallanum, þegar kosningun- um lýkur. N. Ðýrajjarðsr-á|engtð og I3ggœs!a». * ---- (Niðurl.). Já, sorglegt ersvona lagað ásland og varla getur annað verra en það, að yfirmennirnir selji sóma sinn og ættjarðar sinnar fyrir lögbann- aðan munað, og mér finst, sem öll íslenska þjóðin sé niðursokkin í spillingadjúp og kæruleysi, ef hún líður til lengdar eða lætur óátalið, að löggæslumennirnir, sem hún hetir sjálf upp alið sem slika, og læknar þeir, sem hér eiga hlut að máli — alið þá upp með því, að bera allan kostnað af skólum þeim, sem þessir menn hafa notið kenslu á, — líður þeim eða lætur óátalið, að menn þessir gangi fram- arlega í flokki þeirra manna, sem brjóta landslög, sem þeir þó með embættiseiði hafa lofað að gæta og vernda. Hér þarf að herða á með bann- lögin, þannig: að ekki leyfist, að löggæslumaður, hvort heldur hann er hátt eða lágt settur í þeirri stöðu, gangi fram bjá ölvuðum manni, án þess að rannsaka eða gera tilraun til að komast fyrir á hvern hátt, að hann hefir ölvaður orðið, og embættismaðurinn, hvort heldur hann er læknir eða lög- gæslumaður, sem brýtur bannlögiu eða önnur landslög með vilja og ásetningi, á strax að vera rækur úr stöðu sinni, og ekki eiga þang- að afturkvæmt, nema hann bæti ráð sitt. Þjófurinn er ekki látinn fást við opinber trúnaðarstörf eftir að hann er brotlegur orðinn, þar til hann hefir fengið uppreisn æru sinnar.. Fjarlægð milli hans og þess manns, sem sérstaklega hefir tek-ið að sér fyrir þjéðfélagið, að gæta og vernda landslögin, en brýtur þau þó sjálfur roeð fyrir- huguðum ásetningi, sé eg ekki hver gæti að réttu verið. Lög landsins eiga að vera öllum heilög, að minsta kosti ættu þau að vera það öllum þeim, sem bafa gert það að lífs- starfi sínu að gæta þeirra, og þjóðin sjálf hefir þroskað til þess og borgar fyrir, og ef þessir menn ekki hafa landslögin í heiðri, er ekki mikil vou til, að andirmenn þeirra geri það. Hvaða staðir eru það, sem 40— 100 potta Dýrafjarðar-áfengis-brús- arnir koma frá, nálega með hverri ferð, sem bréfritarinn beinist að með orðunum »norðan og sunnan«. Margir, sem lesið hafa grein þessa hér, telja nokkurnyeginn víst,. að vegna staðhálta sé átt við ísa- fjörð og Stykkishólm eða Reykjavík. Líklegt er að læknar þeir, sem bér geta átt hlut að máli, geri nú eitthvað til að hrinda af sér ámæli eða aðdróttunum bréfritar- ans, að minsta kosti ætti læknum þeim, sem saklausir eru, að vera hugleikið, að halda uppi heiðri sínum; mér skilst það lika vera auðfengið með því, að komast fyrir hvaðan helst upprætt áfengi hefir komið. Eftir því sem bréfiitaran- uni segist frá virðist ekki farið dult með það að neinu leyti, og ælli því að vera auðgert, að rekja íeril þess, ef það er að eins reynt, og vona eg að einhverjir verði svo ærukærir að heimta það úr því búið er að gera þetta að opinberu blaðamáli. Guðbrandur Jónsson Spákelsstöðum- AV! Hafið þér gerst kaupandi ða Eimreiðinni? Ritstjóri: Trygirvl i'órhaUsaun Laufási. Sírni 91. Prentsmiójan Gutenberg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.