Tíminn - 04.10.1919, Page 3

Tíminn - 04.10.1919, Page 3
TIMINN 315 ÆófiBanósstofa Siuöcjeirs eSénssonar er fiutt á JBaugav&g 1% (BaMúsié). Simi 236. SHSlf* Greið og góð viðskifii. sem talið er eitthvert fegursta her- bergi veraldarinnar. Þingsalurinn er ferhyrndur. Nokkru meiri á lengd en breidd og gangur eftir endilöngu gólfi. Hægra megin við ganginn sitja fjdgismenn stjórnarinnar. (Nú eru þeir svo margir, að þeir verða líka að sitja vinstra megin). Fjuir stafni situr »Speaker« á palli hátt yfir gólfið. Hann er í sextándu aldar búningi með hárkollu mikla á höfði. Fyrir framarx hann er borð, og á því liggur veldissproti hans (mace) hinn mesti dýrgripur. Einnig sitja þar skrifarar þingsins, tjórir að iölu. Annars eru engin borð í saln- um, og þingmenn geta ekkert skrif- að meðan á fundi stendur. Peir hafa heldur enga pappíra með sér. Fiestir sitja þeir með hatta á höfðum. Fundurinn byrjar. Speaker sest í sæti sitt og þingmenn ryðjast inn. Aldrei hef eg séð jafn mörg sköruleg andlit saman komin. Næstum því hver þingmaður virð- ist vera stórmenni. Mér verður ó- sjálfrátt á, að bera þá saman við dönsku og íslensku þingmennina, en sá samanburður er ekki hag- stæður fyrir okkur eða sambands- ‘þjóð okkar við Eyrarsund. Fundurinn byrjar eins og venja er til með því, að þingmenn koma með fyrirspurnir til ráðherranna og þeir svara. I þetta sinn voru hvorki meira né minna, en 191 fyrirspurnir, svo veslings ráðherr- arnir fengu nóg að gera. Alt i einu opnast dyrnar og þing- menn standa upp. Lloyd George kemur inn. Flestir þingmenn veifa höttunum og æpa fagnaðaróp og á áheyrendapöilum ' kveður við dynjandi lófaklapp. Forsætisráðherrann gengur hægt og brosandi til sætis síns. Þing- nienn keppast um, að ná í hend- urnar á honum og bjóða hann 1 hann skuli vinna sitt ákveðna verk, til þess að fyrirtækið verði sem fullkomnast. Sömu aðferð verður að hafa í skattamálunum. Peir menn, sem rannsaka þau, verða að kynna sér fyrst, hverja grein þeirra svo vel sem verða má, svo að þeir geti síðan sagt fyrir um hvernig hverju atriði smáu sem stóru, skuli fyrir komið að lög- um og í framkvæmd. Kröfurnar má ekki setja lægra um slík vanda- mál, því að öðrum kosti kemur það fljótlega niður á allri þjóð- inni, og verður að vinna verkið upp að nýju. Landsstjórnin kemur til að ráða um, hvernig verk þetta verður unnið. Hún getur unnið þjóðinni þarft verk og getið sér góðan orð- stir með því, að kveðja menn til starfsins, er semji réttlátt, hag- kvæmt og fullnægjandi skalta- kerti, eftir bestu fyrirmyndum, ineð sjálfstæðri rannsókn á fram- kvæmd þess erlendis. En hún get- ur líka unnið landinu ómetanlegt tjón, ef hún lætur sér nægja slæ- lega unnið flaustursverk. velkominn. Þeir sem ekki ná i hendurnar, grípa í frakkalöfin. Enginn hlustar á, ráðherrann, sem var að tala, svo að hann tekur það ráð, að setjast niður. Brátt kemst ró á aftur og Lloyd George tekur til máls. Hann er fölur og þreytulegur. Likur því að vera út- slilinn af erfiði og áhyggjum. Hann talar hátt og skýrt og allur þing- heimur stendur á öndinni af eftir- væntingu. Maður getur ekki komist hjá því, að verða gripinn af lotningu á þessuin stað. Hér hefir enska þingið — fyrirmynd allra annara þinga — verið háð í 700 ár. Hér eru saman komnir fulltrúar allra stétta á Englandi. Hér gat að líta nokkra af auðugustu og ættgöfug- ustu mönnum ríkisins. Hér eru herforingjar í einkennisbúningi. Sumir særðir og fatlaðir, og beint á móti Lloyd George sat verka- mannaforinginn Adamson með pípuhattinn ofan í augu og fæt- urna upp á borðinu milli skrifar- anna. Af frægum þingmönnum voru þeir Balfour og Churchill fjarver- andi. Báöir i Frakklandi. En ann- ars voru þarna allir hinir merkari þingmenn Englendinga. Bonar Law, hár og magur og þreytulegur situr næst forsætisráðherranum. Þá Eric Gedds fríður og vasklegur ungur maður, líkari knattspyrnumanni en ráðherra. Austen Chamberlain fjármálaráðherra, óvenjulega glæsi- legur og vel búinn maður, kaldur og rólegur. Eins og hann sé utan við þetta alt saman. I’egar Lloyd George byrjaði að tala var ekki laust við að eg yrði fyrir vonbrigðum. Eg hafði búist við skörulegri og hátíðlegri mælsku. En það voru ekki nema fáeinar mínútur sem eg fann til þessara vonbrigða. Lloyd George virðist breytast við hverja sfefningu, sem hann sagði. Röddin varð hærri og hljómsterkari, svipurinn fjörgaðist og vöðvarnir stældust. Hann varð eins og lifandi ímynd fjörs og framkvæmda. Hann hefir engan hátíðlegan ofurmennis svip, eins o^ t. d. Napoleon og fleiri af stór- mennum heimsins hafa haft. Það sem einkennir hann sérstaklega, er hið ótæmandi'eldfjör og starfs- þrek. Meður finnur óðara, að hann getur ekki að eins unnið meira en nokkur annar, heldur hefir hann einnig hæfileika til að blása starfs- fjöri og bjartsýni í brjóst þeirra manna, sem hann á að vinna með, eða þarf að nota til þess að fram- kvæma áhugamál sín. Hann er einn af þeim mönnum, sem fæddir eru til þess að standa í stórræð- um, berjast og vinna sigur eða falla. Það var eins og hinir ráðherr- arnir og allur þingheimur hyrfi í þoku. Maður tók að eins eftir litla gráhærða manninum, sem var að tala. Röddin fylti salinn og setn- ingarnar, kjarnjrrðar eins og spak- mæli, festust í huga manna. Það var enginn gleðiboðskapur, sem hann flulli ensku þjóðinni. Þvert á móti. Hann lýsti átakan- lega hinu illa fjárhagsástandi rik- isins og sagði að þess væri engin von að tímarnir myndu breytast mikið til batnaðar fyrst um sinn. Mestu fé og starfsjrröftum heims- ins hefði í síðastliðin 5 ár verið varið til þess að eyðileggja. En framleiðslan minkað svo stórkost- lega, að nú væri fyrir hendi aí- gerður skortur á vörunum og ríkið gæti varla risið undir skuldunum. Tveir helstu liðirnir á stefnuskrá stjórnarinnar yrðu þvi, að minka útgjöld ríkisins og auka framleiðsl- una. Nú hefði verið skipuð nefnd til að rannsaka hag landbúnaðarins, og koma fram með tillögur um betri ræktun landsins. Yfirleitt virtist það vera eitt hið mesta áhugamál Lloyd Georges, að koma sem mestum hluta landsins í rækt. Breyta dýragörðum jarðeigenda og hinum óræktuðu viðáttumiklu gras- flákum landsins í akra, og koma upp sjálfseignarbændastétt. Mikið var gert til þess að útvega her- mönnunum land til ræktunar. Svo kom forsætisráðherran að því málinu sem heitast er deilt um á Englandi nú sem stendur. Stjórn og rekstri kolanámanna. Hann lýsti því yfir að stjórnin myndi berjast á inóti því, að ríkið tæki undir sig námurn^r. En hins vegar vildi hann reyna að útvega fulltrúum námumanna hluttöku í stjórn þeirra, og sömuleiðis ætti ráðuneytið að hafa aukið. eftirlit með öllum námurekstri. Adamson sparkaði í borðið og tróð hattin- um enn dýpra niður, en þessi yfir- lýsing féll flestum þingmönnum vel í geð. En fulltrúar námumanna urðu auðvitað hinir reiðustu og hétu að fella stjórnina við fyrsta tækifæri. Svo kom Lloyd George að versl- unarmálunum. Hann sagði að frá 1. september næstkomandi yrði öll höft á innflutningi á erlendum vörum til Bretlands afnumin. En miklar tilraunir yrðu gerðar til þess að glæða verslun milli hinna einstöku hluta breska ríkisins. Virtist helst mega skilja það á orðum hans, að breska ríkið gæti orðið sjálfu sér nóg, og ætti ekki að þurfa að sækja vörur til ann- ara ríkja. En ekki skýrði hann frá því á hvern hátt þessi innanríkis- verslun myndi verða studd, en al- ment er búist við því, • að það verði varla með verndartollum, heldur með verslunársamningum, og að stjórnin muni ef til vill verða milliliður milli framleiðenda og neytenda. Þá sagði Ltoyd George, að allur herbúnaður yrði minkaður stór- kostlega. En þó yrði herkostnaður Englands gifurlega mikill um næstu ár. Þungir skattar væru í vændum, en reynt yrði að leggja þá á þá, sem helst gætu borið þá. Enn fremur myndi stjórnin af alefli beita sér fyrir því að útvega mönn- um vinnu. Atvinnuleysi mætti ekki eiga sér stað. Og með brennandi mælsku skoraði hann á þjóðina að vinna og spara. Það væri einu ráð- in til þess að forða ríkinu frá gjaldþroti og þjóðinni frá hungurs- neyð. Eftir að hafa minst á fjölda mörg mál, sem á dagslcrá eru hjá þjóð- inni sneri forsætisráðherran sér að utanríkismálunum. Hann sagðist bera fult traust til þjóðasambands- ins (League of Nations) og kvaðst vona að það myndi koma i veg fyrir stríð í framtíðinni og greiöa á allan hátt fyrir viðskiftum milli ríkjanna. Ræðan stóð yfir í • rúma þrjá klukkutíma, og var óspart klappað bæði á þingbekkjurn og áheyrenda- pöllum þegar Lloyd George lauk máli sínu. Siðan hófust umræður, og stóðu yfir fram yfir miðnætti. Var íundi þá slitið eftir að staðið hafði hvíldarlaust í tíu klukkutima. Þingið tók sér svo frí til 22. okt. Þá byrjar slagurinn fyrir alvöru. Næstu daga var ræða Lloyd George auðvitað aðalumtalsefni blaðanna. í rauninni voru allir flokkar að meira eða minna leyti óánægðir með hana. Verksmiðjueigendurnir fyltust heifl vfir því að stjórnin virtist ætla að fylgja frjálsri verslun. Blöð Northcliífes sögðu að hagsmuna Englands úfávið væri ekki nægi- lega gætt. Frjálslyndi flokkurinn (Asquiths inenn) réðist á fjáreyðslu stjórnarijanar og skriffinskubraginn á öllum stjórnarrekstri. Verkamenn voru reiðir yfir ákvörðuninni um kolanámurnar og írar heimtuðu að stjórnin léti í ljósi hvað hún ætl- aði sér að gera í heimastjórnar- málinu írska. En á það minnist. Lloyd George ekki einu orði. Það er bersýnilegt að Lloyd George ætlar sér að fara meðalveg milli flokkanna. Hann er jafn and- vígur róttækustu kröfum verka- manna og tolla- og hervaldspólitík auðkýfmganna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.