Tíminn - 04.10.1919, Side 4
316
TIMIN N
Einn helsti liðurinn á stefnskrá
stjórnarinnar var að minka útgjöld
ríkisins. Nú hefir líka verið tekið
óspart til starfa í þá átt. Nú hefir
verið gefin út skipun um að hætta
smíðum á öllum herskipum, sem
væri verið að byggja og, sem ekki
væru því nær fullsmíðuð. Skyldu
sldpasmiðjurnar byggja kaupskip í
stað þeirra. Alls hefir verið hætt
smíðum á 50 herskipum, sem
byrjað hafði verið á.
En ekki mun þetta verða fram-
kvæmt þegjandi og hljóðalaust.
Flotinn er eins og kunnugt er
augasteinn þjóðarinnar, og undir
honum hefir hún átt líf sitt, öld-
um saman. Sum blöðin telja því
þessa ráðstöfun stórhættulega og
benda á að Ameríka, Japan og
Frakkland séu nú að auka flota
sinn i stórum stýl.
En einkennilegast er það, að það
er eins og enginn þori að ganga i
berhögg við Lloyd George sjálfan.
Sum helstu andstæðingablöð stjórn-
arinnar segja að hann hafi verið
önnum kafinn á friðarfundinum i
vetur og vor, og í rauninni hafi
Bonar Law og íhaldsmenn stjórn-
að landinu. Og það er víst, að við
næstu kosningar, sem búist er við
að fari fram bráðlega, munu ihalds-
meun bíða stórkostlegan ósigur.
Verkamenn hatnast nú og halda
stöðuga pólitiska fundi um alt
landið. Þykjast þeir visjsir um að
vinna 200—300 ný þingsæti við
næstu kosningar og tala jafnvel
um að þeir muni innanskamms
mynda ráðuneyti, enda virðist það
eðlilegt að þeir ættu að hafa nægi-
legt atkvæðamagn til þess, í þessu
mikla iðnaðarlandi.
Hvað sem því líður, þá er það
víst að höfðingjastjórnin, sem verið
hefir á Englandi frá upphafi, er nú
að fullu og öllu dauðadæmd. Stríð-
ið mikla hefir rofið allar gamlar
venjur. Nú eru komnir nýir tímar
og nýjar stefnur. Alþýðan finnur
mált sinn og ætlar að berjast til
valda. H. Hallgrímsson
alþingi.
Á lokafundi á laugardaginn var
úthlutuðu þingmenn bitlingunum
eins og vant er og kusu menu í
ýmsar nefndir.
í verðlaunanefnd gjafasjóðs Jóns
Sigurðssonar voru kosnir: Hannes
Þorsteinsson skjalavörður, Jón J.
Aðils dósent og Jón þorkelsson
þjóðskjalavörður.
Yfirskoðunarmenn landsreikn-
inganna voru kosnir: Matthías
Ólafsson, Kristinn Daníelsson og
Jörundur Brynjólfsson.
Endurskoðandi landsbankans var
kosinn Pétur Jónsson frá Gaut-
löndum.
í ráðgjafarnefndina voru endur-
kosnir: Jóhannes Jóhannesson,
Bjarni Jónsson og Einar Arnórsson.
í bankaráð íslands banka var
kosinn Guðmundur landlæknir
Björnson. — Má geta þess í þessu
sambandi, út af ummælum »Vísis«
um þessi »verðlaun« til landlæknis,
og um kröfur þær sem »Tíminn«
hefir gert um, að bankaráðsféð yrði
gefið til einhverra þarfinda — að
þeir menn, sem næstir standa Tím-
anum í þinginu, gerðu tilraun til
þess að koma slíku í framkvæmd
og mun »Vísi« það kunnugt, en
það tókst ekki. Má »Vísir« eiga
það víst, að þá er Tímans-menn
verða nógu margir á þingi, mun
sá siður verða tekinn upp, að láta
féð renna til þarfinda. — Engum
mun detta það í hug, að með þessu
sé verið að verðlauna landlækni
fyrir aðgerðir hans í vetur. Hitt
mun fleirum í hug koma, að þá
sé nær, að hann fari úr embætti
því, sem hann hefir sýnt sig ó-
færan að rækja á þá lund, sem
alþjóðarheill krefst, sem hann og
hefir sjálfur lýst yfir, að hann geti
ekki lengur rækt. —
Þingið hefir afgreitt 67 lög:
1. Lög um framlenging vörutolls.
2. — — bráðabirgða-innflutn-
ingsgjald af síldartunnum og
efni í þær.
3. Lög um rikisborgarrétt.
4. — — breytingu á tolllögum.
5. — — stækkun verslunar-
lóðarinnar á Nesi í Norðfirði.
6. Lög um einkasölu á hrossum.
7. — — skrásetning skipa.
8. — — aðflutningsgjald af
salti.
9. Lög um löggilding verslunar-
staðar við Syðstabæ í Hrísey.
10. Lög um breytingu á lögum um
útflutningsgjald affiski, lýsio.fl.
11. Lög um löggilding verslunar-
staðar við Gunnlaugsvík.
12. Lög um lakmörk verslunar-
lóðarinnar á Sauðárkróki.
13. Lög urn breyting á póstlögum.
14. — — hæstarétt.
15. — — viðauka við lög um
húsaleigu í Reykjavík.
16. Lög um breytingu á lögum
um sjúkrasamlög.
17. Lög um sölu á þjóðjörðinni
Ögri og Sellóni.
18. Lög um brúargerðir.
19. — — greiðslu af ríkisfé til
konungs og konungsættar.
20. Lög um löggilding verslunar-
staðar á Mýramel.
21. Lög um breyting á lögum um
stofnun landsbanka.
.22. Lög um breyling á lögum um
stofnun brunabótafélags Islands.
23. Lög um bæjarstjórn á Seyðis-
firði.
24. Lög um breytingu á lögum um
tilhögun á löggæslu við fiski-
veiðar.
25. Lög. um breytingu á lögum um
fasteignamat.
26. Lög um samþykt á landsreikn-
ingnum 1916 og 1917.
27. Fjáraukalög fyrir árin 1916 og
1917.
28. Lög um mat á saltkjöti til út-
flutnings.
29. Fjáraukalög fyrir árin 1918
og 1919.
30. Lög um löggiltar reglugerðir
sýslunefnda um eyðing refa o. fl.
31. Lög um viðauka við Símalög.
32. — — breyting á sveitar-
stjórnarlögum.
33. Lög um landamerki.
34. — — heimild fyrir lands-
stjórnina til að leyfa íslands-
banka að auka seðlaupphæð
þá er bankinn má gefa út.
35. Lög utn ákvörðun verslunar-
lóðarinnar i Hafnarfirði.
36. Lög um forkaupsrétt á jörðum.
37. — — breyting laga um laun
háskólakennara.
38. Lög um skoðun á síld.
39. — — breyting á lögum um
friðun fugía og eggja.
40. Lög um breyting á lögum um
húsaskatt.
41. Lög um breytingu laga um
vitagjald.
42. Lög um samþyktir um akfæra
sýslu- og hreppavegi.
43. Lög um sérstakt læknishérað
í Hólshreppi í Norður-ísa-
Qarðarsýslu.
44. Lög um gjald af innlendri
vindlagerð og tilbúningi á
konfekt og brjóstsykri.
45. Lög um heimild til löggilding-
ar á fulltrúum bæjarfógeta.
46. Lög um landhelgisvörn.
47. — — samþyktir um stofn-
um eftirlits- og fóðurbirgða-
félaga.
48. Lög um breyting á hafnarlög-
um fyrir Vestmanneyjar.
49. Lög um hafnargerð i Ölafsvík.
50. — — eignarrétt og afnota-
rétt fasteigna.
51. Lög um þingfararkaup alþing-
ismanna.
52. Lög um breyling á yfirsetu-
kvennalögum.
53. Lög um skipun barnakennara
og laun þeirra.
54. Lög um laun embættismanna.
55. — — stofnun Jífeyrissjóðs
fyrir embættismenn og um
skyldu þeirra til að kaupa sér
geymdan lífeyri.
56. Lög um ekkjutrj'gging embætt-
ismanna.
57. Lög um breytingu á lögum um
lögreglusamþyktir fyrir kaup-
staðina.
58. Lög um skrásetning skipa.
59. — — breytiugar á siglinga-
lögum.
60. Frumvarp til sljórnarskrár kon-
ungsríkisins íslands.
61. Lög um hækkun á vörutolli.
62. — — breyting á lögum nr.
1, 2. jan. 1917 [Hækkun ráð-
herralauna].
63. Lög um húsagerð ríkisins.
64. — — breyting laga um auka-
tekjur landssjóðs.
65. Lög um aðflutningsgjald af
kolum.
66. Lög um breytingar á lögum um
* bæjarstjórn á Siglufirði.
67. Fjáraukalög fyrir árin 1920 og
1921.
Þingmenn eru' nú allir farnir
heim í kosninga-hríðina. Fóru all-
margir með »SkiIdi« i Borgarnes
á mánudaginn og þaðan landveg.
»Lagarfoss« fór með austan-þing-
menn á þriðjudag og »Suðurland«
fór í morguu með vestan og norðan-
þingmenn.
Eg: inulirritaðuB* hefi tapað
6 vetra gömlum hesti úr heima-
högum, klárgengum, gráum að lit,
mark: sýlt og gagnfj. hægra, stand-
fj. fr. vinstra. Fjaðrirnar munu
vera grannar.
Hestur þessi hefir ekki sést síð-
an 23. júlí s. 1.
Þeir, sem kynnu að verða varir
við hest þennan eru vinsamlegast
beðnir að koma honum að Meiri-
Tungu í Holtum í Rangárvalla-
sýslu gegn ómakslaunum.
Meiri-Tungu 21. sept. 1919.
Guðm. Kr. Símonarson.
Lyfsalanum
í Vestmannaeyjum, sendir Tím-
inn þá kveðju, út af botnlausu
skammagreininni í Morgunblaðinu
i fyrradag, að eins og hann er
búinn að gera alla menn dauð-
leiða á sér í Vestmannaeyjum, með
sjálfsdýrkun sinni og yfirlæti, eins
er Tíminn orðinn dauðleiður á því,
sem lyfsalinn segir opinberlega, og
finst blátt áfram ekki taka því,
að taka tillit til hans. Lyfsalinn
gerii* stéttarbræðrum sínum hinn
inesta óleik með því, að bregðast
svo fólskulega við tillögunni um
einkasölu á lyfjum. Væru allir
lyfsalar eins og hann, kæmist
einkasalan á innan fimm ára.
Væru allir lyfsalar eins og hann,
yrði vínsalan tekin af lyfsölum á
næsta ári. Væru allir pennar Morg-
unblaðsins eins og penninn hans,
væru allir, bókstaflega allir, hættir
að lesa blaðið á mánuði, nema
lyfsalinn í Vestmannaeyjum.
Tíminn eyðir ekki rúmi sinu í
það, að rökræða mál við mann,
sem ekkert hefir annað til brunns
að bera um þjóðmál, en það, að
langa til að mega tala með. Einu
sinni kom út Ijóðabók og það
var eitt merkilegt við hana, það
var engin prentvilla í henni. Það
er merkilegt. En lyfsalinn hlýtur
að skilja það, að menn lesa ekki
bækur, sem ekkert annað er við
en það, að engin er prentvillan*
né greinar, sem ekkert er við
annað en það, að höfundinn langar
til að mega tala með.
Fróttir.
Tíðin. Hryssingsstormar nú flesta
daga og hráslaga kuldi. Hellisheiði
orðin ófær býlum vegna snjóa.
Embættispróll i læknisfræði hafa
nýlega lokið bér við háskólann,
Árni Vilbjálmsson og Snorri Hall-
dórsson, báðir með 1. einkunn.
Páll Ísólf880n orgelsnillingur
hélt tvo kirkjuhljómleika nýléga
við hinn sama ágæta orðstýr og
áður.
Ritstjóri:
Tryggvi Þórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiöjan Gutenberg