Tíminn - 25.10.1919, Side 2

Tíminn - 25.10.1919, Side 2
334 TlMINN Raflýsing fyrir kaupstaði. Við tökum að okkur að gera mælingar á vatni, áætla °g byggja rafstöðvar fyrir kaupstaði, hvort heldur með vatns- eða mótor-afli. Sé ekki um vatnsaíl að - ræða, mælum við með Diesel-mótorum, sem eru olíusparastir allra olíuvéla. Skrifið eftir tilboðum og upplýsingum, sem veitast ölium ókeypis. Ilí. Haímagnsíél. Hiti «fc Ljós. Sími 176B. Vonarstræti 8. Pósthólf 383. vantar hann einbeitni um að standa við þær hver sem í hlut á. Gat hann sér sérstaklega gott orð á þingi í sumar í fossamálinu, þar sem hann einn nefndarmannanna stóð algerlega með Sveini Ólafs- syni og áttu þeir saman hinum besta sigri að fagna eins og kunn- ugt er. Eiríkur Einarsson er ungur mað- ur, en er eigi að síður kunnur um alla sýsluna af mörgum vanda- sömum og umsvifamiklum störf- um, sem hann heflr af hendi leyst fyrir hana með dugnaði og trú- mensku. Hann er hinn besti dreng- ur í hvívetna, glöggur á menn og málefni, ótrauður og afkastamikill hvar sem hann leggur hönd á plóg, viðsýnn og stórhuga og á hinum mestu vinsældum að fagna. Skoð- anir hans á landsmálum munu héraðsmönnum kunnar, hann á hin sömu áhugamál og framsæknir menn héraðsins, enda kunnari öll- um staðháttum og þörfum en flestir aðrir. Með því að senda þá saman á þing, Eirík og Sigurð, sjá Árnes- ingar vel borgið hag sínum og landsins, því að hvorugur þeirra mun nokkru sinni snúast á sveif með Morgunblaðinu, báðir eru þeir eindregnir minnihlutamenn í fossamálinu, munu vilja leiða það til lykta eftir hinum gullna meðal- vegi og báðir munu þeir líklegir til þess, að vilja standa að fram-* sækinni styrkri landsstjórn, sem studd væri af samtaka samstæð- um mönnum, andstæðum langs- urum. Það er og almælt, að þeir munu verða kosnir saman Eirikur og Sigurður. Þorsteinn Þórarinsson bauð sig ekki fram fyr en á síð- ustu stundu og mun hafa lítið fylgi. Þorleifur mun fremur hafa fylgi um hina fjölmennari niður- sýslu. Eru þeir menn Tímanum að mestu ókunnir og þar eð um svo mæta menn er að gera á hinn bóginn, vill Tíminn eindregið skora á Árnesinga, að standa þétt að þeim Eiríki og Sigurði, enda er þá engin óvissa um, að kjördæmið fær tvo góða fulltrúa á alþingi. Rantjárvallasýsla. Það eru alls sex menn sem sækj- ast eftir þingkosning í Rangárvalla- sýslu: Eggert Pálsson og Einar Jónsson, gömlu þingmennirnir, og Guðmundur læknir Guðfinnsson, Gunnar lögfr. Sigurðsson, Guðm. bóndi ErJendsson og Skúli bóndi Thórarensen. En það mun óhætt að fullyrða, að tveir hinir síðasttöldu eiga svo litlu fylgi að fagna, að í rauninni koma þeir kosningunni ekki við. Bardaginn verður milli gömlu þing- mannanna og þeirra Guðmundar læknis og Gunnars frá Selalæk. Pað lék lengi orð á því, að gömlu þingmennirnir ætluðu nú að verða samtaka um að draga sig í hlé og það hafði mælst vel fyrir þar eystra og þótt eðlilegt. Einar hafði og hvort sem er mist traust manna þar, eins og hann hefir mist það hér og er orðinn gersamlega áhrifa- laus, vegna sinnar sorglegu óreglu. Mun öllum mönnum eystra kunn- ugt um það mál. Um síra Eggert fanst mönnum hitt, að hann væri orðinn á eftir tímanum í þinginu, sú kynslóð, sem hann tilheyrði, lið- in undir lok og hann af alveg eðli- legum ástæðum ekki eiga lengur heima á þingi. Og menn hefðu unað því vel, að hann settist í helgan stein við prófastsdóminn á Breiðabólsstað. Nú hafa þeir ekki horfið að þvi ráði. En þeir munu vera margir í Rangárvallasýslu sem óska þess, að fá ötulli menn, framsæknari menn, menn sem fylgdust með timanum og bæru röggsamlega hag kjördæmis og lands fyrir brjósti. Þess vegna hefir það orðið að ráði, að þeir byðu sig fram sam- an, gegn hinum gömlu, Guðmund- ur læknir og Gunnar frá Selalæk. Og þeir eru að sínu leyti jafn samsts^ðir menn og hinir gömlu. Þeir eru ungir í anda, framsæknir og ótrauðir, og auk þess einhverjir hinir vinsælustu og þektustu menn meðal kjósendanna. Fossamálið mun vera aðaláhuga- mál Rangvellinga. í öllum veru- legum atriðum munu allir fram- bjóðendurnir vera sömu skoðana í því máli, en hreinast og óskorað- ast mun fylgi þeirra Guðmundar læknis og Gunnars við tillögur Sveins í Firði og ungum og snörp- um áhugamönnum betur treystandi til einarðrar framgöngu í því máli fyrir kjördæmið. Stórt atriði sem skilur milli gömlu þingmannanna og Guð- mundar læknis og Gunnars er það, að ekki er með öllu uggvænt að þeir gömlu kunni að hallast að langsummönnum og Morgunblað- inu, enda hefir ekki verið laust við að svo hafi verið. En þeir Guð- mundur læknir og Gunnar geta aldrei í þann hóp horfið. Kosningin í Rangárvallasýslu er eins og glíma milli hins gamla tíma og unga. Stendur annarsvegar hin aldraða sveit, þreytt á lífinu og að nokkru a. m. k. skilningslaus um þau verkefni sem úrlausnar bíða. Hinsvegar stendur unga kyn- slóðin, ungu mennirnir bæði að aldri og hinir eldri sem eru ungir í anda. s Verði annar hvor gömlu þing- mannanna endurkosinn nú, þá er það áreiðanlega í síðasta sinni. En sýslunni væri það tvímælalaust betra að eignast þá fulltrúa sem fylgjast með tímanum, sem -vita hvað á að gera og hvað hægt er að gera, heldur en hina sem eru að daga uppi, sem eru ekki annað en endurminning um fortíðina. Um þetta kjósið þið, Rangvell- ingar, hinn 15. nóv. næstkomandi. Þið eigið að senda menn til viga og tveir eru stirðir og þungfærir,' ,InniIokun‘ eða ,opingátt‘. Slagorðin fæðast jafnóðum og ný ágreiningsmál koma fram og segja oft furðu skýrt til litar. Orðin sem yfir standa þessari grein, segja til um öfgastefnurnar tvær, sem nú eru um stærsta mál- ið sem á dagskrá er, fossamálið. »Innilokunarstefnan« er i því fólgin, að vilja ekkert gera i þá átt, að nota hin óumræðilega miklu auðæfi, sem nú eru ónotuð, þar sem er hið mikla fossaafl landsins. A. m. k. á að standa i gegn því, að sóttur verði nokkur erlendur vinnukraftur til slíks starfs. Þjóð- ernið sé i veði, atvinnuvegirnir séu í veði, hér sé um svo mikla á- hættu að tefla, að allur sé varinn góður. »Opingáttarstefnan« er fólgin í hinu gagnstæða. Það sé um að gera að koma sem fyrst og það sem mestri hreyfing á um notkun fossaflsins. Við eigum að gera öllum sem hægast fyrir um notkun aflsins, eigi síður i stærri stýl. Við eigum blátt áfram að sækjast eftir erlendu auðmagni og erlendum verkalýð til þess að starf- rækja fossana. Þjóðerninu þurfi engin hætta af því að standa. At- vinnuvegirnir muni fyllilega þola það. Það sé og um að ræða gull og græna skóga sem fáist i staðinn. Fyllilega skýrar línur eru að vísu enn ekki komnar fram í þessu, en þó mun óhætt að telja, að »Visir« og »Frón« hallist að »inni- lokunarstefninni«, en »Lögrétta« að »opingáttarstefnunni«. Um »Morg- unblaðið« og »ísafold« veit eng- inn neilt. Báðar þessar stefnur hafa nokk- uð til síns máls. Báðar fara að nokkru leyti með rangt mál. Á milli liggur »hinn gullni meðal- vegur«, leiðin sem Sveinn í Firði benti á, hvorki »innilokun« né »op- ingáttw, heldur takmörkuð virkjun. Innilokunarmennirnir geta vitn- að í þann ómótmælanlega sann- leika, sem er ótvírætt studdur af reynslu annara landa, einkum Noregs, að ofvöxtur þess atvinnu- vegar sem stundaður er við foss- aflið er mjög hættulegur öðrum at- vinnuvegum, og það er öldungis víst, að svo fámenn þjóð sem okk- ar er, þolir ekki nema takmarkað- an innflutning til slíkra starfa, en öllum er augljóst, þar eð meir en nóg er handa öllum að gera nú í landinu við rekstur núverandi at- vinnuvega, að fossaiðja verður að mestu eða a. m. k. miklu leyli að vera rekin með útlendu fólkshaldi. Það er ekki hægt að segja með neinni vissu, að sá innflutningur yrði ekki alt of mikill, ef greiður yrði aðgangur að stofnun stóriðju- vera. Það má miklu fremur telja nokkurn veginn víst að hann yrði alt of mikill. Tíminn er öldungis sainmála inniloknnarmönnum um það, að það er nú ríkasta skylda okkar við niðja okkar, að láta það ekki koma fyrir að erlendur, misjafn lýður, »stóðfólk«, sem kallað hefir verið, gleypi okkur í sig og ís- lensk tunga, menning og þjóðerni glatist. Mun og óliætt að fullyrða, að þjóðin hefir augun opin fyrir þessari hættu og að fulltrúar þeir sem hún nú kýs, muni gjalda varhuga við henni og ekki leyfa ótakmarkaða virkjun. En svo hefir það verið um alt nýtt sem þjóðir og einstaklingar hafa tekið sér fyrir hendur. Allri breyting fylgir nokkur áhætta. AUir munu vera sammála um að við eigum að nota fossaaflið. Fram- sæknir og áhugasamir menn geta ekki horft á fossana ónotaða frem- ur en óræktarþúfur í túni. Þeir krefjast þess að hafist sé handa. Samhliða er um stórframkvæmdir að ræða, sem hafa verið á döfinni undanfarin ár, sem hljóta að hald- ast í hendur við nolkun fossafls- ins, sem er fyrst og fremst járn- brautarlagning auslur yfir fjall til þéttbýlustu landbúnaðarhéraðanna,, þar sem íeykna uinbætur um jarð- rækt geta fyrst komist í fulla fram- kvæmd þá er samgöngur batna. Kæmi það af sjálfu sér og það þegar á næstu árum, að járnbraut kæmi austur, ef stofnað yrði til stóriðju við einhverja ána þar aust-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.