Tíminn - 25.10.1919, Side 4

Tíminn - 25.10.1919, Side 4
336 TIMIN N Sívenóareyjar í Sliógarstrandarhreppi fást til kaups og ábúðar í far- dögum 1920. Nánari upplýsingar um jördina, svo og um verð og borgunarskilmdla, fást hjá herra &uóm. c£ cSrai&föré, blikksmið í lieykjavík. Sjávarsíðan og samvinnan. ii. Harðni á hjá sjávarsíðufólki er sökinni oftast varpað á sjóinn, enda hefir hann einatt illa brugðist. Aflaleysi og gæftaleysi eru alkunn og illræmd huglök sem vonlegt er. En hinu er síður gefinn gaum- ur, að fleiri geta verið orsakir en þessar til örðugrar afkomu við sjóinn. Má það æra óstöðugan að sækja afla í sjó ef annað tveggja er, að alt sem til útgerðar þarf er selt svo dýru verði að eigi svarar kostnaði nema fyrir þá sem al- hepnastir eru, ellegar svo lítið fæst fyrir aflann, að mikiu munar frá sannvirði. En hvorttveggju ágallarnir, sem nú voru nefndir, liafa Iengst af elt alla smærri útgerðarmenn og allan fjölda þeirra manna, sem beinlínis og óbeinlínis hafa lifað af sjó. Þegar gróðinn sem samvinnufé- lögin hafa fært félögum sinum, nemur að jafnaði líunda hluta af vörutegundum þeim, sem mest samkeppni er um, svo sem á al- mennum lífsnauðsynjum, þá iná gera ráð fyrir að hann gæti verið öllu meiri á þvi sem að útgerð lýtur, svo sem veiðarfæruin, salti, olíum o. fl. þar sem samkeppnin virðist mun minni. Mundi fljótt sjá á sjávarþorpi, sem tæki sig til og bindist félags- skap um að spara sér milliliðs- gróðann á lífsnauðsynjum og út- gerðarvörum, og mundi ekki þurfa mörg árin til að skapa þar vel- megun með þeim gróða einum. En nú er það vitanlegt, að þarna er ekki fólginn nema hálfur skað- inn. Mestu munar á afurðasölunni. Er enn áþekk aðstaðan fyrir sjómönnum i flestum afslcektari sjávarþorpunum, og hjá sunnlensku bændunum sem þurftu að reka kindurnar sinar porl úr porti í Reykjavík, áður er Sláturfélagið kom til sögunnar, og gerðu það loks af miskunsemi við skepnurn- ar að láta þær fyrir það smánar- verð sem í þær var boðið. Kemur það fyrir að verð á fiski upp úr sjónum er á sama tíma alt að 50% hærra hér í Reykja- vík en í verstöðvum t. d. á Snæ- fellsnesi og Vestfjörðum. Er jafnan orð á gerl ef menn tvíhlaða i einhverri verstöð. En hér fer önnur hleðslan jafnharðan út úr höndunum á þeim sem eiga. Og mun þó alla jafna mega reikna með sænrilegum kaupmanns- gróðaafReykjavíkur-fiskkaupunum. Þegar menn gera sér grein fyrir hvert ólag hér er á, og vila að þetta ólag er æfagamalt, þá skilst mönnum væntanlega hvílík þjóðar- nauðsyn það er, að hér verði brej'ting á, almenningur við sjó eignist sjálfur verslunina með beim- ilisnauðsynjar, útgerðarvörurnar og afurðirnar. Mundi þá hvert meðalár verða að góðæri. En hér verður að fara hægt af stað og vanda til forgöngumanna. Félög sem upp kynnu að rísa af þessu tagi gengu í allsherjar sain- band samvinnufélaganna, sem síð- an mundi annast sölu sjávarafurð- anna líkt og landbúnaðarafurðirn- ar hingað til. Kositlngar á frakklanði og samvinaaa. Kaupfélög eru orðin mjög út- breidd á Frakklandi. Þau hafa með sér öflugt samband. í sam- bandinu eru um 2000 félög. Seint í mánuðinum sem leið hélt sam- bandið aðalfund. Auk frönsku full- trúanna komu á fundinn fulltrúar frá Englandi, Belgíu, Noregi, Sviss- landi og Rússlandi. Forseti fund- arins var hinn frægi þjóðmegunar- fræðingur Charles Gide, prófessor í lögum við háskólann í Paris. Meðal annars var rætt uin af- skifti samvinnumanna af næstu kosningum á Frakklandi. Það var allra manna mál, að nauðsyn bæri til, að afstaða allra þingmanns- efna til samvinnuhreyfingarinnar væri sltýr og glögg. Sambandsstjórniu samdi síðan spurningabálk, sem leggja skyldi i fyrir hvern einasta frambjóðanda, j og var bálkurinn samþyktur. Aðal- ! efni spurninganna er þetta: Kaupfélögin hafa reynst ágætt vopn í baráttunni gegn dýrtíðinni, þar sem þau hafa haldið niðri vöruverði og stutt að réltlátri út- hlutun á nanðsynjavöruin. Þetta álit hefir sljórnin látið í ljósi i opinberum yfirlýsingum. Eruð þér sömu skoðunar? Og eruð þér þá staðráðinn í, að berjast fyrir góðu gengi kaupfélaganna? Það stendur lil að stofna í þinginu sérstakan flokk til eflingar samvinnustefn- unni. Viljið þér skuldbinda yður tíl að ganga i hann? Hverskonar tollar og álögur á nauðsynjavöru spilla fyrir þvi, að fólk geti fengið matvörur sinar nær sanngjörnu og réttlátu verði. Viljið þér skuldbinda yður til að leilast við að draga úr öllum álögum á nauðsynjavöru eins og unt er? Lögjofnuðurinn, Mikið vill meira. Fullyrt er að Einar Arnórsson hafi í hyggju að koma sér svo fyrir í náinni framtíð, að landið komist ekki hjá að greiða honum árlega sem nemur 6000 krónum fyrir að vera ekki ráðherra. En Bjarna frá Vogi geldur það, viðs- vegar að, um 25,000 kr., sem kunn- ugt er. Báðir þessir menn urðu fyrir því hnossi, að komast í hina svonefndu lögjafnaðarnefnd um næstu sjö ár. Er nú farið að kvis- ast, að þeir félagar hafi ehgan frið í sinum beinum haft eftir að þingi lauk, fyr en þeir voru búnir að fá laun sín fyrir hina væntanlegu Iögjöfnun hækkuð að eigi all-litlum mun, eða upp í 2000 kr. á ári auk alls ferðakostnaðar, þegar »listitúrinn« er farinn. Mun þeim ekki þykja þetta ónotaleg lögjöfn- un, ef það er satt sem sagt er, að »þurfamennirnir« hafi borið það fyrir sig, að þetta hafi þeim dönsku verið goldið i fyrra. Því ekki þyrftu alt af að verða áhöld um það, hvað hvor þjóðin teldi sig eiga hinn árlega lögjöfnuð að gjalda. Tilkynning. Hr. Þorláki Björnssyni á Hvann- eyri gefst hér með til vitundar að tilkynning hans í Tímanuin, mun eigi rýra álil dugnaðar- og merkis- bóndans, Ólafs i Kalmarstungu í auguin þeirra manna er þekkja hann. — Tilkynning hans að því leyti vindhögg. — Jafnframt skal hr. Þorláki bent á það, að ef kaupkrafa hans er fyllilega rétt- mæt, þá átti hann aðgang að Ólafi á annan hátt að lögum. Sú leið var eigi stráksleg. Að öðru leyli mun hr. Ólafur í Kalmanstungu fær um að svara fyrir sig sjálfur. fíóndi i HvitársíÓuhreppi. Eitt af mörgu ósönnu, sem Morgunblaðið hefir verið látið útbreiða er það, að Jónas Jónsson þori(!) ekki að mæta Bjarna frá Vogi á fundum vestur líaUlvin Einarsson aktýgfj asmiður. Laugaveg 67. Reykjavik. Sími: 648 A. Bækur og ritföng- kaupa memi í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í Dölum. Mun Bjarni kunna frá einhverju öðru að segja, þegar hann gefur Morgunblaðinu skýrslu sina um viðureign þeirra þar vestra. Þegar siðast frétlist, en síðan eru nokkrir dagar, var afstaðinn einn af sjö almennum fundum þar i kjördæminu, og inun Jónas verða á þeim öllum. Ætti Morgunblaðið einhverju áliti fyrir að fara hjá al- menningi, gæti því orðið vafasöm eftirtekjan af afköstum hins mik- ilvirka ósannindamanns, sem það nú hefir fengið í þjónustu sína. Fréttir. 25 ára hjúskapar-afinæii, áttu prestshjónin i Önundarfirði, síra Páll Stephensen og frú Helga Þor- valdsdóltir, hinn 4. þ. m. Komu þann dag margir af inætustu mönnum prestakallsins heim til brúðhjónanna og hafði Snorri skólasljóri Sigfússon orð fyrir þeim. Árnaði hann silfurbrúðhjónunum allra heilla og blessunar og bar fram þakkir héraðsmanna með snjallri ræðu. Að því búnu voru þeim afhentar myndarlegar gjafir með áletran. Hefir »Tíminn« verið beðinn — og gerir það með ánægju — að flytja Önfirðingum opinberlega þakklæti prestshjónanna fyrir vin- semdina, heiðurinn og gjafirnar. Kartöfinrækt landssjóðs á Garðs- skaga gekk mun betur i sumar en í fyrra sumar. Uppskeran nú rúmar 300 tunnur. Var sprettan yfirleitt ágæt undan íslenska út- sæðinu, en undan útlenda útsæð- inu kom hálfu minni uppskera en útsæði. Voru settar niður tæplega 50 tunnur af islensku útsæði, og uppskera af því um 260 tunnur. En af útlenda .útsæðinu voru settar niður um 80 tunnur, en uppskeran tæpar 50. Hafa nú verið teknar frá til næsta vors rúmar lOOtunn- ur af góðu íslensku útsæði. Búið er að aka í hauga um 2000 hlöss- um af rotnuðum þara. Má telja víst, að haldið veröi áfram þessu fyrirlæki, enda er það i liöndum hins agætasta manns, Guðrnundar Jónssonar frá Skeljabrekku i Borg- arfirði. Ritstjóri: 'I'ryffgvi Þórhallssoii Laufási. Sími 91. Prentsmidjan Gutenberg.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.