Tíminn - 15.11.1919, Side 1

Tíminn - 15.11.1919, Side 1
TÍMÍNN nð minsta kosti 80 klöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. AFGliElÐSLA i Regkjavík Laugaveg 17, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. III. ár. íteykjayík, 15. nóvember 1919. Sl. blað. Úr skölaselmttgarræðn eftir Hagnús Helgason skóltstjóra. [Við setning kennaraskólans 1. vetrardag]. Eg hafði orð á því við skóla- setningu í fyrra haust, að mér þætti það góös viti, ef stjórn og þing byrjuðu hið nýja tímabil, sem þá var að hefjast í sögu íslands, með þvi að snúa sér af alúð að því að hlynna að alþjóðarmentun- inni, og lét í ljósi, að eg hefði nokkra von um, að svo kynni að verða. Sú von hefir rætst, eins og kunnugt er. Þegar þingið í sumar bætti Iaun annara starfsmanna ríkisins, þá gerði það kennara- stéttinni líka skil, og tók til greina kröfur hennar um bætur á launum og annari aðstöðu. Eg kann því mikla þökk fyrir. Veit eg að til eru þeir sem segja, að hér sé litið að þakka, þingið hafi ekki annað gert i öllum þessum launamálum en fallast á það, sem var skýlaus réttur og sanngirni; að traöka því lengur hefði ekki verið neitt vit. Mér finst það líka, að hvorki hefði verið viturlegt né sanngjarut, að þverskallast við kröfunum um launabætur, það hefði verið hreinn •og beinn þjóðarvoði. En eg veit ekki, hvort vit og sanngirni er sá hversdágsmatur i heiminum um þessar mundir, að ekki sé full á- stæða til að gleðjast og þakka fyrir, hvar sem hann finst og fæst. Ef farið hefði verið fram yfir vit og sanngirni, mundi eg ekki betur hafa kunnað neina þökk fyrir; þvi að það skal eg játa, aðeghefekki enn vanist svo þessum háu tölum í fjármálunum, að mér vaxi ekki i augum sú feikna-upphæð, sem þessi fámenna þjóð á út að svara til embættismanna sinna að kenn urum öllum meðtöldum. Pað hefir verið sagt, að henni væri það engin vorkunn, þó að hún verði að greiða embættismönnum meira að tiltölu en aðrar þjóðir, þar sem hún sé laus við herskyldu og herkostnað allan. Já væri það nú ekki annað en það. En í hversu mörg horn önnur á þetta unga ríki að líta, í þessu stóra, strjálbýla, niður- nídda landi, þar sem ílest það er óunnið, sem önnur ríki hafa verið að gera til hagsbóta nú í margar aldir? Meðan svo stendur, meðan ótal brýnar þarfir kalla að úr öll- um áttum, finst mér ísland eins og fátæk móðir, sem verður að taka bitann frá munninum á sér handa okkur. Hún á ekki að telja hann eflir. En við eigum að borga hann. Við eigum ekki að telja eftir^ henni vinnuna okkar, og ekki að svíkja hana í því, sem hún felur okkur og trúir okkur fyrir. — Fyrsta sagan, sem eg man eftir að mér var sögð og vakti bjá mér fyrstu siðgæðistilfinninguna, sem eg man eftir, var sagan af ketl- ingnum, sem beit hana mömmu sina, meðan hann var að sjúga hana. Eg held að eg hafi verið á 3. eða 4. árinu og enginn speking- ur að viti, en eg man mjög glögt, hvað mig hrylti við þessu ódæði ketlingsins. Þetta voru skepnur, sem eg þekti þá þegar vel. En síðar á æfinni hafa stundum skepn- ur í annari mynd mint mig á söguna og vakið alt af sömu til- finninguna; og eg veit, að ekki mundu þær gera það siður hér eftir, ef þær bæru fyrir mig. — Eg tek þar til kennara, sem ein- göngu gengist fyrir hækkaða kaup- inu, en kastaði höndum til starfs- ins sjálfs, eða prest, sem þrátt fyrir aukin laun dræpi niður kirkjulífi í sóknum sínum með óreglu og hirðuleysi, eða lækni, sem í skjóli stöðu sinnar gerðist brennivíns- mangari; eða sýslumann, sem not- aði hana til að krækja sér í eignir með gjafverði — jafnvel frá ríkinu; eða yfir höfuð að tala hvern þann verkamann, er telur á fingrum sér tímana, sem hann vinnur, og aur- ana fyrir þú, en lætur sig einu gilda, hvort vinnan ber nokkurn arð eða engan þeim, sem honum greiðir kaupið, hvort sem það nú er landið eða bærinn eða einstak- ur maður. í öllum slikum per- sónum finst mér glotta við smettið á ketlingnum vanþakldáta. Það eru mörg ár síðan komið hafa eins margar umsóknir og nú um kennaraskólann. Ókunnugir kynnu að hugsa, að það stafi af launalögunum nýju. Eg veit það besl, að svo er ekki. Þær hafa lík- lega hreint allar verið farnar af stað a. in. k. áður en þeim, er sendu, voru kunnar horfur launa málsins á þingi. Eg býst við, að enn sem fyr, vaki fyrir þeim ung mennahópi, sem hingað sækir, eitthvað meira en atvinna og pen- ingasótt, ef til vill það, sem skáldið segir, að »á endanum verði alheimi bert, að aldrei er þarfara stórvirki gert, en geta sitt mannfélag mann að«. Eg vil gjarna hugsa um ykkur, að ykkur langi til að leggja hönd að því »þarfa stórvirki* og skiljið, að til þess þurfið þið sjálf að »mannast«, og komið hingað því skyni fyrst og fremst. Það er eitt höfuöatriði skylduræktarinnar, að búa sig sem best undir að vinna það starf, sem maður ætlast fyrir. Það þykir mér mikill galli á kenn- aralögum alþingis, hversu nauða- litlar hömlur þau leggja á það, að lítt hæfir menn geti komist í kenn- arastöður og setið þar fastir. Minni mentun en heimtuð er til kennara- prófs mætti ekki nefna. Og það er einsætt að auka þær kröfur þegar er þess verður kostur. Til mikils náms er skólatíminn of stuttur, hversu vel sem hann er notaður. Eg vona að hann reynist samt öllum nógur til að læra eitt, ef þeir skyldu ekki þegar hafa vitað þaö áður en þeir komu, það, að þeir vita næsta lítið, og að þeim veilir ekki af að taka sér stöðugt fram. Og annað vildi eg óska, að þið vissuð vel og skilduð til hlítar, áður en þið færuð að fást við kenslu, að hvorki bóknám sé þekking, hversu mikil sem hún er og víð- tæk, nægir ein út af fyrir sig til mentunar, og er síður en ekki einhlít heldur til kennarastarfs. Um það efni ætla eg ekki að orð- lengja frekara að þessu sinni. Vona, að mér gefist oft tækifæri til þess á samverutímunum, sem fara í hönd. Sænskukensla í skólum. Miklum tíma og kostnaði er eytt hér á landi til málanáms, og er það að vonum. Vér íslendingar er- um einangraðri en flestar aðrar þjóðir og er það meira vegna máls- ins en fjarlægðar frá öðrum lönd- um. Mestur tíminn og kostnaðurinn fer til dönskunáms, og er það einnig að vonum. Vér höfum um langan aldur haft mest viðskifti við Dani. í annan stað getur dansk- an verið oss lykill að öðrum norð urlandamálum. Norskan, ríkismál ið, er vart frábrugðnara dönskunni en forníslenska nýíslensku. Á ann an veg er um sænskuna. Það e_ að vísu ekki stórt spor að stiga fyrir dönsku- og íslenskukunnandi mann yfir í sænskuna. Og þó þarf sérstakrar tilsagnar við ef vel * að vera. í öllum íslenskum skólum hefir mörgum tímum á viku verið varið til dönskunnar. En hvergi einum einasta til sænskunáms. Það mun einhverntíma þykja í frásögur fær andi, að svona hefir það verið alt til þessa herrans árs 1919. Það er einkum ámælisvert að svona skuli hafa gengið í sjálfum Mentaskól- anum. Flestir stúdentar lesa helst sænskar bókmentir í dönskum þýð- ingum, ef íslenskum þ5rðingum er ekki til að dreifa. Sama er auðvitað um námsmenn allra annara ís- lenskra skóla að segja. Þetta er blettur á skólamálum vorum. Eg geri ráð fyrir, að það væri fyrir löngu búið að brúleggja sund- ið milli sænskunnar og dönskunnar, ef það væri breiðara. Það er nú svona stundum, að menn hafa ekki trú á hlut, sem þeim væri þó mik- ið hagræði að, ef hann er ódýr. Þelta er, þótt ótrúlegt sé, eina skýringin á vöntuninni á sænsku- kenslu í skólum vorum. Sumir virðast hafa haldið að í þessu efni væri ekkert að læra, nema það, sem hver dönskukunnandi maður geti kent sér sjáfur. En þetta er rangt. Það er auðvitað hægt að læra að skilja sænsku á bók hjálp- laust með nokkurri fyrirhöfn. Og þó verður fæstum það að verki fyrst skólarnir hjálpa mönnum ekki af stað. En framburðinn kennir enginn sér sjálfur. Flesta, sem skilja sænsku, en hafa ekki hugmynd um framburð á henni, mun sviða í þessa vanþekkingu. Hún er eins og skinnlaus blettur á kunnáttunni. Það fer allur einstak- lingsblær af málinu. Orðin verða hljómlaus. Úr þessu þarf að bæta, og pað má ekki dragast lengur. Sænskukenslu má koma á án þess að íþyngja nemendum að nokkrum mun, eða lengja skóla- tíma. Það þarf ekki annað en taka einn tíma á viku frá dönskunni og kenna þá sænsku. Það virðist rétt að leggja dönskuna til grund- vallar við nám norðurlandamál- anna eins og verið hefir. Sænskan kemur svo í hjólspor hennar. Nemendum mun reynast auðvelt að læra að skilja sænsku. Flest sænsk orð skiljast af dönsk- unni eða íslenskunni. Málfræðin er auðlærð íslendingum. Við framburð- inn verður örðugra að eiga, því þar spillir dönskukunnáttan fyrir. En sænskur framburður liggur miklu betur fyrir íslendingum en danskur. Sum sænsk hljóð eru að vísu örðug, en það er mín reynsla, að það kosti íslendinga litla fyrir- höfn að ná sæmilega réttum sænsk- um framburði borið saman við hinn langa tima, sem eytt er til að læra að bera illa fram dönsku. — En kennarana vantar enn þá. Það verður fljótt ráðin bót á þvl. Svíþjóöarferöir fara nú mjög vax- andi og er það vel farið. En þann- ig koma fyrstu kennararnir. Svo útbreiðist kunnáttan eins og af sjálfu sér, ef skólarnir gera skyldu sína. Eg vil beina þeirri áskorun til væntanlegrar skólamálanefndar, sem á að endurskoða reglugerðir Mentaskólans, Kennaraskólans o.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.