Tíminn - 15.11.1919, Qupperneq 4

Tíminn - 15.11.1919, Qupperneq 4
348 TÍMINM ©ru einltar fallegar og jafnframt aannar. Hér er ein: Ef þú aldrei þolir þraut né þunga lifsins finnur aldrei þá á æfibraut afrek nokkurt' vinnur. Það iná óhætt gera ráð fyrir því, að Örœfagróður verði mörg- im kærkomin bók, ekki sist ung- lingum. Hér og hvar eru smávægilegar prentvillur í bókinni, þó ekki svo, að orð sé ágerandi. Vonandi á Sigurjón Jónsson eftir að segja mörg falleg æfintýri og hver veit, nema hann eigi eftir að verða islenskur H. C. Andersen, áður en lýkur. Það er auðséð á því, sem nú liggur þegar eftir Sigurjón, að bann er einn af þessum andlegu brúar- gerðarmönnum, mönnum, sem vilja leggja brýr yfir hleypidóma-ófær- urnar; það er hægara sagt en gert, því að vættur vanans hefir megnan beyg af allri brúargerð, »hún getur ekki uð því gert«. Og þá er ekki að treysta á fulltingi þeirra frænd- anna, Bárðar nærsýna og Bjarnar fjærsýna. Sig. Kristó/er Pétursson. Ódrengileg bardagaaðferð. Pað munu fiestir hafa gert ráð fyrir því, allir góðgjarnir menn a. m. k., að hr. Magnús Pétursson iæknir á Hólmavik myndi telja sér það heiður, að svo valinkunnur sæmdarmaður sem v'hr. Vigfús Guð- mundsson frá Haga yrði keppinaut- ur hans um þingmenskuna, og talið víst, að hann myndi sýna slíkum manni fulla kurteisi og drengskap. En það vantar á að svo hafi verið. Fylgismenn Magnúsar þar nyrðra beita nú því vopni gegn Vigfúsi, vafalaust með samþykki Magnús- ar, að Vigfús hafi ekki þorað að koma á opinberan fund í kjör- dæminu með Magnúsi, þrátt fyrir það þótt Magnús hafi aivarlega skorað á hann að gjöra það. Allir þeir sem þekkja hr. Vigfús Guðmundsson, vita það að visu fyrirfram að þetta eru ósannindi, og þyrfti þessvegna ekki að mót- mæla þeim opinberlega. En þeir vita ekki hitt, að þá er rétt er sagt frá öllum atvikum, er þessi áskor- un Magnúsar ekkert annað en ó- drengilegt bragð frá upphafi til enda, ekkert annað en samstæður liður við aðra framkomu hans á þingmenskubrautinni, þess vegna er þessum ósannindum hér opin- berlega mótmælt. Áskorun Magnúsar er dagsett með bréfi 25. október, eftir að Vig- fús hefi þrisvar átt tal við Magnús, og þeir höfðu meðal annars orðið ásáttir um að ekki yrði hægt að koma við fundum sameiginlega, eftir að Vigfús er kominn á heim- leið, í miðja sýslu, norðan úr sýsl- unni, eflir að þeim tíma sem hann gat í lengsta lagi eytt í ferðina var eylt og ráðstafað, og sá tími út- runninn sem hann , hafði hesta leigða, og eftir að Vigfús var bú- inn að boða fund í Bæ við Hrúta- fjörð. Var Magnúsi þelta alt kunnugt að mikiu eða öllu leyti, þá er hann sendi þetta áskorunarbréf. Áskorunin er þvi ekkert annað en ódrengilegt herbragð, áskorun um það, sem áskorandi sjálfur veit að sá er skorað er á getur ekki orð- ið við. Getur hver sem vill getið i eyð- urnar hvað Magnúsi muni ganga til að beita þessari bardaga-aðferð. Hún verður honum undir öllum kringumstæðum til lítils sóma. — En hvernig sem kosningaúrslit verða i Strandasýslu, þá á herra Vigfús Guðmundsson skilið og fær alúðarþökk frá fjölda manns fyrir það, að hafa skorið upp herör gegn hr. M. P. og skorað hann á hólm. Og heiður Vigfúsar vex af allri framkomu hans, að sama skapi og vegur Magnúsar verður minni af þeim ódrengiiegu meðul- um, sem hann beitir í baráttunni. Fréttir. Tíðin er afbragðs góð hér enn og mun vera um land alt. Spyrj- ast víða að góðar aflafréttir, eink- um af Austurlandi. Úr Öræfum 27. okt. 1919. Þetta nýliðna sumar, hefir verið eitt hið allra besta sem komið hefir hér lengi. Vorið var vætusamt en hey- skapartíðin mjög hagstæð, og hausttiðin. Heyskapur varð víðast fremur góður. Og uppskera úr görðum með besta móti sumstað- ar. Og ekki spilti til hið góða kjöt- verð. Okkur er nýtt að geta selt sauðina flesta um 80 kr. og lömb undir 30 kr. En það er slæmt að þurfa að reka sláturféð úr sveit- inni, nú gerði það að vísu ekki mjög mikið til þvi að tíðin var svo góð. En séu rigningar og vötn mikil, leggur féð mikið af á leið- inni til sláturstaðanna. Vestarlega úr sveitinni og til Víkur, eru 17 ár óbrúaðar nú, sem geta orðið miklar, og austur á Höfn eru 19 jökulár í sumar kom báturinn »Skaft- fellingur« tvisvar með vörur til okkar, og tók hann ullina í seinna sinnið. Uppskipun og útskipun gekk ágætlega. Það er mjög mikill hagur í því að fá vörurnar fluttar hingað. Og að það var byrjað eig- um við manna mest Lárusi Helga- syni kaupfélagsstjóra okkar að þakka. Enn veit eg ekki vel hvað sam- þykt hefir verið á þinginu. En eg er að vona, að fulltrúar vori lofi okkur að fá Alþingistíðindin áfram. Við kunnum betur við að sjá og heyra hvað fulltrúar okkar segja á þingbekkjunum, og hverjir þeirra eru ósparastir á að ausa út lands- fé til óþarfa bitlinga, og að stofn- uð séu ný embætti sem ekki er nein þörf á. Vænt þótti mér að ekki varð neitt úr aðskilnaði ríkis og kirkju. Eg hygg að það hefði orðið til ills fyr- ir kristilegt trúlif hefði það orðið. Því það er áreiðanlegt, að prest- unum hefði fækkað mikið til sveita frá því sem nú er og óvíst hvað við hefðum fengið í staðinn. En sennilegt var að við hefðum fengið einhverja miður lúterska sértrúar- flokka til að prédika fyrir okkur. Með þessu er þó ekki sagt, að eg sé ánægður að öllu teyti með þjóð- kirkju okkar eins og hún er sum- staðar. Eg veit að það er þörf að breyta til án þess að skilja ríki og kirkju. Og mun mun eg ef til vill siðar minnast á þær breytingar. Á Hvítasunnu í vor, andaðist Magnús Pálsson bóndi á Svínafelli. Hann var kominn á áttræðis aldur og var sonum Páls bónda á Arn- ardranga, og albróðir Lárusar sál. homöopats og þeirra systkina. Páll sálaði i Arnardrangi átti 27 börn, og er ekki á lífi af þeim nema Halldóra kona Jóns Hálf- dánarsonar í Flatey. Magnús var kvæntur Sigriði Jónsdóttir frændkonu sinni, og lifir hún ásamt 4 börnum þeirra og eru þau: Jón bóndi á Grjótbyrgi í Kjós. Lárus bóndi á Svinafelli og og Ljótunn ógift þar, og Pálína gift Páli Sigurðssyni á Skálafelli. Magnús var duglegur bóndi, og fáa hefi eg þekt með jafn mikinn vinnuáhuga. Bókhneigður var hann og átti talsvert af bókum. Hann var og hjálpsamur, góðgerðarsam- ur og kom sér alstaðar vel, en tók litinn þátt í opinberum málum, en fylgdist þó vel með öllum nýungum. J. Lóni 80/io. »Surnarið sem nú er að kveðja okkur var bér eitt hið allra besta og hagstæðasta sem komið hefir nú lengi. Heyfengur hér yfirleitt mikill og alt hey ó- hrakið og vel hirt. Grasvöxtur var þó í lakara meðallagi á harðvelli og kenna menn um kali frá fyrra ári. Tún höfðu ekki náð sér að fullu, en þó var töðutak víðasthvar í meðallagi. Hausttíðin hefir verið góð til þessa að undanskildu all- snörpu hríðar- og kuldakasti í lok septembermánaðar, sem þó náði ekki til að skemma garðávexti, en þeir nú með besta móti þroskaðir. Vonandi eru nú flestir bændur sæmilega undir veturinn búnir, enda ekki sjáanleg ástæða til að setja margt sauðfé á vogun, þegar svo hátt verð er í boði fyrir afurð- ir þess sem nú. Á stjórnmál heyr- ist hér varla minst einu orði og þótt nýar kosningar standi fyrir dyrum og framboðsfrestur þing- mannaefna sé að verða útrunninn. Enginn mun hafa í hyggju að leggja til orustu við Þorleif okkar i þetta sinn, enda forlög þess er það reyndi fyrirsjáanleg, því alment munu menn hér ánægðir með fram- komu þingmannsins og ekki getur með demant er nútímans fullkomnasta lalvél. Engar stálnálar og þar af leiðandi engar skemdir á plötunum. Pathéfón-(Salon)-talvél úr ma- hogni, vandað verk, frá 75 kr. (meö tveim hljóðdósum, annari fyrir demant, hinni fyrir nál). Nýjnstn Pathé-plötnr, með fjölda nafnfrægra listamanna. Verðskrá yfir plötur ókeypis. Sendar gegn póstkröfu um Iand alt. Einkasala fyrir ísland Hijóðfærahús Reykjavíkur Símnefni: Hljóðfærahús. Aug•lýsmg■. Landssjóðs-hálfiendan Vattarnes í FáskrúðsQarðarhreppi er laus til ábúðar frá fardögum 1920. Tún vænt, verstöð góð, bjargfuglaveiði. Gæsla Vattarness-vita hefir fylgt ábúð. — Umsóknir sendist Sveini Ólafssyni í Firði. vinsælli mann í héraði en hann. Ekki mun þó svo almenn ánægja með gerðir siðasta alþingis, að nokkur óski að allir þeir þingmenn er það sátu verði sjálfkjörnir, — þvert á móti — flestum mun þykja full þörf á að þar verði hreinsað til og oflátungum þjóðfélagsins með öllu útbygt af þingbekkjunum. Annars sýnist vera mikil hætta á að þjóðinni gefist ekki ráðrúm til að átta sig fyllilega á framkomu þingmanna fyrir þessar kosningar, svo bráður bugur er nú að öllu undinn. Hornafirði »Hér var á- gætistíð í sumar, alt hey þornaði jafnóðum og varð því nýting góð. En grasvöxtur var tæplega í með- allagi og varð því ekki nema með- al heyskapar. — Fjártaka allmikil í Hornafirði, mun orðin nálega 700 tunnur. Verðið sama og annars- staðar á Austurlandi, kjöt hæst kr. 2,50 kílóið, gærur kr. 2,60, mör kr. 2,00. — Yfir höfuð má heita mjög gott ár hér um sveitir«. Heybruni. Nýlega kom eldur upp í heyi í hlöðu á Hurðarbaki í Reykholtsdal í Borgarfiöi. Var það að næturlagi, en vildi til að mannmargt var á heimilinu og tókst að bjarga mestu af heyinu og hlöðunni. Giskað var á að um 100 hestar hafi skemst. AY! Hafið þér gerst kaupandi ða Eimreiðinni? Ritstjóri: Trjggvi þórhallason Laufási. Sími 91. Prentsmiöjan Gntenberg.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.