Tíminn - 13.12.1919, Page 2
362
TíMINN
V
í Arnessýlu til sölu. Jörðin er laus til ábúðar frá
næstkomandi fardögum. Lysthafendur snúi sér til Stein-
dórs Gunnlaugssonar yfirdómslögmanns
BersstaÖastr. lO J3. Sími 579 B.
Bollastaðir tii sölu.
Frestur til 15. jan. n. k. í3eir, sem sækjast eftir kaup-
um, semji við Páima Pétursson, Sauðárkróki.
Greinilegra um jörðina í »íslending«.
Qölda bæjarbúa sem hlýddu á leik
hans. En síðasta árið varð hann
að gera hlé á náminu vegna ó-
styrkleika í annari hendinni.
Jón Norðmann var einn af okkar
efnilegustu listamönnum og þeirra
hluta vegna þjóðkunnari flestum
jafnöldrum sínum og eftirsjá að
honum um flesta fram. Hann var
nm leið maður, sem i hvívetna
heíir og myndi hafa gert landi
sinu hinn mesta sóma, hefði hon-
um enst heilsa og aldur. Því að
hann var hið besta mannsefni,
drengur góður, hreinn og beinn og
einarður, stefnufastur og áhuga-
fullur, hinn prúðmannlegasti og
fríðasti maður í framgöngu.
t
Áðalsteinn Magnússon
frá Grund.
Það er ekki að undra þólt Ey-
firðingar sæki það fast og með
miklum áhuga að koma upp hjá
sér berklahæli, því að berklaveikin
hefir þar hlaðið meiri valköstu en
víða annarstaðar á landinu. Nú
hefir hún lagt að velli einn besta
drenginn og mesta efnismanninn i
héraðinu.
Aðalsteinn Júlíus Magnússon,
sonur Magnúsar bónda Sigurðsson-
ar á Grund og konu hans, var
fæddur 24. ág. 1889. Var þvi rétt
rúmlega þrítugur þá er hann Iést.
Sá er þetta skrifar kyntist Aðal-
steini þá er hann var námssveinn
á Hvanneyri. Var sú viðkynning
öll á einn veg. Aðalsteinn var hið
líklegasta mannsefni, besti dreng-
ur, gætinn, framsækinn, áhugafull-
ur og heilbrigður í skoðunum.
Vegna aðstöðu sinnar, hinn líkleg-
asti maður til þess að verða mikil-
virkur og góðvirkur í sveit sinni.
Hann var nokkuð seintekinn, en
hinn ástúðlegasti og prúðmannleg-
asti í framgöngu, maður sem hvar-
vetna gat sér hið besta orð og
náði mannkylli.
Aðalsteinn heitinn hafði sótt
mentun fyrst á verslunarskólann
og því næst á bændaskólann á
Hvanneyri. Að því búnu byrjaði hann
búskap ineð föður sínum á Grund.
Vorið 1918 kom hann suður á
Vífilsstaðahæli, því að lítiil vottur
hafði fundist af berklaveiki í lung-
unum. Hann var yfirleitt þar við
góða heilsu og hafði bestu von
um bata. Fór svo utan síðla í
sumar til þess að ná fullum bata.
Svo kemur andlátsfreghin öllum
á óvart.
Kona hans, Rósa Pálsdóttir,
sigldi með honum. Eiga þau eiún
son á lííi, sem er norður á Grund.
Öllum vinum og kunningjum
Aðalsteins heitins, verður mikið
um þessa óvæntu harmafregn. Þeir
senda hlýjar samúðarkveðjur norð-
ur í hinn fagra fjörð. Peir óska
þess ættlandinu að eignast marga
hans líka og að því megi auðnast
að njóta þeirra lengur.
r
Odrengskapur.
Málgagn kaupmanna og auð-
valdsins, Morgunblaðið, ræðst 7.
og 18. okt. s. 1. enn á ný, á þá
er landbúnað stunda, í greinum
með fyrirsögn »Dýr vara« og
»Bændur og jafnaðarmenn«. Mun
þar vera enn á kreiki flugumaður
sá er Tíminn talar um. Myrkra-
vera þessi sendir eiturskeyti sín
úr myrkrinu og æpir heróp að
landbúnaðarmönnum. Pótt öðrum
standi nær en mér, að svara slik-
um illgirnisgreiuum, ælla eg þó
að svara þeim að nokkru.
Pessi mannvera blæs sig mjög
upp út af því, hve hátt verð sé
nú á kjötinu, og vill telja kaup-
staðarbúum trú um, að bændur
reyni að okra á því, og fer um
það mörgum æsingarorðum. En
sannleikurinn mun vera sá, að
bændur hafi að eins sett það verð
á kjötið er þeir höfðu von um að
fá fyrir það í útlandinu, að frá-
dregnum kostnaði. Peir urðu að
setja eitthvert fast verð á það kjöt
er Reykvíkingar og aðrir vildu fá
keypt í byrjun sláturstímans. Eða
áttu þeir að selja það með eftir-
kröfu, þegar hið endanlega verð í
útlandinu var ákveðið? Kanske
myrkraveran hefði viljað hafa inn-
heimtuna á hendi fyrir ekki neitt.
Hingað til mun hún þó hafa viljað
hafa fyrir verk sín. Hvert ætli yrði
svarið hjá kaupm. og útgerðarm.,,
ef bændur og alþýða yfirleitt fal-
aðist eftir kaupum á þurkuðum
stórfiski, t. d. áður en þeim væri
kunnugt um verð hans í útlönd-
um? Óhætt mun vera að gera ráð
fyrir, að þeir myndu hafa verðið
svo hátt, að þeir væru nokkurn
veginn vissir um, að skaðast ekki.
Að hér sé rétt til getið, er það til
sönnunar, að úrgangsfiskur (orma-
fiskur) hefir verið og er enn —
að minsta af sumum kaupm. —
seldur jafnvel hærra verði, en þeir
kaupa annars flokks fisk, og hefir
þó alþýða aldrei æpt heróp að
kaupm. fyrir þelta, enda þótt það
veki megna óánægju eins og svo
margar þeirra verslunar-aðferðir.
Landbúnaðarmönnum ætti að
vera leyfilegt, að ráða verði á sín-
um vörum með frjálsri verslun,
eins og útgerðarmönnum og kaup-
mönnum er leyfilegt, að ráða verðí
á sínum.
Ef innmatur úr búfé er seldur
óhæfilega háu verði, er það að-
finsluvert eins og öll önnur ósann-
gjörn verslun. En hvað er hæfi-
legt verð á innmat úr búfé? Pað
er hæíilegt verð, að miða verðið
við næringargildið, borið samau
teknum ósannindum eins og t. d.
hinum frægu »afneitunum«, sem
aldrei voru til. Engin rök bar
Einar fram móti stefnu þessara
manna. Ekkert nema »persónuleg
heit«.
Næst þessu kom svo lofið um
vildarvini langsara. Par var efst á
blaði síldar-þrenningin. Þá Bjarni
frá Vogi, Magnús Guðmundsson,
Gísíi Sveinsson og fleiri slíkir
menn. Pótti sú sveit öll-saman
valin, og engin sá kappi sem ekki
hafði eitthvað til sins ágætis á
þeim bekk.
Einar tók að eins tvö mál til
umrœðu. Annað var landsreikninga
hneiksli hans, sem fyr hefir verið
á minst, og hitt sildarmálið. —
Siðgœðis-hugsjón Einars hafði særst
af því, að Tíminn hafði heimtað
óvitlaus reikningsskil um fjárhag
landsins og vítt fjárbrallið á þing-
bekkjunum. Hvort y>hvitu hersveit-
inni« hefir þótt þrengt að kosti
sínum, með áðurnefndum aðgerð-
um, skal látið ósagt. En viðkvæm
eru Einari þessi mál bæði.
Pað þarf nú svo sem ekki að
sökum að spyrja að Einari kom
jafnan sinn kæri vinur Tíminn i
hug, er hann greip pennann. Og
venjulega lagði andinn honum
eitthvert ósatt eða blekkjandi orð
á vajúr. Tíminn virðist alstaðar
vera á vegi hans. Og Einar hafði
ekki nema þetta eina úrræði alt
af. Gott dæmi um það, eru frá-
sagnir hans um einn af Pingvalla-
fundarmönnunum, sem var til and-
mæla á nokkrum fundum hjá ein-
um Morgunblaðsmanniuum. Fyrst
marg-sagði Einar, að maður þessi
þgrði ekki að mæta á f'undum,
og útmálaði hugleysi hans með
mörgum orðum. Nokkrum dögum
siðar segir Einar í blaðinu að sami
maður hafi túlkað mál síns flokks
á fundum, (því að aðrir hafi elcki
getað það!). Og litlu síðar kemur
þriðja útgáfan að maðurinn hafl
haldið margra kliikkutimarœður á
hinum umrœddu fundum og enda
gefið í skyn að hann hafi tekið
ómjúklega á langsum-bróðurnum.
»Sannleiksást« Einars nær þarna
því hámarki, að á fáum dögum
gefur hann ótilneyddur þrjár gagn-
ólikar skýringar um sama atriðið.
Og honum virðist veita þetta afar
auðvelt, alveg eins og miðli, sem
gagnstætt »þenkjandi« andar talca
sér bóifestu í, og hver talar með
sinni tungu. Viðvikjandi þeim sem
þetta ritar gerði Einar sérstakt
skáldverk, sem hann er bersýni-
lega mjög hróðugur af. Hann segir
að eg hafi komið af stað kaupdeilu
nokkurri milli sjómanna og skip-
eiganda, sem átti sér stað hér fyrir
nokkrum árum. Með jafn miklum
rétti mætti segja að eg neíði kom-
ið Einari til að eta ofan í sig
fyrirvarann, eöa taka eftirlaun jafn-
hliða embættislaunum, því að um
enga af þessum þremur atburðum
vissi eg fyr en þeir voru orðnir
staðreyndir, og á allra manna vit-
orði. Lýsi eg því Einar Arnórsson
margfaldan ósannindamann að öll-
um sínum staðhæfingum þessu
viðvíkjandi. Eg nota af ásettu ráði
sterk orð um Einar í þessu sam-
bandi til að knýja hann til að fara
í mál við inig, og hreinsa af sér
ósannindamanns riafnið, ef hann
þorir og getur.
En fróðlegt er í þessu sambandi
að athuga það, að Einar sjálfur
hefir veiið pottur og panna i verk-
fallsundirbúningi nú á þessu ári, til
að hœkka sín eigin laun. Var það
þvi óviðurkvæmilegra, þar sem
hann var var þá trúnaðarmaður
þjóðarinnar í þinginu og skamtaði
með hægri hendinni úr landsjóði,
sem þingmaður, það sem hin
vinstri tók við fyrir hönd laga-
kennarans. Verkfallsundirbúningur
embættismannanna er merkilegt
mál, og mun senniiega hafa þau
áhrif, að hinir skynsamari þeirra
hætti að ámæla öðrum stéltum,
sem ekki sætta sig við að láta
gjalda sér verkkaupið í skjalda-
skriflum og baugabrotum.
Eins og fyr er getið, var Einar
þrjá daga stjórnarráðsritari fyr á
árum. Sennilega verður hann ekki
þrjá mánuði ritstjóri Morgunblaðs-
ins, eftir þeim vinsældum sem
sagt er, að hann njóti hjá hús-
bændunum. En í þessari skamm-
vinnu vist hefir hann smíðað ein-
kennilegt »sveinstykki«, sem lík-