Tíminn - 17.01.1920, Qupperneq 1

Tíminn - 17.01.1920, Qupperneq 1
mtiNN am sextiu blöð á ári kostar tíu krónur ár- gangurinn. AFGREIÐSLA i Reykjavik Laugaveg 17, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. IV. ár. Rcyhjayík, 17. janúar 1920. „flotinn ósigraaít". Þegar hershöfðingjar ófriðar- þjóðanna slíðruðu sverðin, þá er vopnahléð var samið, gripú þeir, sumir hverjir, óðar pennann í hönd. Frsegust af þeim skrifum eru baekur þeirra Jellicoes, yfiradmír- álsins enska, og Ludendorffs yfir- heshöfðingja þýska hersins. Er það allra merkilegast, að bera bæk- urnar saman, því að það eru aðal- andstæðingarnir tveir, af beggja hálfu, sem þar koma frain. Er það óllum áður kunnugt að það var þýski herinn, sem bar liita og þunga dagsins hjá Miðveldunum. Hitt verður æ Ijósara, því lengrn sem liður á lestur bókanna, að enski flotinn er það sem langmest er undir komið bandamanna megin. I*á er Þjóðverjar hófu striðið gerðu þeir sér það alls ekki ljóst, hversn háskalegur óvinur enski flotinn var. Menn gerðu sér það heldur ekki Ijóst í hlutlausu lönd- unum. En nú við stríðslokin segja menn, að leikslokin hafi eiginlega verið fyrirfram sjáanleg, vegna yfirburða enska flotans — hafi menn einungis í upphafi gert sér Ijósan dóm sögunnar. Á síðari öld- um hafi England æ beðið hærri hlut i hverri styrjöld, vaxið við hverja raun — vegna yfirburða flotans. Og það sé ótviræð reynsla að sömu viðburðir endurtakist aftur og aftur. Jellicoe admiráll og Ludendorff hershöfðingi ern hvor um sig hinir ágætustu fullltrúar hervaldsins hjá ófriðarþjóðunum. Jellicoe hefir gengt foringjastöðu í enska flotan- um í öllutn höfum hnattarins, komið mjög við nýlendustjórn, gengið í hinn praktiska stjórnmála- manna skóla Englendinga, enda ber bók hans vott um það. Hún er glæsilega skrifuð og aðdáanlega ljós og skipuleg. Ludendoiff er hermaðurinn og ekkert annað en hermaðurinn, sem helgar alt líf sitt hermenskunni og hermensku- lærdóminum. Honum lætur það ekki að nota pennann; setuingarn- arnar i bókinni eru stuttar og gagn- orðar eins og áhlaupa skipanir. Það var svo komið, þá cr Lu- dendorff tókst yfirforj'stuna á hend- ur, að alt sat í rauninni fast, og herir Miðveldanna urðu að láta sér vörninamægja. Herir Bandamanna spentu herfjötur um lönd Miðveld- anna. Það er merkilegt að lesa um tilraunir Ludendorffs, að rjúfa þá skjaldborg, hvar sem hann kom auga á að veikt væri fyrir. þrátt fyrir hina glæsilegustu sigra — t. d. í Rúmeníu — þrátt fyrir hin æðis-gengnustu áhlaup, heldur skjaldborgin og sú festa og teigja er fyrst og fremst’breska flotanum að þakka. Vegna hans var hægt að flytja herina til þegar og nauð- syn krafði. Vegna þess að hann hélt höfunum opnum var hægt að færa hernum alt sem hann þarfn- aðist og halda honum fullbúnum frá upphafi til enda. Vegna hans var ávalt hægt að bæta við mönn- um og hergögnum á vesturvígvell- inum — og ummæli Ludendorfl's gefa ljósasta myndina af því hversu mótstaðan vex við hvert áhlaup, ekki síst vegna hergagnanna. Enski herinn sem í upphafi kveður nauða- lítið að, vex með flughraða bæði að fjölda og búnaði, franski her- inn þolir hverja blóðtökuna annari meiri og Bandaríkjaherinn verðui japlegur andstæðingur, þrátt fyrii alla erfiðleika hinnar löngu sjó- leiðar. En Ijósait kemur þýðing breska flotans fram, þá er LudendorfF víkur að »fólkinu heimair. Óttinn við ástandið að baki herlinunni gengur eins og rauður þráður í gegnum alla bók hans. Hafnbannið eyðir hinum innra þrótti Þýska- lands. Vegna matvælaskortsinsskap- ast jarðvegurinn fyrir undirróður Bolchevicka. það smá dregur úr orkunni og hugrekkinu, því að floti Jellicoes lokar öllum sundum og stöðvar allar Hfæðar og ljóss ut- anað. Lýsingar Jellicoes á flotanum eru hinar gteinilegustu andstæður þessa ástands, Þar er ekki um hnignun að ræða. Fiotinn verður vlgalegri með hverjum degi sem líður. Rað er óðara hlaupið i öll skörð og bætt úr öllum misfellum. Andinn bæði hjá æðri og lægri er eins og hann á að vera. Rauði þráðurinn frá upphafi til enda er ósveigjanleg trú á sigurinn. Þá er Þjóðverjar hefja hinn ó- takmarkaða kafbátahernað, er Eng- land reiðubúið að standast hann, bæði beinlínis, með því að finna vopn á móti og óbeinlínis, af því að þjóðfélagið er óþreytt og þolir það, að verða fyrir töluverðum skakkaföllum. Jellicoe, admiráll, hefir þá að visu látið af stjórn, en hann befir skiliö svo við, að alt er I nálega fullkomnu ástandi. Eftir sjóorustuna við Jótiandsskaga er öll von úti fyrir þýska flotann um að geta nokkru sinni gengiö á hólm og honum hnignar. Upp- reistarandinn vaknar í endalausu iðjuleysinu. Reir standa aldrei beinlinis hvor á móti öðrum, Ludendoiff og Jelli- coe. Bardaginn þeirra i milli er óbeinn — þótt þeir séu höfuð- andstæðingarnir í styrjöldinni. Rví að enski flotinn var bitrasta sverð- ið sem á lofti var gegn Þjóðverj- um, og honum var það fyrst og fremst að þakka, að Foch mar- skálknr gat beitt herstjórnarsnild sinni í lokin. Mönnum hefir hætt við því, að gera of lítið úr þýðingu breska flotans um úrslit stjrrjaldarinnar, enda slarfaði hann mest í leyni, og slæðan sem dregin var yfir at- hafnir hans var svo ógagnsæ. Nú hefir henni verið svift frá. Hervélin þýska var orðin svo búin, að mannlegt hyggjuvit gat ekki búið hana fullkomnar. Heim- urinn skalf af ótta við hana. En í styrjöidinni átti hún þeirri and- stöðu að mæta, sem varð henni um megn. LudendoríT hershöfðingi er ímynd hinnar fullþroskuðu hern- aðarþjóðar, en hann beið lægra hlut fyrir enska flotanum, sem spennir herfjötur um heim gjör- vallan. Fyrir hundrað árum síðan varþað Nelson admiráll — imynd breska sjóveldisins — sem réði niðurlög- um Napóleons mikla. Viðburðir sögunnar endurtakast aftur og aftur. "Vid áramótio. iii. Fargjöld hækka. Eimskipafélag íslands og Sameinaðafélagið hafa oiðið samferða um að hækka far- gjöldin. Kostar eftirleiðis far á 1. farrými til Leith og Kaupmanna- hafnar 150 kr., en 90 kr. á 2. far- rými. Kemur engum þessi hækk- un á óvart, því að eflir öllu öðru gelur þetta ekki. talist hátt verð. Það þarf að gæta skynsamlegrar sparseini um fjárveitingar til ein- staklinga. Það þarf að færa fjármálastjórn- ina til rétts vegar, úr höndum þingsins og I hendur stjórnarinnar. Það þarf samræmilega og rétt- látlega að bæta fjáröflunaraðferðir rikisins og auka tekjur þess. — 'Til þess að rikið geti með fullum krafli legst þau verkefni af hendi sem nú eru allra brýnust, um viðreisn atvinnuveganna. Þarf- irnar í þeim efnum eru svo stór- kostlegar og aðkallandi að allra efna er þörf, en um leið hin viss- asta von um góðan arð. Kringum- stæðurnar utan lands og innan gera þörfina og brýnni en nokkru sinni áður. Raddirnar utan úr löndum: Sparið, sparið — eiga ekki við nema um eina hlið búskaparins, bæði hjá einstaklingum og þjóð- um — um óþörfu ej'ðsluna, um óhóf, tildur og ómaga. Annað á við um hinar hliðar landsbúskaparins: Sparið ekki fé um að menta hina uppvaxandi kynslóð, til þess að hún verði landinu góðir, ráðvandir og dug- legir borgarar, sein geti stigið feti framar en forfeðurnir, sem hafi vit og vilja til þess að láta vaxa tvö strá þar sein nú vex eitt, sem geti og vilji færa sér í nyt þekk- ingu nútímans á andlegum og verk- legum sviðum, sem nái þroska til að stjórna sjáifri sér skjmsamlega. — Sparið ekki fé til þess að bæta samgöngurnar á sjó og landi, til þess að viðskiftalífið geti gengið miklu greiðara, til þess að spara ótal vinnutafir og margvíslegt erfiði, til þess að hægtsóaðkoma afurðunum óskemdum á markað- inn og á hinum besta tima, og fá fyrir þær sannvirði og þar af leið- andi skapa möguleika til marg- aukinnar framleiðslu og nýrra og betri vinnuaðferða. — Sparið ekki fé til þess að styðja atvinnuvegina beinlínis, til þess að hægt sé að ná auðæfunum úr skauti jarðar og djúpi hafs, með þvi að beita hin- um réttu aðferðuin. Það sem hverj- um einstakling er ofvaxið í því efni verður ríkið að gera eða láta gera. Því að það er styrkasta efna- lega stoðin undir hverju þjóðfélagi að atvinnuvegirnir séu reknir með áhuga og forsjá, með réttum að- ferðum og réttum áhöldum og með réttu skipulagi, því að afleið- ing þess er efnalegt sjálfstæði fjöld- ans og þar með blómgun ríkisins. Á þessum sviðum og enn fleir- um bíða okkar íslendiuga ótal verkefni og tímarnir krefjast þess að þau séu leyst sem allra fyrst, því að nú stendur fyrir dyrum hin harðasta samkepni allra þjóða og á hverju eigum við að byggja sjálfstæði okkar og framtíð, ef ekki á gæðum okkar eigin lands. Er þeim er þetta skrifar það nærtækast að minnast annars höfuð-atvinnuvegarins: landbún- aðarins og allra þeirra miklu möguleika sem hann trúir á að þar liggi fólgnir — jafnvel fram yfir, og langt fram yfir allar þær vonir sem við gerum okkur — þess atvinnuvegarins, sem hingað til hefir borgið þjóðinni og hér eftir mun reynast þjóðinni heil- næmastur og farsælastur. Verkefnin sem þar eru fyrii höudum eru svo* mikil og sjálf- sögð, að það gengur landráðum næst að láta þau sitja á hakanura fyrir tildri og óhófi, láta þau ógerð, vegna óbæfra og samræmislausra aðferða um að afla Iandssjóði tekna og komast ekki i fram- kvæmd, vegna skipulags sem er i beinni mótsögn við rétt þingræðis- skipulag, um aðalstjórn og vald í fjármálunum. Mætti hið nýja ár verða til þess að bæta úr inisfellum liðinna ára á þessum sviðum. Væri hafin á því sókn í hina réttu átt í þessu efni. Þá er góð von um að ísland komi fegurra, styrkara og betra út úr þeirri eldraun samkepninnar sem þegar er hafin upp úr styr- jöldinni. Verðið á blaðinu. Þess var getið í stuttri grein í næst síðasta blaði, hversu verðhækkun- in er orðin gífurleg á öllu því, sem snertir útgáfu blaða. Síðan hafa menn verið alvarlega á það mintir með ágreiningnum sem varð á milli prentara og prentsmiðju- eigenda, þar eð vinna féll niður sex fyrstu daga ársins þeirra hluta vegna. Sér það hver heilvita mað- ur, að blöðuuum er ómögulegt að lifa, án þess að hækka verðið a. m. k. eitthvað í áttina við þessa gífurlegu verðhækkun á öllu því, sem þau þurfa að kaupa. Þar sem Tíminn þar að auki stækkar að miklum mun, verður þetta allra augljósast. Stækkun blaðsins var auglýst 15. nóvember síðastl., og um leið að verðið hækkaði upp í kr. 7,5C. Var sú hækkun verðsins aðallega miðuð við stækkun blaðsins, enda var þá ekki gert ráð fyrir svo gífurlega mikilli hækkun á prent- unarkostnaði, sem nú er komin á daginn. Sú hækkun veldur því, að verð árgangsins verður að hækka upp í 10 kr., og lætur þó ekki nærri og ekki líkt því, að verðið sé eins hátt hlutfallslega og það ætti að vera, borið saman við blaðaverð fyrir stríðið. Væntir Tíminn þess að kaup- endur skilji hversu knýjandi nauð- syn er til þessarar hækkunar og hversu réttmæt hún er. Kolamálid. Stjórn landsins og forstjórar landsverslunar hafa komið sér sarnan um, að hætta einkasölu á kolum. Jafnframt ætlar landsversl- unin að halda áfram verslun með kol af skiljanlegum ástæðum. Það má sem sé gera ráð fyrir, að mikil þurð yrði á þeirri vöru eins og mörgum öðrum, ef eingöngu ætti að treysta á frumkvæði verslunar- stéttarinnar. Afstaða þessa blaðs til kolamáls- ins mun öllum landslýð kunn. 1 stefnuskrá blaðsins er baldið fram landsverslun um þá hluti, sem komnir eru eða eru að lenda í höndum einokandi hringa. Kol er ein af þeim vörum, hér á landi. Þingvallafundurinn áréttaði þessa skoðun síðastliðið vor. Og það er óhætt að fullyrða, að megin þorri frjálslyndra manna í landinu er hlyntur þessari stefnu. Erlendis er víða stefnt aö sama marki, Mek 2. blað. að segja likur lil að áður langt um líður verði bæði landsfram- leiðsla og landsverslun með öll kol sem framleidd verða í Bretlandi. Og þegar svo er komið hyrfi síð- asta röksemdin fyrir nauðsyn kaup- mensku við kola-aðdrætti íslend- inga. Andófið gegn landsverslun með kol hefir verið all-mikið hér á landi. Milliliðirnir hafa verið háværir um það, hve miklu betri kaup þeir gætu gert, heldur en landsverslun- in. Töluverður hluti þjóðarinnar trúir þessum mönnum. Nú er gott að reynslan skeri úr um stund. Kolakaupmennirnir fá tækifæri til að sína mátt sinn í verki. Landsverslunin heldur áfram, sem keppinautur þeirra. Aðstaðan er þvi einkargóð fyrir þá, að sanna málstað sinn. Þegar sú samkepni hefir staðið um stund, fer að verða timi til að taka málið aftur til athugunar og ráða þvi til varan- legra lykta, eftir því sem mála- vextir reynast. ^amyinnumáL i. Vandasöm leið. Víða á landinu hugsa menn nú til að bæta kjör sin með samtök- um í verslun eða vöruvöndun. — En þar á leiðinni eru ýmsar hindr- anir, sem þá dreymir ekki um, sem að eins vilja samvinnu til að græða en hafa enga æðri hngsjón. Tökum fyrst algenga kaupfélags- myndun. Hópur af mönnum í sama bygðarlagi eða þorpi sannfrétta að þeir tapi t. d. 25°/° á öllu sem þeir kaupa til búsins, og framleiðslu (saltfiski) ef þeir hafa hana ein- hverja. Þeir fá brennandi löngun til að ráða bót á þessu. Og svo hnappa þeir sig saman, gera sér lög, ráða sér starfsmenn — ogbyrja. En þá gerist það dularfulla fyr- trbrigði, ekki ósjaldan, að gömlu milliliðirnir gerbreyta um aðferð. Lækka erlendu vöruna ofan úr öllu valdi, selja hana jafnvel sér í skaða, en hækka að sama skapi innlendu vöruna. Kaupmaðurinn stendur á gömlum merg. Hann er búinn að safna sér miklum vara- sjóð frá viðskiftamönnunum. Nú eyðir hann af birgðunum um stund. Félagsmönnum standa nú opnir allir vegir. Fyrst að gína yfir tilli- boðum kaupmannsins. Það getur verið augnabliksgróði. En þá er félagið dautt, því að sundrungin og tortryggnin, sem skapast við það, að sumir renna af hólmi, leysir venjulega öll lengsli milli samherjanna. Og þegar félagið er úr sögunni, þá hækkar milliliður- inn aftur erlenda verðíð, svo að hann er meir en skaðlaus af góð- verkinu. Hin leiðin er að skeyla engra blíðmælum eða hótunum keppinaulanna. Látast ekki heyj-a eða sjá tilliboðin. Fullvissa sig um, að ef þeim er sint, þá sé framlíð samtakanna glötuð. Vitaskuld eru fleiri líættur, heldur en óeðlilegt undirboð keppinaula, og verður vikið að sumum þeirra síðar. En fyrsta alríðið, sem óvanir menn þurfa að athuga, þegar þeir byrja á slíkum samtökum, er það, hvort félagsmenn sjálfir hafa þann kjark og mannslund, að ekki sé hœgt fyrir andstœðingana að veiða þá með allra einföldustu herbrögðum. S.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.