Tíminn - 17.01.1920, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.01.1920, Blaðsíða 2
6 TÍMINN Utan úp lieimi. Rússland. II. Siðan um aldamótin 1800 hafa stjórnendur Rússlands ýmist verið draumlyndir hugsjónamenn eð.a grimmir harðstjórar. Árið 1801 tók Alexander I. við völdum. Hann var mjúklyndur maður og mjög hneigður til dulspekisiðkana. Um Alexander var sagt að hann hefði allar góðar gáfur, nema heilbrigða skynsemi. Keisarinn lét sér mjög ant um velferð þegna sinna. Um- hyggjusamt og þjóðhugult einveldi var honum mest að skapi. Pess vegna var hann sífelt önnum kaf- in að reka úr embættum spilta sýslunarmenn, og koma skipulagi á stjórnardeildirnar. Honum var mjög ant um ánauðugu bændurna og vildi helds leysa þá úr áþján, en sá, að það var erfitt. Hann lagði aðalsmönnunum strangar lifsreglur um aðbúð þeirra við lénsþrælana. Hann sýndi trú sina i verkinu og fór óvenjulega mildilega með þær 16 miljónir manna, sem lifðu á landeigum keisara ættarinnar. Tvær undirokaðar þjóðir bjuggu á landamærum hins eiginlega Rúss- lands. Það voru Finnar og Pól- verjar. Finnland var í raun og veru sjálfstætt ríki í persónusam- bandi við Rússland. Finnar höfðu sitt eigið þing, stjórn, löggjöf, pen- ingasláttu, og sjálfstæðan finskan her. Keisarinn vann eið að stjórn- arskrá Finnlands, og mátti hann að lögum engu breyta um efni hennar. Á Yínarfundinum 1815 gerði Alex- ander rússneska hlutann af Pól- landi að konungsríki og gaf land- inu frjálslega stjórnarskrá. Rússa- keisari skyldi jafnan vera konung- ur Pólverja. Margir Rússar undu því illa, að erfðaféndur þeirra, Pól- verjar, sera unnir höfðu verið með hervaldi, skyldu njóta meira frelsis og sjálfræðis, heldur en sjálf drott- inþjóð ríkisins. Á efri árum sínum gerðist keisarinn stórum ihalds- samari. Óeyrðir heima fyrir, leyni- leg uppreisnarfélög bæði i Pól- landi og Rússlandi og fleiri mót- drægir atburðir gerðu höfuðfjanda alls frelsis, Metternich, auðvelt að sannfæra keisarann um, að frjáls- lynt stjórnarfar fæddi af sér bylt- ingar og hverskonar ófarnað. Rússar fengu einu sinni enn að kenna á hörku einvaldsstjórnar- innar. Blöð og bækur urðu nú háð nákvæmri ritskoðun. Kenslan við skólana sett undir sérstakt eft- irlit. Krept var að Pólverjum á margan hátt. Alexandir andaðist 1825 og var barnlaus. Konstantin bróðir hans átti að erfa rikið að réltum lög- um. En hann hafði kvongast pólskri konu af ótignum ættum og afsalað sér rikiserfðum til handa Nikulási, sem var yngstur þeirra bræðra. Ekki hugðu frálslyndir menn gott til stjórnar hans. Nokkur hluti setu- liðsins í Pétursborg gerði uppreist, þegar Alexander lá á likbörunum. Fóru um göturnar og hrópuðu: »Lengi Jifi Konslantin og stjórnar- skráin!« Uppreistarmenn bjuggust við að Konstantin mundi vilja veita þjóöinni þingræðisstjórn. En Nikulás beitti hervaldi gegn upp- hiaupsmönnum og kæfði allan mótþróa með harðri hendi. Peir sem ekki létu lifið í götubardögum, voru hálshöggnir, dæmdir i æfi- langt fangelsi eða Síberíuvist. Valdtaka hins nýja keisara varð eins og smámynd af stjórnarfari því, sem þjóðin rússneska varð við að búa i lieilan mannsaldur. Nikulás 1 var maður mikill vexti og karlmannlegur i framkomu. Hann var alinn upp meðal her- manna, við heræfingar og viga- mensku. Honum leið hvergi betur heldur en þegar hann mátti sveifla miklum herfylkingum eftir eigin geðþótta, annað hvort á vígvelli eða við heræfingar. Bæði lundar- far og lífsvenjur ieiddu keisarann til að halda hermannsaganum i borgaralegum stjórnarháttum. Hann þoldi enga mótstöðu. í hans aug- um voru allar aðfinslur i garð stjórnarinnar, eða óskir um meira þjóðfrelsi, ekki betri en uppreist eða landráð. Að öðru leyti hafði keisarinn marga góða kosti. Hann var blátt áfram og hispurslaus i framkomu, orðheldinn og dauð- tryggur vinum sinum og vanda- mönnum. Nikulás unni Rússlandi af alhug og óskaði einkis fremur en að auka veg og virðingu þjóðarinnar, eins og hann skildi þá hluti. Hann trúði því einlæg- lega, að Rússlandi væri, af guði sjálfum, ætlað sérstakt hlutverk hér á jöröu. Pess vegna bar Rúss- um að forðast að fylgja fordæmi annara þjóða, en fylgja trúlega sínum dýrustu hugsjónum. En það var að halda fast við einveldi i landsstjórn, og grisk-kaþólsku kirkjuskipunina á trúmálasviðinu. Keisarinn skapaði brátt þá stjórn- venju, sem kend hefir verið við hann, og kallað »Nikulásar-skipu- lag«. Takmark keisarans var að eyðileggja alt frjálslyndi i Rúss- landi og loka landinu gersamlega fyrir sóttnæmi vestrænna hugmynda. Útlendir menn og útlendar bækur var rannsakað nákvæmlega á landa- mærunum, »til að hindra innílutn- €inokunarverslim ðana á jslanði 1602-1787. eftir JÓB J. Aðils. Útgefandi: Verslunarráð Islands. Reykjavík 1919. Verð 20 kr. ób. I. Rit þetta er árangur margra ára sögulegra rannsókna Jóns J. Aðils áður dócents, nú prófessors í sögu við Háskóla íslands. Eins og skýrt er frá í formála hefir hann nær eingöngu bygt á óprentuðum skjöl- um og skilríkjum í innlendum og erlendum skjala- og handritasöfn- um. Enn fremur segirhann: »Hefi eg gert mér far um, að draga sam- an í eina heild alt það, sem eg gat höndum yfir komist og mér þótti rnáli skifta um einokunar- verslun Dana hér á landi, svo að menn gætu fengið sem ljósasta hugmynd um þenna mikilvæga þátt i sögu vorri«. Aðal-vandinn við samningu ritsins virðist honum: að skipa svo niður efninu að vel færi á. Bókin greinist í ýmsa þætti. Fyrst kemur stult yfirlit yfir upp- haf verslunar Dana á íslandi. — Pá tekur við einokunarsagan frá 1602—1787 og skiftist i tvent, verslunarútgerðina eða hina al- mennu verslunarsögu og verslunar- hættina. Verslunarútgerðin skiftist svo aftur í 9 kafla eftir því hverjir höfðu verslunina á hendi á hverj- um tíma. Verslunarhættirnir skift- ast í 10 kafla, um kaupsvið, versl- unarhús og verslunarþjóna, skipa- stól og skipshafnir, kaupstefnnr og kaupsetningar, mynt, alin, vog, innlendan og erlendan varning, viðskifti kaupmanna og íslendinga, innanlandsverslun, launverslun o.fl. — Pá kemur niðurlagið um ein- okunarverslunina frá ýmsum hlið- um, umbótaviðleitni og losun versl- unarbandanna. Aftast er viðbætir með nokkrum helstu heimildunum uppprentuðum. — Eins og þetta efnisyfirlit ber með sér, kemur höfundur viða við, og er hér samandreginn feiknamikill fróðleikur um einokunarverslunina frá ýmsum hliðum. Vandvirknin sýnist mikil, enda samviskusam- lega vitnað f heimildir. Málið er hreint, framsetningin skipuleg og ljós, þó að hún sé sumstaðar nokk- uð langdregin. Deiluefni þeirra tíma um verslunina virðast viðast tekin frá báðum hliðum. Petta rit verð- ur að sjálfsögðu framvegis undir- staða áframbaldapdi rannsókna um ing óleyfilegra skoðana«. Rúss- neskum þegnum var bannað að flytja úr landi, eða ferðast erlendis nema með sérstöku leyfi. Svo ná- kvæmt var eftirlitið með orðum og athöfnum, að eitt ógætilegt orð, eða að lesa forboðna bók, gat steypt saklausum manni í æfilanga ógæfu. Ritskoðendur lögðu jafnvel hald á innfluttar söngbækur, af því að gert var ráð fyrir að bylt- ingamenn kynnu að bafa snóturn- ar« fyrir lykil að leyniskrift. Öll kensla, einkum í háskólunum, var undir ströngu eftirliti. Lögreglu- njósnarar voru sendir inn í kenslu- stofurnar til að gefa gætur að fram- ferði kennara og nemenda. Stjórn- in lagði ótal hörnlur i veg fyrir nám við innlendu háskólana og bannaði Rússum að stunda nám við erlenda háskóla. Til að geta framkvæmt alt þetta »eftirlit«, varð stjórnin að hafa í þjónustu sinni mikinn fjölda ritskoðenda og njósnara. Úr því liði myndaði Nikulás þá frægu sveit leynilegra njósnara, sem nefnd var »Priðja deild«. Pví liði var gefið afar mik- ið vald, bæði að bandtaka menn án tilgreindrar ástæðu, og hegna án yfirheyrslu og dóms. »Priðja deild« varð einskonar pólitískur rannsóknarréltur í landinu. Náði hún brátt svo miklum völdum, að jafnvel æðstu embættismenn rikisins, þorðu ekki að ganga í ber- högg við svo voldugan andstæð- ing. Keisarinn var fastur fylgismað- ur grísk-kaþólsku kirkjunnar. í augum hans var kirkjan að eins einn þáttur einveldisins, Það lá fangelsisvist við því að reyna að snúa rússneskum manni frá hinni einu sáluhjálplegu trú, og ef slík tilraun var endurtekin, lá við út- legð til Siberíu. En sá sem vilst hafði frá trú feðranna, fékk að launum 8—10 ára fangelsisvist. Allir aðrir trúarflokkar í landinu voru beittir harðrétti. Gyðingar, rómversk-kaþólskir menn og mót- mælendur voru þar allir undir undir eina sök seldir. Trúboðum, sem gátu snúið vantrúuðu fólki til hins rétta siðar, var heitið ríku- legum verðlaunum. Meðan Nikulás lifði, tókst hon- um á yfirborðinu að framkvæma hugsjón sína. Allur frelsisandi sýndist vera horfinn eða læstur í varanlega fjötra. Pólverjar höfðu eigi unað vel við stjórn Alexanders, en þó þótti þeim ærin umskifti til hins verra, þegar bróðir hans tók við. Sex árum eftir að Nikulás varð keis- ari, gerðu Pólverjar uppreist, ráku rússneska setuliðið af höndum sér, verslunarsögu landsins. Er það að eins afborgun þeirrar skuldar, sem íslendingar standa í við höfund- inn fyrir það mikla starf, sem liggur a bak við þetta rit, að heimspekisdeild háskólans gerði hann að heiðursdoktor síðastliðið haust Á ritinu eru þó að minu áliti ýmsir gallar. Fyrst og fremst sá, hve mjög höfundurinn hefir tak- markað sig við íslandssöguna, svo að á stefnnr og atvinnuhætti eða stjórnarráðstafanir þeirra vegna er- lendis, er varla minst, nema þegar ekki verður hjá þvi komist og þá svo stuttlega, að litið er á að græða. Nú er því þannig varið um sögu þjóðarinnar, fyrst og fremst versl- unarsöguna, að hún verður aldrei skýrð til fulls, nema með greini- legri skírskotun til sögu annara þjóða. Verslunarsaga Islands er á fjölmörgum sviðum endurspeglun verslunarsögu heimsins á sömu tímum. Höf. ritar mörg hundruð blaðsfður um afleiðingar ákveð- innar stefnu í verslunarmálunum, sem var ráðandi um allan heim á miðöldum vorum, en sneiðir vandlega hjá því, að lýsa sjálfri orsökinni, stefnunni. Einokunar- verslunin hér á landi var ekkert annað en hein afleiðing verslunar- stefnunnar (mercantilismus), og virðist maqjii þvi, að í verslunar- settu Nikulás af sem konung lands- ins og innlimuðu Lithauen. Nikulás hafði reiðst fyrir minni sakir. Hann sendi mikinn her inn í Pólland og kæfði uppreistina með eldi og járni »og friður ríkti aftur í Warsjá«. Nikulás svifti Pól- verja stjórnarskrá þeirri, sem bróðir hans hafði gefið þeim 1815. og innlimaði Pólland í rússneska keis- aradæmið. Pólska þingið var af- numið, en settur yfir þjóðina rúss- neskur landstjóri með alræðisvaldi. Rússneskir menn voru skipaöir í öll embætti og rússneska lögskip- að embættismál í landinu. Ógur- leg hegning var látin dynja yfir uppreistarmennina. Eignir þeirra voru gerðar upptækar, en söku- dólgarnir dæmdir til lifláts, í fang- elsi eða útlegö. Til að minka mót- stöðuafl þjóðarinnar lét Nikulás taka ineð valdi 45 þús. pólskar fjölskyldur og dreifa þeim víðs- vegar um Rússaveldi. Hins vegar flúðu Pólverjar, þeir sem undan mátlu komast, í stórhópum til Vestur-Evrópu til að forða lífi og limum, og var þar vel tekið. Eftir þessa miklu blóðtöku lá Pólland lengi I sárum, en þó að þjóðin væri beygð niður i duftið, lifði þó alt af vonarneistí um endurreisn ættjarðarinnar. I utanríkismálum hafði Nikulás keisari tvö áhugamál. Að kæfa niður allar frjálslyndar hreyfingar í nábúalöndunum, og að gersigra Tyrki, og gera Miklagarð að þriðju höfuðborg Rússaveldis. Árið 1848 geisaði byltingaralda nálega um alla Norðurálfu, og skaut flestum einvaldskonungum skelk í bringu. En sú bylgja náði ekki til Rússlands. Nikulás var þvi nær hinn eini þjóðhöfðingi, sem opinberlega var í friði og góðri sátt við þegna sina. Mitt í ósjó byltinganna stóð hinn jötunefldi afturhaldskeisari, eins og klettur, sem hvergi lét bifast. Hjá honum leit- uðu stuðnings flestir þjóðhöfðingjar Vesturlanda, sem höfðu orðið að láta undan síga í bili, og heitið þegnum sínum þingræðisstjórn. Og með hans styrk tókst að tefja framgang lýðfrelsis í álfunni um langa stund. Við Tyrki átti Niku- lás tvisvar í stríði, fyrst 1828 og síðan 1854. í það sinn studdu Frakkar, Englendingar og nokkur hluti ítala Tyiki. Nikulás hafði jafnan haft óbeit og jafnvel fyrir- litningu á Vesturþjóðunum, en nú þótti honum fyrst keyra úr hófi, er þær lokuðu l'yrir honum leið- inni til binna þráðu stranda Mið- jarðarhafsins. Ósigrar rússneska hersins á Krím gengu keisaranum nærri bjarta. Hann andaðist 1855, sögu vorri hlyti að vera sérstakur kafli um þá stefnu, aðdraganda hennar, innihald og útbreiðslu, en höfundurinn minnist örlítið á þelta og í lausu lofti. Sama máli er að gegna uni það, að höf. lýsir þvi, hvernig roenn hurfu frá einokunar- versluninni, en minnist að eins örfáum orðum (bls. 651) á, að hér hafi verið »ný stefna«, í stað þess að rita annan sérstakan kafla um aðdraganda, innihald, og hin við- tæku áhrif' landbúnaðarstefnunnar (fysiokratismus) og einstaklinga- stefnunnar (individualismus). Pað er leitt, að höf. skuli ekki hafa samið ritið þannig, því að fyrir bragðið verður öll verslunarsaga vor andlausari, en hún i raun réttri á að vera. Sami gallinn er einnig á, þegar kemur út í hin einstöku atriði ritsins, þar sem fyrir manni verða ráðstafanir verslunarstefnunnar, birgðastöðin í Glúcksborg, siglinga- bönnin, skattaleigur, vöruskoðun, hámarksverð o. s. frv. Lítur hér svo út, sem þetta hafi verið sér- einkenni íslensku einokunarversl- unarinnar, i stað þess að sömu drættir voru víða samtímis er- lendis. Hinn höfuðgalli ritsins virðist mér vera, hve lítið ber á persónu böfundarins. Skoðun hans og skýr- ingar eru sjaldgœfar, að miklu leyti þegar Sebaslopol var i umsát, og hlaut að falla í hendur óvinanna. Ósigurinn út á við varð harður áfellis- dómur á sljórn Nikulásar. »Skipu- lag« hans féll með Sebastopol. Stefnubrej'ting í innanlandsmálum var óhjákvæmileg, og þá fyrst og fremst að leysa bændalýðinn úr ánauð. Frá útlöndum. Hinn 17. nóv. síðastliðinn voru 50 ár liðin siðan Suez-skurðurinn var opnaður til umferðar, en gröft- urinn byrjaði 22. apríl 1859. Var það franskur verkfræðingur, Less- eps, sem verkinu stýiði. Áttu Frakkar I upphafi helming hluta- fjárins, Egyptaland fjórða hluta, en fjórði hluli var mest á bresk- um höndum. Skurðurinn er 99 sjómílur á lengd, helmingi lengri en Panamaskurðurinn. Hann er 60 —110 metra breiður á yfirborð- uin, 3872 meter á breidd í botn- inn og 9 —107> meter á dýpt. Með síðustu umbótum hefir skurð- urinn alls kostað um 450 miljóuir króna. Árið 1875 keypti enska stjórnin alla hlutafjáreignina egyptsku og náði yfirtökunum um stjórnina, enda eiga Englendingar langmest undir skurðinum, og er talíð að 8A allra skipa sem um skuröinn fara séu ensk. Síðustu árin fyrir striðið voru það að meðaltali uin 5000 skip, sem ár- lega fóru um skurðinn, en á stríðs- árunum urðu þau vitanlega mikið færri, t. d. rúm 3000 árið 1916 og ekki nema rúm 2500 árið 1918. Tekjur skurðarins hafa þar af leið- andi farið minkandi og hefir orðið að hækka gjaldið fyrir að fara um hann. Var það 6^2 franka á smá- lest fyrir stríðið, en i fyrra var það 872 franka á smálest. Fyrir striðið voru skip venjulega rúm- lega 16 klukkutíma á leiðinni um skurðinn, en síðast á stríðsárun- um var farið svo varlega og ýmsir erfiðleikar ollu þvi, að þau voru venjulega rúma 23 tíma á Ieiðinni. — Óvenjulega miklir kuldar og snjókoma hefir verið á Frakklandi og sérstaklega í París, það sem af er vetri. Var snjórinn orðinn um hálfan meter á dýpt á götum borgarinnar. Kemur kuldinn sér- staklega hart niður á almenningi vegna hins mikla eldiviðarskorts. — Kosningar eru nýafstaðnar á Frakklandi. Vann flokkur Clemen- ceaus hinn frægasta sigur, en sjálf- ur gaf hann ekki kost á sér til þingsetu. Er nú búist við því, að vantar stóra drætti, sem ganga gegnum alla söguna. Einokunar- sagan veiður því helst til mikið safn til verslunarsögu í stað heildar, steyptrar af visindamanni, sem hefir bæði skarpleika hugsunarinnar og yfirlit. Pað er t. d. einkennilegt, að sjá hvergi i stórum dráttum, hvernig verslunin verður sjálfstæð atvinnugrein og kaupmenn sér- stakir atvinnurekendur eftir því, sem verkaskifting þjóðfélagsins eykst. Eða hitt, hvernig velrarseta kaupmanna kemur til leiðar verka- skiftingu lands- og sjávar, sveita- og kaupstaða, og fyrsti visir ís- lcnsku háselastéttarinnar verður til. Á þetta er að eins lauslega drepið (bls. 23—25). Yfirleitt virðist höf. ekki kafa djúpt eftir áhrifum versl- unarinnar á aðra atvinnuvegi, þó að hér sé um að ræða eitt hið mikils- verðasta mál Islandssögunnar. Á bls. 627 reiknast höf. beinar tekjur konungs af versluninni alt einokunartimabilið um U/s milj. rd. Aftur á móti er hvergi, að því er eg fæ séð, gerð nein tilraun til að reikna til peninga gróða kaup- mannanna á einokuninni á sama tima, og sýnist það þó liggja nærri, þótt það sé sennilega mjög erfitt verlc. Allviða er borið saman inn- kaupsverð við útsöluverð erlends- og innlends varnings og sýndur æðimikill munur, en hvergi er gerð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.