Tíminn - 17.01.1920, Qupperneq 4
8
TlMINN
pabba sfns. Hún þóttist vita það
að sætindi yxu þar. Hún fann tvo
mola í þetta skifti, og þegar hún
sá þær allsnægtir, datt henni
nokkuð í hug. Hún mjakaði sér
á hliðinni, að legubekknum,
án þess að sleppa jakkalafinu,
eins og skip sem liggur fyrir atkeri.
Hún kastaði öðrum molanum á
gólfið við hliðina á drengnum og
hann rétti höndina brosandi und-
an ábreiðunni og tók hann upp.
Nú tók hún rögg á sig, sú litla
Evudóttir, og byrjaði að spjalla:
»Þú e’t d’engu’?«
Drengurinn brosti og kinkaði
kolli.
at’ú e’t b’ó’i’ minn?«
Brosið hvarf af andliti drengsins.
aPé’ þyki’ vænt um mig?«
Honum fór að vökna um augu.
»Þé’ þyki’ altaf vænt um mig?«
Nú runnu tárin niður kinnarn-
ar á gestinum.
»Þú átt ef til vill lilla systi’,
langt i buttu í Campagna ’ómana?«
»Nei!«
»En þá b’ó’i’?«
»Eg — eg á engan«, svaraði
drengurinn og nú varð gráturinn
röddinni yfirsterkari.
»Þú ferð alls ekki á neitt hæli,
hvorki á morgun, né nokkurntima,
Davíö«, sagði læknirinn með
blíðu.
»Doktor RoselliU, sagði kona
hans í aðvörunarróm, en það var
eitthvað í svip hans sem kom svo
við hjartað i henni, að hún sagði
ekki meira.
»Nú ferð þú að hátta, barnið
gott!«
En litla stúlkan hafði ótal mót-
bárur. f*að var molinn og það var
kisa, og það var drengurinn, og
svo átti hún eftir að biðja kvöld-
bænina sína.
sÞá er beat að þú gerir það
undir eins, barnið gott«, sagði
manna hennar. Og litla stúlkan
spenti greipar, hafði molann í
annari hendi og kisu undir hinni,
kraup á kné fyrir framan eldinn,
las bænina sina og skotraði við
og við auga i átlina til legubekkj-
arins:
»Faðir vor, þú sem ert á himn-
um. Helgist þitt nafn. Tilkomi þitt
riki. Verði þinn vilji, svo á jörðu
sem á himni. Gef oss í dag vort
daglegt brauð. Og fyrirgef oss
vorar skuldir, svo sem vér og fyrir-.
gefum vorum skuldunautum. Eigi
leið þú oss í freistni. Heldur frelsa
oss frá illu. Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin að eilifu.
Amen«. —
Stundu siðar var alt orðið bljótt
í húsinu á Sóhó-torgi. það var
búið að slökkva ljósið í lækninga-
oftast nægja að segja frá viðburð-
unum og láti mjög sjaldan i ljósi
dóm sinn um þá, nema óbeinlíuis,
eins og þeim finnist það »einungis
til að fipa fyrir, að blanda inn
alhugasemdum um þá frá sjálfum
sér«.
f*að er að visu »ekki leiðum að
líkjast«, að fylgja þeirri reglu, og
Jón sagnfræðingur gerir það að
mikln leyti, eins og hr. H. V. bendir
á. Hann segir frá atburðunum af
mestu snild og samviskusemi, skip-
ar efninu vel niður og leggur það
þannig vel upp í hendurnar á les-
endanum að draga af ályktanir og
dóma. Og í sjálfu sér er vísinda-
maðurinn í sínum fulla rétti að
gera ekki meira.
En engu að síður hefði eg, eins
og br. H. V., kosið það, að höf.
hefði gerl meira að þvi að »blanda
inn í alhugasemdum frá sjálfum
sér«, þó af því hefði leitt hitt, að
sjálfir söguviðburðirnir, sem marg-
ir eru hver öðrum svo nauðalíkir,
liefðu verið miður greinilega rakt-
ir. Höf. stendur svo miklu betur
að vígi um það en nokkur annar,
að kveða upp dóina. Athugulum
lesara hjálpa siíkir dómar til sjálf-
stæðs skilnings. Mikið efni verður
æ ljósara, þá er gefið er stutt og
giögt yfirlit yfir i lokin. Er það
það sem eg sakna mest hvað lílið
er um það. Eitthvað í líkingu yið
stofunni. Kisa lá fyrir framan ofn-
inn og malaði og geispaði. Læknir-
inn sat i hægindastól fyrir framan
glóðina og hlustaði á hinn reglu-
lega andardrátt drengsins, sem lá
í legubekknum. Andardrátturinn
varð lágværari, nálega óheyran-
legur aridgustur sofandi barns. Fá
stóð hann upp, hinn góði maður,
nam staðar við höfðalagið og
horfði á litla koliinn sem hvíldi á
koddanum.
Fótt hin björtu augu væru lok-
uð, ljómaði óvenjuleg feguið af
andlitinu. t*að voru þeir andlits-
drættir, sem málarar velja dýrð-
lingum og englum: gáfulegir, mild-
ir og angurblíðir. Og hvaðan kom
þetta elskulega barn? Frá Cam-
pagna Rómana, frá því héraði þar
sem fátækt og óhreinlæti, sóttir og
dauði, láta svipur sínar ljósta ves-
aian lýð.
Læknirinn bar saman líf litlu
dóttur sinnar, sem hafði verið ein
óslitin liátíð, og líf þessa barns,
sem hafði ekki verið annað en
slit og þrælkun.
»Og þó — þó veit enginn hvoit
litla Róina okkar, í hinni höiðu
lífsbaráttu — — — forði því
DrottinnI«
Drengurinn bserði á sér i svefni
og brosti, brosti eins og hann vaíri
að dreym* um sól og sumar, um
leiki og blóm, og bros hans hratt
burtu áhyggjum læknisins.
»VesaIingurinn litli, hann hafir
gleymt öllu mótlætilc
Ef til vill dreymdi hann að
hann vwri kominn heim í sólríka
ættlandið, að hann væri að leika
sér í vínviðargarðinum, eða að
hann væri að hlaupa eftir hvítri
krítargötunni, þar scm börnin þyrla
rykinu upp í bláan himinin með
berum fótunum. — — — Ef til
vill var hún mamma hans þarna
uppi að biðja hina heilögu mey
að vaka yfir litla munaðailausa
drengnum, sem var einn og yfir-
gefinn í hinni stóru veröld.
»Æ, barnsgrátur, barnsgráturl
Hversvegna þurfa þessi saklausu
fórnarlömb að sogast með inn i
hina grimmúðugu hringiðu þjóð-
félagsins. Grótur þeirra stígur til
himins, heimi ofar, og vei þeirri
þjóð, þeirri stjórn og þeim kon-
ungi, sem dauíheyrist við kveini
þeirra!«
Þelta var lykillinn að leyndar-
dómi hans, þar sem hann varð-
veitti sinar helgustu endurminn-
ingar. Enginn þekti þennan leynd-
ardóm hans, enginn í hinu mikla
frjálsa landi, þar sem hann nú
dvaldist, ekki einu sinni sú góða
kona, sem var eiginkona hans.
Hann sá fyrir sér höll í Róma-
það hvernig Sars segir sögu Noregs
— að andi höfundarins hefji sig
upp yfir alla einstaka viðburði,
búi til eina heildarmynd úr öllu
saman, eins og það horfir við hon-
um og vekja með því umtal og
»kritik« hjá öðrum sem um vilja
hugsa.
Jón sagnfræðingur er líklega vin-
sælastur allra núlifandi íslenskra
rithöfunda, og að líkindum einna
mest lesnar bækur hans. Það fer ekki
hjá því að þess sjái stað hjá þeirri
kynslóð sam nú er að vaxa upp i
landinu. Jón sagnfræðingur er einn
af aðal fræðurunum núlifandi. Þess-
vegna eru það æ góð tíðindi þá er
ný bók kemur út af hans hendi,
því að þær eru allar með sama
markinu brendar. Þær eru allar
þrungnar af ættjarðarást og dreng-
skap; ritaðar á prýðilegu máli og
hvilir yfir þeim sami blær og yfir
höfundinum sjálfum, sú aðdáan-
lega prúðmenska og glæsimenska.
Þóit þessi nýja, stóra bók sé dýr,
eins og alt sem unnið er á þessum
tímum, þá vill Tíminn eindregið
skora á menn að kaupa hana og
lesa, Hún á að vera til á hverjn
einasta bókasafni sveita og félaga
og í eigu allra þeirra sem unna ís-
lenskum bókmentum og sögu.
Tr. P.
— t-W— ■ ■
uglýs
Hjermeð auglýsist, að innflutningur og sala kola er frjáls frá
þessum degi að telja.
Atvinnu' og' samgöng'c)inálu<rl«>il«t stjórnarráð.«iu»,
13. janúar 1920.
Siguréur Sonsson.
Oddur Hermannsson.
borg. Hann sá sjálfan sig ungan
og fjörugan, guðmóði fyltan og
brennandi af ást til lands síns og
lögun eftir að bæta hag þess.
Faðir hann var höfðingi við páfa-
hirðina drairiblátur, melorðagjarn
og ósveigjanlegur. Páfinn reyndi
að sætta þá — áranguislaust. Hon
um var vísað burt, hann lifði í útlegð
og óþektur í Englandi, undir öðru
nafni, i nýrri stöðu, lifði í frelsi
og meðal almennings. Því næst
kvæntist hann enskri konu, sem
var nálega eins einmana í heim-
inum eins og hann. Og loks kom
barnið þeirra, eins og hræring
engilsins á vatninu í Betesdalaug,
Róma litla: Róma, hjartasmyrsl
hans, hcitin í höfuðið á hans
elskuðu borg!
Hann heyrði raddir frá götunni
og þá hurfu draumar hans. Hann
dró gluggatjöldin til hliðar og leit
út. Þsð var hætt að snjóa og
komið tunglsljós. Blaðlaus trén
vörpuðu skirum skuggum sinum
á hina hvitu jörð. Hinumegin á
torginu sá hann, í Ijósinu drengja-
hóp standa. Peir sungu jólasálin.
Rosellí læknir lét gluggatjöldin
fyrir aftur, slökti ljósið, kysti hinn
sofandi dreng á ennið og gekk til
hvildar.
Fréttir.
Tíðin. Fimtudag 8. jan. er hrein
norðanátt um alt land með 8 stiga
frosti á Grímsstöðum en minstu á
Seyðisfirði 3,5 st. Næsta dag er
austanátt í Reykjavík, sunnan á
Akureyri en norðan á Seyðisfirði,
logn á öllum öðrum athugana-
stöðvum, frostið alstaðar meira,
16 st. á Grímsstöðum, minst í Rvík
8,1. Tvo næstu daga dregur nokk-
uð úr frosti, en herðir aftur þi iðju-
dag og miðvikudag 13. og 14.
Fimtudag er frostlaust orðið al-
staðar nema á Akureyri og Gríms-
stöðum, 4,6 st. hiti í Vestm.eyjum
og 6 i Færeyjum. Föstudag bregð-
ur til suðvestan áttar urn alt Iand
og kominn 2—3 st. hiti nema á
Grímsstöðum, þar er frostið 1,5.
í Færeyjuin 7 st. hiti og logn.
Úrkomulítið á öllum stöðvum þessa
viku, snjóað suma dagana á Aust-
urlandi.
Íslandíá hanki. Hannea Thor-
sleinsson hefir verið skipaður lög-
fræðilegur bankastjóri við íslands
banka frá áramótum.
Síra iggeir isgeirgson í Stykk-
ishólmi sækir aftur um Hvamm í
Hvammsaveit. Hefir hann fengið
áskoranir um, að verða þar aftur
prestur, frá öllum söfnuðunum og
nálega öllum safnaðarmönnum.
Burðargjald. Aðgæsluvert er það
fyrir almenning, að upp úr ný-
árinu er burðargjald undir einfalt
bréf ekki nema 15 aurar.
Stjórn landsverslnnarinnar. —
Tveir forstjóranna, Hallgrímur
Kristinsson og Ágúst Flygenring
hafa lagt niður forstjórastarfið frá
áramótum. Veitir Magnús Kristjáns-
son henni nú einn íorslöðu.
Nýjar bæknr. Bókaverslun Ár-
sæls Árnasonar sendi út nýja bók
fyrir jólin, sem vakið hefir mikið
umtal og margir bið'u eftir pséð
eftirvænting. Það eru kvæði eftir
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og
kallar hann safnið Svarlar Ijadrir.
Verður getið nánar síðar í blað-
inu. — Þá eru nýkomnar á mark-
aðinn þrjár bækur frá bókaverslun
Guðm. Gamalíelssonar: Ferð iil
Alpufjalla etbr Árna Þorvaldsson
kennara við Gagnfræðaskólann á
Akureyri. Eigum við sist of mikið
af ferðasögum í okkar bókmentum.
Höf. hefir glögt auga, ekki síst
fyrir því sein «r broslegt og segir
dálítið bamalega frá og um leið
skeintilega. Munu margir hafa
skemtun af bókinni. — Þá er
Æfintýri á gönguför, sem allir
kannast við, en sem hefir, sem
betur fer ekki verið prentað fyr.
Er svo látið um maalt vegna þess,
að þangað til Iridriði Einarsson
nú hefir endurbætt þýðinguna, var
það mesta hörmung að heyra
hvernig þýðingin á Ijóðunum var.
Hefir það balnað stórum í með-
ferðinni, svo að víða er ágætt, en
annars er það hið erfiðasta verk
að þýða ljóð í samtalsformi, í
gamaoleikjum. Þeir verða vafalaust
margir sem vilja eignast Æfintýrið,
eins og þeir eru æ margir sem
vilja horfa á það leikið; það verð-
ur ódauðlegt verk, snildarlega bygt,
saklaust og græskulaust gaman.
Aftan við bókina eru þrjár smá-
greinar, um æfi Hostrups og skáld-
skap hans, um áhrif hans á ís-
lenska leikment og um Æfintýrið.
— Þriðja bókin er leikrit eftir Sig.
Heiðdal sem heitir Bjargið. Vill
Tíminn alvarlega beina því til hins
mæla manns, Sigurðar Heiðdals,
að beita hæfileikum sínum og orku
á öðrum sviðum en bókmentanna,
þar sem þeir njóta sín.
Finkifélagið. Matthías Ólafsson
erindreki félagsins fór utan 5. þ.
m. Ólafur Sveinsson vélfræðingur
er hættur störfum við fétaðið, hefir
starfað við það siðan í ársbyrjun
1914. Þijá menn styrkli félagið nú
til utanfarar: Jón Einarsson til
þess að læra fiskverkun í Ameríku,
Hafliða Hafliðason til þess að full-
numa sig í skipasmíðutn og Gísla
Árnason til þess að stunda klak í
Noregi. Undir árslokin voru skip-
aðir nýir erindrekar: í Sunnlend-
ingafjórðungi Þorsteinn Gísason frá
Meiðastöðum og í Vestfirðinga-
fjórðungi Árni Gíslason yfirfiski-
matsmaður. Kttir „Ægt“.
Launalögin nýju gengu í gildi
nú um áramótin og hefir mörgum
orðið kærkomin launaviðbótin.
Það er á orði að sumir póstmenn
séu óánægðir yfir að ekki sé tekið
fult tillit til aldurs þeirra í þjón-
ustunni, víð útreikning launanna.
Þá eru og til þeir aðrir starfs-
menn landsins sem fá ekki dýr-
tíðaruppbót eftir nýju launalögun-
um og er það furðulegt, en vænt-
anlega verður úr slíku bætt með
sanngirni jafnóðum og lögin sýna
sig i framkvæmdinni.
Aflalítið mjög hefir verið und-
anfarið á báta, sem leitað hafa
fiskjar úr Rejrkjavík, og nýr flskur
þar af leiðandi nálega ófáanlegur
í bænum.
Hásetakanp. Félag botnvöipu-
skipaeigenda og hásetafélagið hafa
nýlega gert samning um kaup há-
seta á botnvörpungum. Er lág-
markskaup ákveðið 275 kr. á mán-
udi. Auk þesa eru lifrarpeningar,
lilliiu áhrð
panta eg fyrir garðeigendur er
æskja þess í tíma.
Elnar ISelgason.
52 kr. aukaþóknun á hvert lifrar-
fat, sem skiftist jafnt milli skip-
stjóra, stýrimanns, bátsmanns, há-
seta og matsveins. Stundi skipin
síldveiðar er aukaþóknunin 7 aur-
ar á hverja fiskpakkaða tunnu og
á síldarveiðum eiga hásetar fisk
þann sem þeir draga Og fá fritt
salt í hann. Mánaðarkaup mat-
sveins er 360 kr. á mánuði.
Kolin. Eins og sjá má af aug-
lýsingu annarsstaðar i blaðinu hefir
landsstjórnin gefið kolaverslunina
frjálsa frá 12. þ. m. Mun vera
freinur litið eftir af kolabirgðun-
um, en með Willemoes mun von
á kolum.
Bílar. Heyrst hefir að um hálft
annað hundrað flutningabílar séu
vænlanlegir hingað í vor. Einhver
af þeim verður aðgerðalítill í sumar.
ÞingmiUafand fyrir Árnea- og
Rangárvallasýslur, héldu þingmenn
sýslnanna við Þjórsárbrú 8. þ. m.
í næsta blaði verður ritdómur
um sýningu Leikfálagsina & Sig-
uröi Braa.
Kappgkákinni milli Akureyringa
og Reykvikinga lauk með bræðra-
byltu. Unnu hvorir tvé töfl, en eitt
varð jafntefli.
Nýtt prédikanasaín til húslestra
mun vera vsentanlegt á bókamark-
aðinn mjög bráðlega, eftir síra
Ásmund Guðmundsson. Útgáfuna
kostar bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar.
Prófastur í Skagafjarðarprófasts-
dæmi er nýlega skipaður síra Hálf-
dán Guðjónsson á Sauðárkróki, í
stað síra Björns Jónssonar á Mikla-
bæ, sem sagt hafði af sér.
Branðið liækkar. Bakarafélag
Reykjavíkur auglýsti hækkun á
brauðum og kökum, frá 12. þ. m.
Kostar nú J/a rúgbrauð 90 aura
og franskbrauð 75 aura, bollur 16
aura og 5 aura kökurnar, sem voru
fyrir stríðið, kosta nú 20 aura.
Jörnndnr Brynjólfsson fyrv. al-
þingismaður, dvelur hér i bænum
um tíma við endurskoðun lands-
reikninganna.
Prentvilla var í síðasta blaði í
greininni um fall sænsku ráðherr-
anna. Var annar ráðherranna þar
kallaður Kerner Rydén, en átti að
vera Werner Rydén.
Stjórn landsbókasafnsins, þeir
prófessorarnir Lárus H. Bjarnason,
Haraldur Níelsson og Guðmund-
ur Hannesson, hafa sagt af sér.
Er sagt að það stafi af því að
nefndin kærði landbókavörð í sum-
ar fyrir megna óreglu í stjórn
landsbókasafnsins« (sbr. Alþ.tið.),
en fékk engar undirtektir. Lá kær-
an fyrir mentamálanefnd þingsins.
S«x hráta og liu ær norðan úr
Þingeyjarsýslu fékk Jón Þorbergs-
son, að Bessastöðum i haust. Ætl-
ar að gera tilraun með þingeyska
féð hér syðra, bæði hreinræktað
og blandað.
Niðurjöfnnnarnefnd Reykjavíkur
auglýsir nú eftir tekjuskýrslum og
mun vera að byrja starf sitt. Var í
fyrra jafnað niður um 900 þús.
kr., en ( ár mun það vera yfir
háifa aðra miljón.
Ritstjóri:
Tryg-gvi i’órhallssoB
Laufási. Simi 91.
Prentsrnidjao Gmenhm^