Tíminn - 31.01.1920, Síða 4

Tíminn - 31.01.1920, Síða 4
12 TÍMINN Jörðin Ingunnarstaðir ásamt Hrísakoti í Kjós er til sölu eða leigu, ef um semur, frá næstkomandi fardögum. Lysthafendur snúi sér til Lúðvigs Lárussonar Reykjavík eða Lúthers Lárussonar Ingunnarstöðum. niðurandlitið, dimmeygur, með snúið efri-vararskegg og snoð- kliplur. »Ó já«, sagði Frakkinn, »marg- ur hefir til moldar hnigið síðan á hinum gömlu dögum. Fá var borg- in ekki komin á vald ítalska hers- ins og auðæíi hennar ekki komin í mútusjóð þeirra. Þegar Rómaborg fellur, ferst heimurinn. En hún getur breyst og jafnvel þetta torg er orðið öðru vísi en þá . . . líttu t. d. á þessa hðll þarna, þar sem fólkið situr á svölunum«. Hann benti á stóra byggingu, sem var líkust fangelsi, lengst hinu- megin á torginu. Járnslengur voru fyrir gluggunum í neðstu hæð og í dyrunum stóð svissneskur varð- maður í rauðum og brúnum ein- kennisbúningi og hélt á staf i hendi sem var silfuryddur og prýddur gullhúni. »Vitið þér hver á þetta hús?« »Það er Bónellí barón, forsætis- og innanríkisráðherracc. »Einmitt það! En vitið þér hver átti það?« »Var það ekki Wolsey kardínáli sem átti það, um það leyti sem hann varð páfi?« »Þegar eg þekti til, þá var það faðir páfans sem átti það, gamli Leóne baróncc. »Leóne! Það mun vera ættarnafn páfanscc. »Já, og gamli baróninn var víxl- ari og kryplingur. Eg sá hann einu sinni, einmitt í þessum dyrum. Hann steig út úr vagni sinum, klæddur í loðfeld, og fjöldi þjóna hneigði sig í kring um hann: »Herra barón! Þóknasl herra bar- óninum að ganga út«. — Hann var á grafarbakkanum og vænti mikils af syni sínum: »Sonur minn«, sagði hann iðulega, »verð- ur með tímanum rikasli maður i Róm, rikari en allir hinir róm- versku furstar. Það verður honum sjálfum að kenna, ef hann verður ekki páfi á endanumcc. »Og varð hann ekki páfi?« »Ekki á þann hátt sem faðirinn ællaðisl til. Þegar gamli maðurinn dó seldi hann alt, og þar eð engir voru ættingjarnir, sem gátu haldið í hemilinn á houum, gaf hann fátækum hvern einasta skilding«. »Þannig lendi höll gamla bar- ónsins í höndunum á forsætisráð- herranum — trúlausum manni, andkristicc. »Páfinn er þá góður maðurcc. »Góður maður! Hann er alls ekki maður, hann er blátt áfram engill! Það er tvent sem hann hugsar um: Heiður kirkjunnar og velferð ungu kynslóðarinnar. Hann gaf helming eigna sinna til þess að stofna hæli fyrir fátæka drengi. Það eru drengirnir sem hann ber mest fyrir brjósti. Þér ættuð að reyna það að segja lionum rauna- lega sögu um dreng, þá er honum öllum lokiðcc. Rómverjinn leit af Frakkanum, og horfði á vagn sem nam staðar í skugganum af hinni gömlu höll. Maður sat í vagninum, sem bar á höfði linan, 3vartan flókahatt. Þótt hann væri heldur fátæklega- klæddur og bæri engar orður, þá var þó mikið tekið eftir komu hans og allir litu á hann. »HIustið á mig augnablikcc, sagði nú gamli Frakkinn., »Eg skal segja yður sögu um páfann. Eg heiti Raymond og eg var kafteinn í varðliði páfans. Eg særðist þegar ítalir tóku Rómaborg, og sárið hefir aldrei gróið. Konan mín var heima í Versailles, þá er hún fékk sfmskeyti um það að eg væri sár, og að Rómaborg væri tekin. Hún lagðist þegar i rúmið og samdæg- urs fæddist sonur okkar. Hún dó af fæðingunni. Guð veri sálu henn- ar náðugur. En áður en hún dó, sendi hún boð eftir presti og lét skira barniðcc, Rómverjinn hlustaði vart á hann. Hann starði á manninn með lina, svarta hattinn, og heyrði órninn af nafni bans, »Davíð Rossfcc, sem leið yfir mannþröngina eins og andvari. »Jæja, tultugu árum sfðar vildi eg koma syni raínum í lífvarðar- sveit páfans. Þeir fá ekki nema 100 franka i laun, en tveir þeirra eru daglega bjá hinum heilaga föður. Þrjú sæti voru laus, en eg kom degi of seint með umsóknina. »Leyfið mér að tala við hinn heil- aga föðurcc, sagði eg. »Það verður árangurslaustcc, svaraði skrifarinn, »það er búið að ganga frá veiting- unum, og hinn heilagi faðir mun verða óánægðurcc. »Veitið mér samt áheyrncc, sagði eg, og hann lét undan mér. En hann hafði haft á réttu að standa, hinn heilagi faðir varð mjög reiður: »Hvers vegna sögðuð þér honum ekki að málið væri útkljáð?« »Eg gerði það, en hann vildi eigi að síður fá að sjá hinn heilaga föðurcc. Þá fölnaði páfinn, stóð upp og ætlaði að visa mér út. »Bíðið augnablik, heilagi faðircc, sagði eg. »Munið þér sög- una um Píuehas í Samúelsbók- innicc. »Hvað kemur það málinu við?« »Jú, kona hans kallaði son sinn Ikabóð, því að faðir hans féll í orustuuni og sáttmálsörkin lenti í höndum óvinannacc. »Nú!« »Man hinn heilagi faðir þann dag, þá ítalir þustu inn um borgarhlið- in og páfinn misti hina heilögu borg? Pann dag særðist eg, þann dag fæddist sonur minn, og móðir hans, sem er látin, kallaði hann Ikabóð, af því að sáttmálsörkin var fallin í hendur fjandmönnun- um og ísraelslýður hafði glatað heiðri sínumcc. Frá Canada 33. des. 1019. Veturinn gekk hér all-snemma i garð, um iniðjan okt., eða jafnvel fyr sumstaðar. Snjóaði þá all- mikið, og öll vötn lagði undir ís. Síðan um nóvember byrjun hefir snjófall ekki verið mikið, en all- hörð frost með köflum í desem- ber, alt að 36 st. fyrir neðan Zero (Fahrenheitmælir). — Fóðurskortur fyrir gripi viða í suðurhluta Vest- urfylkjanna Alb. Sask. og á slöku stað i Manitóba. Hefir stjórnin orðið að hlaupa undir bagga að útvega fóður, og vanséð enn hvort hægt verður alveg að fyrirbyggja gripafall, af þvi veturinn kom svo snemma; þó bætir það úr ef snemma vorar. All-miklar viðsjár meðal Canad- isku stjórnmálaflokkanna. Union- stjórnin, sem náði völdum á stríðs- tímanum, situr enn að völdum. Formaður hennar, Sir R. L. Bor- den, kvað ætla að beiðast lausnar upp úr nýárinu, vegna heilsubrests. Og er þá ráðgert að stofna nýjan Union-flokk með nýrri stefnuskrá. Bændur í Canada ganga hart fram, að mynda stjórnmálaflokk, og hafa unnið sigur í ílestum aukakosn- ingum, sem farið hafa fram i vetur í 10 eða 11 kjördæmum. Par af voru 8 sambandsþings kosningar. Ætla þeir að hafa mann í kjöri í öllum kjördæmum við næstu rikiskosningar. Liberal flokkurinn, er hefir fyrir leiðtoga Mr. Henri Keny, er að búa sig í kosninga- bardaga. Og sagt hann ætli, að bjóða fram mann í hverju kjör- dæmi, hvaða flokkur sem móti er. Verkamenn hervæðast lika til kosninga, og sumstaðar all-æstir. jÞakkarorð. Hér með tjái eg bestu þakkir minar öllum þeim sem á einn eða annan hátt hjálpuðu dætrum min- um, er þær, fjarri heimili minu, lágu í »spönsku veikinnicc í fyrra vetur. Vil eg einkum nefna herra Guð- mund Guðmundsson i Sandgerði, sem kom því til leiðar, að yngri dóttir min var flutt að Sandgerði, þá komin að dauða. En fyrir ná- kvæma og sérstaka hjúkrun herra Lofts kaupm. Loftssonar í Sand- gerði, Helgu Oliversdóttur bústýru hans og heimilisfólks þeirra, fékk dóttir min heilsuna aftur. Auk þess gaf þessi veglyndi kaupmaður henni allan legukostnaðinn, þegar hún, eftir mánaðardvöl á heimili hans, kvaddi þessa velgerðamenn sína. Göfugu mannvinir! Guð einn getur launað ykkur þessa óverð- skulduðu góðvild, er þið sýnduð alls ókunuugri og umkomulausri stúlku, sem þá átti engan að, nema Guð og fjarlæga, sorgmædda móður. Eg endurtek þakklæti mitt til ykkar í þeirri trú, að Guð heyri þá bæn mína: að ykkur bresti aldrei hjálp hans og liðsinni. Ytri-Sólheimum í Mýrdal, 9. jan. 1920. Steinunn Eyjólfsdóttir. Lántaka. Samkvæmt ákvörðun síðasla al- þingis, á landssjóður að laka lán til húsabygginga, Eru nú meir en fjórir mánuðir síðan þingi sleit og ekki hefir ver- ið aðhafst um lántöku þessa. Virðist því sjálfsagt, héðan af, úr því þing er rétt í þann veginn að koma saman og stjórnarskifti standa fyrir dyrum að miklu leyti a. m. k., — að fresta þessari lán- töku þangað til og láta hina nýju stjórn hafa veg og vanda af málinu. Ætti t. d. að bjóða út lánið innanlands, koma s.vo mörg vanda- söm atriði til greina, svo sem um vaxlahæð, innlausn bréfanna o. s. frv., að sjálfsagt virðist úr því sem komið er, að þeir er með eiga að fara, fái og að búa í hendur sér. Er þá engum um að kenna öðr- um, ef miður tekst. Guðlaug Vigfúsdóttir, eklcja í Hjallanesi í Landsveit, flytur hér með góðum og kærum sveitung- um sínum, Landmönnum, hjartans þakkir fyrir svo marga og mikla hjálp og huggunarviðleitni þeirra henni til handa í nauðum og raun- um hennar, er hún í nóv. 1918 misti mætan mann sinn, Pórð Þórðarson, og einnig margvislega kærleiksrika hluttekningu síðan. Sama hjartans þökkin á einnig að ná til þeirra utansveitarmanna, nær og fjær, skyldra og vanda- lausra, sem réttu henni hjálpandi hönd eða sýndu aðra vinsemd. Nöfn verða ekki nefnd hér, euda þótt einstakir menn hafi skarað fram úr i kærleiksríkri hluttekning. En þess biður ekkjan heitt og ein- læglega, að »nafn hvers eins, er nauðum hnekti, náðin blessuð kannist viðcc, og blessi margfald- lega hvern einn slikan, bæöi lifs og liðinn. Fréttir. Tíðin. Útsynningurinn sem ein- kendi tíðarfarið í lok fyrri viku náði fram í þessa með mikilli veðurhæð; á mánudag bregður til norðanáttar með vægu frosti, sem helst alla vikuna en fer þó aldrei yfir 10 stig. Snjókoma flesta dag- ana á Austurlandi, annarstaöar lítii. Merkileg ritgerð er i Skirni siðasta og komin út og sérpreutuð, eftir Kl. Jónsson fyrv. landritara. Færir hann fyrir því mörg og að þ.ví er virðist öldungis óyggjandi rök, að Jón biskup Arason hefir verið fæddur fyr en árið 1484, eins og hingað til hefir verið talið vist. Telur höf. að hið rétta fæð- ingarár hans muni vera alt að 10 árum fyr. Hefir hann því verið um 76 ára, þá er hann var Iíflátinn. Blnðið „íslencliiigu hefir Sig- urður E. Hlíðar selt nú um ára- mótin og lætur utn leið af ritstjórn. Kaupandinn er Brynleifur Tobías- son kennari, frá Geldingaholti i Skagafirði, og tekst sjálfur rit- stjórnina á hendur. Að einu leyti a. m. lc. skiftir blaðið algerlega um stefnu til batn- aðar með hinum nýja ritstjóra, þar eð hann er eindreginn bann- maður. Að öðru leyti er Tíman- um ókunnugt um landsmálastefnur hans. Gullfoss kom frá útlöndum 26. þ. m. Voru meðal farþega báðir hinir nýkosnu þingm. Rvíkinga. A. Courmont hinn ágæli íslands- vin kom söinuleiðis með Gullfossi og tekst aftur á hendur ræðis- mannsstarf Frakka liér í bænum. Ragnar Ásgeirsson garðyrkju- maður er nýkominn til landsins úr Svíþjóðarlerð. Verður hann nú eftirmaður Einars Helgasonar við gróðrarstöð Búnaðarfélagsins, enda lærðastur maður islenskur um garðyrkju og því hins besta af honuin að vænta, Pýskt skip sem flutti salt hing- að til lands, rakst á Bygggarðs- boða rélt hjá Gróttu, losnaði það- an aftur um flóð og komst inn á höfn. Kom töluverður leki að skipinu. Látnir. Benedikt Jónsson, áður sótari, alkunnur maður hér í bæ, dó 24. þ. m. — Ytra er nýlega dáinn Chr. Popp kaupmaður, sein lengi var á Sauðárkrók og síðan hjá steinolíufélaginu hér i bæ. Rafmagnsstöð Reykjavíkuv. — Byrjað ér á undirbúningsvinnu við Elliðaár, eru um 30 menn nú þar að vinnu, og verður fjölgað að mun, þá er fram á kemur. I,Í8tasafn Einars Jónssonar. Búið er að flytja nokkur listaverk Einars í hið nýja og veglega hús á Skólavörðuhæðinni. »Útilegu- maðurinncc er t. d. fluttur þangað úr anddyri í-slands banka. Gengi. Pýska markið er nú fall- ið i sex aura, en dollarinn stendur í rúmum 6 krónum. Bæjarstjórnarkosningar fara fram í Reykjavik í dag. Er kosið um þrjá lista: verkalýðsfélaganna (A), sjálfstjórnar (B) og (C) óvíst hverjir að honum standa. Kosn- ingarnar verða liklega illa sóttar, því að undirbúningur liefir A'erið lítill á báða bóga. Dölnm 8. jan. Þau tíðindi eru nú helst héðan, að tíðarfar hefir verið mjög stirl upp á síðkastið. Smáblotar að öðru hvoru, erjafn- an hafa endað með frosti og fann- spýju. Hefir þannig tekið fyrir jörð smám saman og má nú heila hag- laust fyrir allar skepnur, jafnvel í bestu hagagöngu sveitum. Er það óvenjulegt og iskyggilegt, svo skamt sem enn er liðið á vetur. Hey- birgðir manna munu vera í meðal lagi eða varla það; heygæði með besta móti, að því leyti, aö sinu- Bælmr og ritföng kaupa menn í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar strá sést nú elclci í útheyjum, en töður þykja léttar. 9. þ. m. létst Sigurður Sigurðs- son fyrv. kéraðslæknir okkar Dala- manna, tæplega sextugur að aldri. Fráfall hans var sviplegt og mun heilablóðfall hafa valdið dauða hans. Sigurður sál. átti alla tíð velvild og traust alira héraðsbúa sinna, bæði sem góður læknir og góður drengur. Örðug þykja okkúr Dalamönn- um póstsamböndin við umheiminn, nú, er við erum sviftir aðalpóst- inum. Er ekki golt að segja hvort mönnum er ríkari í huga undrun eða gremja út af aðförum póst- stjórnariqnar gagnvart okkur, nú á þessari miklu samgöngubótaöld. Allra undrunarverðast er þó það, að okkar »duglegi« þingmaður slcyldi ekki geta fengið kipt þess- ari fjarstæðu ráðstöfun i lag á síðasta þingi. Jóhannes ICjavval ínálari hefir gert fjórar svartkrítarmyndir, sem dönsk listaverslun, C. Jensen Kunst- antikvariat í Kaupmannahöfn, hefir láíið steinprenta. Hafa myndir þessar blotið mikið lof í dönskum blöðum, og eykst hróður Kjavals ár frá ári. Heita tvær myndirnar »HuldufóIk«, eru þær keimlíkar, báðar af álfum og álfaborgum, æfintýralcgar og eins og gengnar út úr íslenskum þjóðsögum. Þriðja myndin heitir »HóImafjalI« en sú fjórða »Úli fyrircc og er af skipa- þyrpingu undir segluin. Af hverri mynd ern prentuð 40 eintök, helm- ingurinn sendur hingað heim til sölu og kostar 12 kr. myndin. Mun þetta í fyrsta slcifti sem slíkar myndir eru á boðstólum eftir ís- lenskan listamann. — I haust ferð- aðist Kjarval um Noreg og Svíþjóð með styrk úr sjóði sem helstu listdómarar Dana um málverk út- hluta. En hinn 20. þ. m. opnaði hann sýningu i Kaupmannahöfn á 25—30 nýjum myndum. molciiun“. Björn Líndal síldar-spekulant á Svalbarði, hefir nýlega skrifað sögu kosningaleiðangurs síns í kanp- mannamálgagninu eyfirska. Ber hann sig ekki beinlínis karlmann- lega. Hann áfellir harðlega sam- vinnumenn þar, og þó einkum suma helstu forgöngumenn þeirra, fyrir mótstöðu gegn framboði hans. En hvernig gat Birni dottið í hug að samvinnumenn slyrktu hann? Finst honum eðlilegt að þeir dáist að honum fyrir þá skoðun, að kaupfélögin selji illa vöru með okur- verði? Og skyldi honum við nán- ari athugun þykja undarlegt, að samvinnumaður, sem líka er á- kveðinn bindindis- og bannmaður, vildi ekki fyrir fuUtrúa héraðsins mann sem œtlaði að skomla hverj- um Islendingi yfir 30 potta af á- fengi árlega? Og ósennilegt er, eftir orðum hans og athöfnum, og hinu nána sambandi við kaupmenn, sem studdu kosningu hans af alefli, að hcnn hefði viljað vernda kaup- félögin fyrir ranglátri skattalöggjöf. Björn átti ekkert erindi á þing sem fullfrúi þess héraðs, sem einna meslan þroska hefir sýnt i versl- unarmálunuui. Hið eina furðúlega er að hann skuli ekki skilja betur en raun ber vitni um, hvílík fjar- stæða framboð hans var fyrir þetta kjördæmi. Og »eftir-spilið« í ís- lendingi mun áreiðanlega verða þröskuldur á vegi hans, ef hann reynir aftur. Eyfirðingar munu meta að verðleikum fávísleg stór- yrði hans um marga þjóðnýta menn. Norðlendingur. Ritstjóri: Trygrgvl Þórhallsgon Laufási, Sími 91. PrentsmiðjaB GuteDberf,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.