Tíminn - 14.02.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.02.1920, Blaðsíða 1
TIMINN um sstrtíu blðð á ári kostar tíu krónur ár- gatigurinn. AFGREWSLA i Regkjavík Laugaveg 17, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. IV. áFo gretar og golchevickar. Eftir að Bolchevickar tóku við völdum á Rússlandi gerðist brátt mikill fjandskapur með þeim og Vesturþjóðunum Bretum og Frökk- um. Rússnesku bændurnir voru orðnir fullsaddir á ófriðnum. Þeir þráðu frið. Og Bolchevickar vildu líka frið, fyrir það, að þeir töldu sitt verkefni að breyta þjóðfélaginu heima fyrir, en ekki að efla til landvinninga frá öðrum þjóðum. Þess vegna var það fyrsta verk Bolchevicka, að semja frið við Þjóðverja. Þessu reiddust Banda- menn og settu lið á land norður við Hvítahaf, og herjuðu á Lenin og stjórn hans. Létu þeir í fyrstu sem eigi yrði hætt þeim leiðangri fyr en yfir lyki með her þeirra og Bolchevickum. Samhliða þessu studdu Bandamenn bæði beint og óbeint þá rússneslcu hershöfðingja sem sóttu að Bolchevickum bæði austan úr Síberiu, vestan úr Eystra- saltslöndum og suðvestan úr Ukra- ine. Voru þeir allir keisarasinnar, og þóttust frjálslyndir menn i Rúss- landi þess fullvissir, að ef þeim yrði sigurs auðið, væri það hið sama og að setja hið illræmda keisaraveldi i hásæti aftur. Þessi ótti við innrás aðkomuhermanna í landið, þjappaði rússnesúu þjóð- / inni saman. Fess vegna sigruðu Bolchevickar hvarvetna þar sem þeir áttu i höggi við vopnaða féndur. Bretar höfðu borið hita og þunga dagsins með fjárframlög til þess- arar styrjaldar. Hafa all að því 2000 miljónir króna sokkið í þá hít. Samt kröfðust enskir íhalds- menn og þeirra blöð að stríðinu við Rússa yrði haldi áfram þött árangurinn yrði minni en enginn. Snemma í vetur hélt Lloyd George ræðu mikla, þar sem hann gaf ótvírætt í skyn að Bretar yrðu að breyta um stefnu í Rússlands- málum. Mátti lesa milli línanna, að honum þætti ófær styrjaldar- leiðin. Asquith og fleiri merkir menn tóku í sama streng. Var síð- an afráðið að kalla heim hið skjót- asta herleifar Breta frá ströndum Hvítahaf§ins. Margar ástæður hafa knúð Breta til þessarar ráðabreytni. Bæði þeirra eigin her, og hinir rússnesku um- rásarflokkar hafa beðið lægra hlut í skiftum við Bolchevicka. Styrj- öldin var afskaplega dýr, en land- ið hinsvegar févana, og mátti eigi á bæta með eyðsluna. Enn fremur er bæði gömul og ný reynsla fyrir þvi, að erfitt er fyrir útlendan her að sækja langvegu inn í Rússland. Mátti sjá af fenginni reynslu að seint yrðu Bolchevickar unnir með útlendum herafla, enda hafði það verið von ihaldsmanna í Vestur- löndum, að innanlandsstyrjöld kæmi Bolchevickum á kné, ef féndur þeirra væru sluddir með vopnum og fjárafla. En samt eru ótaldar þær tvær ástæður sem þyngstar uröu á metunum hjá frjálslynda flokknum enska, og verkamönnum, og urðu þess vald- andi að báðir þessir flokkar kröfð- ust þess, að hætt yrði fjandskap við Bolchevicka. Asquith og hans menn héldu því fram, að Bretar hefðu jafnan virt sjálfsákvörðunar- rélt annara þjóða, og talist leggja mikla áherslu á það við gerð frið- arsamninganna. Ef Rússar vildu hafa sameignarríki, þá væri það á ábyrgð þeirra sjálfra. Aðrar þjóð- ir, síst þær sem leldust vera frelsis- gjarnar, gætu sætt sig við slíka til- hlutun um einkamálefni annars ríkis. En að líkindum hefir þó mót- staða verkamanna gegn Rússlands- herferðinni] orðið þyngst á metun- um. Enskir verkamenn munu að vísu alls ekki hyggja á byltingu, að dæmi Bolchevicka. En þó að þeir vilji beita öðrum aðferðum, vilja þeir þó ekki úthella blóði sínu, og eyða fjármunum þjóðar- innar í baráttu, sem þeir telja háða í þjóustu andstæðinga sinna. Allir þessir þættir samanlagðir hafa leitt til þess, að Bretar hættu hernaði gegn rússnesku sameignarmönnun- um. En því spá sumir andstæð- ingar Bolchevicka, að friðurinn verði hættulegri veldi þeirra, heldur en undanfarnar styrjaldir. Hægri og vinstri. í þessu blaði hefir margoft verið bent á það, að brátt hlytu að myndast stjórnraálaflokkar hér á landi um innanlandsmál. Nú er margt það að gerast, sem hlýtur að flýta fyrir þessu nýja skipulagi. Á undanförnum þrem árum voru framsóknar og langsum flokkarnir minstir af þingflokkunum, en þó hafa þeir haft meiri áhrif á stjórn- málalífið heldur en samsvarar mannfjölda. Það stafaði af því að þeir flokkar báðir voru ungir og áttu eftir að framkvæma hugsjónir sínar. Hinir tveir gömlu flokkarnir voru búnir að ná í höfn eftir unnið dagsverk. Flestum lesendum þessa blaðs er kunnugt um deiluna sem staðið hefir milli Tímans og Framsóknar- flokksins annarsvegar, en Vísis, lsa- foldar og langsara hinsvegar. Einn þáttur þeirrar deilu er verslunar- inálið. Tíminn hefir viljað hafa stóra og góða landsverslun á striðs- árunum, en á friðartímum sam- vinnufélög til að gera verslunina heilbrigða. Langsarar vildu helst enga landsverslun, eða þá illa og ófullkomna, eins og þeir höfðu hafl hana meðan þeir fóru með völd. Samvinnufélögin finna ekki náð fyrir augum þeirra. Langsarar vilja að milliliðirnir græði sem mest á almenningi. Hvorki frjáls samtök eða aðgerðir ríkisvaldsins mega vernda almenning. Ekki einu sinni þegar óvenjuleg dýrtíð, og jafnvel hungursneyð vofir yfir þjóð- inni, eins og var á stríðstímunum. Annar flokkurinn litur á heild og hagsmuni allrar þjóðarinnar. Hinn vill fórna almenningsheill vegna fámennra stétta, sem á að hirða uppskeruna af alþjóðar vinnunni. Þessi skoðanamunur nær ekki að eins til hinna fjármunalegu að- gerða. Annar flokkurinn hefir sett sig í andstöðu við óhæfa þjóna þjóðfélagsins, óreglusama embættis- stélt, og sérdræga þjóðfulltrúa. Hinn flokkurinn hefir varið spill- inguna, alveg eins og hann hefir af- sakað misnotkun verslunarvaldsins. Nú gerist margt sem bendir til að gömlu flokkarnir Heimastjórn og Sjálfstæði verði að leysast upp að talsverðu leyti. Sumir menn í báðum þeim flokkum eiga flull- komna samleið með Framsóknar- flokknum. Sumir aftur með langs- um. En það er sama og að segja að sumir verði vinstri en aðrir Reykjavík, 14. febrúar 1920. hægrimenn, eins og þau heiti þýða í stjórnmálalífi þingræðisþjóða. Nú er verið að reyna að mynda nýja stjórn. Sennilega gengur það ekki greiðlega. Og ef spá mætti eftir líkum, verður það ekki unt, fyr en þingmenn í heild sinni eru búnir að gera sér ljóst hvorri aðal stefnunni þeir fylgja. Sumir munu halda að unt sé að fara milliveg, fresta upplausninni, tefja það sem eðli málsins er að knýja fram. En bæði mun sú leið ófær, enda tæp- lega sýnilegt, hvað innist við frest- un. Ef málið er skýrt blátt áfram þá er að eins um tvent að velja: Eiga langsarar að vera undir eða ofari á? Á singirnis- eða samhjálp- arstefna að móta íslenskt stjórnar- far á komandi árum? . , fólurtilrm mel vothey. Eftir Halldór Vilhjálmsson skólastj. ---- (Niðurl.) Hálfflokkurinn var hraustur all- an tímann, en af votheysánum fengu þrjár skitu, 2 þó að eins snert og batnaði strax aftur. Önn- ur léttist um 1 pund og náði því á næstu viku, hin misti 4 pund á viku, en náði aftur 2 þeirra á næstu viku, þriðja ærin varð tals- vert veik. Léttist um 8 pund 7.— 14. febr., en var búin að ná aftur 6 þeirra eftir hálfan mánuð og þá heilbrigð orðin. Eins og taflan ber með sér létt- ast votheysærnar mest fyrsta hálfan mánuðinn, eða 15 pund en þar af á veika ærin 8 pund, Úr því bala þær ótrúlega, enda mundu menn hafa kallað það »viðhaldsfóður«, svo fijóar og góðar virtust þær. Enda ekki ósennilegt, að mestur hlutinn af þessum þrem pundum, sem votheysærnar voru léttari, staíi af meira gori, en ekki minni holdum. Af þessum ‘ 5 ám var að eins ein nr. 14, sem hafði verið í al- votheysflokknum árið áður. Hún veiktist þá, en var nú frisk allan tímann og léttist að eins um 1 pund tilraunatímann. Á þessari einu á er ekkert að byggja, en rétt er að veita þessu atbygli fyrir síðari rannsóknir, ef ske kynni að þetta væri bending um, að ærnar vendust votheyinu. f þetta sinn var tilrauna ánum beilt sein öðrum ám. Var verið að reyna að gæta að því, hvort beitin hefði nokkur áhrif, sérstak- lega á votheysærnar, en sökum þess, að ekki var hægt að beita að staðaldri vegna illviðra, var engan ábjrggilegan árangur hægt að fá. Tilraunin stóð yfir í 72 daga. Beitt var í 30 daga og fullur V* hluti eða 7 kg. af þurheyi dregin af hverri á og hlutfallslega jafnt af votheyinu. Ærin hefir því feng- ið þennan tíma 65 kg. af þurheyi eða 214 kg. af votheyi. Helstu bendingar: 1. Það virðist vera óhætt að gefa sauðfé (og öðrum skepnum) hálfa gjöf af votheyi, jafnvel þó það sé eklci vel gott. 2. Sauðfé virðist þola votheys- gjöf misjafnlega vel. Er ekkert undarlegt við það. Menn þola mis- jafnlega mat, þótt góður sé talinn. 3. Það virðist samt ekkert neyð- arúrræði að gefa sauðfé tómt vot- hey, jafnvel um lengri tíma, — líklega allan veturinn — sé vot- heyið vel gott, sœthey ekki súrhey, og fénu sé jafnframt beitt. 4. Góð votheysverkun virðist fullkomlega jafnast á við bestu þurheysverkun eða sauðféð (skepn- ur) hagnýtir sér betur fóðrið, sé allmikill hluti þess vothey. Sbr. hálfflokkinn 1919. 5. Sauðfé þarf ekki vatn að drekka i innistöðu, þegar minsta kosti hálfur hluti fóðursins eða meira er vothey. Sparast þar vatns- burður eða brynningar í vondum veðrum og þar af leiðandi fóður- eyðsla, sem getur orðið ótrúlega mikil, þegar vatn og veður er kalt. Dregur þetta ærið úr þeim örðug- leikum, sem sumir óhagsýnir menn þykjast hafa af votheysgjöfinni, 6. Eitt kg. af góðu þuru star- heyi virðist vera viðhaldsfóður handa kind, sem vegur 50 kg. 7. Snögg fóðurskifti eru hér sem annarsstaðar mjög varhugaverð. Þarf viku til hálfan mánuð að smá auka votheysgjöfina, ef gefa skal mikið í einu og sérstaklega ef votheyið er ekki vel gott. Af sömu ástæðu er rangt að gefa mjög misjafnlega mikið af því frá einum degi til annars. Sé fénu beitt, en þó eitthvað gefið með af heyi, er best að hafa mikinn hluta af því vothey og það^sem jafnast, en mismuna heldur á þurheyinu. Skemmist þá ekki votheyið í tótt- inni, ef nálega daglega er af því tekið. Eg tel votheysgerð og notkun svo mikið nauðsynjamál fyrir ís- lenska bændur — bæði til þess að forða heyi undan skemdum, spara vinnuafl um hásláttinn, gera fóðrið auðmeltara, lystugra og holl- ara, því að heyið er riklaust, og þvi vörn gegn ýmsum sjúkdómum, sem sé: heysýki, lungnaveiki í mönnum og skepnum, sennilega lungna- ormaveiki o. fl., draga úr þurheys- gjöf, auka beitþolni, tryggja bú- stofninn o. s. frv. — að það væri ómetanlegt tjón fyrir landbúnaðinn ef votheysgerð hnignaði nú aftur fyrir óhagsýni manna og dáðleysi þeirra, sem með það eiga að fara. Menn kvarta mest um það hve erfitt sé að fara með votheyið og óþokkalegt. Fyrri liðurinn er sann- ur, votheyið er þungt í vöfum, en þess ber líka að gæta, að skepn- unni er eðlilegast að fá vatn sitt einmitt i fóðrinu (sbr. grængresið á jörðunni). Seinni liðurinn er því að eins sannur, að volheyið sé súrt og skemt og sóðalega, rata- lega með það farið. Af velverkuðu votheyi er ilmandi brauðlykt og ólíkt þokkalegra en þurheyið, sem oft er myglað og fult af ryki. Sjálfsagt er að hafa votheys- tóttir áfastar við peningshús og inn- angengt í þær, þar sem þvi verðuf við komið. Loftbrautir mætti leggja beint úr tóttinni í peningshúsin, þá væri hvorki um erfiði eða óþrif að ræða. Best er óefað að hafa sem mest af gryfjunni í jörðu. Heyið gerjast betur, minni veggskemdir, sem eng- ar þurfa að vera og heyið frýs síður á veturna. Þess vegna verð- ur oft að flýja i hóla eða halla með gryfjuna. Oft má hafa dyr á Ioftvegg, en sé gryfjan öll í jörðu, má hafa gryfjuna vlðari, en þá ögn grynnri. Sumir streytast við að bera votheyið i hripum á bak- inu upp úr tóttinni. Það er svipað 6. blað, og með svipuðum árangri, eins og þegar Molbúar voru forðum að bera sólskinið inn í bæinn. Betra er að hafa smávindu á þakinu, líkt og menn hafa alment á brunnum, eða trönu yfir þak- gatinu með t. d. einskorinni blökk að neðan og tvískorinni að ofan, er þá auðvelt að lyfta bundnum bagga, poka eða hripi upp úr gryfjunni. Þar sem tvær gryfjur eru saman, má úlbúa vandaðri lyftivél — eins og lýst er í votheys- ritgerð minni, — og snúa henni á vixl yfir opin. Aka síðan heyinu í húsin á sleðagrind, hjólbörum, kerru, eftir heymagni og vega- lengd. Aðalvandinn við sjálfa votheys- gerðina er það, að ná hæfilegum hita í alt heyið 50—55° C., að rífa sundur heyið úr böggum og saxi og dreifa jafnt í tóttina, þó þannig, að ávalt sé nokkur kúfur í miðju, þá frá er gengið. Svo næst þegar komið er að gryfjunni, sé minsta kosti jafn hátt í miðju og út við veggi. Út við veggi er núningsmótstaðan mest og kaldast. Þar sigur minst, þarf þvi að troða nckkuð. f miðju hitnar meir og sígur meira. Komi dæld í miðjuna, sígur frá veggjum, loft kemst að og skemmir. Sé miðjan hærri, jafn kúfur frá veggjum, sígur heyið niður og út -að þeim. Verða þá miklu minni veggskemdir. Heyið á að vera nýslegið og döggvott, sérstaklega úthey, þegar það er látið í gryfjuna, og getur naumast verið of blautt. Mjög blautt hey fellur betur saman, hitnar síður og þarf minna farg. Farg skal fyrst látið út við veggi, síðast í miðju. Venjulega mun það nægja, nema að heystaðan sé því lægri, að láta vænt hnullungsgrjót á hevið, svo hvergi sjái í það. Tvöfalda steinaröð. Betra er að hafa of mikið en of lítið farg. Þar sem skepnur erU óvanar votheyi, er best að taka fargið að eins ofan af litlum hluta gryfj- unnar. Ná í góða tuggu og dreifa henni einni saman vel sundur- táinni á sópaðan garða, eða jötu, að kveldi dags. Mun hún þá horfin í skepnurnar að morgni. Þegar skepnur hafa lært á.tið — nú, þær þurfa líka tírna til þess, að læra að éta grænt þurhey — og komnar á gjöf, má taka grjótið ofan af stærra svæði eða jafnvel allri gryfjunni, sé hún ekki mjög stór, en þá þarf helst að taka dag- lega, eða annan hvorn dag, ofan af heystöðunni. Gætið þess, að rekjur safnist ekki fyrir, því alt er hey í harðindum. Að svo mæltu óska eg löndum mínum þeirrar blessunar, að vot- heysverkun aukist og dafni og komist inn á hvert bændabýli. Alþingiskosning fer nú fram í Reykjavík á Iaugardaginn kemur 21. þ. m. Hefir Jakob Möller þeg- ar lýst því yfir, að hann bjóði sig fram aftur, og er þegar orðinn mikill undirbúningur af hálfu stuðningsmanna hans. Sfcerling kom hingað í morgun kolalaus, var á leið til Seyðisfjarð- ar til þess að byrgja sig þar kol- um til utanfarar, lenti í ofviðri við Pörtland, og tók það um of upp á kolabirgðir skipsins til þess að það trejrstist til að halda áfram ferðinni. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.