Tíminn - 06.03.1920, Side 1

Tíminn - 06.03.1920, Side 1
TIMINN nm sextía blöð á ári kostar tiu krónur ár~ gangurinn. AFGRElÐSiA i Reykjavik Laugaveg 17, simi 286, út um land i Laujási, simi 91. 1Y. ár. fri Uttgverjalanði. Eftir byltinguna 1 Pýslcalandi í nóv. 1918 liðaðist ríki Habsborg- arkeisaranna i sundur. Hver þjóð- ílokkur vildi freista að mynda sjáfstætt ríki fyrir sig. Ungverja- land var stærst af þessum ungu ríkjum, enda hafði það lengi verið einn af máttarstólpum hins forna keisaradæmis. Hafa þar í landi orðið miklar byltingar á því eina ári sem liðið er síðan samið var vopnahlé. Fyrsta stórbyltingin var það, er verkamenn í Buda-Pest stofn- uðu sameignarriki eftir rússneskri fyrirmynd. Hét sá Bela Kun sem þar hafði formensku, En Banda- menn neituðu að semja frið við Bela Kun, af því að stjórn hans styddist ekki nema við nokkurn hluta þjóðarinnar. Varð sú synjun með öðrum fleiri til að fella sam- eignarráðið. Komust þá afturhalds- menn til valda og láta grimmilega hefnd koma fram á öllum þeim sem eitthvað verulegt hafa haft saman við hina fyrri stjórn aö sælda. Ungverjar hafa þótt harðir hús- bændur og illir nágrannar á und- anförnum áratugum. Hafa þeir beitt hinni meslu kúgun og rang- sleitni við aðra þjóðílokka, sem búa I landinu. Og atburðir þeir sem hér verður sagt frá, sýna að Ung- verjar hafa ekki orðir nýir og betri menn þó að þeir séu ornir nfull- valda« ríki og hafi lcomið á eins- konar lýðveldi að nafni til. Er þess fyrst að geta, að öllum nábúum Ungverja stendur stuggur af þeim. Helir hið unga lýðveldi I Bæheimi þóst vita fullan fjandskap Ungverja I sinn garð, og jafnvel styrjaldarviðbúnað. Sama segja ná- búar I suðurátt. En innanlands heíir þó mest borið á ofsa og grimdaræði höfðingjavaldsins ung- verska. Bæöi í höfuðborginni og út um land þar sem til næst, eru frjálslyndir menn ofsóttir. Urn ára- mótin síðustu lét stjórnin boð út ganga um það, hversu fara skyldi með þá menn sem grunaðir væru um óleyfilegar skoðanir. Eru þar taldar upp ýmsar tegundir hættu- legra manna og sagt fyrir hvers- konar fangelsisvist liggi við. Heim- ilisfólk grunsamra manna má líka taka fast og varpa I dýflissu. Lög- reglan ræður öllu um fangelsun og dóm sinna sökudólga og er öll málsvörn óþörf. Allir fangar eiga að kosta sjálfir veru sína í fang- elsinu, ef þeir eiga nokkrar eignir. Þeir mega ekki hafa neitt sam- neyti við aðra menn utan dýfliss- unnar, nema með sérstöku leyfi. Þeir eru látnir vinna þunga þræla- vinnu fyrir yfirboðara sína. Mörg hundruð »grunsamir« fang- ar hafa verið teknir úr liinum venjulegu fangelsum og settir f ves- ala kofa í gaddavírslúktum fanga- búðum, þar sem taugaveiki og aðrar skæðar farsóttir drepa menn hrönnum saman. Stjórnin hefir látið taka af lífi opinberlega marga af helstu samherjum Bela Kun. Voru sendisveitum Bandamanna í Buda-Pest sendir »aðgöngumiðar« að aftökuhátíð þessari, En þeir þáðu eigi boðið. Þar að auki er talið að sijórnin hafi látið vega i kyrþey 5—6 þúsund manna, en handtekið og ka*ta f myrkrastofu fjórfalt fleiri. Enginn er óhultur um lif eða eignir. Jafnframl þessu látu valdamenn Reykjavík, 6. mars 1920. Ungverja Gyðinga kenna á hörðu. Fjölmargir bæklingar og bækur eru gefnar út til að æsa almenning móti Gyðingum, og hvetja til grimdar- verka gegn þeim. Félag ungverskra Gyðingafénda lét laust fyrir jólin festa upp á öllum auglýsingastólp- um 1 Buda-Pest tilkynningu um það, að félagið ætlaði að hreinsa landið gersamlega, svo að þar fyndist ekki einn einasti maður af hinum morðgjarna kynþætti Gyð- inga. Skyldi hvergi hlífast við eða vægja fyr en landið væri gersam- lega Gyðingalaust. Eins og gefur að skilja er ósljórn þessi að nokkru leyti sprottin af fjárhagsvandræö- um þjóðarinnar. Buda-Pest, sem fyrir strfðið var rfk borg og glaö- vær er nú klædd í sekk og ösku. Örbyrgð, hungursneyð, sjúkdómar og sorg ríkir hvarvetna bæði í höfuðborginni og annarstaðar í landinu. Alt er í rústum bæði at- vinnuvegir, fjárhagur, heilsn og manneðlið sjálft. Bandamenn hafa sendisveitir i landinu, og ráða þær furðumiklu. Einkum þykja Bretar gera sig þar heimakomna og herma frönsk blöð það, að enskir fjármálamenn muni hafa augastað á og aöstöðu til að koma þar ár sinni fyrir borð, og gera Ungverjaland að fyrsta áfanga á leiðinni til að ná yfirtökum um verslun og fjármál Balkanþjóðanna. Xaupjélag gorgfirðinga. Tími góður! Eins og eg er vanur ætla eg að segja þér ofurlftið af starfi Kaup- félags Borgfirðinga sfðastliðið ár. Aðalfundur þess var haldinn að Svignaskarði 13.—14. febrúar, þar voru rædd störf sfðasta árs, og auk þess all-mikið um starfið þetta ár, sem nú er ný-byrjað. Erlendar vörur hafði félagið selt fyrir 985000 kr. Af þessu höfðu félagsmenn keypl um */a en a/s var utanfélagaverslun. Ágóði félagsins þetta ár var þessi: 1. Lagt í varasjóð 13528.77 og er þá varasjóður orðinn 4/572.Ö2. Varasjóður er sameign allra félags- manna. 2. Úthlutað 8°/o, verslunarágóði um 50000 kr. Þessum ágóða er úthlutað á stofnbréf, og að eins borgaður af skuldlausum viðskift- um félagsmanna, við árslok. — Stojnkostnaðnr varð þá 165000 kr. 3. Afgangurinn af verslunarágóða erlendu vörunnar, var geymdur til næsta árs, og var það um 24162.66. 4. Ágóði af sölu innlcndrar vöru var alls 39451.56. Alls var því skift milli félags- manna um 90000 kr. Félagsmenn eru um 450 og fær því hver að meðaltali um 200 kr. i verslunar- ágóða. En með aukningu varasjóðs, og þeim verslunarágóða, sem lagður er fyrir til næsta árs, og ekki út- hlutað nú, er meðal verslunar- ágóði hvers félaga sem næst því 300 krónum, Til þess að menn sjái nú ofur- lítið betur hvernig verslunin hér i héraðinu hefir verið skal eg geta þessa: Vornllin var f vor er leið tekin og færð í reikninga félagsmanna I. og III. flokks hvlt 5.60 pr, kg. II. fl. hv, 5.28 pr. kg. IV. fl. hv. 4.40 pr. kg. Nú sýndi það sig, að á ullinní [9. blað. , hafði verið ágóði og var honum skift ja’fnt á hvert ullarkíló, er fé- Iagsmenn höfðu lagt inn i reikning sinn. Koma þá 76 aurar á hvert kílógram, svo raunverulega verð ullarinnar varð 6,36 pr. kiló 1. fl. o. s. frv. Haustullin var í haust tekin með 3 kr. verðf á hverju kílógr. Á henni var hagur, og nam uppbótin 1.20 á hvert kílógram. Æðardúnn var tekinn í reikn- inga á kr. 30 pr. kg. Uppbótin á hann varð kr. 6 pr. kg. Selslcinn voru tekin á kr. 7, en bætt upp með kr. 1.50. Kjöl. Slátrun var nokkur bjá Kaupfélagi Borgfirðinga og var kjölverðið hið sama og hjá Slát- urfélagi Suðurlands. Kjötið var strax skrifað í reikninga félags- manna, með 4/» hlutum verðsins, en a/5 haldið eftir. Nú var þessi Ve hluti borgaður út, og verðið þvf oröið raunverulegt, það sem sláturfélagið gaf upp i haust, og Reykvikingum þótti alt of hátt. En þó K. B. hafi hepnast kjöt- sala sln svona vel, er eftir að vita hvert Sl. Suðurlands á eins hægt með að borga fimta partiun út, en við skulum vona að svo verði. Erlenda varan þótti mörgum dýr, en þó var hún víst viða dýr- ari en hjá K. B. þetta ár. Sem sýnishorn skal eg hér til- færa verð á nokkrum vörutegund- um eftir nóturn mfnum frá félaginu. Steinolíufat 107 kr., kaffi 4,60 pr. kg., export 2,00 pr. kg., sykur st. 1,50 pr. kg., sykur högginn 1,60 pr. kg., rúgmjöl 62,00 pr. 100 kg. poka, haframjöl 50,00 pr. poka, hveiti 63,00 pr. poka, síldarmjöl 22,50 pr. poka. Þó ekki sé hér tint til fleira, þá vona eg samt, að menn sjái af þessu, að vöruverð hér, 1919, var ekki verra en annarstaðar, og lík- lega er mér óhætt að segja betra, en víðast annarstaöar. En annars getur hver einn séð þaö sjálfur hjá sér eftir því sem nú er sagl. Starfsemi K. B. hefir á þessu ári auðgað héraðið um 127000 kr. beint, En auk þess hefir það lika haft mikil óbein áhrif, því það ræöur öllu vöruverði i héraðinu hjá kaupmönnum, og það er hætt við þvf, að það hefði orðið hærra á aðflutlu vörunni, en raun varð á, hefði K. B. ekki verið. Vegna startsemi K, B. er nú þessum verslunarágóða sumpart skilt upp milli félagsmanna og sumpart lagður í sjóði. Hejði K. D. ekki verið, beldur einstakur kaup- maður átt verslun K. B., hefði liann einn átt þennan ágóða. Hejði það nú verið hcppilegra? Pað er spurningin sem kaupfé- lagsmenn og kaupmannasinnar deila um, og sem hver einn svarar þegar hann ákveður hvort heldur hann verslar við kaupfélag eða kaup- mann, Skuldir viðskiftamanna við K. B. hafa aldrei verið eins litlar og nú, um 40,000 kr., og innieignir félags- manna voru meiri en skuldirnar. Lagt var fyrir fundinn frumvarp að nýjum lögum, sem var rætt, sent heim í deildirnar til að ræð- ast þar; og er síðan búist við, að það verði tilbúið til fullnaðar- samþyktar að ári. í því var meðal annars samábgrgð, en hún er ekki enn i lögum félagsins. Páll Zóphóníasson. Kafli úr bréfi frá fjármálafróð- um manni erlendis: —--------»Eg vik aflur að nýja bankanum. íslandsbanki er og verð- ur lamb lijá honum. Stofnun hans er stór-hætluleg. Það er hreinn og beinn voði fyrir fjárhag landsins og sjálfslæði, að útlendingar hafi hér itök í bönkum, sérstaklega þegar um einkabanka er að ræða, eins og þessi á að verða. Eg ber þungar áhyggjur vegna þessa máls. Það þyrfti að gera hið allra bráð- asta lög, sem bönnuðu bönkum með útlendum hlutafé að starfa á íslandi. Það er ómögulegt annað en að meiri hluti þings og þjóðar féllist á slíka öryggis-ráðstöfun. Því hvað er hættan við að lofa útlendingum að virkja hér einn foss hjá þvi, að úllendir auðmenn hafi hér ítök eða jafnvel meiri- hlutaráð í bönkum, enda viðgengst slíkt ekki í neinu siðmenningar- og efnalega sjálfstæðu landi-------. Þó að eins sé litið á hagfræðis- hliðina er það hið mesta glapræði að stofna nú nýjan banka. Út á við hefir íslenska krónan lækkað svo, að hún er ekki nema hluti af nafnverði sínu. Inn á við hefir hún þar á ofan lækkað stórkostlega vegua óhóflegrar seðla- útgáfu og fiárbralls. Ef litið er á þetta frá annari hlið er það sama og að verðlagið í landinu hafi hækkað svona mikið fram yfir það sem ætli að vera, ef krónan stæði í nafnverði. Afleiðingin af þessu er sú, að verðlagið á íslandi verð- ur að lækka, ef landið á að geta kept við aðrar þjóðir. Þessi verð- Iækkun byrjar á síldinni. Norsk síld er nú boðin á 40 aura kg., en íslendingar reikna með að geta fcngið alt að því 90 aura, en fá auðvitað enga kaupendur. Næsl kemur röðin að fiskinum, þegar þjóðirnar við Englandshaf hafa komið fiskiveiðum sínuin í lag og byrja að senda fisk til suðurlanda. Ull og kjöl er að falla eins og alt annaö. Af verðfallinu skapast svo eindæma peningavandræði og þeg- ar lengra liður gjaldþrot og alment hrun. í Danmörku eru peninga- vandræðin nú orðin svo mikil, að fjöldinn allur af sparisjóðum eru búnir að auglýsa, að þeir stöðvi úllán, hversu góð trygging sem sé boðin. Bankarnir draga saman seglin eftir föngum. í Noregi og Svíþjóð er ástandið dálílið skárra af því að bankarnir í þeim lönd- um hafa sýnl meiri hjrggindi i stjórn fjármálanna, Vandræðin koma seinna til ís- lands af því að við fylgjumst ekki með og lifum á tálvonum. En því óblíðari verður veruleikinn, þegar hrunið kemur. Á þessum tímum er sérstaklega hættulegt, að stofna nýjan banka. Þegar hinir bank- arnir sem fyrir eru fara að reyna að draga saman seglin og takmarka útlán, fara menn bara i nýja bank- ann, sem er ólmur i að fá sér við- skiftavini og fá sér lán þar. Svika- myllan snýsl þó áfram, og hrunið verður því meira, þegar það kemur. Þetta er virkilegur voði og mun reyndin staðfesta orð mín, ef lil þess kemur að aukaþingið heimili bankastofnun þessa. í stað þess ætti þingið að áminna bankana um að fara varlega og takmarka lánin í tíma. Sildarnrálið ætti að geta orðið eftirminnileg áminning um varóð. — — — Drepsóttin. Sambandslaust hefir verið und- anfarið í síma, við norður og aust- urland. En í gærkvöldi mátti ná sambandi og barst þá sú hersaga að austan að drepsóttin væri farin að geysa bæði á Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði. Á Seyðisfirði er veikin sögð mjög útbreidd og voru ekki nema tveir við símaafgreiðslu þar í gær. Um hitt eru óljósari fregnir hversu mjög veikin sé orðin úl- breidd í Héraðinu, en á Eiðum liggja mjög margir. Fullkomin vissa mun ekki fengin um það m.eð hverjum hætti veikin hafi borist, en alt bendir til að hún hafi borist með Sterling, enda kom Sterling við í Vestmannaeyjum á austurleið. Hafa þá einhver sorg- leg mistök átt sér stað um sótt- varnirnar. Væntanlega hafa ráðstafanir'ver- ið gerðar umTað hefta frekarPút- breiðslu og verður nánar að þessu vikið síðar. Þingflokkarnir. Framsóknarllokkurinn hélt loka- fund sinn á nýafstöðnu aukaþingi hinn 27. febr., ásamt með banda- mönnum sinuin og nokkrum þeirra manna sem hafa slarfað í heima- stjórnarfiokknum. AUir þessir menn voru sammála um það, að meiri samvinna og nánari, en verið hefir þyrfti að hefjast með framsóknar- ílokknum og þeim mönnum sem í landsmálum eiga samleið við hann. Kom þeim saman um að hefja þessa samvinnu sem fyrst og eigi siðar en i byrjun næsta þings. Munu þingmenn þessir alls vera mn 18. Er þetta eitt, af væntanlega íleiru, sem fram keinur sem svar gegn »opinberun« languinmanna og inn- reið þeirra i stjórnina. Geta má þess í þessu sainbandi að ekki lita allir jafn björtum aug- um á framtíðarvonir langsum- manna og formaður þeirra gerði i hinni frægu Morgunblaðsgrein. Seg- ir Lögrélta þá félaga svo sundur- leita að óhugsandi megi kalla að þeir geti sameinast um nokkurt mál til framkvæmda, helst muni þeir gela veitt samtaka mótspjnnu. — Hún kallar þá »óskapnað« og »varla trúlegt« að þeir »hlaði utan um sig nýjum mönnum«. — En sjálfir eru þeir á annari skoðun og tvímælalausl eru þeir glöggur vísir að afturhalds-, niðurrifs- og spekúlantaflokki, Iuflúensan í Vestmannaeyjum er nú í rénun, og hefir hún yfirleitt verið fremur væg. Þó hafa 5 börn dáið úr henni og kíghósta, sem einnig gengur í Eyjunum, en ekki hefir frést að lungnabólgu hafi orðið þar vart enn þá. Eyjarskeggj- ar hafa verið kola og steinoliu- lausir um tíma, svo sjúklingar hafa orðið að liggja í kulda, og tefur það mjög fyrir bata þeirra. »Islands Falk« lagði af slað til Eyjanna 1. marz með kol, sleinolíu, meðul og fleira.sem þar vanlaði. Haun hrepti ofviðri og varð að hleypa inn til Keflavíkur undan þvi, og lá þar þegar síðast frélfist,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.