Tíminn - 06.03.1920, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.03.1920, Blaðsíða 4
36 TÍMINN um vœri að vera og það væri annað en þægilegt!« — Hermálaráðherrann var alvöru- gefinn. »Hann hefir marga áhangendur þessi maður. fér vitið það að prestarnir eru með honum, þrátt fyrir alt sem á milli ber«. »Já. Þeir eru æ með þeim sem vilja grafa undan konunginum«, sagði baróninn. »Fari nú svo að páfinn veiti bænarskjalinu viðtöku og hlýði á hann . . . . « »Geri hann það! — Við vitum hvað við eigum að gera, rélti páf- inn e'murn einasta þeirra höndina, þessara draumóramanna, sem ætla að steypa inannkyniuu aftur i sið- leysi og myrkur. Ef kirkjan tekur höudum saman við stjórnleysingj- ana neyðumst við til að laka til okkar ráða á móti þessum land- plágum. Með þeirn ráðum munum við binda enda á hið heilaga róm- verska riki og gullöld Davíðs Rossís«. Klukkan sló ellefu. Aftur heyrð- ist lúðurþylur frá Vatlkaninu. Fullkomin þögn eftirvætingarinnar hvlldi yfir torginu. »Nú koma þeir«, hrópaði Róma. »Barón! Skrúðgangan er að koma!« Donna Róma nam staðar fremst á svölunum og Rómverjinn og ameríkanski sendiherrann stóðu við hlið henni. Skrúðgangan kom nú út um málmhliðið, hægra megin í súlna- göngunum. Donna Róma var yfir sig hrifin og réði sér ekki fyrir fjöri, og allir i hring um hana létu hrífast með. Rómverjinn sagði frá, jafnóðum og skrúðgaugan fór hjá: Postullegu hlaupasveinarnir fóru fyrir, þeir sem fara með veitingar- bréfið til kardínálanna og fá tvö til þrjú þúsund franka fyrir ó- makið. Þessir sem halda á slöfun- um heita Mazzierí, og eiga að ryðja brautina fyrir skrúðgönguna. Pessi skrautklæddi, er dýrgripa- smiður páfans, sem býr til hina heilögu rós og lítur eftir páfakór- ónunni. Þessir stuttu með hvitu kniplinganna eru sögmenn sixt- insku kapellunnar, og þarna er söngstjórinn Maeslro Mustafa, besti núlifandi söngmaður í heiminum. Þarna eru hinir postulegu lögfræð- ingar í siðum svörtum kjólum. Og gamli góðlegi munkurinn með.rós- inkransinn er faðir PiiTeri frá San Lorenso, skriftafaðir páfans. Hann veit um allar syndir sem hinn heilagi faðir hefir drýgt. Hann er kapúcínamunkur og þarna koma þeir á eftir honum. Peir eru brún- klæddir. Þá eru fransiskusmunkar, hefði ekki lekið að sér rilið. En Northclifl'e ræður nú yfir fleiri blöðum eu nokkur annar Eng- lendingur. Pykir þetla ljós vottur þess, að sá hinn hyggni blaðaút- gefandi hafi samfærst um, að enska þjóðiu vilji fá að vila sem mest um hina nýju opinberun og að liann telji ekki iengur rélt, að varna því. Héðan af niuni blöð hans því hætla að sýna málinu óvild, heldur koma fram með kurteisi og óhlhlulleysi i þess garð. Efninu 1 þessu riti Owens prests ælla eg ekki að fara að lýsa, þótt cg hafi lesið miklu meira af þvi en það sem þcgar er prentað i »Weekly Dispatch«. Enn eru ekki hingað komnar nema tvær fyrslu grein- arnar. Pað lýsir bæði ljósheimum himmaríkis og sviðum myrkaheims- ins; það lýsir dauðanum eða yfir- förinni, viðbrigðunum og endur- fundunum, er yfir um kemur, og eins hinu, að margir geta í fyrslu alls ekki áttað sig á því, að þeir séu »dánir«. Það gefur ágætar hug- myndir um umhverfið, sem menn lifa i á neðstu svæðum ljósheima; segja frá starfsemi manna þar og unaðssemdum; lífið sé þar sælla eu hér á jörð; starfsemiu sé þar margfaldari, en lífið þó miklu fyllra af hvild og friði. Og því lengra sem líður á, þvi háleitara verður efqjð í s'keyluaúnj. Margi í nýja brúnir og hvítir — karmelsmunk- ar, svartir — águstinus og bene- dikts-munkar, svartir með hvitum krossi, passionsbræður og loks trappistarnir, alhvitir. Griðarlega stór fáni var nú bor- inn framhjá, löngklerkafylgd á kom eftir, Það eru ýmsir hinna aeðri klerka. Kapelánar og hirðsiðameistari páf- ans. Og þarna er yfirmaður Jesú- itanna, sem kallaður er svarti páf- inn, eftirmaður Ignatíusar Loyola. Þarna eru biskupar og erkibisk- upar, með hvit mítur, og kardín- álar, klæddir gulli og silfri, skin- andi purpura og d5rrindis knipl- ingum. Þarna er kardínálabiskup- inn sem skrýðir páfann, kardinál- inn rauðklæddi sem ber silfurmit- ur heitir kardinálapresturinn. Hann réttir páfanum forgylt vaxkerti, með hvitu silfurdrifnu silkihand- fangi. Og sá sem næstur gengur er kardináladjákninn, sem heldur á kertastjaka, til þess að páfinn geti sett kertið i hann, ef hann skyldi verða þreyttur. — »Heyr!« Það heyrðust söngtónar úr þeim hluta skrúðgöngunnar sem var genginn hjá. »Það eru söngmenn sixtínsku kapellunnar. Þeir syngja sálm«. »Eg þekki hann«, sagði Donna Róma, »það er »Veni creator«. Þetla er unaðslegur og himneskur söngur. Það er svo dásamlegt að eg gæti grátið«. En brosið varð yfirsterkara, vegna þess dásamlega fagra og mikilfenglega sem fyrir augun bar. Baróninn kom nú út á svalirnar og talaði við hermálaráðherrann. »Þelta er fjandmaðurinn. Innan okkar eigin múrveggja. Hann er leikari, sem kann þá list til fulln- ustu að hertaka augu og eyru lýðsins. Hann hefir sextán alda æfingu í því að leika einvaldann. Og þegar hann beitir þessu, sem kallað er »tilíinning«, ofan á þetta skraut, þá er ómögulegt að vita hvað áhrif þessi skrípaleikur hefir á lýðinn. Enda eru sjötíu þúsund prestar búnir að undirbúa jarðveg- inn — og auk þess Davíð Rossí!« Söngmennirnir þögnuðu nú alt i einu. Kliðurinn í mannþrönginni steinþagnaði. Það datt I dúnalogn, eins og á undan ofviðri. Það fór eins og nötrandi hrollur um alt torgið og í óumræðilegri eflirvænt- ing horfðu allir i áttina til málm- hliðsins, eins og það væri sjálfur Guð sem mundi opinberast í hinu allra helgasta. Hvellur hljómur úr sifurlúðri rauf þögnina og á sama augnabliki kom páfinn. Það var eins og loftið væri hlaðið testamentenu fær hér stórkostlega viðbótarskýring. Menn sjá að það var enginn hégómi, er Kristur tal- aði um myrkrið fyrir utan, og eins hve satt það er, aö gleöi verður á hiinni yíir hverjum syndara, er bælir ráð sitf. Fátt hefi eg lesið háleitara en frásaguirnar í skeyt- unum um bjargráða-starfsemi ljós- veranna eða gæskurikra sælla manna í helvítum myrkheimsins. Þá er og mikið sagt frá Kristi og afskiftum framliðinna manna af oss hér á jörö. En út i þá sálma skal hér ekki farið. Nú verður gaman að sjá, hvað biskuparnir ensku gera. Ganga þeir fram hjá öðrum eins manni og Owen presti, er skipa á í nefndina? Og hvað gerir kirkjan yfirleitt? Halda sumir þjónar hennar áfram að þruma á móti hinni nýju hreyf- ingu af prédiknnarstólunum og telja öll skeytin komin frá djöfin- um, eins og allur þorri þeirra hef- ir gert undanfarið? Eða opna þeir nú augun fyrir þvi, að kirkjan er I hættu stödd vegna vanþekkingar þjóna sinna, þrályndir og aítur- haldsemi? Har. Níelsson. rafurmagni. Óumræðilegt fagnaðar- óp var hafið, eins og brim við sjáfarströndu og lófatakið sein við tók var líkast því hljóði þá er aldan sogast aftur eftir fjörustein- unum. öldungur hvítlclæddur frá hvirli til ilja var borinn inn í mannþröngina. Hann satiskinandi purpurarauðu hásæti, en yfir var tjaldhiminn, gull og silfurdrifinn. Hann bar þrefalda kórónu á höfði, sem glitraði í sólargeislunum. Hefði hann ekki lyft hinum bleiku hönd- um, til þess að blessa, hefði verið næst að halda að hann væri mynd af dýrðlingi. Andlitið var fagurt og reglulegt og það hvildi dýrðarljómi yfir þvi og svo óumræðilega mildur og andlegur blær. Það rar áhrifamikið augnablik. Hrifningin náði hámarki sinu og Donna Róma hrópaði: »Þarna er hann! Alveg hvít- klæddur! Hann situr á gullstól, undir silkihimni! Litið á hversu þeir veifa reykelsiskerunum! Lítið á hversu gylti krossinn glitrar í sólskininu. Hversu þeir æpa af fögnuði og klappa lófum — eg heyri varla hvað eg segi sjálf. Það er eins og eg stæði á háum kletti, úti i ólgandi hafi og himinháum bylgjum! Heyr! Þarna klappa kon- urnar og nú veifa þær vasaklúlun- um! Litið á, það er eins og líu þúsund hvít fiðrildi lyti sér til flugs öll i einu!« »Eg ætla að veifa mínum klút. Eg hlýt — eg get ekki látið það ógert!« Fagnaðarópin yfirgnæfðu alt, ýmist á itölsku, frönsku eða ensku; Lifi páfakonungurinn! Lifi verka- mannapáfinn!« Róma lét algerlega berast með straumnum — hún veifaði vasa- klútnum og hrópaöi: »Viva il Papa Re!« »Þeir bera hann hægt! Hann kemur hingað! Lítið á lífvarðar- sveitina, með hjálma og í háum stígvélum og á svissnesku hermenn- ina Í marglitu einkennisbúningun- um! Nú sé eg páfann! Hann blessar fólkið og allir falla á kné fyrir honum! Finnið þið reykilsis- ilminn? — En hvað hann er þreytu- legur! Hvað hann er hvítleitur — ekki eins og fílabein, heldur eins og marmari frá Karrara. Hann gæti verið Lasarus, sem var lagður í gröfina — en var svo vakinn upp frá dauöum! Það er eins og að hann sé yfirnáltúrlegur, Dýrðling- ur! Engill!« »Viva il Papa Re! Nú fer hann fram hjá. Viva il Papa Re! .... Já, nú er hann farinn!« Hún hafði kropið á kné, en stóð nú upp, þurkaði sé um augun og reyndi að dylja geðshræring sina með því að brosa. »Já, slika sjón getur ekki að lila annarslaðar en í borginni eilífu — í Róm ■— vitanum á kletti tim- ans«, sagði baróninn. »Hvað er þetta!« Angurblíður söngur heyrðist í fjarska. »Það eru söngmennirnir sem hefja sönginn: »Tu es Petrus«, sagði Rómverjinn. Frá Aiþingi. Lög samþykt. Nítján lög voru samþykt á þinginu og mörg i mesta flýti.uMun það einsdæmi hve mörg afhrigði {voru veilt á þinginu. — Lögin voru þessi: 1. Um laun hreppstjóra og auka- tekjur. Samskouar launauppbót til þeirrajog anuara starfsmanna lands- sjóðs. 2. Um löggilding verslunarslaða í Valþjófsdal við Önundarfjörð og Lambeyri við TálknaQörð. 3. Um eftirlit með útlendingum. 4. Um breytingar á lögum um kosningar til alþingis, — afleiðing af stjórnarskrárbreytingunni, 5. Um gjöld til holræsa og gang- sVélía í kaúþstöðum, 6. Um viðauka við stimpilgjalds- lögin. Stimilgjald á aðfluttum vör- um l°/o eða 15% og sker stjórnin úr hvernig flokkað verður. 7. Um breyting á lögreglusam- þyktum utan kaupstaða. 8. Um kenslu f mótorvélafræði. 9. Um breyting á tilskipun um skattanefndir. 10". Um bann gegn botnvörpu- veiðum í landhelgi. 11. Um breytingar á póstlögnm. 12. Um manntal. 14. Um heimild til að banna innflutning á óþörfum varningi. 14. ,Um ráðstafanir á gullforða íslands banka og heimild til að banna útflutning á gulli. 15. Um að leggja jarðirnar Kjarna og Hamra undir Akureyri. 16. Um breyting á lögum um notkun bifreiða. 17. Um heimild til að banna innflulning á varningi, sem stjórnin telur stafa sýkningurhættu af. 18. Stjórnarskráin. 19. Um þingmannakosning í Rcykjavik. Fjölgar upp í fjóra og með hlutfallskostnig. Setjast hinir nýju menn f neðri deild. Önnur mál. Þingsályklunartillög- ur voru samþyktar tólf og eru þessar helstar: Tillaga frá Guðm. Guðfinssyni, að telja flutningsbrautina frá Þjórsá austur yfir Ytri-Rangá í sérstökum flokki flutningabrauta. Tillaga frá þingm. Skagfirðinga um rannsókn á brúarstæði á Hér- aðsvatnaósi vestari. Tillaga um aukning ullariðnaðar frá Eiríki Einarssyni. Uin endurskoðun kjördæma- skipunar frá sama o. fl. Laugahækkunin til legátans i Kaupm.höfn var drepin út í efri deild. Mörgum málum var frestað, þar á meðal bankamálunum, biskups- kosningunni og mörgum lækna- héraðafrumvörpum. Fréttir. Eldsneytisvandræðin eru nú um garð gengin í Reykjavík. Reynist enska koksið afbragðsgott eldsneyti. Tjón margvíslegt var hér i höfn- innni í ofviðrunum. — Franskur botnvörpungur losnaði og rak á laDd við hafnargarðinn. »Suður- land« skemdist töluvert, siglutré brotnaði o. fl. Skrúfan brotnaði af koksskipinu og vélbátur, hlað- inn heyi og skepnufóðri, sem átti að fara að Gufunesi, sökk með öllu saman. Skrifatofustjóri i fjármáladeild stjórnarráðsins er seltur Gisli ís- leifssonf stað Magnúsar Guðmunds- sonar. Tíðin. Gefur æ ofan snjó á sjó og frýs jafnóðum, því að oftast blotnar í annan daginn. Illviðrin sem gengið hafa undaufarið eru orðin meiri en flestir muna. Gæftaleysi á sjó hefir verið um langa hríð vegna illviðranna. Marga báta vantaði einn daginn úr Sandgerði, en allir komust til lands, með alla mennina. Þilskipin eru öll komin inn, með alla menn heila, en með sára- lítinn afla. Signrður Eggorz fyrv. ráðherra hefir verið skipaður endurskoðandi Landsbaukans í staö Eggerts Briem hæstarétlardómara, sem verður að leggja starfið niður vegna embætt- is sins. Nýja klrkju ætla katólskir að reisa hér f bænum, i Laudakoti, áður en langt líður. Þýskt fólag er verið að stofna hér í bænum að frumkvæði nokk- urra Þjöðverrj'avma. Þakk arávarp. Síðastliðið vor urðum við fyrir því óliappi að" missa einu kúna, sem við átlum. Var það tilfinnan- legur skaði fyrir okkur, eins og á stóð. En þá brugðust sveitungar okkar svo drengilega við, að þeir skutu saman peningaupphæð, sem nam svo miklu, að við gátum að meslu fyrir hana keypt kú aftur. Viljum við þakka þeim af hjarla hina mannúðarfullu hjálp, og biðj- um góðan Guð að launa þeim, þegar þeim mest á liggur. Jón Ottóson. Marfa Bjarnadóttlr. Dyrhólavitinn skenidist nýlega í ofsaroki og logar ekki fyrst um sinn. Slgurður Jónsson fyrverandi ráð- herra befir verið skipaður í yfir- matsnefndina í stað núverandi at- vinnumálaráðherra. Ráðningarstofa. Fiskifélagið og Búnaðarfélagið eru að koma á fót ráðningarskrifstofu hér í bænum og verður skrifstofan í húsi Bún- aðarfélagsins í Lækjargötu 14. Látiu er nýlega í Kaupmanna- höfn frú Theódóra Petersen, dóttir Gisla Lárussonar kaupmanns í Vestmannaeyjum. Hún var kvænt dönskum manni og hafði dvalist lengi í Ameríku, en var nú á leið til íslands, um Kaupmannahöfn. Hún ‘dó úr spönsku veikinni. Skipstjón. Skipið Portland, sem er kúttari, var selt til Færeyja ný- lega. Sigldu F’æreyingar því heim á leið, en á leiðinni sigldi þýskur botnvörpungur á skipið og sökli því, en skipshöfiiin bjargaðist öll heim til Færeyja. Skipafregnir. Aðfaranótt 29. fe- brúar fór »lsland« norður fjuir land með marga þingmenn og fjölda annara farþega. Þaðan á skipið að fara til útlanda. Sama dag fór »VilIemoes« til Hafnai fjarðar og þaðan norður fyr- ir land. Hnrðindin. Hvaðan, sem heyrist af landinu, eru sömu fréttir: harð- indi, jarðbönn og yfirvofandi hey- leysi, ef ekki skiftir brátt um tíð. Mun ástandið í mörgum útigangs- sveitum vera mjög ískyggilegt. Fann- kyngi er víða svo mikil að bænd- ur eiga erfitt með alla aðdrætti og póstar verða að fara gangandi yf- ir heiðar og fjallvegi. Ólympfnleiknrnir verða haldnir i Anlwerpen í sumar, og hafa íþróttamenn hér allmikinn hug á að æfa sig, svo að þeir geti sent þangað flokk til að glíma islenska glimu og ef til vili að taka þátt í fleiri íþróttum. Glímufélagið Ár- mann hefir slarfað af miklu fjöri í vetur og eru þar margir góðir glímumenn víðsvegar af landinu. Síinslit. Síinarnir hafa verið bil- aðir í allar áttir frá Reykjavík und- anfarna daga, svo ekki heflr verið hægt að ná sambandi nema til Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Nú er þó búið að gera við hann svo hægt er að tala austur í Vík í Mýrdal, en Vestmannaeyjar, Borg- arfjörður og Norður og Austur- land var aJgerlega án sambands við höfuðstaðinn þangað til í gærkvöld, Á Kjalarnesinu er síminn að sögn slitinn á 6 kílómetra, svæði og margir simastaurar brotnir. Víðar á landinu er síminn mjög bilaður. Sóttvörnunnm, samkomubann- inu og skólalokuninni var hætt þ. 24. febr., þar eð teljast mátti víst, aö drepsóttin væri ekki komin til bæjarins. Ritstjóri: Xrj'ggvi I’órlmíisBOii Laufási. Simi 81. PrfcUtsmiöian Gutouberg,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.