Tíminn - 06.03.1920, Side 2

Tíminn - 06.03.1920, Side 2
34 TI M I N N Innilegt þakklæti tii allra þelrra, sem sýndu ukkur samúð við fráfall Kristjáns sonar okkar, sem andaðist 7. desember 1919, og heiðruðu útför hans með návist slnnl, minnlngargjöfum og á annan hátt. Hjarðarholti I Stafholtstungum. Slgriður Ásgelrsdóttir. Jón Tómasson. fJtan úr tieimi. Rússland. IX. Rússaveldi var samsteypa margra og ólíkra þjóða. Meginhluti íbú- anna, rúmar 80 miljónir af 130, voru Slavar, og raæla þvi nær sömu tungu. í Siberíu bjuggu um 10 miijónir, aðallega Mongólar rússneskir útlagar og landnáms- menn. Suðaustan til í Rússlandi bygðu Tartarar, eigi minna en 14 miljónir. Reir eru Múhameðstrúar. í Bessarabíu, við landamæri Rúm- eníu býr ein miljón Rúmena. I Eystrasaltslöndunum var margt þjóðverja. Það voru afkomendur jíýskra trúboða og landnetna, sem flult höfðu austur á bóginn fyr á öldum og kent landsfólkinu mót- mælendalrú. Þjóðverjarnir voru yfirstétt i þessutn landsblutum. Þeir áttu flestar jarðeignirnar, höfðu verslunina og flest bin hærri em- bætti í höndum sér. Þótti bænda- lýðnum hinir þýsku Iandsdrotnar nokkuð harðir i kröfum. Urðuþaroft róstur og blóðugir bardagar. Þjóð- verjarnir i þessum héruðum höfðu furðumikil völd í Pétursborg. Marg- ir þeirra komust til æðstu valda bæði i hernum og embættisstéttinni. Póttust Rússakeisarar jafnan eiga hauk i horni, þar sem höfðingja- lýður þessi var. í þeim hluta Póllands, sem Iaut Rússlandi voru ibúarnir 10 miljónir. Prír fjórðu hlutar þjóðarinnar voru rómversk-kaþólskir að trú. Hinir voru Gyðingar og Rússar. Eins og fyr er frá sagt, hafði Rússastjórn skapað fjölmenna smá-bændastétt i Póllandi meðlandbrigðunum 1863. Höfðu pólsku bændurnir fengið meirilönd og betri,heldur en stéttar- bræður þeirra í Rússlandi, af þvi að þar var meira tillit tekið til aðals-stéftarinnar. Á siðari hluta 19. aldar varð Pólland mikið stóriðnaðarland. Var það að þakka legu landsins, því að það er þjóðvegur milli Rússlands og Vesturlanda. Par var í iörðu mikil gnægð járns og kola. Bómullar-iðnaður komst á hátt stig. Voru þessar framkvæmdir að miklu leyti að þakka Gyðingum þeim, sem búsettir voru i landinu. Pessi mikla bylting í Póllandi, niðurlæging aöalsins, uppgangur smá-bændanna og verkmiðjueig- endanna breytti stjórnmála-liorfum Pólverja til stórra muna. Fjand- skapurinn gagnvart Rússum rénaði og þegar Nikulás II. kom til Var- sjá 1896 fékk bann hlýjar viðtökur. En þvi voru Rússakeisarar óvanir er þeir gistu Pólverja. Hin auðuga borgarastétt i landinu kærði sig alls ekki um fullkomið sjálfstæði þjóðinni til handa. Besli markaður- inn fyrir iðnaðarframleiðslu þeirra var í Rússlandi. Ef dregið befði til skilnaðar, gerðu þeir ráð fyrir, að þeim markaði yrði spilt með háum verndartollum. Nú víkur sögunni aftur að Alex- ander III. Honum var mjög i mun að bræða bina erlendu íþúa ríkis- ins saman við hina rétttrúuðu Rússa. Sneri hann sér fyrst að Gyðingum. í riki bans voru yfir 5 miljónir Gyðinga eða rúmlega helmingur af öllum kynþættinum. FJestir þessir Gyðingar höfðu komist undir Rússasljórn, þegar Póllandi var skift seint á 18. öld, því að þar hafði öldum saman verið nokkurskonar griðland fyrir Gyðinga, meðan þeir voru sem mest ofsóttir i öðrum löndum. Gyðingar uröu fljótt varir við að þeir höfðu fengið harðan hús- bónda, er þeir komu undir stjórn Rússakeisara. Var þeim skjótt mark- aður reitur í nokkrum fylkjum suðvestan til í landinu og máttu þeir varla annarstaðar búa en í þessum Júðabygðum. Nikulás I. beitti mikilli hörku við Gyðinga, en flest af þeim lögum voru num- in úr gildi eða látin vera dauður bókstafur meðan Alexander II. sat að völdum. Fluttust Gyðingar þá víðs vegar um rikið, blönduðust saman við Rússa og hirtu alla- jafna litið um að halda fast við þjóðerni sitt, Þannig var málum komið er Alexander III. tók við rlki. En hann hugðist að leysa Júða-málin svo, að þjóð hans þyrfti ekki fram- ar að óttast Gyðinga. Var álitið að Pobiedonostsev hefði lagt á ráð- in. Átti að kúga einn þriðjung Gyðinga til að flýja land, snúa öðrum þriðjungi til réltrar trúar en eyða hinum siðasta þriðjungi með grimd og hörku. Pessi með- ferð var réttlætt með því, frá þjóð- legu sjónarmiði, aö Gyðingar myndu jafnan halda fast við þjóðerni sitt, trú og venjur. Pað var gert ráð fyrir að þó Gyðingar væru að eins tuttugasli og fimti hluti þjóðarinn- ar, myndu þeir ná geisi miklum völdum í landinu, sökum ýits- muna og dugnaðar, ef þeir fengu að njóta jafnréltis við aðra borg- ara. Þá bætti það eigi úr skák, að Gyðingar voru venjulega frjáls- lyndir i skoðunum, og gátu þess vegna orðið hættulegir einræði keisarans, Um það leyli sem Alexander III. tók við völdum, byrjuðu Gyðinga- ofsóknir víða í landinu. Keisarinn skipaði þá nefnd til að rannsaka alt málið. Nefndin gerði margar tillögur um það, hvar Gyð- ingar mætlu búa í landinu, um atvinnubrögð þeirra og uppeldi. Voru flestar þær tillögur gerðar að lögum með keisaralegri tilskipun vorið 1882. Samkvæmt lögum þessum, máttu Gyðingar eiga griðastað og lög- heimili í 15 fylkjum suðvestan til í Rússlandi og í 10 pólskum fylkj- um. Skyldi uppræta Gyðinga alls- staðar annarsstaðar 1 ríkinu og knýja þá með valdboði inn í »Júða-fylkin«. Tvöfalda skattg'jaldið. Andstæðingar samvinnustefnunn- ar eru hættir að vonast eftir því, að þeir geti taliö almenningi trú um, að samvinnuframkvæmdir séu hættulegar fjárhag félagsmanna. Sú grýla er nú úr sögunni. En þá er beitt öðrum ráðum. Eitt af þeim, og það sem nú er mest í »móð« er það að kúga samvinnumenn með ranglátum sköttum, einkum með hinum svo nefnda tvöfalda skatti. Honum er þannig fyrir kom- ið að tvisvar er lagt á sömu eign- ina, ef hún er í fórum samvinnu félags — bæði í félaginu og á lög- heimili livers einstaks félagsmanns. Pettu eru einskonar »undantekn- ingarlög«, sem á að beita lil að hindra eðlilega framþróun sara- vinnustefnunnar. Erlendis hefir kaupmannavaldið og kaupmannablöðin hamast ára- tugum saman til að koma þessu áhugamáli milliliðanna í fram- kvæmd. Par eru linurnar orðnar glöggar. Allir samvinnumenn eru á móti tvöfalda skattinum, af því þeir vita að hann er herbragð höfuðandstæðinga þeirra til að vinna stefnunni tjón. Allir mót- gangsmenn félaganna halda hins- vegar fast við skattkröfu þessa og fara ekki dult með. Svar samvinnumanna og allra réttsýnna og óhlutdrægra manna er það, að samvinnufélögin eigi ekki að borga þennan auka- skatt, Samvinnumenn eiga ekki að borga tvisvar af sarnskonar eign og tekjum, sem aðrir borgarar gjalda að eins einusinni fyrir. Pessi ásókn milliliöanna að beita samvinnufélögin órétti hefir haft þau áhrif, að í móðurlandi sam- vinnunnar, Bretlandi, þar sem fé- lagsskapurinn er elstur og þroska- mestur, hafa félögin neyðst til að steypa sér lit í stjórnmálabaráttu til að verja hendur sínar og tilveru- rétt. Og þó hafði það í tvo manns- aldra verið svo að segja trúarjátn- ing enskra samvinnumanna, að láta hvorki stjórnmála- eða trúar- deilur ná til félaganna. En nauð- syn brýtur lög, og svo fór Bretum í þessu efni. Hér á landi er málið að vísu gamalt, því að hið elsta kaupfélag lenti undir eins í deilum við hrepps- nefndina á Húsavik (eða öllu held- ur við forstöðumann selstöðuversl- unarinnar P. Guðjónssen, sem gerði áhugamál sinna húsbænda að á- hugamáli hreppsins). Félagið vann málið. Tvöfalda skattinum var hrundið með hæstaréttardómi. Rétturinn komst að þeirri niður- stöðu að einstaklingarnir f félaginu ættu að svara gjöldum af eignum sínum, lika þeim sem flutu af starfsemi félagsins. En sjálft fé- lagið væri skattfrjálst, af þvi það væri ekki gróðastofnun. Nú á siðari árum liefir deilan vaknað að nýju hér á landi með hinni pólitísku endurfæðingu kaup- mannavaldsins. En af því að mál- ið hefir verið lítt rætt enn þá, hafa furðulegar meinlokur komist inn f hugi sumra manna, sem mættu þó vita betur. Átakanlegt dæmi af þessu tægi er 5 dálka lög grein, sem Lögrétta flutti nýlega eftir Jónatan Lindal, bónda í Húna- þingi. Heldur höf. þar fram skoðun kaupmanna, og mun þó vera samvinnumaður. Hann gerir það bersýnilega í góðri trú, af því hann hefir ekki kynt sér málið nema mjög lauslega. Greinin hlýt- ur að gera töluvert gagn óbeinlín- is. Hún hlýtur að sannfæra sam- vinnumenn um það, hve mikið tjón stefnu þeirra er að því, að all- ur þorri manna fari á mis við Spiritisminn breiðist nt á €nglaníi. Ein mótbáran, sem þeir hafa jafnan haldið fram, er eigi vilja trúa þvf, að satnband sé fáanlegt við annan heim, er sú, að öll þau skeyli, er til þessa hafa borist til vor, séu svo lítilfjörleg og efnis- snauð, að • þótt þau væru sönn, þá værum vér engu nær um þekk- inguna á öðrum heimi eða því lifi, er tekur við eftir umskiftin, er vér nefnum dauða. Auðvitað er þessi mótbára sprott- in af þekkingarskorti, eins og.flest- ar hinar. Háleitur boðskapur hefir flultur verið gegniun suma þrosk- uðustu miðlana, og margt af því hefir verið prentað í ágætum bók- um. Ekki þarf að minna á annað en rit enska presísins Staintons Móses og Júliu-bréfin. En torveldara verður saml eftir Jietta að bera þessu við, þvi að nú er tekið aö birta merkilegt rit þessarar tegundar á Englandi, og valin heílr verið einkennilegri leið til að koma þeim boðskap út til allrar alþýðu en lil þessa helir líðkuð verið með spiritistum. Maður heitir G. Vale Otven. Hann cr sóknarprestur í þorpinu Orford, rétt hjá borginni Warrington á Englandi. Hann fer fæddur árið 1869 og heíir verið prestur i ensku biskupa-kirkjunni siðan hann var 24 ára gamall. Hann er einn þeirra enskra presta, er sint hafa sálarrannsóknum vorra tíma og þeirri nýju opinberun, sem fengin er fyrir þær. En í fyrstu gerði hann það eigi af ljúfum hug. Tiu ár var hann að sannfærast um, að fyrirbrigðin gerðust, og þvf næst önnur fimtán um, að rétt væri og leyfilegt að gefa sig við sambandi við framliðna menn, þótt þess væri kostur. Pað, sem að síðustu sigr- aði allan efa hans og mótspyrnu, var reynsla sú, er hann sjálfur varð fyrir i sóknarkirkjunni sinni, þeirri er hann hafði reisa látið nýja árið 1908. Kona hans hafði orðíð fyrir ein- kennilegum ábrifum á hugann og verið knúð til að reyna ósjálfráða skrift. Var það gagnstætt óskum hennar. Henni tókst skriftin all- vel, og presti varð Ijóst, að hópur manna væri að reyna að koma skeytum til hennar. í þeim skeyt- um kom meðal annars fram ástúð- leg áskorun lil prests um að sitja aleinn i næði í skrúðhúsi kirkj- unuar, sem að euskum sið er jafn- framt eins konar skrifstofa prests- ins, og þá myndi hann verða lát- inn skrifa ósjálfrátt. En prestur var I fyrslu ófáanlegur til slíks. Pá fór hann mánuðum saman að verða var við einkennileg áhrif á huga sinn. En hann reyndi að verjast þeim eða hrista þau af sér. Samt komu þau stöðugt af nýju og með æ meira afli, en Ijúíleg og vinsamleg. »Eg fann«, segir hann, »að einhverjir vinir voru hjá mér, sem óskuðu mjög alvar- lega að tala við mig«. Pá ákvað hann að færast ekki lengur undan beiðninni. Pað var um vorið 1913, að áskorunin kom til hans í skeyt- um konu hans; en ekki gerði hann sjálfur fyrstu tilraunina fyr en 9. september sama ár. Pá tók hann upp þessa föstu reglu: að sitja daglega i hempu sinni i skrúð- húsi kirkjunnar, við skrifborðið, með blýant eða penna í hendinni. að endaðri kvöldmessu (þ. e. frá kl. 57* e. h. til kl. 6 eða 67t). ef önnur störf tálmuðu eigi. Ósjálf- ráða skriftin byrjaði þegar, en var í fyrstu nokkuð sundurlaus og í molum. En cftir fáeinar tilraunir varð hún fullkomnari. Hann hélt þessum tilraunum áfram til 2.jan. 1914 og hafði þá setið við þessar tilraunir 78 sinnum og ritað að jafnaði 24 orð á minúlu. »Fyrslu skeytin voru frá móður minni, sem dáin var fyrir nokkur- um áruma, segir prestur. »Hélt þeim áfram tií október-loka. Pá komu skeyti frá leiðsagnaröndum, sem stignir voru upp á hærri svið ljósheima«. Hélt þeim áfram til 2. janúar 1914. Annar samfeldur bálkur af skeyt- um, sem prestur hefir veitt við- töku með þessum hætti, var rit- aður frá 8. september 1917 til 4. apríl 1919. Stóðu þá enn aðrir fyrir skriftinni. Pau árin var prest- ur mjög önnum kafinn vegna stríðs- ins. Höfðu um 200 ungir menn farið úr sókn hans til vígvallarins. Og hann skrifaðist nú á við þá alla. Og nú reyndu þessar stöðugu setur við ósjálfráðu skriftina mjög á prest, þótt hann gætti þess vel að losa hugann með öllu við það efni aðra hluta dagsins. Taugarnar voru teknar að bila. Og þótt þeir, er skriftinni kváðust ráða í ósýni- legum heimi, segðust slls ekki hafa lokið máli sínu, eða því sem til væri stofnað, réðu þeir af að hætta skriftinni um stund, En er nær því ár var liðið frá, komu nýjar áskoranir til presls um að byrja aftur. Var prestskonan þar enn milliliðurinn. Prestur hlýddi, og á tveim mánuðum luku þessir skeyta- sendendur erindi sínu. Hafði þráð- urinn hjá þeim að engu slitnað, þótt hið langa hlé yröi á skrift- inni. Síðan hvildi prestur sig enn um eins árs skeið. J£n nú um ára- vitneskju um það hvernig þessu máli er farið i raun og veru, ekki einungis hér á landi heldur i mörg- um næstu löndum. Pá myndu lín- urnar skýrast af sjálfu sér. Skulu nokkur dæmi tilfærð úr grein hr. Jónatans Líndals þessu til skýr- ingar. 1. Hann blandar saman sam- vinnufélagi og blutafélagi (t. d. Eimskipafélagi íslands). 2. Hann virðist halda að eini verulegi munurinn á kaupfélagi og kaupmannsverslun, séu »stjórnar- nefnda og félagsfundir« félaganna. 3. Hann sýnist með öllu óvit- andi um þá miklu og viðlæku bar- áttu, sem háð hefir verið i næstu löndum um aukaskattinn á sam- vinnnfélögin. Þess vegna dregur hann í efa, að orð þau, sem Tímarit isl. samvinnuíélaga, liafði eftir hin- um danska ráðherra O. Rode (úr Andelsbladet) væru rétt. 4. Hann hugsar framtíðarkaupfé- lögin þannig (því að enn þekkist ekk- ert félag með því sniði, sem hann til nefnir) að félagsmenn fá »arð« er hann kallar svo, t. d 10°/o af pen- ingum, sem þeir taka út í félaginu. Enn fremur hefir hann tvenns- konar verð á útlendu vörunni. Selur matvöruna með sannvirði en aðra vöru með kaupmannsverði. Síðan skiftir hann »arðinum« af »kraminu« bæði á matvöruúttekt- ina og peningana. 5. Hann kallar »arð« þá upp- hæð, sem félagsmenn ofborga vöru með í félaginu, og eíga þar geymda. Á sama hátt gæti bóndi, sem lán- aði vinnumanni sínum 10 kr. í mánuð kallað að hann fengi 10 kr. I »arð«, þegar peningunum er skilað. 6. Hann gerir ráð fyrir að fé- lagsmenn komi fram hver við annan eins og keppinautar (sbr. orðin: »Hver félagsmaðurinn selur öðrum og hlífist ekkert við að græða á því«). Ekki myndi Robert Owen hafa hugsað sér samvinn- una með þessum hætti. 7. Hann virðist álíta sanngjarnt að erlendar selstöðuverslanir eins og Höepfner og Riis greiði ekkert til almenningsþarfa, ef ekki er hægt að fá samvinnumenn til að borga tvöfaldan skatt. 8. Hann viðurkennir, að sam- vinnufélag, sem eignast ekkert, eigi ekki að gjalda tvöfaldan skatt. En hann virðist ekki sjá, að kaupfé- lög geta starfað þannig (og eru far- in að gera það sumstaðar erlendis) og forðast þannig óréttmæt gjöld, þó löggjöfin vilji beita þeim. Pessi sýnishorn nægja til að sýna, hversu óljóst menn hugsa al- ment um þetta mál. Pað hefir alls mótin hefit hann enn verið knúð- ur til að byrja aftur að skrifa. Samkvæmt vinsamlegum tilmæl- um frá presti þessum, er eg fékk i sumar í Lundúnum, heimsótti eg hann og dvaldist hjá honum tvo daga. Er hann eitthvert hið mesta ljúfmenni, er eg hefi nokk- urn tíma kynst. Eg hafði áður heyrt getið um þessa ósjálfráðu skrift hans og lesið ýmsar greinar eftir hann i »Light«, aðal-blaði enskra spiritista. Hann kvað að eins örlítið af þessari ósjálfráðu skriit sinni hafa birst á prenti, en til stæði, að hún yrði gefin út og myndi það verða mörg bindi. Gaf hann mér lengsta bálkinn vélritaðan. En nú hefir merkileg breyting orðið á um útgáfuna. Pegar kirkjuþingið var haldið í Leicester í siðast liðnum október, kom Sir Arthur Conan Doyle til borgarinnar og flutti þar erindi um spiritismann og svaraði ýms- um aðfinslum kirkjuþingsmann- anna um málið. Gat hann þá sér- staklega um G. Vale Owen prest og hinar merkilegu lýsingar á öðr- um heimi, er fram hafi komið i hinni ósjálfráðu skrift hans. Er talið vist, að þau ummæli hafi orðið eilt með öðru til þess, að erkibiskupinn lofaði að blutast til um, að nefnd yrði skijmð af kirkj-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.