Tíminn - 27.03.1920, Page 1

Tíminn - 27.03.1920, Page 1
miiNN um sextíu blöð á ári kostar tíu krónur ár- gangurinn. AFGREIÐSLA i Reykjavik Laugaveg 17, simi 286, úi um land i Lanjási, simi 91. IV. ár. Reykjavík, 27. mars 1920. amerísku eru heimskunuir sem bestu og fullkomnustu grammófónar er hugvitsmennirnir hafa getað búið til. Pantið einn slíkan grammófón hjá kaupfélagi yðar eða kaupmanni með nokkrum plötum og þér munið undrast hve mikill ánægjuauki það verður fyrir heimili yðar, þeg- ar þetta snildar áhald lætur þar til sín heyra. Ríkasta þjóð i heimi. Bandaríkin eru nú, ef fljótt er á litið, gæfusamasta land undir sólunni. Náttúrugæði landsins eru óvenju mikii. Þjóðin er fjölmenn, sterk og framsækin á margan hátt. Hún er ríkust allra þjóða, hefir lagt þungt lóð á metaskálina í heimsstyrjöldinni og virst ráða tnestu um leikslokin. Bandaríkja- menn sýnast hafa bæði mátt og löngun til að vera í fararbroddi þjóðanna nú um stund. Og þó vill svo undarlega til, að gæfan og veraldar-gengið verður Vestmönnum meira harmabrauð heldur en mannlátið og fjártjónið verður stríðsheyjandi þjóðum Norð- urálftinnar. Sumir af bestu og vitr- ustu mönnum vestan hafs kvíða afleiðingum gróðans og sigurvinn- inganna. í Bandaríkjunum og að nokkru leyti í Canada, hefir andlegu víð- sýni og frjálslyndi hinna ráðandi stétta slór-hnignað hin síðustu misseri. í báðurn þessum löndum er nú beitt fullkontinni harðstjórn i andlegum málum. Eru aðfar- irnar síst betri en í Rússlandi og Prússlandi, meðan einvaldsharð- stjórnin var þar í blóma sínum. Pað er hræðslan við áhrif rúss- nesku byltingarinnar, sem lromið liefir á stað ofsóknum. Alstaðar þykjast menn sjá hættu. Þeir sem vilja ná í hylli lýðsins hrópa hver öðrum hærra um hætlu þá, sem vofi yfir þjóðfélaginu. Smátt og smátt hefir almenningur farið að trúa hverskonar kynjasögum um þessi efni. Fjöldi bóka er settur á svarta listann, og lögð við margra ára hegning að eiga forboðna bók. í Canada var ítalskur klæðskeri dæmdur í þriggja ára fangavist fyrir það, að nokkrir forboðnir ritlingar fundust í herbergi hans. En það vorn leyfar, sem fylgt höfðu herberginu frá líð næsta leigjanda á undan. I skólum og bókasöfnum er gerð húsrannsókn til að finna hættulegar bækur og hvergi hlífst við. Bæði f Canada og Bandaríkjunum er fjöldi manna hrakinn úr landi vegna ímyndrar hættu um skoðanir þeirra. Hugs- anirnar eru álitnar nægar til dóms- áfellis. Þarf ekki að bíða eftir lög- hrotum í verki. Miðalda-réttvísin sest í hásæti í því landi, sem talið er frjálsast í heimi. Jafnvel hæstiréttur Bandaríkj- anna hefir orðið til þess, þótt eigi væri einróma, að ala á þröngsýni almennings i þessu efni. Þessi barátta við bannfærðar skoðanir er býsna hörð þar vestra. Fylkisþingið í New-York hefir ný- lega neitað að taka gilda kosningu 5 þingmanna, þótt þeir séu full- komlega löglega kosnir, að eins af því, að þeir telja sig jafnaðar- menn. Hefir slikt aldrei komið fyrir f nokkru þingfrjálsu landi, að stöðulög ríkisins um einföld- ustu mannréttindi hafi verið þver- brotin, án minstu formlegrar átyllu. Standa út af þessu og fleirum slík- um ofsóknum málssóknir og mikl- ar deilur. Telja frjálslyndir menn þessar lögle}'sur muni verða til þess, að koma þeim uppreistarhug í öreigana þar vestra, sem annars hefði alls elcki myndast undir neinum öðrum kringumstæðum. JsleaDingar ertenDis. nUtanstefnur viljum vér engar hafa<s. Það var eitthvert órækasta ógæfu- merki íslendinga, þá y sá siður var hafinn, að íslenskir menn leit- uðu út úr landinu með mál sín og létu útlendan mann hlýða á innbyrðis klögumál. Þá var »týnd æra og töpuð sál« er íslendingar ákærðu hvorir aðra fyrir útlend- um eyrum og þá flýði frelsið úr landi. Landið er lílið og fólkið fátt, en þeirra hluta vegna er nauðsyn- in enn rikari að út á við komi íslendingar æ fram sem einn mað- ur og að þá er íslendingur er staddur ytra, þá láti hann a. m. k. ekki opinberlega þau ummæli falla, eða eftir sjer hafa, sem eru landi hans til hnjóðs. Innanlands berum vjer vopn hvorir á aðra. Utanlands erum vjer ekkert annað en Islendingar. Fyrir útlendum eyrum megum vér ekki flytja inn- byrðis deilumál. Vettvangurinn þar sem úr verður skorið er ekki þar, heldur hér. Þessari kröfu verður að halda hátt á lofti. Smáþjóðunum er það allra dýrinætast að halda óskert- um heiðri í augum annara þjóða. En ekkert getur unnið þjóðinni meiri álitshnekki en það að lands- ins eigin börn séu að bakbítast ytra, eða að bera í aðrar þjóðir fregnir um það sem miður fer heima. Tvisvar hefir Tíminn áður feng- ið fult tilefni til að átelja mistök af þessu tagi. Nú hafa í vetur bæst tvö í hópinn sem snerta landið í heild sinni beinlínis — að hinu þriðja sleptu sem snerti einstakan mann. Einn af mætustu læknum lands- ins ritar grein í norskt blað, sem óhjákvæmilega hefir orðið til þess að rýra álit landsins. Það var óaðfinnaulegt að lækn- irinn gerði þá játningu hér heima, að hann væri brotlegur við lög landsins. Það var drengilegt að gera þá játningu — ekki sist með tilliti til þess að þessi læknir mun hafa minni ástæðu til þess en margir að gera slíka játningu. En að gera hana i norsku blaði, er með öllu óhæfilegt. Að skrifa á þeim vettvangi grein sem gefur les- endunum norsku ljóta mynd af íslandi er óafsakanlegt — þó mynd- in væri alveg sönn. Því mætari maður sem í hlut á, því sorglegra er það að honum skuli geta orðið það á að gera slíkt. Iiinn atburðurinn kom fyrir í Danmörku alveg nýlega. Danskur stjórnmálamaður ritar grein um fjárhagsástandið á Islandi og í þvi sambandi ber hann fyrir sig orð fslendings sem staddur sé í Kaup- mannahöfn — án þess að nafn- greina hann — sem gefa það i skyn að fjárhagsástandið sé alt annað en glæsilegt, gulltrygging íslenskra seöla, sem séu margar miljónir, sé ekki nema nokkur hundruð þúsund. Hér hefir þessi íslendingur van- rækt að gæta þcirrar skyldu sem á honum hvílir sem íslendingi sem staddur er í útlöndum, Það er sjálfsagt og réttmætt að finna að því hér heima, að í þessu efni mun ekki alt vera með feldu og rnikil nauðsyn sé úr að bæta. En það að láta hafa slík orð eflir sér í dönsku blaði er landinu til tjóns og íslendingur má ekki verða til þess. Þessi dæmi sem nú hafa verið nefnd virðast benda á það, að ýmsutn íslendingum sé það alls ekki ljóst hver ábyrgð hvilir á þeim í þessu efni. En hún er svo mikil og auðsæ, að ekki má með neinu móti lála óátalið er út af ber og hver sem í hlut á. Ólafur Davíðsson ritaði grein um það fyrir alllöngu »hvað um oss er sagt á bak«. Það voru lyga- sögur útlendinga um ísland sem hann þar hélt á lofti og sýndi hveisu mjög höfðu unnið íslandi tjón. Það vakti gremju um endi- langt ísland. En það er miklu al- varlegra er landsins eigin börn láta þau ummæli um landið falla, opinberlega í útlendinga eyru, sem ættjörðinni eru til minkunar — þó þau séu sönn. Það er ekki barnanna að halda því á lofti í óknnnugra eyru sem miður íer í fari móður og syst- kina. Ekki enn! Landsstjórnin hefir hvorki hreyft legg né lið til þess enn, að hrinda af þjóðinni því regin-ámæli sem hún ber vegna hinnar hróplegu misnotkunar sem á sér stað um áfengi til lyfja. Það er á vitorði hvers einasta manns í landinu, að stórkostleg misnotkun á sér stað. Skýrslurnar um innflulninginn á þessum »iyfjum« hrópa hástöfum um íslenska embæltismenn, sem hafa brugðist trausti alþjóðar, uin frámunalegt aðgerðaleysi og kæru- leysi af hálfu islenskrar stjórnar um að gæta sóma þjóðarinnar og hirðuleysi hennar og vangeymslu að gæta þess, að þeim lögurn sé hlýtt, sem þjóðin hefir sett sér. Læknastéttin í heild sinni liggur undir þungu ámæli, vegna þess að ekkert er gert til þess að sýna hverjir eru saklausir og hverjir eru sekir. Einhver mætasti maður úr lækna- stéttinni hefir risið upp opin- berlega og Jýst þvi tvimælalaust yfir, aö misnotkunin eigi sér stað og að óumflújanlegt sé að úr verði hætt. En landsstjórnin heldur að sér höndum og hefst ekki að. Það mun vera rétta aðferðin að gæta sóma íslands og réttar íslendinga I Rannsókn hefir farið fram um misnotkunina. Og henni er haldið leyndri. Þetta er með öllu óþolandi á- stand. Þeir fara að verða margir, sem þola þetla ails ekki lengur. Hér er orðið um svo langan, svo öldung- is þarflausan, svo alóhæfilegan drátt að ræða, og það á því sviði, sem við kemur sóma landsins, heil- brigðu lífi í landinu og gildi lag- anna — að óhugsandi er undir að búa, án þess að segja þeim fult strið á hendur, sem drættinum valda. Því að þnð er vitanlegt, að hér er ekki um það að ræða, sem ekk- ert er hægt við að gera. Það kost- ar stjórnina ekki nema fáein penna- stiik að gera öflugar tilraunir til þess að bæta úr þessu. Að setja hina seku lækna undir eftirlit al- mennings, með því að birla skýrslu um notkun hvers einstaks, að hafa örugt eftirlit með því hvað lyfja- búðirnar fá af þessari vöru og hvernig þær láta hana af hendi. Forsætisráðherrann hefir það í hendi sinni að skipa fyrir um þetta á einum ldukkutíma. Hér er ekki stjórn í landi til þess að þagað sé við því mánuð- uðum saman að opinber misnotk- un á sér stað í trúnaðarstöðu, að sóma landsins er misboðið, að lögin eru opinberlega að veltugi virt. Landsstjórn sem líður slíkt til Iangframa hefir með öllu fyrirgert tilverurétti sínum sem landsstjórn. Þótt margt megi gott um hana segja að öðru leyti, þá er þetta slik höfuðsynd, sem ómögulegt er að fyrirgefa. ^amvimiumál VII. Það hafa verið leidd rök að því hvers vegna samvinnufélögum þeim sem kunna að verða slofnuð við sjáfarsiðuna inætti verða mein að því, ef félagsmenn heimtuðu að þau yrðu peningabúðir þeirra eins og kaupmannsverslanirnar hafa verið hingað til. Peningaverslun til- heyrir bönkum og sparisjóðum, en kaup og sala á vörum kaupfélög- um. Það er hin eðlilega verka- skifting. Önnur hætta en sú að gera kaup- félög að peningabúð er það, ef fé- lagið er gert að einskonar spekúl- ant. Félagið kaupir þá innlendu vöruna fyrir ákveðið verð, eins og kaupmaður, og græðir á vörunni eða lapar, eftir því hvernig mark- aðurinn lánasl erlendis. Þetta er einhver hin mesta vitleysa sem nokkurt samvinnufélag getur gert. Það á ekki að græða, eða tapa sjálft. Það á að eins að kaupa og selja i umboðssölu fyrir félags- menn. Þeir eiga að bera fulla ábyrgð hver fyrir sig á því sem þeir kaupa og selja í félaginu. Þessi óvenja hefir komist á i einstöku gömlu samvinnufélagi bænda hér á landi, og átt veruleg- an þátt í að steypa einu slíku fé* 12. blað. lagi á höfuðið. Nú eru reyndu fé- lögin komin út yfir það hættulega spor, og það því fremur, sem Sam- bandið myndi bera vit fyrir félags- deildum sínum, ef einhver þeirra tæki upp þá fásinnu. Við nánari athugun mun flestum sem eitthvað þekkja til samvinnu- starfsemi vera ljóst hvers vegna slík félög gela ekki keypt inn- lenda vöru sjálf, og tekið þátt í markaðsáhætlu með kaupmönnum. Kaupfélögin selja erlendu vöruna með sannvirði, þó að það verð komi ekki ætíð fullkomlega til greina fyr en í lok hvers reikn- ingsárs. Smá kaupmennirnir fá aftur á móti sinn aðal gróða af er- lendu vörunni. Með þeim hætti safnast þeim oft furðu mikið fé, sem að nokkru leyti verðu vara- sjóður þeirra. Til að villa fáfróðum mönnum sýn, og sanna ágæti kaup- menskunnar, kaupa þeir íslenska vöru stundum sér i skaða. En það er jafnan litið i hlutfalli við hinn vissa gróða, sem fyr er minst á. Ef kaupfélag fer að keppa við slik- an mann, þá stendur það höllum fæti. Það selur erlendu vöruna með sannvirði. Það er lengi að eignast varasjóð. Það stendur þessvegna ekki kaupmanninum snúning, ef hann tekur í eitt skifti að borga óeðlilega hátt verð f}’rir einhverja tegund íslenskra afuröa. I stað þess að leika þenna blindingaleik kaupmanninum til geðs, og sér sjálfu til falls og eyðileggingar, á hvert heilbrigt félag að Iáta sér nægja að vera skrifstofa sem kaup- ir og selur fyrir félagsmenn, á þeirra ábyrgð, og þeim til hagnaðar. Samvinnumaður. JtrekaDar jyrirspurnir tii prójessors fi. 1}. jj. í hálfan mánuð hefir prófessor Á. H. B. lálið ógeit að svara fyrir- spurnunum. Sagði hann það í síð- ustu Lögréttugrein sinni að hann hafi ekki nefnt skýrslu Crookes um spíritistisku lilraunirnar vegna þess að hann »hafi það fyrir satt« að dagbókum Crookes og skýrslunni beri ekki saman um efnið. Eru því fyrirspurnirnar ítrek' aðar: Hvaða heimildir hefir Á. H. B. fyrir þessum ummælum? Hvað er það sein ber á rnilli? Pórður Sveinsson. Tíðin. Ágæta hláku gerði upp úr síðustu helgi og tók mjög upp snjó. Eru nú liagar um land alt, sem af spyrst. llalldóra Vjarnadóttir kenslu- lcona á Akureyrí hefir verið ráðin faslur starfsmaður Heimilisiðnaðar- félags íslands. Saiuvinnuskóliim er fluttur í hið nýja hús Sambandsins á Arnar- hólstúni. Skrifstofur Sambandsins munu ekki gela flutt þangað fyr en í maí. Veitindin. Veikin gengur hægí yfir, þó örar en áður, en er áfram mjög væg. Sjúklingar 1 barnáskól- anum skift^ nokkrum tugum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.