Tíminn - 03.04.1920, Qupperneq 2
TÍMINN
56
55
rf-srmffiirÉ
amerísku eru heimskunnir sem besíu og fullkomnustu
grammófónar er hugvitsmennirnir hafa getað búið til.
Pantið einn slíkan grammófón hjá kaupfélagi yðar eða
kaupmanni með nokkrum plötum og þér mnnið undrast
hve mikill ánægjuauki það verður fyrir heimili yðar, þeg-
ar þetta snildar áhald lætur þar til sín heyra.
Ltan úi" lieimi.
RúsRland.
XIII.
Lögreglan var langsterkasta stoð
hinnar rússnesku stjórnar, hún var
eins og skjaldborg um einveldið.
Hún var í þrem deildum.
Almenna lögreglanannaðist venju-
leg lögreglustörf, að halda uppi
reglu og gæta laganna.
Herlögreglan hafði það á hendi
að bæla niður uppreistir.
Pólitiska lögreglan, leynilögreglu-
mennirnir, átti að komast fyrir um
og Ijósta upp samsærum gegn keis-
aranum.
Yfirmenn lögreglunnar höfðu
geysimikið og lítt takmarkað vald,
hver i sínu héraði.
Allir sem um Rússland ferðuð-
ust, bæði innlendir menn og er-
lendir, urðu að hafa vegabréf. í
því var nákvæm lýsing af ferða-
manninum sjálfum og sagt frá trú
haus, erindi og stöðu. Var þetta
gert til þess að gera lögreglunni
hægra um vik að hafa hendur í
hári þeirra manna sem væru and-
stæðingar stjórnarinnar og væru á
ferð þeirra erinda. Nálega allir
umsjónarmenn og dyraverðir húsa
voru í þjónustu lögreglunnar. Þeii
áttu að gefa gætur að húsinu og
gera lögreglunni þegar aðvart, bæri
einhvern grunsamlegan gest að
garði.
Pólitíska lögreglan var kunn um
heim alian, undir nafninu »þriðja
deild«. Árið 1880 var það opinber-
lega tilkynt að hún væri lögð nið-
ur. En hún starfaði áfram engu
að síður, í leyni, og var jafnvel
aukin. Þriðja deild var algerlega
óháð hinni almennu lögreglu og
jafnvel öílum embættismönnum.
Vald hennar var jafnvel ekki tak-
markað að lögum. Fjárframlög til
hennar komu úr sérstökum leyni-
legum sjóðum, til þess að hún
hefði fullkomlega frjálsar hendur.
Keisaranum einum átti hún reikn-
ingsskap að lúka.
Leynilögreglumennirnir og bylt-
ingamennirnir háðu einvígi upp á
líf og dauða. Voru engin grið gef-
in, enda ekki um þau beðið. Leyni-
lögreglumennirnir voru geysilega
slyngir og hugaðir og komust jafn-
vel i flokk byltingamannanná. Þeir
létust þá vera byltingamenn og
hatursmenn keisarans. Það kom
jafnvel oft fyrir að hvatamennirn-
ir að byltingatilraunum, þeir sem
lögðu ráðin á um það að fram-
kvæma tilræðin, voru njósnarar,
sem gerðu þetta til þess, að fram-
selja »félaga« sina til stjórnarinnar.
Ný húslestrabók.
Frá heimi fagnaðarer-.
indisins. Helgidagaræð-
ur frá 1. sd. i advenlu
til 2. páskad. eftir Ás-
mund Guðmundsson.
Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar. Reykja-
vik 1919.
I.
Prentlistin var fundin nokkru
fyrir upphaf siðaskiftanna, en það
urðu siðaskiftamennirnir sem gerðu
hið prentaða mál að stórveldi i
heiminum. Katólskir menn höfðu
látið sér það nægja nálega ein-
göngu að menta prestana. Bóka-
útgáfa siðaskiftamanna var stýluð
tll allrar alþýðu. Er hér komið að
einum meginmuninum á hoðunar-
aðferð katólskra og mótmælenda.
Katólsku prestarnir reyna að
fullnægja trúarþörf fólksjns með
fögrum helgisiðum.með söng,mynd-
um og líkneskjum. Þeir leitast við
því fyrst og fremst að ná tökum
á tilfinningum manna. Biblían er
þar aftur bók prestanna og guð-
fræðin er ekki við alþýðuhæfi.
Mótinælendur töluðu aftur á
móti fyrst og fremst til skynsemi
manna. Prédikunarstarfið varð að-
alstarf prestsins í stað helgisiða-
XIV.
Skömmu fyrir aldamótin síðustu
hefst nýtt tímabil í sögu Rússlands,
því að þá hefst þar iðnaðaröldin,
með svipuðu sniði og áður var
hafin í vesturlöndum álfunnar. Að
sú öld hófst svo miklu seinna á
Rússlandi, var ekki vegna þess að
skortur væri á hráefnunum í land-
inu, því að þar eru mikil náttúru-
auðæfi: kol, járn og steinolía, og
ekki vegna þess að skortur væri
á vinnukrafti, þvi að þar er ná-
lega ótæmandi fjöldi ódýrra verka-
manna — heldur vegna hins, að
fjármagn skorti til framkvæmdanna,
enda hafði stjórnin fyrir, ótta sak-
ir, dregið úr því að stofnað yrði
til slíkra stórræða.
Árið 1891 varð Sergius J. Witte
fjármálaráðherra Alexanders III.
Mætti kalla hann Colbert Rúss-
lands, því að hann er frumkvöð-
ull hinnar nýju iðnaðaraldar á
Rússlandi. Hann var slyngur fé-
sýslumaður, þrautkunnugur fjár-
málamensku iðnaðarlandanna og
búinn ágætum hæfileikum um að
koma skipulagi á iðnaðarfyrirtæk-
in. Aðalstefna hans var sú að fá
erlenda auðmenn til að leggja fé í
fyrirtæki á Rússlandi; benti hann
þeim á hin miklu náttúruauðæfi
landsins og hinn óumræðilega
mikla og ódýra vinnukraft. Til þess
að gera iðnrekendum það enn glæsi-
legra að hefjast handa pantaði
stjórnin sjálf gríðarlega mikið af
iðnaðarvörum frá nýstofnuðum
verksmiðjum, vörurnar voru flult-
ar á járnbrautum rikisins fyrir
lágt flutningsgjald, og verndartoll-
ar voru lögleiddir til þess að hindra
samkeppni frá útlöndum. Fjármál-
um Rússa kom Witte í heilbrigt
horf.
Stórfeldar breytingar hlutust af
þessari stefnu. Verksmiðjurnar
spruttu upp á hverju strái. Um
aldamót voru þær orðnar yfir 38
þúsund og verksmiðjumenn og
námamenn voru orðnir um tvær
og hálf miljón. Járn og stálfram-
leiðslan varð innan skamms meiri
á Rússlandi en í Frakklandi, Aust-
urriki og Belgíu. Kolaframleiðslan
þrefaldaðist á árunum frá 1870 til
1900. Járnbrautir ríkisins urðu æ
fleiri og lengri. Árið 1860 voru
þær ekki orðnar þúsund mílur á
lengd, en árið 1895 voru þær orðn-
ar yfir 40 þúsund mílur. Þar var
á meðal Síberíujárnbrautin, um
endilanga Síberíu, sem er lengsta
járnbraut í heimi. Hún var lögð
að mestu fyrir franskt lánsfé. Opn-
aðist þá markaður fyrir rússnesk-
ar iðnaðarvörur um endilanga Si-
beríu, og fjölda manns gafst tæki-
færi til þess að nema þar ágætt
þjónstunnar. Og þeir gripu ekki
einungis til hins talaða orðs.
Húslestrabækur og prédikanasöfn
rounu vera nálega jafnmiklu fleiri
meðal mótmælenda en katólskra
og helgra manna myndirnar eru
færri.
Er hér ein skýringin fólgin á því
að i löndum mótmælenda kunna
sem allir að lesa. Og eins á hinu,
að katólskan vinnur svo litt á í
löndum mótmælenda og öfugt. Al-
múgafólki á Spáni og ítaliu fynd-
ist það fá steina fyrir brauð að
sitja í lúterskri kirkju, hlýða á all-
þungskylda ræðu og fábreytta helgi-
siði.
Fyrir mótmælendur er hitt jafn-
nauðsynlegt, að láta fólkinu æ í
té hið lifandi orð, eftir því sem
við á, eftir þvi sem þroski fólks-
ins er, og jafnframt að sjá því
fyrir hæfllegum lestri. Vanræki þeir
það er hnignun trúarlifsins óum-
flýjanleg, því að með því vanræk-
ir kirkjan það starf sem er henni
þýðingarmest samkvæmt eðli henn-
ar.
Bæði samkvæmt eðli íslensku
þjóðarinnar, og eftir þvi sem ráða
má af undangenginni sögu, ríður
hér hvað mest á -því að sjá fólk-
inu fyrir hæfilegum lestri.
Sigurður Nordal prófessor hefir
pýlega á það bent að íslenska al-
þýðumentunin muni vera nálega
land. Þjóðverjar lögðu aftur á
móti fram mest af fjármagninu til
aukningar iðnaðarins. Iðnrekstur
Þjóðverja i Rússlandi var svo mik-
ill fyrir stríðið að Rússiand var
jafnvel kallað »fjármálanýlenda
Þýskalands«. Á árunum 1904 til
1914 óx innflutningur frá Þýska-
landi til Rússlands úr 12^/s og
upp i 200 milljónir dollara.
Afleiðingar iðnaðaraldarinnar
urðu hinar sömu á Rússlandi og
i öðrum löndum. Velmegandi mið-
flokkur skapaðist og fjölmenn
verkamannastétt. Báðir þeir flokk-
ar voru andstæðir einvaldsstjórn-
inni vegna harðstjórnar hennar og
spillingar og vegna þess að hún
hlúði fyrst og fremst að hinum#
ríku landeigendum. Þúsundum
saman streymdu bændurnir til
borganna til þess að fá atvinnu
við hinar nýreistu verksmiðjur.
Verkalýðurinn stofnaði til félags-
skapar, til þess að geta gert verk-
fall og öðlast viðunaniegri kjör.
Það var áður óheyrt í Rússlandi.
Stjórnin sá það þegar, að þessi fé-
lagsskapur myndi von bráðar verða
pólitískur og bannaði verkamönn-
um að stofna félög. Verkföllin voru
rofin með hervaldi, þar eð þau
væru uppreist gegn stjórninni.
En bæði í miðflokknum og verka-
manna var ágætur jarðvegur fyrir
kenningar byltingamanna. Þar eð
þeir bjuggu þúsundum saman í
hinum stóru borgum, var það
mun liægara að stofna til félags-
skapar með þeim, að deila út flug-
ritum, að koma á mótmælafund-
um, heldur en meðal bændanna,
sem dreifðir voru yfir stórt svæði.
í verksmiðjunum hittust verka-
mennirnir daglega þúsundum sam-
an og gátu rökrætt innbyrðis um
kjör sin. Verksmiðjurnar urðu
heimkynni byltingafélaganna.
Hingað til hafði það verið svo
að það var fámennur hópur hug-
sjónamanna, sem barðist gegn
stjórninni. Og það var vonlaus
barátta þar eð hún var háð meðal
einstök í sinni röð, vegna þess að
íslenska þjóðin hafi verið bók-
hneigð þjóð um flestar aðrar þjóð-
ir fram. Til þess að halda í þessa
gersemi sé það rík skylda að sjá
almenningi fyrir hollum lestri, með
þvi að gefa út góðar og ódýrar
bækur. Eins og þetta er öldungis
rétt um almenna mentun, eins á
það við nauðsjmina á góðum trú-
málabókum til viðhalds trúarlífinu
og siðferðislífinu í landinu.
Það er eftirtektarvert að líta yf-
ir sögu undanfarinna alda í því
skyni að sjá það hvað þjóðin hef-
ir lesið, hverskonar bækur það
eru sem mest hefir verið gefið út
af. Fram á miðja siðastliðna öld
eru það alveg yfirgnæfandi bækur
guðrækilegs efnis, sem út eru gefn-
ar og lesnar á íslandi. Eru marg-
ar þeirra endurprentaðar ótrúlega
oft. Er ómögulegt annað en að
kannast við það að fram á síðustu
tíma hefir lúterska kirkjan á ís-
landi rækt sæmilega þá skyldu
sína að láta fólkið hafa nög að
lesa, þótt um hitt verði ekki deilt
að sumt af þeirri »lesningu« hefði
mátt vera betra.
Guðrækilegu bækurnar, þótt oft
séu þunnar sumar hverjar, eiga
mjög mikinn þátt í því að við-
halda menningu, lestrarfýsn, tungu
og þjóðerni á undanförnum öldum,
alómentaðra bænda, sem trúðu á
keisarann eins og Guð.
Nú var svo komið, að væri bylt-
ing hafin, þá var stuðningur vís
og það voldugur stuðningur af
hálfu iðnaðarlýðsins.
Þótt einkennilegt kunni að virð-
ast, þá er það svo i raun og veru,
að það er á tímum hinnar járn-
hörðu stjórnar Alexanders III., sein
sú aðstaða skapast, sem veldur
byltingunum á Rússlandi árið 1905
og 1917.
jjannmáliS erlenðis.
Tíminn hefir því miður ekki
getað flutt eins rækilegar fréttir og
æskilegt hefði verið, um hina vold-
ugu erlendu bannhreyfingu, sem æ
fær meiri byr úndir báða vængi.
Mun reynt að gera það betur hér
eftir.
Að þessu sinni skal stuttlega
vikið að fáeinum einstökum atrið-
um á því sviði.
Það land Norðurálfunnar sem
þyngst heíir lagst gegn öllum tak-
mörkunum vínnautnar og þá sér-
staklega gegn banni, hefir verið
Frakkland. Enda eiga Frakkar
ærið mikilla hagsmuna að gæta í
þvi efni, þar eð vínyrkja er einn
af meiri háttar atvinnuvegum lands-
búa. Hafa Frakkar oftar en einu
sinni reynt að sporna við slíkúm
ráðstöfunum annara þjóða. Eins og
kunnugt er var því óspart á lofti
haldið hér á landi, þá er bann-
lögin voru til umræðu, að mikill
ótti mætti okkur standa af Frökk-
um og öðrum vínyrkjulöndum fyr-
ir vikið.
En bannhreyfingin hefir þó náð
að grafa um sig á Frakklandi eigi
að síður en annarstaðar, og er nú
er svo komið að einn af styrkustu
stjórnmálaflokkunum á Frakklandi,
sócíalistarnir, hafa tekið bannmálið
á stefnuskrá sína. Er það einhver
auk þess sem þær að sjálfsögðu
hafa viðhaldið trúarlífinu.
Og þegar tillit er tekið til strjál-
bygðarinnar á íslandi, hinna erfiðu
ferðalaga, prestafæðarinnar í hlut-
falli við víðáttu lands, hinna lítt
aðlaðandi kirkna og hinnar ófull-
komnu guðsþjónustu, þá kemst
maður ekki hjá því að draga þá
ályktun, einnig með tilliti til hinna
tiltölulega auðugu og sumpart á-
gætu guðfræðilegu bókmenta og
lestrarfýsnar fólksins: að kristin-
dómsboðunin hafi hér meir en i nokk-
uru öðru landi verið rekin með
prentuðu máli.
í spegli sögunnar lærum við að
þekkja sjálfa okkur og nemum
hvað beri að gera.
Þjóðin íslenska hefir að visu
breyst nokkuð og kjör hennar
sömuleiðis. Töluverður hluti þjóð-
arinnar býr nú í bæjum og þorp-
um. Til þess hluta fólksins er hæg-
ar að ná með hinu talaða orði og
sá hluti fólksins les minna. Engu
að siður er óhætt að kveða upp
þann dóm að pað er einhver há-
leitasta skylda hinnar íslensku kirkju
og allra kristindómsvina i landinu
að sjá fólkinu fyrir nógum andleg-
um bókmentum. Af því að íslenska
kirkjan er lútersk, hvílir þessi
skylda á henni, en alveg sérstak-
lega af því að hún er islensk.
k öldinni sem leið var yfrið mik-
augljósasti votturinn um framgang
málsins, að svo langt er komið í
sjálfu vínlandinu Frakklandi
Það er ekki einungis í Norður-
álfunni og í Vesturheimi sem bann-
málinu vex fylgi. Á nýlega höldnu
fjármálaþingi á Indlandi, þar sem
fulltiúar voru frá öllu landinu,
kom áfengismálið til meferðar.
Virðist svo sem al ur þingheiinur
hafi verið sammála um, að afleið-
ingar áfengisnautnarinnar væru svo
alvarlegar fyrir afkomu landsins,
að eina ráðið væri að feta i fót-
spor Bandarikjanna i Norður-
Ameríku. Var því skotið til sljóin-
arinnar að koma sem fyrst á full-
komnu banni á tilbúningi, sölu og
innflutningi áfengra drykkja.
Hér er á öðrum slað í blaðinu
vikið að afstöðu ameriskra lækna
til áfengismálsins og læknaheim-
ildarinnar. Er það einhver Ijósasti
volturinn um andann sem ríkir
þar í landi í þessu tilliti. Annað
má nefna, sem og styður það sama
og er sagt frá því í viku útgát’u
»Times« frá 27. febr. Er það það,
að sendiherrar erlendra ríkja í
Washington, höfuðborg Banda-
ríkjanna, hafa komið sér saman
um, að afsala sér þeim rétti, sem
þeir hafa til að flytja inn vín. —
Láta þeir það opinberlega í ljósi,
að þetta geri þeir til þess, að vera
lausir við óþægindi af hálfu þeirra
vina sinna, sem ujóta vildu góðs
af þessum sérréttindum. Væri ekki
ósennilegt, að þetta fordæmi hinna
háu herra og fulltrúa hjá slór-
veldiru vestan hafs, gæti haft góð
áhrif annarsstaðar.
Seinast í júlímánuði næstkom-
andi verðúr hástúkuþing Good-
Templarreglunnar háð í Kaup-
mannahöfn og verður um leið
fundur hins volduga banninanna-
félags Bandaríkjanna, sem nú hefir
spent greipar um heim allan. Er
það ákveðið, að kjörnir fulltrúar
eigi að flytja skýrslur og fyrir-
lestra um reynsluna í bannlönd-
unum. Er Bryan valinn fulltrúi
frá Bandaríkjunum, Malti Heleníus
Sáppala frá Finnlandi, en Einar
Hjöileifsson Kvaran af íslendinga
hálfu.
Ætti þess að vísu ekki að þurfa,
en engu að síður er það svo, að
þá er vér íslendingar heyrum um
hina voldugu baráttu annara þjóða,
að stíga feti framar í þessu mikla
siðferðismáli, þá er vér beyrum
um þá óumræðilegu áreynslu og
fórnfýsi, sem það kostar aðrar
þjóðir, að stíga smátt og smátt
það spor, sem við höfum þegar
stigið, og þá er vér vituga, að þær
vilja með athygli hlýða á reynslu
okkar og skipa fulltrúa okkar við
ið gefið út af íslenskum húslestra-
bókum, sem voru afarmikið lesn-
ar og hafa vafalaust unnið gagn,
enda margar verið lesnar upp. Þær
eru nú allar orðnar úreltar.
Byltingar þær sem orðið hafa á
þjóðlífinu íslenska, hafa ekki síð-
ur orðið á sviði trúmálanna.
*
Til þess að þjóðin lesi nú sér
til gagns og ánægju guðrækilegar
bækur verður að smíða þær eftir
nútímans kröfum. Megnið af þeirri
andlegu fæðu, sem rann Ijúflega
niður fyrir 30 árum, er nú orðin
með öllu úrelt fæða. íslenska kirkj-
an verður þvi að fitja upp á nýtt,
eigi hún að geta gert sér nokkra
von um að geta haldið sæti sinu
hjá þjóðinni. Vilji hún rækja þá
einna þýðingarmestu skyldu sína
að sjá þjóðinni fyrir nógum og
heilbrigðum andlegum bókakosti,
verður hún nú að hefja nýja bóka-
útgáfuöld.
Og er hér um svo mikið atriði
að ræða, ekki einungis fyrir kirkj-
una, heldur og fyrir þjóðina í heild
sinni, að sá er þetta skrifar finnur
ástæðu til að koma að því máli
enn, að allir kristindómsvinir í
landinu taki höndum saman um
að leysa þetta mikla verkefni og
láti deilurnar niður falla.
Án slikrar samvinnu er lítil von
um það, að andlegum leiðtogum
þjóðarinnar takist það aö full-