Tíminn - 17.04.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.04.1920, Blaðsíða 1
TIMINN um sextíu blðð á ári kostar tíu krónur ár- gangurinn. AFGREIÐSLA i Regkjavik Laugaveg 17, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. IV. ár. Ijngsjönir langsummanna. »Peir standa best að vigi að halda saman flokki sem hafa hug- sjónir i stafni, jafn- vel líttnáanlegarhug- sjónir, sem gagnsýrt geti framkvæmdir hinna einstöku mála«, G. Sv. i Morgunbl. Svo mörg eru þau orð og alveg rétt og er furða, að þau skuli standa í einni hinna löngu greina, sem G. Sv. skrifaði í Morgunbl. En enn þá meiri furða er hitt, að G. Sv. skyldi þora að segja slík orð og eiga það á hættu, að þau væru heimfærð upp á sjálfan hann, flokksbræður hans og flokksblöð, til þess að sjá hvaöa hugsjónir hafa Dgagnsýrta framkvæmdir þeirra i hinum einstöku málum. Sú gagnrýning verður hér fram- kvæmd og þó að eins lauslega og einungis i fáum stórmálum. Heilbrlgt stjórnraálalíf. Heilbrigt stjórnmálalíf þróaðist um eitt skeið hér i landi. Það var á dögum Jóns Sigurðssonar og meðan lærisveina hans naut við og andi hans sveimaði yfir vötn- unum í islenskri pólitík. Á þeim dögum þektist það vart, að menn notuðu afstöðu sina i þingi til þess, að auðga sjálfa sig. Á þeim dög- um var það alviðurkend regla, að umboðsmenn alþjóðar létu heill heildarinnar sitja í fyrirrumi fyrir eigin hagsmunum. Tryggvi Gunn- arsson er talandi dæmi um þann aldarhátt, sem ríkti meðal læri- sveina forsetans. þessir tímar eru liðnir. Spill- ingin hefir haldið innreið sína á hið pólitiska sjónarsvið og blómg- ast þar vel. Hrossakaup og hvers- konar úrræði um að skara eld að sinni köku, eru algeng fyrirbrigði á alþingi og meðal valdhafa ís- lendinga. Þarf ekki um það að ræða hver hætta af þessu stafar. Mannkyns- sagan hefir svo marga sorglega sögu að segja um afdrif þeirra þjóða, sem slíkan gróður hafa leyft, að skýrar verður ekki talað. Það er eitt höfuðverkefni þjóð- arinnar, að hefja á ný hinn gamla og góða sið heilbrigðrar stjórn- málamensku. Það er ein höfuð- skylda þjóðarinnar og stjórnmála- flokkanna, að bægja með sveipandi sverði öllu því burtu og öllum þeim á brott, sem brjóta gegn því œðsia boðorði í stjórnmálalífinu. Hér er um hugsjón að rœða, hina œðstu á þessu sviði. Eftir þvl eiga stjórnmálaflokkarnir Jgrst og fremst að dæmast, hversu gagn- stjrðir þeir eru af þessari hagsjón. Þá er að heimíæra hana upp á hinn nýja og gamla stjórnmála- flokk G. Sv., langsummenn. Eftir því sem G. Sv. skrifar, ættu þeir víst að vera »gagnsýrðir«. af henni. Við skulum líta á framkvæmd- irnars 1. Síldarmálið. Einn af helstu flokksmönnum G. Sv. og tveir aðrir, Bem þeim flokki heyra til efnis- lega, þótt ekki sé enn formlega, unnu það verk á alþingi, þá er almennur töðubrestur og gras- hrestur var yfir duninn, að kaupa fóðuibæti og selja aftur kjósend- um landsins, með mjög miklum hagnaði fyrir sjálfa sig og án þess að vilja gefa kaupendunum nokkra skilagrein fgrir þessu starfl $Um. Sem |>ingmenn voru þeir að gera hverskonar dýrtíðarráðstafanir f umboði alþjóðar. Þessi var ein. Hvaða Dhugsjóm mun það hafa verið, sem Dgagnsýrðia fram- kvæmdir þessara flokksmanna G. Sv. í þessu fræga máli? Hún getur, þvi miður, ekki verið nema ein, ef »hugsjón« skyldi kalla. f þessu máli misnotuðu þessir menn aðstöðu sína sem þingmenn og brugðust því trausti, sem kjós- endum er rétt að bera til þeirra. Þeir breyttu þveröfugt við það, sem Jón Sigurðsson gerði og læri- sveinar hans. Og hvernig snerist svo flokkur G. Sv. gegn þessum mönnum — þessi flokkur, sem »gagnsýrður er af hugsjónum?«. Þeir hafa vfst hreinsað sig af þessari þingspillingu, þeir »gagn- sýrðu hugsjónamenn«. Nei, nei, neil Blöðin þeirra slógu skjaldborg um þessa þrjá þingmenn. Langs- umliðið hafði og hefir þá enn i hávegum. Hinn »gagnsýrði hug- sjónaflokkur«, með G. Sv. f broddi fylkingar hefir gert þessa menn að nokkurskonar pfslarvottum. vHugsjónir i stafni . . . jafnvel lítt náanlegar . . . sem gagnsýrl geti framkvœmdir hinna einslöku mála!« það eru fögur orð á þeirra manna munni, sem f einlægni vilja bæta sfjórnmálalífið, koma í veg fyrir eigingirnina, halda því hátt á lofti, að umboðsmenn alþjóðar eigi æ að láta heill heildarinnar sitja í fyrirrúmi fyrir eigin hag. Langsummennirnir þessir eru »gagnsýrðir«. En þeir eru það af alt öðru en göfugum hugsjónum. Síldarmálið er óafmáanlegur blett- ur bæði á einstökum flokksmönn- um, á flokknum í heild sinni og flokksblöðunum. Landsreikningamálið. Þess máls þarf ekki að minnast nema i stuttu máli. Það er á allra vitorði, að sá margumtalaði landsreikningur var »vo úr garði gerður, að ómögu- legt var að verja. Því var aldrei haldið fram, að um neina óráð- vendni væri að ræða, heldur hinu, að eins og hverjum einstakling Og hverjum kaupsýslumanni sérstak- lega er það nauðsyn, að gera reikn- inga sina hreina og glögga, svo er það enn meiri nauðsyn fyrir þjóðarbúið. Glundroði i reiknings- færslu landssjóðs getur búið í hag- inn fyrir hverskonar spiliingu. — Þess eins var krafist, að reikning- urinn væri tryggilega rannsakaður. Þjóðfélagið ætti heimting á þvi, að sú trygging væri um það, að alt væri í lagi, sem fyrst og fremst fæst með glöggum reikuingum. Það var sjálfur hinn »gagnsýrði hugsjónamaður« G. Sv., sem reis öndverður gegn þessari sjálfsögðu kröfu, og hafði allan flokk sinn og blöð að baki sér. Af hverju var hann vgagnsýrð- ur« þá? Það munu hafa verið háar »lítt náanlegar hugsjónir!« Eða var það af þvf, að flokks- foringi hans, E. A., bar ábyrgð á glundroðanum? Skýrslugerð. Af þvi að það er einmitt hr. G. Sv., sem nú tekur sér þessi göfugu orð f munn, um »hugsjónir«, sem »gagnsýri« hinar einstöku framkvæmdlr, þá er rétt, að minna á eina framkvæmd hans. Það vav á þinginu 1918. Varð hann þá uppvís að þvf, sem ritari fjárhagsnefndar, að hafa gefið vill- andi skýrslu og það var bægt að Rcykjavfk, 17. apríl 1920. sýna það, að það hefði hann gert vísvitandi. Var það f Tjörnesnámu-málinu. Sig. Jónsson atvinnumálaráðherra hafði ferðast norður árið áður og fengið 500 kr. með sér, ef vera mætti, að honum þætti ástæða til sérstakra ferða í landssjóðs þágu. Þessar 500 kr. borgaði hann aftur inn í fandssjóð — í reikning nám- unnar — fyrir norðan, hinn 13. játií. Nú segir G. Sv., í sinni opin- beru skýrslu, að S. J. hafi fengið útborgaðar 500 kr. 13. júni. En þegir alveg um það, að hann inn- borgaði þær aftur. Pessi »gleymska« G. Sv. getur ekki verið gleymska, heldur hlýt- ur þetta að vera gert af ásettu ráði. Það sannar hin ranga dagsetning. Hann hefir tekið eftir því, að Sig. J. innborgaði aftur sömu upphæð- ina og hann tók við, en þegir um það í opinberri skýrslu. Hvað virðist mönnum um slíka framkomu þingmanns? Hvaða »hugsjónum« mun G. Sv. hafa verið »gagnsgrður« af í þessari »einstöku framkvæmd« sinni, að undanfella svo stórt atriði i opinberri þingnefndarskýrslu? Ætfi það hafi verið háar og »líil náanlegar hugsjónir«, sem gagn- sýrðu« hann? Mundi það ekki liafa verið hitt, að Sigurður Jónsson var andstæð- ingur hans, og að i slíku tilfelli sé »hugsjón« langsummanna og G. Sv. sú, að öll meðul sé leyfileg. Mundu þeir menn fara þannig að, sem hafa þá háu hugsjón, að feta í fótspor Jóns Sigurðssonar um heilbrigða stjórnmálamensku? Foringinn. Það væri sennilegt, að þessi »gagnsýrði hugsjóna- flokkur«, langsuminanna, hefði valið sér þann mann, að foringja, sem sérstaklega væri »gagnsýrður«, Pað værl sonn legt, að í honnm sæjnst hinar „lítt náanlegn hng- sjónir“ flokksins hoidi klæddar, eins og í æðra veldi. Nú er alkunna hver verið hefir foringi langsummanna, fyrst í ráð- herrasessi og þvi næst við stjórn- málaritstjórn stærsta blaðs þeirra. Pað er Einar Arnórsson prófessor. Hann ætti þá að hafa komist næst hugsjóninni um heilhrigðan stjórnmálaferil, i anda Jóns Sig- urðssonar. Hann ætti að vera sérstaklega »gagnsgrður« af óeigingirni, hefði æ látið almenningsheill ganga fyr- ir sinni eigin. Hann ætti að vera sá íslending- ur sem mest hreinlyndi hefði stað- ið af í íslenskri pólitik. —- Það er einn af flokksmönnum hans, G. Sv., sem ber í munni orð- in um háar hugsjónir sem gagn- sýri einstakar framkvæmdir. Er ekki eðlilegt að manni verði það, að heimfæra þetta upp á foringja hans — langsummanninn i öðru veldi. Hr. G. Sv. er djarfur maður. Mundi hann vilja fullyrða þetta um foringja sinn, E. A., frammi fyrir þjóðinni? Timann er þeirrar skoðunar að í Einari Arnórssyni, foringja langs- ummanna, sjáist hugsjónir flokks- ins holdi klæddar í æðra veldi, hann sé sérstaklega »gagnsýrðui'«. Timinn œllar óhikað að eiga þann dóm undir þjóðinni afhvaða hugsjónum hatm sé sérstaklega gagnsýrður, og láta þjóðina um það að sjá í því ljósi málsháttinn að »fé er fóstra likt«. (Meira). 15. blafl. Jltargs er að minnast. Nd á Dalasýsla bágt. Fyrir og um aldamótin siðustu leit hér út fyrir blómaöld, fyrir ýmiskouar framfarir; þá var Ólafs- dalsskólinn í blóma sínum undir handleiðslu mikilmennisins Torfa sál. Bjarnasonar, þaðan komu margir knáir piltar með ósvikið andlegl og verklegt veganesti; skólinn sá dó fyrir örlög fram og Torfi sennilega líka. Hvenær verð- ur hans minst að verðleikum? I Ólafsdal voru líka reistar mjög fullkomnar tóvinnuvélar er voru stundaðar af miklum dugnaði og lægni, þær brunnu, og brunarúst- irnar standa enn og benda á margt fleira en brunninn húskofa. Pað er annars margt, sem gefur göml- um vegfaranda alvarlegt umhugs- unarefni nú, þegar komið er að Ólafsdal. Pá má mínnast þess, að Björn bankastj. Sigurðssoti reisti nokkru fyrir aldamótin vönduð verslunar- hús og hafskipabryggju í Skarð- stöð og starfrækti þar volduga og vinsæla verslun í all-mörg ár, en nú eru húsin löngu brunnin, þá í eign Guðrn. Jónassonar. Pá er að minnast niður-sýslunnar, þar var ýmsum sameiginlegum framförum hrynt á stað um og eftir alda- mótin, mest fyrir forgöngu Björns sál. Bjarnasonar sýslumanns á Sauðafelli, f samvinnu við fleiri góða menn. Par má fyrst benda á, að all-góður unglingaskóli var stofnaður i Búðardal og starfrækt- ur í nokkur ár, þar tíl fjárfram- lagið frá landsjóði var gefið eftir, og skólaáhöldin seld Sigurði Pór- ólfssyni til flutnings suður í Borg- arfjörð; þar með var þeim skóla lokið. Um það leyti voru mjög miklar vegabætur gerðar í sýslunni, þjóð- vegur lagður frá Ljárskógum að Fellsenda, einnig um Saurbæ, á- samt fleiri vegum, þá voru og bygð- ar all-margar brýr i suður-sýslunni á kostnað landssjóðs og sýslunnar. Þessar vegabætur og brýr eru nú svo úr sér gengnar, að víða getur slysum valdið, eða jafnvel líftjóni fyrir menn og skepnur, ef óvar- lega er farið, einkum er þó illa látið af þjóðleiðinni frá Búðardal að Tunguá. í sambandi við þetta vil eg gela þess, að vegur var lagö- ur frá Búðardal að Ljá, síðastliðið vor og haust, vegabótastjórinn sagði mér, að sér hefði verið uppálagt, að nota sem mesl gamla veginn, en þar af leiðandi varð upphleypti vegurinn að liggja á þeim stað, sem hann óhjákvæmilega hlýtur að liggja undir skemdum af vatns- rensli, þar að auki var hnuplað um alin af vegarbreiddinni. Hér er um ófyrirgefanlega vanrækslu og grútarhátt að ræða, sem ekki er hægt að fyrirgefa, ekki sfst, þegar maður hugsar til þess, að á sama tíma og gömul mannvirki hjá okk- ur, sem landssjóði ber skyldu til að halda við, eru eyðilögð, og nýir vegir þó stuttir séu, eru ver en ólagðir, þá er ausið fé f önnur héruð til akbrauta, áveitu, hafnar- virkja, vila og allskonar framfara. Hver á sökina? og hvers eigum við að gjalda? Máske þetta séu iðgjöldin fyrir það, að aðalpóst- leiðin var tekin af okkur til ó- bætanlegs tjóns og óbagræðis? I Eítir þenuan útúrdúr vil eg minn* ast þess, að all-myndarlegt smjör- gerðarfélag var stofnað og starf- rækt i nokkur ár i Miðdölum, en gat ekki þrifist vegna ónógra sam- gangna á sjó. Þá var og stofnað Kaupfélag Hvammsfjarðar í mjög smáum stíl, en hefir þroskast og aukist smám saman þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, svo að það má heita nú, eitt um alla verslun hér, sýnir það ljóst, hvað hægt er að gera, ef viljinn er sterkur og samvinnan góð. — Enn má minnast þess, að prófast- ur Ólafur Ólafsson stofnaði mjög góðan unglingaskóla í Hjarðarholti og starfrækti hann nokkuð mörg ár, með sérstakri lipurð og dugn- aði, þar fylgdist alt að, góðir kenslukraftar, fyrirmyndar reglu- semi og dugnaður utanbæjar og innan, nemendurnir áttu þar for- cldra fyrir húsbændur. Prátt fyrir þessa góðu kosti, sem eru ómetan- legir, var skólinn frá því fyrsta sveltur, mér liggur við að segja: smánarlega sveltur bæöi af þingi og sýslunefnd, þar til prófastur varð að hætta skólahaldinu sér og sínum til skapraunar og öllu héraðinu til óhætanlegs tjóns, — og nú er hanu fluttur frá okkur ásamt fleiri prestum. Eg læt hér staðar numið, að lýsa afturförum okkar, á aðal- framfaratímum þjóðarinnar, í hin- um ýmsu sameiginlegu rnálum. Petta eru alvarlegar afturfarir og hryggilegar mjög öllum þeim, sem sýslunni unna. Eins og tekið er fram hér að framan, höfum við eignast þrjá skóla og mist þá alla, hver metur tjónið. Nú býðst okkur Qórði skól- inn, þar sem Björn Jónsson skóla- stjóri i Vestmannaeyjum hefir keypt Hjarðarholtið heint til þess, að stofna þar alþýðuskóla; ekki vant- ar manninn hæfileika, bann er mjög vel lærður utanlands oginn- an, hefir verið skólastjóri í fleiri ár fyrir barnaskóla ásamt unglinga- skóla; ekki vantar hann áhuga, þar sem hann rífur sig upp úr frjósamasta stað landsins og kaupir hér auðvitað góða jörð cn dýra, einungis til að kenna, — lyfta upp ungu kynslóöinni hér — einmitt i sýslu feðra sinna; hugsjónin er höfðinglega göfug, og fögur á bak við þetta, ekki síst, þegar vissa er fyrir því, að hann átti um vissari og jafnvel betri kennarastöðu að velja. Nú eru Austfirðingar búnir að stofna myndarlegan héraðsskóla hjá sér; Borgfirðingar eru að kaupa Hvitárbakkaskólann og ætla að starfrækja hann sjálfir; Pingeying- ar og Árnesingar eru hver í sínu lagi að keppast við að stofna sem fullkomnasta skóla í sinum hér- um. En hvað gera Dalasýslubúar? Eg hef sterka von um, að þeir hugsi ekki ver lil barnanna sinna en þeir áðurtöldu. Afturhaldið er komið nógu langt, svo að annað- hvort er nú að taka rösklega i framfarastrenginn eða sökkva dýpra og dýpra. Ján Guðtnundsson Ljárskógum, Rorgai’stjórinií- Umsóknarfrcst- ur um borgarstjórastöðuna er nú liðinn og hafa tveir sótt: núverandi borgarstjóri Knud Zimsen og Sig* urður Egger? fyrv, ráðherra. Er búist við snórpum kosningabgf* daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.