Tíminn - 17.04.1920, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.04.1920, Blaðsíða 4
60 TÍMINN Gufunes ásamt Geldinganesi, Knútskoti og Eiði fæst til ábúðar frá næstu fardögum. Upplýsingar um jarðirnar og ábúðarskilmála gefa Þorsteinn Jönsson frá Seyðísfírði sími 568 eða Páll Olafsson frá Hjarðarholti sími 278. Lifebuoy- hveitið er ein hin allra besta amerískra hveititegunda. Biðjið ávalt um þá tegund ef þér viljið fá verulega gott hveiti. Hveitið Trumpeter er einnig góð tegund þótt það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. Pað er mjög ódýrt eftir gæðum. Par sem alt hveiti hefir nú hækkað í verði er enn brýnni þörf en ella að ná í notadrýgstu tegundirnar. nær eg muni geta bitt hann einan«. Davíð Rossí skifti litum, en rödd hans var einbeitt og róleg, þá er hann talaði: »Eg neita því ekki að ráðherrann sé dauða maklegur!« »þúsund sinnum ætti hann það skilið — og allir myndu fagna«. »Eg neita því ekki að dauði hans væri til blessunar fyrir fólkið!« »það myndi fá nýtt líf á dánar- degi hans«. »Eg neita því ekki að glæpir hafl orðið til mikilla hagsbóta«. »En þetta væri ekki glæpur«. »Eg álít það heldur ekki, að sá eigi að heita morðingi, sem sviftir harðstjórnann lífi«. »Reir vissu það, hvað þeir gerðu, þá er þeir sendu mig til yðar, hr. Rossí!« Haröæri. Vondur vetur sverfur nú að meir en undanfarna áratugi, má heita óslitin innistaða á öllu fé síðan mn og fyrir áramót — og það i bestu beitarsveitum. Þegar svo ár- ar þarf mikils viö. Innistöðutím- inn án fellis hingað til, sannar vax- andi fyrirhyggju hænda alment, en þó mun svo, að víða er nú farið að mæða á þeim mönnum i hverju bygðarlagi, sem jafnan mundu sjálf- um sér nógir hverju sem áraði, og þaö svo að illa mundi komið ef ekki hefði rösklega verið við brugð- ið af hálfu landstjórnar og lands- verslunar. Hefir ýmsum bygðar- lögum þegar verið veitt mikil hjálp, svo sem Mýrasýslu, Snæfellsnesi og Breiðafjarðarbygðunum. Þá hef- ir verið fluttur sildarfarmur frá ísa- firði til Árnesinga og nú fer Ster- ling skyndiför til noröurhafna og á að flytja björg á svæðið milli Horns og Langaness, en isinn þar iskyggilega nærri. Hefir landstjórn- in hvað eftir annað lagt svo fyr- ir að ekki mætti flytja annað en matvöru og fóður með þeim flóa- bátum sem styrktir eru af annara fé. En annars er skipaskortur og tregða bænda um að ráðast í fóð- urkaup fyr en í siðustu lög, erfið- ust viðureignar fyrir þá sem bjarg- ráðin bera fyrir brjósti. En ótvírætt lán er það landbúnaðinum islenska að eiga atvinnumálin í höndum þeirra hvors af öðrum samvinnu- frömuðanna, Sigurðar Jónssonar og Péturs Jónssonar, — og þá ekki sist þegar svo tekur í sem nú. Gamlir og nýir iiökkníuglar. Fyr á tímum voru hér á landi margir skemtilegir landshornamenn, sem gistu höfuðstaðinn tímunum saman og voru eftirlæti borgaranna eins og bióin nú á dögum. Einn liinn frægasti þeirra var Finnur rauði. Hann var mikill fylliraftur, málugur og sjálfhælinn í meira- lagi. En hann var miklu gáfaðri og fyndnari heldur en eftirmaður hans sem segir alt af »sem sé« þegar hann skrökvar einhverju um samvinnumenn. Tveir fuglar úr sama hópnum voru Porbergur blákjammi og Stefán strympa. Þeir flökkuðu um landiö og sögðu raupsögur af sér og sfn- um stéttarbræörum. Eru til um þá margir kýmilegir kveðlingar. Hinn fjórði var Einar kjaftur. Hann fékk ekki þetta viðurnefni af þvi að hann væri svo málóða, eða fyrir það að landið þyrfti að eyða mörg þúsund krónum árlega til að prenta ræður hans, heldur af því að stórt skarð var í neðri vör hans, og var hann fæddur með þessum mann- lýlum. Þá var Einar faldur frægur niaður. Ilann var mikill flækingur, en þóttist vera maður hákirkjulegur. Sveipaði hann kvenpilsi um herð- ar sér og hugðist þá vera klerkur í lieinpu. Saml skrifaði Einar ekk- crl um guðfræði, og talaði aldrci um að hann væri fæddur til að ganga af þjóðkirkjunni dauðri. Nú eru' þessir skemlilégu ná- ungar komnir undir græna torfu og hættir að skemta góðum mönn- um. Helstu núlíðarmennirnir sem minna eitthvað á þessar fornhetj- ur eru tveir langsarar úr lífverði Einars sáluga. Það eru þeir dóm- ararnir B. P. Johnson og Gisli Svcinsson. Báðir eru þeir búnir að liggja hér við mánuðum saman til að gleðja Reykjvíkinga með því að sýna »íþróttir« sfnar. Embættis- störfin heima fyrir tefja ekki fyrir þeim, en nóg til að eyða síðan Gfsli mokaði hundruðum þúsunda úr landssjóði f embættismenn, upp á verkfallshótun sína og þeirra. Ðjarna Dalamannayfirvaldi þykir víst hollari saggasama veðuráttan syðra, heldur en þurra loftið f Dölunum. En Gísli kvað ekki halda heilsu til lengdar nema með því að tæma við og við sálarskjóðu sfna, eins og þeir lærðu komast að orði, i rotþró Mbl. sem allir aðrir hafa flúið frá, jafnvel Einar fóstri Gísla. Að sumu leyti er bersýnileg aftur- för i kynslóðinni. T. d. er flugið milli landshornanna dýrara með ári hverju. Það kvað nú kosta 1500 kr. ef fósturjörðin þarf að flytja drjóla austan yfir Fúlalæk til höfuðstaðarins. Þá var Finnur rauði sem kallaði sig »Litla barnið Húnvetninga« léttari á fóðrunum og í flutningi. Hann bar sig sjálf- ur milli landshornanna. X. Úr fsveitinni. i. Þegar fregnir loks bárust, i sima- lausa sveit eina ofanfjalls, af þing- inu (fyrir neðan heiði) i vetur, vóru nágrannar er hittust, að ræða um viðburði þar, m. a. flokka-drá/f- inn; þá sagði E.: Þegar liðið vinsað var voru niðr á þingi, landshornamenn [4+4] og loddarar [2] lentu f »úrtíningi«. B. geröibreytingartill.(við 3. línu): langsummenn og liðhlaupar; en með því að eins 2 vóru á fundi, var hún álitinn »fallin með jöfn- um atkvæðum«. Áheyrandi. II. Þessi visa var kveðin í haust eystra, áður en talið var vestra. * Vestra er kominn vetur senn, viröar um það tala, hvort hús og fóður fái enn folaldsmerin Dala. Tíðin. Hófst grimmur norðan- garður á annan i páskum. Var veð- urhæðin svo mikil, að ekki var unt fyr en á fimtudag að ná pósti úr ís- landi. Frost hefir ekki verið tilfinn- anlega mikið og hriðarlaust hér um slóðir, en stórhríð í Norðurlandi. Veðri Iægði um sfðustu helgi, en hvesti á ný i gær. Kaupiélag nýtt var stofnað i Stykkishólmi 10. þ. m. Voru stofn- endur um 170 bændur úr Fells- strandar, Klofnings og Skarðs- slrandarhreppum í Dalasýslu og Skógarslrönd, Helgafellssveit og Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Er félag- ið að festa kaup á góðum hús- eignum þar i Hólminum. Aðalfor- göngumaður þessara merku sam- taka er síra Ásgeir Ásgeirsson í Stykkishólmi og mun það óvíða sem þörfln hefir verið svo rík á heilbrigðum samvinnufélagsskap. Kaupíélag Reykjavíkur opnar innan skamms búð sfna i Lands- bankahúsinu gamla. Félagsmenn fjölga með hverjum degi sem Ifður. Framkvæmdarstjóri félagsins er ráðinn Jón Kjartansson frá Efri- húsum í Önundarfirði. Var bann um tíma starfsmaður Ungmenna- félaganna og ritstjóri Skinnfaxa. Kanpfélag hafa Austur-Skaftfell- ingar nýlega stofnað og hefir það keypt verslunarhús Þórhalls kaup- manns Danfelssonar á Höfn f Hornafirði. Verður félagið að lík- indum eitt um verslunina þar eystra. KaupfólagHallgeirseyjar. Bænd- ur úr austurhluta Rangárvallasýslu stofnuðu til verslunarsamtaka í fyrra og hafa nú komið á hjá sér fullkomnu samvinnufélagi. Hafa þeir keypt part úr jörðinni Hall- geirsey og hús með, sem notað verður sem verslunarhús. Fram- kvæmdastjóri félagsins er ráðinn Guðbrandur Magnússon stjórnar- ráðsskrifari, áður ritstjóri Tímans. Má vænta þess að þetta verði slórt og öflugt félag, því í þvi eru ná- lega allir bændur í Austur og Vestur-Landeyjum, Vestur-Eyja- fjöllum og Þykkvabæ og nokkrir bændur úr Hvolhrepp og Fljótshlíð. Blaðið „Fr:tmí< á Siglufirði flutti nýlega mjög ósæmilega árásargrein á frú Guðrúnu Björnsdóttur frá Kornsá, sem nýlega hefir verið kosin þar í bæjarstjórn. Um 50 menn í bænum svara þessu með þvi, að þeir vilja ekki sjá blaðið meðan ritstjórnin sé í sömu hönd- um. Tveir menn fórust i snjóflóði nýlega, skamt frá Vopnafirði. Hét annar Ólafur Grimsson en hinn Sigurður Þorsteinsson. Merk grein er i nýútkomnu hefti af Eimreiðinni eftir Harald Níels- son prófessor. Dvaldist hann um hríð í London i sumar sem leið og var bent á að i British Muse- um eru margar mjög merkar myndir frá íslandi, frá því fyrir 1800 og eru ágætlega gerðar. Er ekki annaö sýnilegt en að íslensk- um fræðimönnum hafl hingað til verið ókunnugt um myndir þessar. Flestar eru mýndirnar af þjóðbún- ingum og eru þær með ágætum litum, en auk þess eru mjög fagr- ar myndir af Skálholtsstað, dóm- kirkjunni í Skálholti o. fl. Verður þess vonandi ekki langt að biða að myndir þessar verði stældar handa söfnum hér heim. Síra Har- aldur hafði heim með sér ljósmyd- ir af sumum myndunum. Búnaðarritið 1. og 2. heftí þ. á. er nýlega komið út, mjög fjölbreylt að efni. Er það einn votturinn um endurvakning félagsins að i upp- hafi ritsins er »Bændabragur« eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og er það margt snjalt sagt. — Má það nú ekki lengur diagast að bændur gangi allir með tölu í Búnaðarfélag íslands. Það verður nú lögð áhersla á að gera Búnað- arritið sem fjölbreytilegast úr garði, og menn fá það æfilangt ef þeir ganga í félagið og borga 10 kr. í eitt skifti fyrir öll. Skagfirðingar skora enn á stjórn- ina að takast hrossasöluna á hend- ur. Þannig svarar stærsta hrossa- sveilin Vísis-róginum frá í fyrra. Landbnrður er nú af fiski ná- lega á hverja fleytu, þar sem af spyrst. Er það mál manna, að aldrei hafi á einum degi komið jafnmikill fiskur á land í Vest- mannaeyjum og á laugardaginn fyrir páska. Þakka Vestmannaey- ingar það mjög björgunarskipinu Þór, sem um leið ver miðin og veiðarfærin. Lofskeytatækjum er verið að koma fyrir í björgunarskipinu Þór. í „Í8lendingi“ nýkomnum eru snarpar og vel rökstuddar greinar um bannmálið eftir ritstjórann. Vill hann hvergi slaka á klónni og er öruggur um fylgi málsins hjá þjóðinni og um endaulegan sigur þess. Er það mikið gleðiefni að svo hefir skift um tón í blað- inu i þessu efni. Forsætisráðherra fór á konungs- fund með íslandi í vikunni. Sterling kom frá Austurlandi og útlöndum um miðja viku og flutti fjölda farþega. Fer aftur vestur og norður um land, Mikill haíís hefir sést fyrir norðurlandi og er ef til vill landfast- fastur við Horn. Vostmannaeyjasíminn er enn í ólagi og hefir verið síðan seint í febrúar. Kvarta Eyjamenn undan því að vonum og gera ráð fyrir að sambandið við land verði ekki trygt fyr en loftskeytastöð er sett jafnframt i Eyjarnar. Veður og kostnaður veldur þeim drætti sem orðið hefir um aðgerðirnar, en nú mun ráðgert að björgunarskipið Þór geri við bilunina. Sumarvistii* barna. Umdæmis- stúkan hefir átt frumkvæði að umræðum um félagsstofnun i þvi skyni að sjá bæjarbörnum fyrir góðum dvalarstað í sveitum á sumrin. í fyrrasumar gengust Odd- fellovar fyrir slíku og komu upp hæli fyrir 20 bðrn í Borgarfirði. Goodtempiarreglunui heflr mjög aukist þróttur i vetur bæði hér i bænum og ekki síður vestur ó ísa- títðii Hefir félagsmönuum i Til ábúðar f fardögum 1920, fæst kindakotið góða Y rjur á Landi í Rangárvallasýslu. Semja má við Vigfús Guðmunds- 80n Laufásveg 43, Reykjavík. Bækur og* ritiöng kmipa menn í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar til stórra muna og áhugi að sama skapi. Rita ísfirðingar bannmönn- um víðsvegar um land skorinort hvatningabréf um að vera vel á verði um bannlögin, og krefjast betri bannlaga og betra eftirlits. Ansturrfsku börnin. Það er nú talið óvist að nokkuð verði úr því að þau komi hingað. Látlnn er 10. þ. m. Sigurður E. Sæmundsson fyrv. kaupm. á heim- ili mágs síns Einars Markússonar á Laugarnesi. Laxveiðina í Elliðaánum hefir félag veiðimanna hér í bænum tekið á leigu í sumar. Leigan er kr. 10510 um sumarið. Víða um bæinn er nú verið að leggja rafleiðslur í hús, svo að þau séu tilbúinn þá er hin vænt- anlega rafmagsstöð tekur til starfa. Guðmundor Bergsson póstmeist- ari á ísafirði, hefir fengið veitingu íyrir póstmeistaraembættinu á Akureyri. Ársfundur Bún.fólags ísl. 1920. Fundurinn var haldinn í Iðn- aðarmannahúsinu þann 23. mars. Vegna samkomubannsins, er sett var vegna inflúensunnar, var bann- að að auglýsa fundinn á ný — og var hann því fámennur. Forseti félagsins, Sig. Sigurðsson skólastjóri á Hólum, stýrði fund- inum, en ritarar voru Medúsalem Stefánsson ráðunautur og Einar Helgason garðyrkjustjóri. — Voru reikningar félagsins fyrst lagðir fram og lesnir upp. Þar næst skýrði forseti frá störfum félagsins 1919 cg þeim breytingum er orðið hafa á stjórn télagsins, skýrði frá fram- tiðaráformum félagsins og þar með að félagið hefði ákveðið að halda verkfærasýningu hér í Reykjavík 1921. Urðu nokkrar umræður eftir ræðu forseta. Þá flutti Matthías Þórðarson þjóðmenjavörður erindi um bún- aðarsafn. Taldi hann æskilegt, að hér yrði komið upp búnaðarsafni, i likingu við það, sem tíðkast i nágrannalöndum vorum, til að vernda frá glötun gömul verk- færi og önnur búsáhöld, sem smátt og smátt leggjast niður. — Hin væntanlega verkfærasýning 1921 gæfi hið besta tækifæri til þess, að stofna til slíks safne. Þakkaði forseti ræðumanni. Þá hafði Sigurður ráðunautur Sigurðsson lofað að flytja erindi um ráðningarskrifstofu — en vegna veikinda gat hann eigi komið á fundinn. Hafði Pétur M. Bjarnason lofað að flytja erindi um niðursuðu, en hann var einnig hindraður. Fundarmenn létu þá ósk í ljósi að boðað yrði til aukafundar, þar sem erindi þessi yrðu flutt og fyrirlestur þjóðmenjavarðar endur- tekinn, og kvaðst forseti mundu taka tillögur þær til greina. Síðan þakkaði hann fundar- mönnum komuna og sagði fundi slitið. Ritstjóri: Tryggvi l’órhallaao’i Laufási. Sínaí 81, Preutsmtðfan %rWnberg,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.