Tíminn - 01.05.1920, Síða 4

Tíminn - 01.05.1920, Síða 4
68 TÍMINN Skólastjórastaðan og íjórar kennnrastöður yið barnaskólann á Ísaíirði eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt lögum. Umsóknir séu komnar til skólanefndar fyrir 15. júní. F. h. Skólanefndar Sig'urg'eir ^igurðsson prestur. Námskeið í bókbandi og skósmíði heldur Heimiiisiðnaðarfélag Islands í Reykjavík um 5 vikna tíjna frá síðari hluta maímánaðar til júnímánaðarloka. Kenslan ókeypis. Umsóknir sendist stjórn félagsins innan 20. maí n. k. Reykjavík 28. apríl 1920. SsStjóriiin. Kosningarnar dönsku. [Frh. af 1. siðu.] 10, á Fjóni og hinum eyjunum 10 og á Jótlandi 8. Vafalaust hefir þetta breyst mikið við kosning- arnar. Flokkurinn hafði nú setið við völd síðan i mai 1913, og hefir ckkert danskt ráðuneyti setið jafn- lengi síðan Estrup leið. Það iiggur i hlutarins eðli, aö hver stjórn sem setið hefir svo lengi að völd- um, hlýtur að gefa á sér marga höggstaði. Hversu vel sem hún kynni að hafa stjórnað, hlýtur hún þó einnig að hafa gert mörg glappaskot, og þeim gleyma and- stæðingarnir ekki. Nú var svo komið, að flokkur- inn var orðinn útslitinn. Hann hafði komið mörgum af áhnga- málum sinum i framkvæmd, stefnu- skráin var orðin litförótt, eins og jafnan er hjá flokkum, sem lengi hafa setið við kjötkatlana, og tekið vér að brydda á sundrung innan flokks1), Ráðuneyti Zahles hefir komið fjölda merkilegra mála í fram- kvæmd, en vegna þess, að það var í minni hluta í báðum þingdeild- um, hefir fjöldi af þeim lögum er frá þinginu hefir komið á þessum árum, verið hvorki fugl né fiskur, heldur ávöxtur af hrossakaupum og bræðingi raillli ílokkanna. — Hreinar línur voru sjaldgæfar í lagasmíðinni, en endalausir leyni- samningar og bakdyramalik milli flokksforingjanna átti sér stað, til mikils hnekkis fyrir viröingu og álit þingsins hjá þjóðinni. Kom það hér í Ijós sem oftar, hve háska- legt það er fyrir þingræðisstjórn- ina, ef enginn flokkur er nægilega sterkur til þess, að gela ráðið öll- um höfuð-atriðum í löggjöfinni. I fjöldamörgum málum dró stjórn- in þó taum Jafnaðarmanna, því undir þeim átti hún líf sitt. Feikna- mikið var gert til þess, að grciða fyrir félitlum mönnum og atvinnu- lausum, en andstæðingum stjórn- arinnar þótti hún ganga alt of langt í þessa efni, og hafa þeir veitt hennar þungar átölur fyrir, að hún með hinum mikla styrk til atvinnuleysingja, væri farin að ala upp iðjuleysingja og letingja, er ekkert verk vildu vinna, en gætu lifað af styrk úr opinberum sjóðum. Um utanríkismálin voru allir ílokkar sammála, meðan á stríðinu stóð, en nokkrar árásir íékk stjórn- in fyrir það, að hún væri of vin- veitt Fjóðverjum. En heldur voru þær árásir veigalitlar. Útlendingar hafa jafnan lofað sljórn Zahles fyrir það hve vel hún sá landinu fyrir góðum og tiltölulega ódýrum nauðsynjavör- um á striðstímanum. En fjöldi Dana lífur alt öðruvísi á þetta. Þeir þakka það ekki stjórninni, heldur landgæðunum. Danmörk er fyrst og fremst frjóvsamt landbún- aðarland, bygt af best mentuðu og hagsýnustu bændastélt heimsins. Samanburöur við ástandið i Noregi eða Sviþjóð verður algerlega rang- iátur. Rað er sist að furða, þótt gróðurmoldin danska gefi meira brauð en fjöllin og skógarnir norsku og sænsku. Rað heflr þvi vafalaust ekkert einstakt mál orðið Zahle og flokk hans að fótakefli. Aðal-orsakirnar til þessara miklu hrakfara voru í fyrsta lagi óeðlilegur grnndvöllur, sem ílokkurinn hvíldi á og ekki gat borið hann uppi til lengdar, og í öðru lagi, að stjórnin hafði setið of lengi að vðldum. Margar af þeim hugsjónum, er hún hafði barist fyrir, voru að meira eða minna leyti komnar í framkvæmd, en nýjar komu ekki i þeirra stað. Kyrstaða var komin í hið pólitíska líf innan ílokksins, en stjórnin hélt dauðahaldi í embæltin, eins og gömul ráðuneyti eru vön að gera. Sumir af helstu foringjum radíkala- ílokksins eru gamlir menn og út- 1) Um þetta er fróðlcg ritgerð t Janúar-lieftinu af aTilskuerenw, eftir einn af helstu foringjum radlkala- ílokksins, Oscar Johansen. slitnir, en nýir hafa ekki risið upp I þeirra stað. Pað var nauðsynlegt fyrir flokk- inn að vikja frá völdum og kom- ast í andstöðu við stjórnina um hríð, til þess að yngjast upp aftur og safna nýjum kröftum og nýjum hugsjónum. En eins var það líka óhjákvæmilegt, að við þessar kosn- ingar yrði veitt nýju blóði inn i danskt stjórnmálalíf. Frh. H. H. Sr. jHagnús Ijelgason og sálarjrzðin. II. Eitir að hafa fengið vitneskju um það, að lýsingu sr. M. H. á tilfinningalífinu væri svo ábótavant, lá næst að kynna sér langa vís- indaritgerð einmitt um þetta sama efni, eftir Á. H. B. Fylgir hún Ár- bók háskólans 1918. f*að var ljóst, að sú ritgerð hlyti að vera gull- náma, fyrst og fremst fyrir sr. M. H., en lika fyrir alla aðra, sem annað hvort væru fáfróðir um tilfinningarnar eða hefðu úreltar skoðanir. Er rétt nota tækifærið til að benda á mikilvægustu sann- indin, sem fundust f ritgerðinni, án þess þó, að frásögnin geti nálgast að vera tæmandi. Á bls. 7. segir Á. H. B.: »Að vísu geium vér horjt inn í sjál/a oss og séð hverju þar jer fram«. Retta hefir M. H. láðst að gera og þess vegna ekki fundið sínar eigin tilfinningar. Prófessorinn hefir verið heppnari. Á bls. 12 segir hann um slíka sýn: vViðbjóðnrinn lýsir sér ... i því, að lijsveran hristir höfuð sitt og skekur við þvia. Síðar fylgja fleiri hagnýtar ráð- leggingar t. d. um viðurstygðina (bls. 36): y>Maður geiflar sig eins og maður vildi koma einhverju út úr sér, fussar við þvi og sveiar, bandar þvi frá sér eða snýr sér undan«. Á næstu bls. á undan er bending til betri helmings mann- kynsins: »Hugsum oss konu, sem stendur sluggur af músum, jyndist mús vera að skríða upp eftir fót- leggjunum á sér«. Þá er (bls. 44) nokkur vel valin orð um hin ýmsu stig hræðslunnar, enda ríkuleg á- stæða, þar sem mýsnar eru svo áfjáðar. Sjöunda stigið er neyðar- ópið, áttunda flóttinn, niunda fifl- dirfskan, en hið tíunda að hníga dauður niður, og má segja að eigi veröi með sanngirni meira heimtað af nokkrum manni. Athugasemd höf. um gleðina (bls. 62) er mjög gagnleg fyrir uppeldisfræðina, að menn hljóti rtgleði af því sem gleöura. Sr. M. H. gæti gjarnan bætt þessari skýr- ingu um tilfinningalíflð inn í næstu útgáfu bókarinnar. Prófessorinn hefir enn frernur skýrt gleðina nánar á öðrum stað (bls. 61): »Gleðin er eins og kunnugt er and- fœtlingur sorgarinnar«. Eftir þessu má hugsa sér gleði og sorg, eins og »lífverur«, og þó að ekki sé neitt fullyrt um, að þær hristi og skaki höfuð sín, þá hafa þær a. m. k. fœlur, og spyrnast í iljar eins og þegar þæft var tunnuþóf í gamla daga. Sjálfstæði sorgar- innar er vel lýst síðar bls. 58 og 59): »Og þó er það alls ekki tilgangur sjálfrar hrygðarinnar, að sigra mann eða sliga, heldur er hún alt af með öllum tilverknaði sínum, umhugsun og trú að reyna að bœta manni tjónið, eins vel og henni er unt«. — — __ ))En sorgin hefir þó allan hugann við missi sinn og reynir að bœta sér hann á einn eða annan hátt«. Af þessu er auðséð, að sorginni veitir ekki af fótum til að bera sig um. Hún hugsar lika eins og hver annar góður borgari. Stundum er hún mild og vill ekki meiða eða sliga, þá sem verða á vegi hennar. Stunduin verður hún heimspeki- leg og »yfirvegar« hvað gera skuli. Stundum verður trúin efst á baugi í sorginni, eða þá einskonar gest- risni og bjálpfýsi við aðra, Á seinni bls. er sorgin töluvert breytt; er næsta eigingjörn og snýr sér ein- göngu aö því, að bæta kjör sjálfrar sín og gerist þá aðsúgs- mikil í úrræðunum. Á bls. 32. er sýnt fram á hversu erfitt sé að skilja eðli óbeitarinnar. Tungumálin geti »aldrei úr því skorið af hverju ógeð eða ógeð/eldni manna eða dýra stafar, af því hún er komin til sögunnar löngu áður en nokkur mannteg tunga var töluð«. Þetta er mikilsverð athugun. Af sömu ástæðu getur enginn skilið af hverju eldgos og jarðskjálflar stafa, því að þessi fyrirbrigði eru eldri eu nokkurt tungumál. Mjög lærdómsrík er bending sú um varúð, sem gefin er á bls.^46: »Varfœrnin er i því fólgin, þegar út i ógöngurnar er komið, að reyna að synda /yrir öll sker og ásteyt- ingarsteina«. Hugsum oss hversu nytsöm þessi vitneskja getur verið í daglegu lífi. Fáum mönnum er meiri þörf á varfærni en skipstjór- um. Samkvæmt ofangreindu vita þeir, að varúðar er einkum þörf, þegar komið er í óefni. Skipstjóri heíir siglt fleyi sínu með fullum hraða upp á sker. Honum er undir eins Ijóst, að nú er hann kominn i ógöngur, og að varúð er nauð- synleg. Hann grípur Árbók há- skólans 1918 og finnur sér til afar- mikillar huggunar, að það sem nú á við, eins og á stendur, er að synda fyrir öll sker og á- steytingarsteina. Sá heimspekingur sem heíir fundið mörg þvílík sann- indi, gelur að ósekju litið með grundvallaðri fyrirlitningu á verk annara mauna. Eg verð að játa, að mér finst Á. H. B. hefði með töluverðum rélti fundið að því við sr. M. H., að hafa ekki í Uppeldismálum sínum haft nokkur vel valin orð um hugsunarfrœöi, því að nokk- ur fræðsla í þeim efnum hlaut þó að vera gagnleg fyrir tilvonandi kennara, en þeim er bókin ætluð fyrst og fremst. Er þetta því und- arlegra, þar sem Á. H. B. hefir sjálfur gefið út almenna rökfrœöi árið 1913, þar sem þeirri skoðun er haldið fram í upphafi bókar- innar, aö enginn geti hugsaö réit nema hann hafi numið rökfrœöi. Bók Á. H. B. bætir að vísu úr fyrir nútimamenn og óbornar kyn- slóðir. En það er agalegt, að hugsa sér forfeður okkar, sem að vísu eru kallaöir frægir menn, sumir hverir, t. d. EgiJI Skallagrímsson, Njáll, Snorri goði, Grettir o. íl., sem allir hafa hugsað mjög graut- arlega, af því að Á. H. B. gat ekki, af skiljanlegum ástæðum, leiðbeint þeim meö bók sinni. Ritstjóri Iðunnar hefir enn frem- ur í seinasta hefti tíirarits sins, auðgað bókmentirnar með vísu þeirri, sem endurpreDtuð er í upp- hafi þessarar greinar. Hann hefir svo sem kunnugt er áður fengist töluvert við skáldskap, bæði frum- ort og þýtt á íslensku, þó að ekki verði minst á afrek hans á þeim sviðum, að þessu sinni. En hér hefir hann færst í fang það þrek- virki, að endurbœta eina ferskegtla efiir Ibsen með því, að gera á henni sex breytingar. Mega Norð- menn þess vegna vera Á. H. B. þakklátir fyrir, að liann prýðir bókmentir þeirra með viðaukum, þar sem honum þykir þurfa, eins og sr. M. H. hlýlur og að verða vel við tilmælum Á. H. B., og taka sér nú verulega vel fram í heimspekinni. Má vænta þess, að undanfarnar línur verði til að benda bæði honum og mörgum öðrum á það, hvílík gullnáma rit Á. H. B. eru fyrir þá, sem langar til að horfa inn i mannssálina. x.+y- Fréttir. Tíðin Norðangarður hófst enn síðastliðinn sunnudag og hefir haldist óslitið síðan. Er hörku- stormur um land alt og hríð a. m. k. á Norður- og Austurlandi. Hefir útlitið aldrei verið ægilegra en nú. Samsætl héldu nokkrar konur hér í bænum frú Bríetu Bjarn- héðinsdóttur, í lilefni af 25 ára afmæli Kvennablaðsins. Bílslys. Á miðvikudaginn varð maður undir bíl í Keflavík og beið bana af. Hét hann Einar Jónsson og var áður hreppstjóri í Keflavík. Bifreiðarstjórinn er úr Keflavík og er talinn einhver gætnasti maður í hóp bifreiðarstjóra. Vestmannaeyjasíminn er ekki enn þá kominn í lag. Er hann talinn slitinn í tveim stöðum, og hefir ekki lundist nema annar staðurinn, þar sem bilað er. Borgarstjórakosningin. Morgun- blaðið berst með Knud Zimsen, en Alþýðublaðið með Sigurði Egg- erz. Vísir hefir enn ekkert lagt til málauna, en ritstjóri Vísis er einn af meðmælendum Sigurðar Eggerz. Það er talið með öllu óvíst hvernig kosningin muni fara. Settur læknir í Borgarfjarðar- héraði er Pétur læknir Thóroddsen héraðslæknir á Norðfirði. Hefir hann dvalist hér í bænum í vetur, Hótel Islaml, Gistihúsleysið i Reykjavík undanfarið hefir skapað mörgum ferðamanui mikil óþæg- indi, Verður nú úr því bætt að nokkru, þar eð eigendur Hótel ís- lands eru að koma þar upp aftur gistihúsi, og hefir mikið verið gert til þess að bæta það. Maklega ofanígjöf fær G. Sv. í Lögréttu nýlega, fyrir sín þunnu skrif í Morgunblaðinu. Segir þar meðal annars: »Má vel vera að þingmaður þessi sé þynnri I dálk- inn, innviðaminni og lausalopa- legri í skoðunum en flestir eða all- ir sem á þinginu eiga sæti« — með því -muni þingmenn »afsaka það að önnur ejns ritsmið komi fram Næstliðið haust var mér undir- skrifuðum dreginn hvíthyrndur lambhrútur með mínuhreina eyrna- marki: hvatt h., stúfrifað v. Þennan lambhrút á egekki. Rétl- ur eigandi vitji verðsins til mín, borgi afleiðandi kostnað, og semji við mig um markið fyrir næstk. fardaga. Fremri-Brekku í Dalasýslu l.merz 1920. Jón Samúelsson frá Hvítadal. úr þeirra hóp«. Auðvirðilegri grein- ar geli varla hngsast, því að engin skoðun skoðun komi fram á neinu máli. Kjósendur hans hafi »fylstu ástæðu til að spyrja, hvers vegna hann leggi ekki niður þingmensku, hversvegna hann vilji vera að þvælast á þingi áfram, úr því hann hafi ekki neina skoðun á neinu af þeim málum sem þar á að ráða fram úr«. Siðar eru þessi ummæli: »Og sjálfur er hann grunnhygginn mað- ur, en montinn og framhleypinn, eins og grunnhygnum mönnum er títt. Hver vitrari maður í lians sporum hefði þagað, ekki opnað kistulokið til þess eins, að láta alla sjá, að ílátið er galtómt að gagnlegum munum, eigurnar engar aðrar en hjegómi og mauravefir, eða þá annað þaðan af verra«. Pessi demba kemur »vel á voud- an«. Alt er það hverju orði sann- ara, sem hér er sagt um G. Sv. Og um land alt mun G. Sv. bera ríkulega fyrirlitning úr býtum fyrir níðið um Þingvallafundarmennina. Skútapróf hið meira, hafa sex ungir pillar leyst af hendi, undir handleiðslu og kenslu hins óþreyt- andi íþróttafrömuðs Axels Tuli- níusar framkvæmdastjóra. Látinn er nýlega hér í bænum Olli Guðmundsson skipasmiður, merkur Lorgari. Féll hann niður af smíðapalli á bátasmíöastöð sinni og þótt fallið væri ekki hált var hann látinn tveim stundum síðar. Bændaför. Búnaðarsamband Suð- urlands hefir í hyggju, að stofna til bændaferðar norður uin land og er ráðgert að leggja af stað um miðjan júní. Brnni var inni á Kirkjusandi í nótt sem leið. Th. Thorsteinsson á þar fiskverkunarstöð. Fiskþurk- unarhúsið og vélahúsið brunnu til kaldra kola, eu brunatiðið gat bjargað íbúðarhúsinu. Eldsins varð ekki vart fyr en undir morgun. Annar vélainaðurinn, unglings- piltur, ólafur að nafni, varð inni í eldinum, og fundust líkamsleifar hans mjög brunnar. Talið er lík- legast, að eldurinn hafi komið upp í vélarúminu, Roglugerð um áfengislyfsseðla- gjafir lækna o. fl. er sögð vsentan- leg og gangi í gildi innan skams. Verður hennar nánar getið. Einar Jochnmssen skáld biður þess getið, að liann tali á morgun af svölunum á Grettisgötu 2, og um kristilegt frelsi. tsland kom í morgun frá Eng- landi og fer aftur til sama lands, en ekki til Khafnar, vegna verk- fallanna. Maguaður misskilninguv er það hjá Morgunblaðinu, þar sem það virðist halda að smæstu flokka- brotin dönsku eigi eitthvað skylt við samvinnumenn. — Samvinnu- menniruir dönsku eru flestir í vinstrimanna-ilokknum. Pað sér ekki á svörtu þólt þetta hafi staðið í Morgunblaðinu. Stöðvarhús og ibúðarhús á að reisa fyiir rafveitu Reykjavikur og er auglýst eftir útboðum. Ritstjóri: Tryg'g'vl tórliallsson Laufási. Sími 91. Preptsroföjjín

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.